Ísafold - 11.08.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.08.1900, Blaðsíða 2
202 meira í veltu en 10 milj. kr. og hvort- tveggja er ógn bugsanlegt. Afleiðing af rökaemdafærslu minni er því ekki aú, að bankinn þoli ekki að borga neitt sæmilegt fyrir seðlaútgáfuréttinn, enda munu jafnvel þau fyrirtæki, er gefa 6°/» í hreinan arð þykja sæmilega arðberandi og þola að borga dálítið. Einkennilegt er það, hve miklu betri ætlast er til að landssjóður verði við blutafélagsbankann heldur en við sitt eigið barn, landsbankann; landsbank- anum lánar bann f milj. kr. í seðlum gegn 1°/= á ári, en blutafélagsbanbinn á að fá takmarkalausan seðlaútgáfu- rétt í 90 ár fyrir 5000 kr. borgun í ein 20 ár. Hitt er og að eins útúr- snúningur og á ekkert skylt við rök- semdafærslu mína: »að vér getum ekki notað seðlaátgáfuréttinn mikið, mjög mikið í öðrum löndum#. Eg fer ekkert út í að rannsaka það. En hugsi maður sér dæmið svo, að Island vildi eitt stofna banka, og eiga banka með slíku fyrirkomulagi og hlutafélags- bankinn, þá má sýna fram á, hvað til þess útheimtist, að slíkt fyrirtæki gæti borgað sig: Kostnað við bankahaldið eins og eg bef áður reiknað . . . 90.000 kr. 6/. vextir af 2 milj. kr. láni 120,000 kr. Gjaldið 210,000 kr. Hafi slíkur banki úti um 5 milj. kr. að jafnaði árið um kring, með 4l/s% vöxtum, pá borgar hann sig, og til þess hefir banD nægan gullforða eftir reglu blutafélagsbankans. Og slíkur banki hefði þó þann kost, að vér ætt- um hann allan og gætum ráðið hon- um öllum. IV. Kitdóm. segir: »|>að liggur í augum uppi, að verði hagur Islendinga fyrir borð borinn í fulltrúaráðinu, þá er al- þingi og ráðgjafanum um að kenna«. En þetta er ekki rétt, því að alþingi velur að eins 2 af þeim 6, er myDda fulltrúaráð úti í Kaupmannahöfn, og er því ekki hægt að kenna alþingi um það, þótt þessir 2 lendi þar í minni hluta og verði ofurliði bomir. Af þess- ari villu ritdóm. leiðir aftur að fyndni hans um amtsráð, sýslunefndir og hreppsnefndir fer fyrir ofan garð. Eins er það ósanngirni af ritdómaranum að heimta það af mér, að eg telji fyrir- fram upp spurningar þær og tilfelli þau, er í framtíðinni kunna að liggja fyrir bankaráðunum til úrskurðar, og bendi svo á, »í hverju efni yfirráðum þeirra (o: Islendinga) verði ábótavant*. |>að er heldur ekki rétt, að »þingið hafi lagt hið mesta kapp á að tryggja Íslendíngum hæfileg yfirráð yfir bank- anum«, því að í því efni breytti neðri deild engu í frumv., er fyrir lá, en bætti að eins því inn, að landshöfð- ingi skyldi koma í stað ráðgjafans í forföllum hans. f>að hefir enga þýð- ing að setja traust sitt til þeirra orða frumv., að bankinn sé sbofnaður til frekari umbóta á »fyrirkomulaginu um peningamál Islands* . . . og til þess ennfremur, að greiða fyrir og efla fram- farir í verzlun, fiskiveiðum, iðnaði og búnaði landsins*. Úr því engin refs- ing liggur við, og hægt er að brjóta þau að ósekju, og enginn getur fram- kvæmt neina refsÍDg, þótt þau ákvæði séu brotin, þá eru þau að eins dauður bókstafur. Ritdóm. segir, að starfið sem hann (hlutafélagsbankinn) ynni bér, yrði að- almælikvarðinn á hann. Já, það yrði aðalmælikvarðinn.sem íslendingar legðu á hann, en ekki erlendir hluthafar, því að þeir vilja ekkert annað en græða. Og hvernig eiga íslendingar og alþingi að fá lagfæringar á því, sem þeim kann að virðast ábótavant t. d. við stjórn og ráðstafanir fulltrúaráðsins í Khöfn? Fulltrúar alþÍDgis eru þar jafnan í minni hluta ef á milli ber. V. f>að er ekki rétt, að »frumv. geri beinlínis ráð fyrir því, að bankinn verji einni miljón til fasteignarlána«. Frumv. heimilar að eins lán gegn fast- eignarveði, og það er alt annað. Eg hefi hvergi sagt, »að bankinn mundi ófáanlegur að lána til fiskiveiða*, svo að ritdóm. er þar að berjast við eigin orð sín. |>að er sjálfsagt, »raunalega skoplegt«, hverja hugmynd eg geri mér um á- hrif hlutafélagsbankans, eins og hon- um er fyrirkomið í frumv. En eg er nú svo gerður, að eg lít ekki á alla hluti í gegnum stórstækkandi græn gleraugu. Eg býst aldrei við stórum og snöggum stökkum í framförunum; álít þau enda ekki holl, því að þeim fylgja afturköst (Keaktion), er venju- lega skilja marga fallna eftir á vígvell- inum. En eg vil jafnt-stígandi fram- farií, bygðar á traustum grundvelli, er hlaðinn sé úr voru eigin grjóti. Bankastjóra-rök. Ekki þarf annað en lesa greinarnar, sem bankastjórinn lætur blöðin flytja frá sér um þessar mundir, til þess að sannfærast um, hve neyðarlega hann stendur að vígi í kosningabaráttu þeirri, sem hann er nú lagður út í. Lesendur ísafoldar muna sjálfsagt eftir greininni frá honum í næstsíðasta blaði. Nú kemur önnur í þjóðólfi í gær. Megnið af þeirri grein er um — Einar Hjörleifsson, fögnuður út af því, að hann muni ekki verða þing- maður í haust; sú ályktun þar af dreg- in, að hann hafi »ekki í einasta kjör- dæmi landsins traust alþýðu«, sem kann að verða nokkuð tvíeggjað fyrir bankastjórann sjálfan, þegar næstu kosningar verða afstaðnar; ráðlegging til E. H. um að fara til Ameríku aftur o. s. frv. jþetta eru aðalrök bankastjórans fyr- ir því, að Keykvíkingar eigi að kjósa hann sjálfan á þing. Vér látum ósagt, hve þung þau verða á metunum hjá kjósenduni hér. |>á segir bankast., að ísafold sé að ota því fram í hverju tölubl. beinlín- is og óbeinlínis, að hann »muni nota stöðu« sína »við landsbankann til þess að bræða menn til að kjósa« sig »á þing«. þetta er blátt áfram ósannindi. ísafold hefir ekkert orð sagt í þá átt. Hún hefir þvert á móti hvað eftir annað borið það af honum. Og það er raunalegt, að bankastjórinn skuli á þennan hátt hafa þokað sér ofan í flokk ólæsra lesenda, því að læsir menn skilja jafn-skýlaus ummæli og verið hafa í blaðinu um þetta efni. En hitt hefir ísafold sagt, að smalar hans noti stöðu hans á þennan hátt. Og það er áreiðanlegur sannleiki. Og jafnframt raunalegur sannleiki fyrir bankastjórann; því að það sýnir átak- anlega, til hverra örþrifaráða fylgis- menn hans þurfa að taka, ef nokkur von á að vera um að koma honurn inn á þing. |>á er bankastjórinn enn með »at- kvæðasmölunina«, getur ekki séð þess nokkurn mun, að atk^æðasmalar hans byrjuðu í pukri á þvi að reyna að fylla kjósendur alls konar ósannindum í því skyni að fleka þá til að hafna fyrirtaks-þingmanni, sem verið hefir fulltrúi þeirra að undanförnu, og hinu, að menn eftir á reyna að verjast ó- sómanum með heiðarlegum ráðum á frjálsmannlegan hátt. Ed það gerir ekkert til, þó að hann sjái ekki mun- inn. Keykvíkingar sjá hann. Ritstjórar Isafoldar þurfa engu að leyna í sinni framkomu í þessu máli, og þeim er engin, alls engin launung á því. þeir gera sér, með tilhjálp ýmissa góðra manna hér í bæ, alt far um að safna liði til fylgis sínu þing- mannsefni, en án þess að beitanokkr- um blekkingarfortölum — án þess að beita neinum öðrum meðmælum með sinni stefnu en þeim, er hver maður má heyra og þeir standa við hvar sem er, leynt og ljóst. Áskorunar- undirskriftum beita þeir líka, og það alveg dularlaust; fóru til þess, er þeir komust að þVí, að bankastjórinn hafði úti heilan hóp af undirskriftasmölum. f>að er eins um þá aðferð eins og hverja aðra neyðarvörn. |>að er ekki til svo friðsamur lýður, sem nokkur veigur er í, að ekki grípi til vopna, er á hann er ráðist — sömu vopna, sem atlagan er gerð með, eða ekki lakari að minsta kosti; ella væri vörn- in gagnslaus. f>ar er ekkert uudan- færi, hvort sem ljúft fellur eða leitt. Baukagjaldkerimi og bankamálið. Óvænt, en mikil ánægja er það fyrir ísafold, að hr. H. J. bankagjaldkeri lýsir yfir því, að »Andvara«-ritgjörð sín hafi ekki verið samin í því skyni, að kveða niður hlutafélagsbankann væntan- lega, heldur að eins til þess að fræða menn um erlenda seðlabanka og benda á agnúa, sem laga þyrfti, ef hlutafó- lagsbanki yrði stofnaður. Ánægjan er óvænt fyrir þá sök, að ísafold hafði farið eins og sjálfsagt mörg- um öðrum, að hún hafði skilið Andvara- ritgjörðina svo, sem höf. hennar væri hlutafólagsbanka-fyrirtækinu afdráttar- laust andvígur. Og mikil er hún vegna þess, að af upphafinu á athugasemdum H. J., sern prentað var í síðasta blaði, getur oss ekki betur skilist en að hann só því fremur meömæltur en hitt, að hlutafé- lagsbankinn verði stofnaður — e f það só gert á nægilega tryggilegan hátt. Só þetta rétt skilið, er fenginn sam- eiginlegur og traustur umræðu-grund- völlur fyrir ísafold og hr. H. J. Þeim kemur þá sem só sarnan um það frumatriði, að of litlir peningar sóu áboðstólum í landiuu. Hver, sem ekki kannast við það, hann getur naumast verið hlyntur stórvægilegum breyting- um á bankamálum landsins. Hver, sem aftur á móti kannast við það, bann hlytur að láta sór í miklu rúmi liggja, að bót verði ráðin á jafn-tilfinnanlegum agnúa eins og peningaskortinum. Deiluefnið verður því að eins þetta, hvernig hentugast verði, fyrir allra hluta sakir, að koma sér upp nyrri og öfl- ugri peníngastofnun. Allar bendiugar frá bankagjaldkeranum um þ a ð efni mundu verða mikilsverðar. Því miður virðist oss svo, seni banka- gjaldkerinn hafi enn lagt lítið kapp á að koma með slíkar bendingar, sem hann er þó flestum mönnum færari til. Að þessu sinni verður því ekki við komið að svara honum rækilega að nýu. Enda gerist þess naumast þörf, jafn- mikið og um bankamálið hefir verið ritað í blaði voru. Fyrsti agnúinn við hlutafólagsbanka- frumvarpið, sem hr. H. J. minnist á,— sá, að landssjóði sé ætlað of lítið endur- gjald fyrir seðlaútgáfuréttinn — er ekki í vorum augum og getur ekki verið neitt aðalatriði. Enn hafa ekki verið færðar neinar sannanir fyrir því, að landssjóður muni geta gert sór meira úr þeirn rótti á annan hátt. En komi slíkar sannanir, eða þótt ekki só nema 1 í k i n d i fyrir slíku, við vandlega rann- sókn málsins, sem ætla má að stjórnin gangist fyrir um þessar mundir, þá má geta nærri, að því atriði verði kipt í lag á næsta þingi. Þess vegna vildi slðasta alþingi ekki lúka við málið til fulls með löggjöf, að það ætlaði stjórn- inni’ að rannsaka það betur en það átti sjálft kost á. Af öðrum agnúanum, umráðaskorti yfir hlutafólagsbankanum af íslendinga hálfu, er það að segja, að bankagjald- kerinn virðist gleyma því, að a 1 t full- trúaráð bankans á að koma saman á fundum, en ekki að eins annar helming- urinn í Kaupmannahöfn, hitin í Keykja- vík. Og með því að fulltrúar alþingis. og landsstjórnin hafa ómótmælaulega töglin og hagldirnar á þeim samkomum, þá er það líka þeim að kenna, ef hag- ur íslendinga verður fyrir borð borinn, eins og Isafold hefir sagt. Alveg er oss óskilianlegt, hvernig baukagjaldkerinn fer að neita því, að frv. gerir beinlínis ráð fyrir þvt', að bankinn verji einni miljón til fasteignar- lána, og staðhæfa í þess stað, að það h e i m i 1 i að eins slík lán, þar sem sannleikurinn er sá, að frv. leyfir bank- anum að gefa út nær því 700,000 kr. í seðlum gegn fasteignarveðskuldabrófum, er nemi 1 milj., sem tryggingu. Hér er þá ekki að eins g e r t r á ð fyrir þvi, að bankinn verji eiuni milj. til fast- eignalána, heldur er og bankanum gef- in hin r í k a s t a h v ö t til þess. Hreinn óþarfi virðist oss að leggja út í nokkurar frekari stælur um ónákvæmni í Andvara-ritgjörðinni, svo sem um ann- að eins atriði og það, hvort k o s t n- a ð i n n við bankahald eigi að telja með arði. Rúminu í ísafold verður að vorri ætlun á annan hátt betur var- ið um þessar mundir. Yfirskoðnnarferðir. Landshöfðingi fór með Hólum þriðju- dagsmorguninn 7. þ. m. austur á Eski- fjörð, ætlaði þaðan upp í Hórað og skoða um leið Fagradals-vegarstæðið fyr- irhugaða, en þá niður á Seyðisfjörð og stígur þar aftur á skipsfjöl í gufusk. Ceres, er hann heldur eftir það áfram með umhverfis landið; en hún er vænt- anleg hingað 22. þ. m. Þá er og biskups von heim aftur. Hann hefir verið svo lasinn á ferðalagi sínu fyrir norðan, að búist var við að hann yrði að hætta við yfirreið sína þar á miðri leið. Þá fóru þeir og á stað í gær með Ceres hringferð um landið, amtmaður hér og landlæknir. Loks fór póstmeistari um daginn með Hólum yfirskoðunarferð um austur- og norðurland; kemur landveg suður frá Blönduós. Stúdentaleiðangurinn. Frótt er komin af því, að greittgekk ferðin til Þingvalla á miðvikudaginn. Hópurinn kom þangað um kl. 7, í góðu veðri. Fimtudaginn hóldif þeir kyrru fyrir á Þingvöllum. Þá rigndi mikið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.