Ísafold - 18.08.1900, Side 2

Ísafold - 18.08.1900, Side 2
206 að nokkru leyti (niðursuðudósir o. fl.). Eftir um kveldið var mjög glatt á hjalla, enda jók Geysir sjálfur á skemtunina msð dávænum gosum. En smáhver- irnir, Óþerrishola o. fl., héldu uppi fjörinu í náttúrunni þess í milli. Veðrið blítt og fagurt. Jöklasýn hin fegursta af Kjóastaðahæðum á heimleiðinni frá Gullfoss. Morguninn eftir, sunDudagsmorgun- inn, var komin rigning, er hélzt lengst af alla leiðina suður. Ekki var trútt um vistaBkort í ferðinni, og hefði meira á borið, ef D. Thomsen konsúll hefði eigi bætt úr til muna, með mikilli fyrirhyggju og ósérplægni. Fylgdarmenn hafði hópurinn allur 16 að tölu og hesta rúml. hundr- að. Svo röskvir voru þeir félagar all- flestir eftir ferðina og þrátt fyrir vos- búðina, að þeir voru við dansskemtan í Iðnaðarmannahúsinu kveldið eftir, mánudagskveldið, langt fram á nótt. J>riðjudaginn bjuggu þeir sig til brottfarar. En buðu þá um daginn kl. ð fjölda bæjarmanna út í Botníu, þeim er hýsthöfðu þá, og þeirra fólki, til skilnaðarskálar í kampavíni m. m. þ>að samkvæmi stóð 2—3 klukkustund- ir með miklu fjöri og óspörum tölum (10—20), en sungin meðal annars eftirfarandi mikið vel kveðin Ijóð eftir stúdent Ágúst Bjarnason: En Afskedshilsen til det danske Studentertog i Island den 14. August 1900. Student ! som drog fra Danas Kyst for Hjerter at beltrige og vove en lille Vennedyst, den Krig blev uden Lige. Mod Nord det gik med festlig Klang, Du Island vilde gæste ; Du stormed paa i Tale og Sang, den Klippemo at fæsto. Du bejled kækt, du bused paa med Glredesblink i Öjet, den stolte M0 med Blusel saa, at Hjertet alt var fkijet. Hun gav sit Ja, og glad blev Du, der fried saa ihærdig. Som Fæsteme hun venter nu til hun blir giftefærdig. Hun vente maa, skant hun er fedt af kongelige Ætter, sin gyldne Arv hun har foredt i Seklers morke Nætter. Der dages atter, Nattens Gru hun mer 0g mer forvinder, hun skaber sig en Fremtids Tro af Fortids lyse Minder. Men kæmpe haardt hun maa og skal, maa sprænge, hvad der hemmer, maa hente Kraft af Fossens Fald og Guld af Havets Gemmer, fremdyrke Jordens grenne Skrud og Fjældets Sider klæde, fer hun kan blive en Konnings Brud, udfylde en Dronnings Sæde. Stet hende, Bror, saa godt du kan, med dine Sympatier, væk Agtelse for dette Land, som mod sin Velfærd higer. Vær Island som en Broder tro, da skal Du faa at sande, at der er spændt den bedste Bro imellem vore Lande. En Bro, et Baand, som knytte skal tilsammen to Nationer. Nu Hilsener i Hobetal til Herthas Lunde toner. Hav Tak ! hav Tak ! Du gæve Flok, der kom som gamle Frænder ! Vort Mode her var flygtigt nok, — I tar dog bort som Venner. Eftir um kvoldið fóru margir stú- dentanna, meiri hlutinn, upp í bæ aftur með gestum sínum, þótt kvatt hefðu alfarið áður, og höfðust þar við fram á nótt, sumir við samdrykkju hjá stúdentafélaginu íslenzka. En um aftureldingu, kl. 4 að morgci hins lð. þ. m., lagði Botnía á stað með allan hópinn, nema hið sjúka skáld, Olaf Hansen, sem enn liggur rúmfastur, þótt á batavegi sé, og búist er við að eigi nokkuð lengi í því. Og má segja, að heldur sé nú dauft eftir múkinu, hið mikla fjör og glað- værð, er fylgdi dvöl þeirra hér, hinna fágætu og kærkomnu gesta vorra. Skammirnar í blöðunum. Lærdómsríkt er það óneitanlega að eiga tal við alþýðu manna um það, sem í blöðunum stendur. Ef til vill er það sá mælikvarðinn, aem beinast liggur við til þess að gera sér Ijósan þroska þjóðarinnar. Og getandi er þess með þakklæfci og viðurkenning, að mikill fjöldi manna lítur á blöðin með stillingu og skyn- semd, rnetur sérhverja viðleitni til þess að koma þjóðinni með rökum í skilning um velferðarmál sín, er inni- lega þakklátur fyrir alla baráttuna fyrir því, er líkindi eru til að geti haf- ið hana upp úr fátæktinni og fásinn- inu, og þá eins fyrir alla baráttuna gegn því, sem er að halda henni niðri í aumingjaskapnum. En því miður virðist nokkurn hluta þjóðarínnar vanta alt skynbragð á þá baráttu, sem verið er að heya henni til gagns. Hve mikill sá hluti er, látum vér ósagt. Yonandi er hann tiltölulega lítill. En hann er samt á- reiðanlega 0/ stór. J>ví að hann ætti enginn að vera. Einna átakanlegast kemur þroska- leysið oft fram, þegar verið er að fár- ast út af »skömmunum<i. |>ví að í augum sumra manna verð- ur öll viðleitnin við að hnekkja því, sem hættulegt er og skaðlegt fyrir þjóð vora, að »skömmum«. Áþreifanlegustu sannanir fyrir því, að sú og sú stefna í þjóðmálum sé háskaleg, halda þessir fávísu og grunn- hygnu menn að séu skammir. Margrökstudd ummæli þess efnis, að ekki megi senda, þá menn á þing, sem hafi háskalegar skoðanir á þjóð- málum, telja þeir »skammir«. Sé fundið að þvf, að embættismenn misbeiti valdi sínu, þá er það »skamm- ir«. Sé haft orð á því, er helztu menn þjóðarinnar taka að sér að styðja ein- hvern málstað, en gera honum svo alt það ógagn, sem þeirþora og geta, þá er það »skammir«. Með öðrum orðum: hve nær sem reynt er að verja vort veika þjóðfélag gegn einhverjum hættum, þá ganga æðri og lægri fáráðlingar stynjandi og kvartandi undan »skömmum«, »óþol- andi skömmum«, »botnlausum skömm- um«, — sem hvergi eru til nema í í- myndun sjálfra þeirra. Eða sé það »skammir«, sem sagt er til þess að verja þjóðina hvers kyns háska sem er, þá eru »skammirnar« eitt af því þarfasta, ágætasta, allra- óhjákvæmilegasta fyrir þessa þjóð, eins og fyrir allar aðrar þjóðir. Væri nokkurt vit í þeim endemis mælikvarða, sem hér er mótmælt, þá hlyti heilög ritning, passíusálmarnir, allar vorar tilkomumestu guðsorða- bækur, allar góðar hugvekjur, semeru til þess samdar að vara þjóðina við því sem henni er hættulegt, vekja hjá henni mótspyrnuhug gegn því, sem er henni til ills, að mjög miklu leyti að vera »skammir«. Vitanlega er ekki nokkur vegur til þess að verjast því sem er vitlaust, ilt og skaðlegfc, annar en sá, að segja frá þv/, innræta mönnum skilning á því, að það sé vitlaust, ilt og skað- legt. Sé það ekki gert, sé ekki á þann hátt barist á móti vitleysunni og skað- ræðinu, þá ber það hvorttveggja á- reiðanlega hærra hlut. Láti blöðin þá skyldu undir höfuð leggjast, að verja þjóðina gegn því, er henni stendur háski af, þá eru þau handónýt. |>ví að þeirra aðalverk á einmitt það að vera, að standa á verði fyrir þjóðina gegn því, sem er að vinna henni tjón, eða hætt er við að vinni henni tjón. Geri blöðin það ekki, hver ætli geri það þá? jpjóðin stæði þá að mestu leyti varnarlaus gegn hvers konar vit- leysu og skaðræði, að minsta kosti þesd þjóð, jafn-mikil og dreifingin og leiðtogaskorturinn er vor á meðal. Eru þá engar skammir í blöðum hér á landi? Jú. f>að eru til blöð, sem eru ekk- ert annað en skammir, blöð, sem ekki geta fært nokkur rök fyrir nokkuru máli, sumpart vegna þess að málstað- ur þeirra er svo illur, sumpart fyrir vitsmunaskort, og verða því að láta sér nægja að ausa ókvæðisorðum yfir menn og málefni. Til eru blöð, eða að minsta kosti blað hér í Beykjavík, som telur það alfi landráð, er reynt er að gera þjóðinni til gagns, auðvít- að án þess að sýna, í hverju landráð- in séu fólgin, blað, sem fullyrðir, að verið sé að svikja landið í hendur Dönum, þegar reynt er að auka vald þingsins og útvega íslendingum þá peninga, sem eru skilyrði fyrir því að atvinnuvegir þeirra geti þrifist, blað, sem flytur þá kenningu, að þeir menn séu að fleka landslýðinn af landi brott, sem af fremsta megni eru að berjast fyrir því, er gerir þetta land byggi- legt siðaðri þjóð og þokar því inn í tölu menningarlandanna, blað, sem hvað eftir annað vísar mönnum af landi brott sem óalandi og óferjandi fyrir það eitt, að þeir berjast af alefli og með rökum fyrir þvi, sem þeir eru sannfærðir um að þjóðinni geti orðið til blessunar. Slík blöð gera auðvitað alt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að smeygja þeirri skoðun inn hjá athugalitlum mönnum, að góð og heiðvirð blöð, sem ávalt færa rök fyrir sínu rnáli, séu með sama markinu brend, sem þau sjálf. Engum fullgreindum manni er ofáefclun að sjá við Jfeim leka og var- ast að láta telja sér trú um það eða annað, sem ekki nær nokkurri átt. Mælikvarðinn er emfaldur og óyggj- andi. Böksemdalaus fúkyrði um menn og málefni eru skammir. f>jóðin á ekki að láta bjóða sér þau, heldur byggja út þeim blöðum, sem flytja slíkt. f>ví að röksemdaleysið stafar annaðhvort af því, að málstaðurinn er svo illur, að engin rök er unt fyrir honum að færa. Eða þá af hinu, að þeir, sem blöðin gera úr garði, hafa ekki vits- muni til þess að færa rök fyrir sínu máli. Og hvort af þessu tvennu sem er orsökin, þá eiga slík blöð ekki að líðast. f>ví að þau gera ilt en ekki gofct. f>au blekkja þjóðina í stað þess að leiðbeina henni. f>au níða úr þjóðinni tilfinninguna fyrir réttu máli og röngu, lögmætri vörn og stiga- manna-árásum. En rökstuddar umræður um þjóð- mál og alt, er að þeim lýtur, eru ekki skammir. Ekkert fremur fyrir það, þó að orðin verði þung, þegar svo ber undir að þess er þörf. Bökstuddar umræður með ósleiti- legri, afdráttarlausri baráttu gegn öllu því, er þjóðinni sfcendur háski af, eru eitt af aðalskilyrðunum " fyrir framför- um hennar, þroska hennar, sjálfstæði henm,r, frelsi hennar. Án þeirra mundi þjóðlífið alt fúlna. Kynnisförin. Hún er þá um garð gengin, þessi hin mikla og merkilegasta kynnisför hingað frá öðrum þjóðum, önnur en heimsókn konungs vors fyrir rúm- um aldarfjórðungi. ' Vér vitum, að kærkomnarieg skemti- legri gesti gátum vér eigi á kosið, og vér ætlum, að þeir hafi farið ánægðir, þótt viðtökurnar mundu vitaskuld hafa orðið miklu tilkomumeiri á meiri hátt- ar stöðum; en hjarfcanlegri hefðu þær naumast getað verið neinstaðar, að vér ætlum, enda skorti eigi innilega viðurkenning þess frá þeirra hálfu né önnur vinarhót í vorn garð 1 við- móti öllu. Vitaskuld eru þessir gestir vorir eigi neinir mikils háttar menn né mikils ráðandi þar við Eyrarsund, er stjórnarhliðskjálf vor stendur. En eigi að síður”eru töluverðar líkur til, að íör þeirra beri nokkurn árangur i þá átt, að gera oss stjórnarsambúðina við. Dani þægilegri og aunmarkaminni, er fram líða stundir. Og svo vildu þeir óefað kveðið hafa, frumkvöðlar farar þessarar. peirra hugmynd er, ef rétt höfum vér skilið þá, að reyna að veita veru- legu bróðurþeli milli þjóðanna, Dana og íslendinga, vöxt og viðgang, bróð- urþeli, er hjá smávaxnari bróðurnum og máttarminni lýsir sér í trausti og huglátssemi, en hjá stærra bróðurn- um, máttarmeiri og miklu þroskaðri, í góðvildarlegum stuðning og uppörfun í orði, þótt ekki só í verki, við kapp- samlega viðleitni vora að komast sem fyrsfcíog svo vel sem auðið er á sam- leið með öðrum hinum smærri menta- þjóðum heimsins — fyrsfc og fremst með því, að láta oss verða aðnjótandi þess sjálfsforræðis, er eigi má án vera til þess, að vér vitum oss bera fulla ábyrgð á þvf, hvernig vór beitum kröftum vorum og hvernig oss notast að auðsuppsprettum landsins. En til þess þurfa þjóðirnar báðar að hafa náin kynni hvor af annari, kynnast vel hvor hinnar hugsunarhætti, hátterniog lífskjörum öllum. Slík kynni vonum vér að verði ávöxturiun af þeirri hreyfingu, sem þessi stúdenta- leiðangur er byrjun á, auk þess, sem hann hefir þegar afrekað: fært oss á- þreifanlega heim sanninn um það, að hinn ungi, stjórnsýslulausi mentalýður í Danmörku ber til vor hlýjan bróð- urhug. Að fám árum liðnum eru þessi ungi mentalýður orðinn eldri og búinn að fá svo og svo mikil völd.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.