Ísafold - 01.08.1900, Page 3

Ísafold - 01.08.1900, Page 3
191 aftur. Hann getur vel verið «á8trík- ur eiginmaður, faðir og húsfaðir«, einB og stendur í líkræðunum; hann getur vel verið námsgáfna-jötunn og lærdóms- hít; en um landsmál er honum áreiðan- lega svo ósýnt, sem framast má verða, með þar af leiðandi ósjálfstæði (sbr. t. d. hringsnúning hans í bankamál- inu, skemst á að minnast). það er ekki nokkur minsti efi á því, að meira erindi mundi hann ekki eiga á þing né betri för gera þangað en andlegur félagi hans, búvitringurinn í Gröf (- Eeykjakoti). Hann (B. B.) erhonum þó sjálfsagt greindari og skynbetri á landsmál. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að vekja óánægju í K j ó s a r- og G u 11- bringusýslu með þingmensku Jóns skólastjóra þ>órarinssonar, ger- samlega að ástæðulausu. Sérstaklega hefir honum verið fundið það til for- áttu, þótt ótrúlegt sé, að hann hafi reynt að styðja skólastofnun þá, sem hann sjálfur veitir prýðisgóða forstöðu, með svo lágum launum, að hann gætí ekki framfleytt sínu mikla skylduliði, ef hann stundaði ekki jafnframt aðra atvmnu af atorku og fyrirhyggju. Ekki hefir hann verið að ásælast landssjóðs fé fyrir sjálfan sig, heldur leitast við að gera nemendum sem að- gengilegast að nota þá góðu tilsögn, sem á boðstólum er við þennan skóla, og jafnframt búa svo um hnútana, að stofnanin sé sem óhultust. Sannleik- urinn er sá, að töluverð eftirsjón væri að J. þ. af þingi, eigi að eins fyrir þá sök, hvað hann er skýr maður og samvizkusamur, heldur og vegna þess, að hann ber alþýðumentamálið meir fyrir brjósti og hefir meira vit á því en flestir, ef ekki allir þingmenn aðr- ir. Málskrafsmaður er hann enginn á þingi, þó að hann sé mjög vel máli farinn; hefir enga freistingu til þess að láta mikið á sér bera og lengja þingtíðindin með mælgi. Stök slcamm sýni væri það, að telja það þingmensku- löst á honum, sem er mikill kostur, eða meta landsmála-áhuga hans eða annara þingmanna eftir skrafinu einu á þingmannabekkjunum. Litill vafi getur á því leikið, að J>órður læknir Thóroddsen verði end- urkosinn. —Nýju þmgmannaefnin hafa að líkindum öll nokkurt fylgi, að und- anteknum Gísla búfræðing og »kaup- manni«. þingmenskuhugur hans vek- ur hlátur mikinn, hvar sem á hann er minst, og fráleitt fær hann nokkurt atkvæði, með því að hann er ekki sjálfur kjósandi í kjördæminu. Bæjarstjórnarfundir. Samkvæmt tillögu fjárha> snefndar samþykti bæjarstjórnin fundi 5. þ. mán. að taka tilboði stjórnarinnar um sölu á gamla kirkjugarðinum fyrir 600 kr. í landssjóð með svo feldu móti, að bænum væri þá fengin skilyrðis- laus eignarréttur að kirkjugarðinum. Nefnd kosin til að íhuga erindi frá Mr. Payne um að fá leigðan eða keypt- an veiðiréttinn fyrir kleppslandi: form., Tr. G. og Jón Jensson. Bæjarstjórnin vildi ekki taka til greina málaleitan frá W. Christensens- verzlun um að hætt verði við fyrir- hugað lóðarnám frá verzluninni vegna vegalagningar ofan að sjó fyrir aust- an geymsluhús hennar, samkv. álykt- un á næsta fundi á undan Tr. Gunnarssyni greiddar 80 kr. fyrir viðgerð á Ves^urgötu, er hann hafði á hendur tekist. Lagt til af formanni, að veittur væri styrkur úr bæjarsjóði til sómasamlegr- ar viðtöku hinna dönsku stúdenta í næsta mánuði. H. Andersen skraddara veitt sam- kvæmt tillögu erfðafestunefndarinnar viðbót við erfðafestuland hans vestur á bóginn og niður til sjávar, um dagsl., gegn 8 álna eftirgjaldi fyrir hverja dagsláttu á ári og með þeirri kvöð, að bærinn áskilur sér rétt til að leggja veg yfir landið ofan tii sjávar, endurgjaldslaust til erfðafestueiganda. Nefndin í málinu um veiðirétt fyrir Kleppslandi skýrði fró, að Mr. Payne fengist ekki til að láta fyrir hann það, sem bæjarstjórnin óskaði helzt, nefnil. Bústaði, heldur að eins peninga, 150 pd. sterl. Sömu nefnd þá falið að í- huga til næsta fundar tilboð frá Bjarna snikkara o. fl. um leigu á veiðiréttin- um og gjöra tillögu um rnálið. Sótari bæjarins vildi fá 200 kr. launaviðbót handa aðstoðarmanui, en annar maður, Jón G. Sigurðsson, bauðst til að taka að sér sótarastörfin fyrir 100 kr. minna en sótarinn nú fer fram á. Báðum erindum vísað til bruna- málanefndar til íbugunar. Beiðni frá Jes Zimsen, Hannesi Thorarensen og Jóh. Nordal um út- mælingu á erfðí-festu, 1 dagsláttu vest- anvert við Melblett nr. 2, frestað til næsta fundar. Samþykt brunabótavirðing á húsi Árna Gíslasonar pósts á Lækjarbakka, 2544 kr., og á húsi Hallgr. Melsteds bókavarðar 3425 kr. Veittur alt að 800 kr. til kostnaðar við heimsókn dönsku stúdentanna. Jón Jensson kosinn í veganefnd í fjar- veru Sig. Thoroddsen. Afráðið að fresia fyrst um sinn þetta árið viðgerð á rennu í Austur- stræti, er áætlaðar voru til í vetur 1200 kr. Til umbóta á girðingunni kring um Austurvöll skyldi verja alt að 60 kr. Fara skyldi þess á leit við lands- höfðingja, að bærinn fengi í vinnu verkfræðing landsins næsta sumar um alt að 2 mánaða tíma. Ófrýnilegar aðfarir. --- — , Atkvæðasmölunin hér í bænum fyr- ir Tryggva bankastjóra Gunnarsson er fremur rekin af kappi en forsjá. Nú hefir hún farið fram eitthvað á aðra viku að minsta kosti, og »kaupmaður« einn hefir lokað búð sinni 6 daga, að sögn, meðan hann hefir verið á mesta erlinum. Árangurinn nauðalítill af því vikuverki, enda alt bvað öðru samboðið: raarkmiðið, að bola frá þingmensku hér í bæ einum af nýt- ustu og sjálfstæðustu mönnum, sem á þingi sitja; traustið, sem menn hafa á þessum senlimanni fyrir vitsmuni, sannsögli og samvizkusemi; og ráðin sem beitt er til þess að sannfæra kjósendur. Smalarnir annars 10—12. Auðvitað eru ósannindin, sem borin eru út um mótstöðumenn Vídalíns- liðsins í þessari smalamensku, ekki öðru vísi en við mátti búast, —■' svo gífurleg, að þau eru nauraast eftir haf- andi. Hitt er nærri því undarlegra, hve lofið, sem borið er á bankastjór- ann við kjósendur, er einkennilega skringilegt. Einum kjósanda að minsta kosti, en að líkindum mörgum fleirum, talintrú um það, að bankastjórinn væri stað- ráðinn í að segja af sér bankastjórn- inni, ef hann næði nú þingmensku! Hann væri auðvitað búinn að átta sig á því, eins og allír aðrir, að illa færi á því, að hann væri hvorttveggja, þing- rnaður og bankastjóri. En hann ætl-; aði að leggja embætti sitt í sölurnar mað þeim 5000 krónum á ári, er því fylgdu, fyrir þingmenskuna! Og þá væri ekki nema sjálfsagt að gera hon- um kost á því, því að bankastjóri væri hann lélegur, en á þingi væri hann alveg ómissandi! Sumstaðar eiga nú þessar fortölur alls ekki við. f>ar er látið mikið af þeirri umbun, sem fátækir menn, er örðugt eigi með að standa í skilum við baukann, eigi í vændum, ef þeir kjósí bankastjórann; það verði aldrei gengið hart eftir við þá í haust. þar á móti megi þeir vara sig, sem verði með nokkura óþægð á kjördegi. Og langréttast sé að skrifa undir, til þess að taka af öll tvfmæli þ9gar í stað. Einn kjósandi, sem þessum fortöl- um var beitt við, lét f ljósi nokkurn efa um, að þetta gæti verið á rökum bygt. I fyrsta lagi væri bankastjór- inn ekki líklegur til þess að láta menn njóta þess eða gjalda í bankanum, hverja stjórnmálasannfæring þeir hefðu; gerði hann það, væri af því auðsætt, að hann væri hvorki hæfur til að vera þingmaður né bankastjóri. I öðru lagi væri hann ekki einu í ráð- um og gæzlustjórarnir mundu fara eft- ir alt öðrum reglum við lánveitingar og lánlengingar en atkvæðum manna á kjörfundi. J>egar sendimaður fann, að þar var ekki komið að tómum kof- unum, vildi hann ekki halda þessari rökfærslu lengra áfram; sagði, að þetta gæti nú verið satt, »en það er nú samt svona, að hvað bindur annað«. Og svo fór hann út, til þess að telja um fyrir þeim næsta. Meinlausust eru ósannindin um þann aragrúa af kjósendum, sem eiga að vera búnir að heita bankastjóran- um fylgi við kosningarnar, skrifa und- ir skuldbindingar þess efnis. Vér göngum að því vísu, að banka- stjóranum séu þessar aðfarir mjög á móti skapi. |>ær hnekkja kosningu hans, en greiða ekki fyrir henni. Meinlegastar eru honum auðvitað hótanirnar um að láta menn gjalda stjórnmálasannfæringar sinnar í bank- anum, og svo umbunarloforðin. Mönnum finst eðlilega tilraun vera gerð til að setja á sig þrælstnarkið, þegar slíku er beitt og minnasr, þess með ríkari tilfinning en endranær, að þeir eru frjálsir menn. J>ess vegna þyrfti bankastjórinn eigi að eins að banna sendimönnum sín- um að hafa slíka óhæfu í frammi, heldur og að birta yfirlýsing um, hve fjarri slíkar aðfarir séu sínu skapi, og hve mikil fjarstæða sé vaðallinn um, að hann ætli að láta kosningarnar hafa áhrif á embættisfærslu sína. Rangárvallasýslu 11. júli. f vor hafa ITtfjallamenn unnið nývirki, sem mikils þykir nm vert, en það er, að stífla einn álinn af Markarfljóti. Eins og oft úður, rann fljótið anstur með Ejöllunum, gerði þjóðveginn ófæran, skemdi landið og flóði yfir engjar, svo til stór- vandræða horfði. Hófust þeir þá handa, Ejallakarlarnir, og stifluðu i aðalálinn, og þykir enginn vafi á, að fteppan dugi til langframa. Með þessu er fengin sönnun fyrir þvi, að bægja megi fljótmu frá með grjótgörð- um, en mikið verk verður það og bostnað- arsamt, og engin von til þess, að Vestur- Eyafjallahreppur geti gert það af eigin rammleik, enda ættu þeir að fá styrk nokkurn úr landasjóði, þar sem þjóðvegur- inn er í voða, ef eigi er að gert. Jarðábœtur hafa verið unnar hér í sýslu með mesta móti, þrátt fyrir inflúenzuna, þar á meðal tvö stórvirki: að mestu lokið við framræsluskurðinn í Safamýri, og Aust- ur-Landeyingar komnir langt með affærslu- 8kurð gegnum miðja sveit; með því er bjargað miklum og góðum slægjum á mestn vatnsjörðnnum, er dáið hafa úti ár eftir ár. Samkvæmt skýrsluni búnaðarfélaganna unnu rúmlega 20 menn yfir 50 dagsverk hver að jarðabótum 1899, einn meira en 200 dagsverk. Talsvert virðist hærri tónninn i bændum hér en undanfarin ár. Veldur þvibæðigott tíðarfar og sauðamarkaðurinn, sem Ás- geir Sigurðsson útvegaði okkur. Á hann miklar þakkir skilið fyrir það og ættu bændur hér austanfjalls að styðja verzlun hans hér eystra betur en gert hefir verið þvi hún er gegn og góð og á henni fram- fara-bragur. Flöavegurinn ófær iyrir vagna og hafa menn orðið að hætta við flutning á vögn- um í þetta sinn, til mikils meins fyrir marga. Virðist sjálfsagt að bera ofan i veginn nú i sumar, því tilgangslaust er að hafa ófcera vagnvegi, svo illa, að ferða- menn forðast þá eins og heitan eldinn og rekja skurðina þar sem hægt er. Sigurð- ur Pétursson ing. hefir lýst veginum alveg rétt. Hafa flestir neyðst til að fara Asa- veginn gamla og eru þó brýr á honum viða ónýtar og vegurinn afleitur í rigningum; nú i vor hafa þurkarnir hjálpað, en 1 haust komust menn hann alls ekki. Tvíveðrungs-vitleysan- Fáráðlingsháttur þykir það af al- þýðumönnum, þegar þeir tjá sig fúsa til að kjósa þá menn á þing, er mót- fallnir eru skoðunum sjálfra þeirra á helztu landsmálum, eða þegar þeim þykir ráðlegt að senda á þingúrsama kjördæminu tvo menn með gersamlega aud8tæðum skoðunum. Ekki er heldur því að leyna, að lítilsigldari og þroskaminni getur landsmála-skilningurinn naumast verið. Hvað á þá um það að segja, er þessi fáráðlingsháttur kemur fram hjá æðstu embættismönnum landsins? Landlæknir vor, dr. J. Jónassen, tek- ur fyrir rúmu ári við konungkjöri til alþingis í því skyni að styðja stjórn- arbótina, í stað annars mauns, er set- ið hafði á þingi konungkjörinn, en var stjórnarbótinni andvígur. Nú gengur hann um bæinn með á- skorana-eyðublað fyrir bankastjórann, einhvern einbeittasta stjórnarbótar- óvininn á öllu landinu, og beitir mikl- um fortölum við menn til þess að fá þá til að gerast Jóni Jenssyni frá- hverfir. Auðvitað er ekki þessi tvídrægni kynlegri en hitt háttalag sama manns- ins, sem skilorðir menn bjóðast til að sanna: að ganga um bæinn og vekja óvild gegn þeim sóttvarnarráðstöfunum við skarlatssóttinni, er hann hefir sjálfur lagt til að gerðar væru og landshöfðingi fyrirskipað eftir hanstil- lögum. Úr þessu fer að verða fróðlegt að vita, hvað tvíveðrungs-vitleysan getur hæst komist hér á landi! Skemtisbipið Cuzco kapt. W. S. Shelford sjóliðsforingi, lagði á stað sunnud. 29. f. mán. nálægt miðaftni, eius og til stóð. Höfðu all- margir farþeganna ferðast til J>ing- valla og 2—3 til Geysis. þrent af fólkinu var frá Ástralíu, mæðgur 3 enskar, Mrs. Hill og dætur hennar tvær. Tignast af ferðafólki þessu, var greifafrú de Heriz frá Eóm og greifa- hjóu frá Lewes, viscount Gage og Lady Gage. Ennfremur barón, Sir J. H. Gibson Craig frá Edinaborg og dóttir hans. Japansmennirnir 4,allirfrá Kyoto, heita: T. Honda, K. Hori, K. Otani og T. IJehara.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.