Ísafold - 01.08.1900, Síða 4
192
H St
•«B2pr Vandað
Merkt
,Bedste4
■"Ok Enskt smjörllki
I í stað smjörs
í smáum öskjum, sem ekkert kosta,
með 10 og* 20 pundum í hverri, hæfi-
legum fyrir heimili. Betra og ódýrra
en annað smjörlíki. Fæst innan
skamms alstaðar.
H. Steensens Margarinefabrik, líejle.
Mannalát.
Skrifad er Isafold úr Skagafirði í f.
m., að þar hafi látist í vor (úr inflú-
enzu ?) þetta merkisfólk :
Engilráð Jóhannenardótlir í Garði í
Hegranesi, mikil greindar- og myndar-
kona.
Hannes Pétursssn, ungur og efnileg-
ur bóndi á Skíðastöðuin, sem mikill
mannskaði var að, frá konu og 3 ung-
um börnum.
Brynjólýur Jónsson, ungur efnismað-
ur ókvæntur á sama bæ.
Sigurður Gunnlaugsson, bóndi á Skriðu-
landi í Kolbeinsdal, sjötugur, hafði
verið merkisbondi og hreppstjóri, mesti
búhöldur og ráðdeildarraaður; lézt 9.
maf.
Ennfremur nýlega látinn Jón Jóns-
son, góður bóndi á Bakkakoti í Goð-
dalasókn, bróðir síra Jónasar prófasts
á Hrafnagili.
Elus og hræfuglar
varpa þeir sér yfir bæjarmenn, at-
kvæðasmalar bankastjórans. f>að er
naumast nokkur friður fyrir þeim
nokkursstaðar, úti eða inni, nótt né
dag, eða dag eftir dag — þar sem þeir
gera sér einhverja hina minstu von
um ofurlitla bráð. Fyrir hinum fara
þeir huldu höfði, sem þeir vita sér
muni ekki til nokkurs hlutar að revna
við. Bn hamingjan hjálpi þeim, sem
þeir halda sig finna einhverja hrælykt
af. f>eir ofsækja þá blátt áfram. Ým-
ist gerir sami maðurinn hverja at-
rennuna eftir aðra sama kjósandan-
um, 3, 4, 5 í striklotu, þótt hrygg-
brot fái hvað ofan í annað, eða þá
að 3 eða fleiri vargar ráðast að hon-
um í senn.
Maður kom úr ferð fyrir 2—3 dög-
um. Óðara en hann var stiginn af
baki, voru roknir á hann ekki færri en
4 atkvæðasmalar í einu vetfangi, eins
og þeir spryttu upp úr steinunum eða
hefðu setið fyrir honumtímunum sam-
an. xNafnið undir skjalið, nafnið á
skjalið !« heimtuðu þeir vægðarlaust;
hann fokk ekki að fara úr reiðfötun-
um áður en hann »forskrifaði« sig.
þessu Iíkan lífróður róa þeir dag
eftir dag, sendisveinar bankastjórans.
|>eim þykir sér ríða lífið á að hremma
bráðina áður en of hljóðbært er orðið
um atgang þeirra.
Utan fóru
um daginn héðan þeir dr. B.M. ÓÍ-
sen rektor með póstskipinu og Sigfús
Eymundsson bóksali með skemtiskip-
inu Cuzco, til Englands.
Póstgufuskip Vesta
kapt. Corfitzon, lagði á stað í
gærkveldi vestur um land og norður,
með eitthvað af farþegum, þar á með-
al hermennina dönsku, sem verið hafa
hér við landmælingar 6—8 vikur.
Eandmælinga-yfirmennirnir,
þeir kapt. Lund-Larssen og hansfé-
lagar, fara hins vegar landveg norður;
lögðu á stað í morgun, norður á Ak-
nreyri, og ætla sér að vera komnir
þar 5 dögum á undan Vestu. Vinnan
þar búast þeir við að standi yfir 6—7
vikur.
Eftirmæli.
Um auðmanninn Jón bónda porkels-
son á Svaðastöðum í Skagafirði, er lézt
13. maí í vor, skrifar mikið merkur
sýslungi hans sem hér segir:
»Hann var mörgum kunnur af reynd
og af afspurn að góðu einu. Éftir hann
komu til skifta nál. 60,000 kr. J>ar
af voru í dönskum gullpeningum 13,600
kr., og í útlánum á ýmsum stöð-
um nær 40 þús.; hittí jörðum, og lítið
í hrossum, þar eð Una systir hans,
er bjó með honum, átti búið. En
getið er þess til, að útlán muni hafa
verið enn meiri, en í mjög óáreiðan-
legum stöðum. þar sem þau eru talin
með vissu töpuð, og að eignin muni
hafa verið all-miklu meiri í raun réttri,
er ætlun margra. það er 6Ómi, að ís-
lenzkur bóndi gat dregið slíkan auð
saman með hagsýni, ráðvendni, dugn-
aði og sparsemi, því að þessa kosti
hafði hann í ríkum mæli. Hann var
fæddur á Svaðastöðura 24. júlf 1826
og ól þar allan aldur sinn, og elskaði
þennan sinn verustað með staðfastri
trygð, enda var staðfesta og trygð
eitt, sem einkendi hann mjög mikið.
Hann var maður, sem ekki vildi vamm
sitt vita, vandaður og virtur af öllum,
er þektu hann. Hann var glaðlyndur,
gestrisinn og góðviljaður og sérlega
orðvar um aðra og tnildur í dómura.
Allir hinir góðu mannkostir hans voru
eflaust grundvallaðir á hjartanlegri og
barnslegri guðhræðslu, sem kom iðu-
lega fram í dagfari hans í ýmsum
myndum. Hann var lángefinn mjög,
en hann þakkaði aldrei sjálfum sér
lánið, heldur drotni, enda naut hann
þess með glaðværð og auðmýkt. Hann
var í fáum orðum mannkostamaður,
enda var hann dæmalaust vinsæll, og
vinsælli en vanalegt er um auðuga
menn, sem flestir heimta mikið af.
Hann kvæntist aldrei, og átti ekki
barn. Systkinum sínum og börnum
þeirra unni hann svo einlæglega, að
það hamlaði honum, því miður, frá
því, að ráðstafa nsinu af eigum sínum
eftir sinn dag til einhverra nytsemd-
arfyrirtækja. J>að var mikið mein.
En minning hans lifi í blessun; hún
ætti að örva þá, er þekkja hann, til
að líkjast honum að mannkostum. Og
óskandi væri, að ísland ætti sem flesta
bændur honum líka«.
Uppskerubrestur
var í vændum þegar síðast fréttist,
í Manitoba, Dakota og Minnesota,
þeim stöðum í Vesturheimi, sem ís-
lendingar eiga einkum heima á, akrar
gjörskemdir af þurkum, svo að upp-
skera hlaut að verða mjög rýr, þó að
þá færi að rigna, sem óvíst er hvort
orðið hefir.
Varaskeifur
bankastjórans eigum vér að vera,
Reykvíkingar, honum til þmgfylgis, —
eða þá Arnesingar, hinir gömlu kjós-
endur hans. Hann mun vera óráðinn
í því sjálfur, hvora þeirra hann á held-
ur að hafa að gabbi. Hugmyndin er
sjálfsagt sú, að reyna, hvað smölunum
tekst hér; og ef honum líkar ekki veið-
in, að vöxtum eða gæðum,þáað halla
sér að Árnesingum; þá eru þeir nógu
góðir fyrir hann, garmarnir; þá má
reyna að nota þá heldur en að verða af
þingmenskunni, — nota þá til að skreið-
ast inn á þing, í bandalagi við f>jóð-
ólfsmanninn og með aðstoð smalanna
hans þar.
T A P A S T hefir frá Ráðagerði á
Seltjarnarnesi sótrauður foli (stjörnótt-
ur), 4 vetra, hálfgeltur, óafrakaður og
járnaður með mark: hamarskorið hægra
biti fr., heilrifað vinstra biti aftan,
(grunnmarkað). Hestinn á Sigurð-
ur Benediktsson í Geysi.
H J Á undirskrifuðum er í óskilum
rauð hryssa 5—6 vetra, vetrarafrökuð
mark: biti fr. v. Réttur eigandi get-
ur vitjað hennar gegn borgun fyrir
hirðingu og sömuleiðis verður hann að
borga þessa auglýsingu.
Gaddstöðum 25. júlí 1900.
Páli Jónsson.
Til sölu eru jarðir og jarðar-
p a r t a r þeir, er B. Muus & Co á hér
á landi. Semja má við umboðsmann
þeirra hér Matthías Matthíasson.
Hérmeð leyfum við okk-
ur að tilkynna heiðruðum al-
menningi, að eftir nákvœma
yfirvepuu höfum við kom-
ist að þeirri niðurstóðti, að
pað mundi ekki borga -sip
fyrir okkm, að kaupa lif-
andi fé á íslandi, og að
við munum pví ekki halda
7narkaði í haust.
Parker & Fraser
Liverpool.
Hinn 1. desember 1898 varð úti hér
í sýslu Guðmundur nokkur Guðmunds-
son, heimilislaus maður, ættaður að
norðan. Mér hefir eigi tekist að spyrja
til erfingja hans allra, og er því hér
með, samkv. 17. gr. skiftalaganna frál2.
april 1878, skorað á alla þá, er arf
kunna að eiga eftir hann, að segja til
nafns síns, aldurs og heimilis innan
15. dags nóvbr. þ. á., en þann dag
verður skiftafundur haldinn í búinu.
Skiftaráðandinn í Snæfellsness- og
Hnappadalss. Stykkish. 2C. júlí 1900.
Lárus H. Bjarnason.
Uppboðsauglýsing
Laugardaganna 18. ágúst, 1. og 15.
september verða opinber uppboð hald-
in á Norðurfirði á timþurhúsi tilheyr-
andi dánarbúi M. S. Árnasonar kaup-
manns. Húsið var ætlað bæði til
verzlunar og íbúðar — ekki fullgert, en
þó virt á 1600 krónur.
Hin fyrri tvö uppboðin fara fram
hér á skrifstofunni á hádegi; hið 3. og
síðasta verður haldið í sjálfu húsinu
kl. 10 f. h.
Söluskilmálar verða birtir á öllum
uppboðunum.
Skrifstofu Strandasýslu, 20. júlí 1900.
Marino Hafstein.
Undirskrifaður hefir 2 síðustu árin
brúkað Kínalífselixír Valdimars Pet-
ersens, sem þeir hafa til sölu kaup-
mennirnir H. Johnsen og M. C. Blön-
dahl, og þekki eg engan magabitter,
sem er eins góður og fyrnefndur Klna-
bitter hr. Petersens. Eyrir því ræð eg
löndum mínum eftir sjálfs míns reynslu
og sannfæringu til að kaupa og brúka
þennan bitter við alls konar maga-
veiki og hvers konar meltingaróreglu
(Dispepsi), því það er sannleikur að
undir meltingunni er komin farsæld
ungra og gamalla. Eg hefi reynt
marga aðra svo uefnda magabittera
(arcana) og tek þennan bitter langt
fram yfir alla aðra.
Sjónarhól. L. Pálsson
prakt. læknir.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest-
um kaupmönnum á íslandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinn ekta Kina-lífs-elixír, eru kaupend-
ur beðnir að líta vel eftir því, að Yf
•F •
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firmanafnið Waldemar Pet-
ersen, Frederikshavn, Danmark.
Flensborgar-nemendur frá
1892—93!
Samkoman, sem vér ráðgerðum að
halda árið 1900, verður haldin í Flens-
borgarskólanum 25. september næstk.
Byrjar kl. 11 árd. Hlutaðeigendur
eru beðnir að láta undirritaðan vita
sem fyrst, hvort þeir muni geta mætt.
Rvík 29. júlí 1900.
Fyrir hönd forstöðunefDdarinnar]
Sigurður Jónsson.
Hvergi í Reykjavík eins mikið úrval
af alls konar úrum, klukkum, gullstássi,
úrkeðjuno (0,65—25 kr.), armhringum,
handhringum, hálsmenum, kapselum, slipsis-
nælum, brjóstnælum og kjólanælum og m. fl.
Kíkirar, margskonar hljóðfæri, veiðarfæri
og SINGERS-STÁL-SAUMAVÉLAR.
Pétur Hjaltested.
THE
NORTH BRITISH ltOPEWORK
C o m p a n y
Kirkcaldy á Skotlatidi
Contractors to H. M. Government
búa til
rússneslcar og italskar
fiskilínur og færi,
Manilla-og rússneska kaðla, alt sérlega
vandað og ódýrt eftir gæðum.
Einkaumboösmaður fyrir Danmörk, ís-
land og Færeyar:
Jakob Gunnlögssou.
Kobenhavn K.
Þyrilskilvindur
(Kponseparatorer)
eru nú taldar lang-beztar allra skil-
vindna og eru til sölu hjá allflestum
kaupmönnum hér á landi.
Þessir seljendur hafa óskað nafns síns
getið: Hr. kaupm. B. Kristjánsson, Rvík,
hr. kanpm. H. Th. A. Thomsen, Reykjavík,
hr. kaupm. Ó. Arnason, Stokkseyri, hr.
kanpm. Jón Bergsson, Egilsstöðum; allar
verzlanir hr. Tuliniusar á Austurlandi, allar
verzlanir Gránufélagsins, hr. verzlunarstjóri
Eggert Laxdal, Akureyri, hr. kaupm. V.
Claesen, Sauðárkróki, hr. kaupm. L. Popp,
Sauðárkróki, hr. kaupm. 1. G. Möller, Blöndn-
ósi, hr. verzlunarstjóri P- Sæmundsson,
Blöndnósi, hr. kaupm. R. P. Riis á Borð-
eyri. Islandsk Handels & Fiskerikompagni á
Patreksfirði, Flatey, Skarðstöð, Hvamms-
firði, Olafsvik og Búðam.
Frá Pfttreksfirði geta kaup-
menn, að jafnaði, fengið þær til út-
sölu naeð lægsta verði, þar fást og
ýmsir vara-hlutar skilvindunnar.
Smásöluverð gegn peningum er þannig:
Nr. 0 skilur 25 pt. á kltíma kr. 80.00
— 00 — 50 - - — 100.00
— l _ 75 - . _ - 120.00
Skilvindurnar fást a ð a 11 e g a til
útsölu hjá
Islandsk Handels & Fiskeri-
kompagni, Kjöbenhavn G.
Ritstjórar: Bjðrn Jónsson(útg.og ábm.)og
Einar Hjörleifsson.
ísaf ol darprentsmið j a.