Ísafold


Ísafold - 11.08.1900, Qupperneq 1

Ísafold - 11.08.1900, Qupperneq 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 krv erlendis 5 kr. eða l'/s dolL; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Keykjavík laugardaginn 11. ágúst 1900. 51. blað. XXVII. árg. 1. 0. 0. F. 828I09. ________________ Forngripaaafnið opið md,, mvd. og Id. 11—12.' Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) ind., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spitalanum ■fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Islendingar og Danir. Sfcúdentaleiðangurinn er áþreifanleg- asti votturinn þess, hver breyting er að verða á hug Dana í vorn garð. Fleiri merki góðvildar-nýgræðingsins höfum vér séð; en þetta er víðtækast, ljósast, ómótmælanlegast. Vitanlega er það hverju orði sann- ara, sem dr. Georg Brandes segir, að danska þjóðin hefir engan þátt átt í misindis-atferli dönsku stjórnarinnar við íslendinga, fyr og síðar. En tóm- læti hennar um alt það, er ísland hef- ir varðað, hefir verið nokkurn veginn svo magnað, sem það gat verið. Lang- flestir Danir hafa áreiðanlega um ís- land hugsað sem hálfgildings-eyðisker einhyersstaðar norður í höfum — þá sjaldan er þeir hafa þangað hugan- um rent — og um menn þá, er bú- stað ættu þar norður frá, sem lítt sið- aða fáráðlinga, er væru og hefðu ávalt verið Dönum eingöngu til þyngsla. En á síðustu árum hafa nokkurir beztu og vitrustu menn þjóðarinnar lagt kapp á að útrýma þeim skilningi á Islandi og íslendingum. Og einn ár- angurinn af viðleitni þeirra er stú- dentaleiðangurinn. Fyrir fám árum hefði verið lítt hugsandi að fá slíku framgengt, þó að einhver hefði reynt það. Hve nær sem danskir stúdentar, er ekki hafa átt kost á að sjá neitt af öðrum löndum, hefðu lagt út í dýran og örðugan skemtileiðangur fram að þessum tíma, má ganga að því vísu, að förinni hefði verið heitið eitthvað annað en til Islands, til einhverra staða, er þeir hefðu heyrt meira látið af, einhverra stöðva, sem þeir hefðu gert sér í hugarlund, að betur mundu svala nýbreytnis- og menningarþorsta þeirra, og vekja hjá þeim glæsilegri endurminningar eftir á. Og ekki hefðu viðtökurnar, sem stú- dentarnir hafa fengið hér á landi, ver- ið sérlega líklegar fyrir nokkurum ár- um. Ekki bvo að skilja, að vór mikl- umst af því, hve glæsilegar þær hafa verið. því fer fjarri. En hitt er víst, að við þeim hefir verið tekið af eink- ar hlýum hug. Og vafalaust er óhætt að fullyrða, að leitun sé á þeim manni um þvert og endilangt landið, er ekki væri boðinn og búinn til að fagna þeim sem vinum og frændum, ef hann ætti þess nokkurn kost. f>etta hafa áunnið hér á landi orð þeirra manna, er reynt hafa að koma þjóðinni í skilning um, að óvildin gegn Dönum só heimska og tjón. f>ví verður ekki neitað með réttu, að þessi óvild hefir átt alldjúpar ræt- ur í hugum íslendinga til skamms tíma. Sú tíð hefir verið á þessari öld, að mestu og beztu menn þjóðar vorr- ar hafa átt eigi alllítinn þátt í að blása að óvildarkolunum og aftra því, að Islendingar færu að líta á Dani á nokkurn annan hátt en hverja aðra útlenda þjóð, er jafn-vís væri til mein- gerða sem góðvildarathafna í þeirra garð. Og sú var tíðin, að þetta var að minsta kosti skiljanlegt. f>að kann að hafa verið misráðið. En það var ekki einber heimska og ekki einbert tjón. Vináttan var ekki sem fýsilegust, meðan allir leiðtogar dönsku þjóðar- innar voru sammála um, að virða ætti landsréttindi vor að engu, girða fyrir alla þjóðlega sjálfstæði vora og fara með þetta land sem væri það ein sýsl- an í Dmmörku. Auðvitað má segja, að danska þjóð- in hafi þar ekki átt hlut að málum. Og það er satt. Hún lét það af- skiftalaust. f>að er hluturinn. Hún sýndi ekki þá rögg af sér, að hún gerði sjálfri sér grein fyrir, hvort henn- ar eigin höfðingjar væru að beita rangs- leitni gegn lítilli og fátækri menta- þjóð, sem unni frelsi sínu og sjálfstæði. Danska þjóðin lét sig það enguskifta, þegar þessir höfðingjar hennar voru að reyna að beita íslenzku þjóðina þeim brögðum, er hefðu gersamlega riðið henni að fullu, ef þsim hefði framgengt orðið. Sjálfsagt hefðu íslenzkir mentamenn átt að reyna að sannfæra Dani, vekja hjá þeim einhvern skilning á íslenzk- um málum. Ekki er óhugsandi, að það hefði tekist. En víst er um það, að leiðtogar íslenzkra mentamanna treystu þeim ekki til þess, bjuggust fremur við hinu, að peir mundu láta sannfærast af Dönum, ef mikið yrði um vináttuua. Og hvar voru íslenzk- ar landsréttindakröfur staddar og í hvert horf var íslenzk þjóðernisbarátta komin, ef svo færi? Að öllum líkindum hefir þessi mið- ur vingjarnlega stefna, sem fram var fylgt andspænis Dönum, orðið til þess að tryggja þjóðernismeðvitund vora, gefa henni festu. Og vel má vera, að á því hafi verið meiri þörf en flestu öðru, svo að tilvinnandi væri að nokk- uð slæddist með af öðru lakara, svo sem hrokanum og sjálfbirgingsskapn- um. En hvað sem því líður, er það að miusta kosti víst, að nú þurfum vér ekki á neinni fáþykkju, neinni afkví- un að halda. það hefir oss íslend- ingum vaxið fiskur um hrygg á þess- ari óld, að nú væri öllum mannlegum kröftum ofvaxið að uppræta þá með- vitund úr hugum vorum, að vér séum þjóð, er hafi sama rétt eins og aðrar þjóðir til þess að lifa sjálfsfcæðu lífi. j?ví nánari kynni sem vér höfum af jafn-gagnmentaðri og jafn-framtaks- samri þjóð eins og Dönum, þvi betra. Um það geta nú ekki lengur verið skiftar skoðanir meðal skynsamra manna. þ>að er eitt af vorum aðal- meinum, hve ótrúlega lítið verður stöð- ugt úr þeirri viðkynning. A hverju ári sendum vér til Kaupmannahafnar heilan hóp af ungum og efnilegum námsmönnum. Og allur þorri þeirra kemur aftur jafn-fróður eins og þegar hann fór um þau öfl, sem eru, þrátt fyrir langvint og dæmafátt stjórnmála- ólag, að knýa þjóðina dönsku áfram til meiri mentunar og velgengni en hún hefir nokkuru sinni áður öðlast. Á þessu verður að ráða bót. f>að er fáránleg rangsleitni gegn Bjálfum oss að færa oss ekki betur í nyt en vér gerum það færi, sem vér höfum á að kynnast einni af bezt mentuðu þjóðunum í Norðurálfunni. f>að er ekki svo að skilja, að vér eigum að láta þar við lenda. Næst einangraninni og afkvíaninni getur ekkert hleypt meiri kyrkingi í þjóðlíf vort en það, að einblína á einhverja e i n a þjóð og sækja til hennar alt vort vit. Vór eigum að opna alla glugga mót sólargeislum andans, eins og skáldið kemst að orði. Og þánær engri átt að byrgja þá gluggana, sem einna bezt vita mót mentageislunum. En aðalskilyrðið fyrir ávaxtarsamri samvinnu er vafalaust það, að stjórn- málaþrefinu megi linna. Ekkert æsir meira úlfúðina, ekkert varpar meiri kulda inn í hugina en sú tilfinning, að þjóð vorri sé svo illa stjórnað af dönsku valdi, að ætfcjörð vor verði fyrír bragðið að sætta sig við fátækt- ina eina og vesaldóminn. En þegar deilunum út af öllum þeim andhælisskap linnir, þá er ekki auð- sætfc, hvað ætti að vera því til fyrir- stöðu lengur, að íslendingar allir fari að líta á Dani þann veg, sem oss vit- anlega ber á þá að líta — svo sem góðvildarríka bræður, er með sinni margháttuðu og vönduðu menníng eru í mörgum efnum sjálfkjörnir til þess að vísa oss leiðina til aukinnar vel- gengni og þjóðþrifa. Skarlats-sóttin j hefir ekkert færst út hér í bænum þessa viku og ekki spurst til hennar annarsstaðar, víðar en áður. Póstgufusk. Ceres lagöi á stað í gærkveldi austur um land og norður. Með því fór meðal annara Páll Olafsson og þau hjón heim til sin aftur; ennfremur Jón A. Hjaltalxn, skólastjóri frá Möðruvöllum, er kom um daginn með skipinu frá Skotlandi og hafði brugðið sér áður til Noregs. Bankamálið í Andvara. Athugasemdir frá Halldóbi Jónssyni. III. Frv. um hlutafélagsbankann ætlast til, að allir hluthafar, eins landssjóður sem aðrir, borgi hluti sína inn til hans í peningum (gulli). þeir eiga því all- ir að standa jafnt að vígi. Bankinn hefir í höndum 5 eða 6 milj. kr. í gulii og arður sá, sem af því fæst, að frádregnum kostnaði, á að skiftast jafnt milli allra hluthafa, að tiltölu. En nú sér hlutafél.bankinn, að gróð- inn, sem hann getur aflað sér. með þessu gulli, getur ekki orðið neitt sér- lega glæsilegur. Hann fer því til lands- sjóðs og biður um rétt til seðlaútgáfu, því að með því að fá hana getur hann 2—-3-faldað starfsfé sitt, án þess að sá fjárauki kosti hann nokkuð varulegt. Fyrir því er það, að mér virðist það ekki sanngjarnt, að landssjóður skuli ekki vera neitt rétthærri en aðrir hlut- hafar bankans að því er gróðann snert- ir, þótt hann leggi til frarn yfir aðra hluthafa seðlaútgáfuréttinn, sem að sjálfsögðu verður aðalmjólkurkýrin fyr- ir bankann. það getur þó hver heil- vita maður skilið, að það er seðlaút- gáfuréttinum að þakka, að hlutafélags- bankinn getur haft á vöxtum milli tvöfalt og þrefalt meira fé heldur en stofnfé hans er, sem er sama sem, að hann getur haft tvöfalt til þrefalt meiri tekjur á ári, en hann mundi annars geta haft. Fyrir þessi hlunn- indi vil eg, að hann borgi landssjóði eiW vað sannsýnilegt. En 5000 kr. á ári kalla eg smánarboð, þegar í aðra hönd er takmarkalaus seðlaútgáfurétt- ur, er nota má í nær heila öld, bæði hér á landi og í Danmörku. Bitdóm- arinn svarar mér: #Landið getur sjálft ekki gert sér seðlaútgáfuréttinn arð- berandi á nokkurn annan hátt. En eg kalla ekki petta arðberandi, að fá einar 5000 kr. á ári í 20 ár; þar sem þó seðlarnir hafa hingað til gefið um 20 þús. kr. arð landinu, eins og eg hefi sannað hér að framan, væri það fjárhagsleg afturför fyrir landið að kasta honum burtu fyrirsvo lítið verð. Ritdómari segir: Seðlaútgáfuréttur- inn getur ekki gefið hér á laudimeira en 40—50 þús. kr. og það nægir ekki til þess að kosta 4 banka hér á landi. Eg svara: þetta er að vísu rétt, en hví á að heimta það, að seðlaútgáfu- rétturinn einn kosti öll útgjöld 4 banka ? Getur ekki banki haft tekjur af fleiru sér til styrkfcar en seðlaútgáfuróttinum? Eg hef hvergi sagt, að það muni ekki svara kostnaði fyrir landssjóð, að gerast hluthafi í þessum fyrirhugaða banka. En eg hef að eins sagt með rökum : »Ef ísland getur ekki fengið ódýrara fé að láni, en gegn 6f vöxt- um á ári, þarf þessi hlutafélagsbankí að hafa úti á ári hverju yfir 10 milj. kr. með til jafnaðar ekki minna enn 4^°/. vöxtum til þess að lántakan og hlutfcekning í bankafélaginu geti borg- að sig fyrir landssjóð (bls. 105). þetta er ein8 og allir sjá nokkuð annað. Eg hef að eins bent á, hvað til þess útheimtist, að hluttakan borgi sig, sem sé: lægri vextir af láni landssjóðs eða

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.