Ísafold - 25.08.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.08.1900, Blaðsíða 2
eftir að mæta augliti til auglitis frammi fyrir þessari hátign !! Hvað ætli að verði úr honum ? Eitstjóri þjóðólfs er nú ef til vill að halda sér dálítið til með þessu fyr- ir Arnesingum núna fyrir haustið. f>að er sera sé sagt, að haun hafi útgerðarmann við Olfusárbrúna, sem á að róa út á Flóann, auðvitað með dýrindisbeitu, enda sýnir reynslan það, að eigi er all-lítið undir beitunnikom- ið. Sumir spá nú, að þessi útgerð muni gefast álíka og Batteríis-útgerðin sæla: beitan muni eyðast — það muni bara éta af — og búið sé þá. f>að er nú aunars ekki alt fallegt, sem alþýðumennirnir i sveitunum hafa í munninum, þegar þeir eru að tala um þessa útgerð. f>að má hlæja sig þreyttan á því, hvað montínn þessi f>jóðólfsritstjóri er. f>ykir mörgum honum takast upp, þegar hann er að segja okkur, að kann hafi nú kveðið ísafold í kútinn, þar sem engum get- ur dulist — og honum ekki heldur — að hann er sjálfur kominn i þann »pólitiskan« kút, sem hann kemst sýni- lega aldrei hálfa leið upp úr framar. Að maðurinn hafi þessa trú á sjálf- um sér, verður sumum að trúa, úr því að hann ætlast til að Árnesingar kjósi hann fyrir fulltrúa á þing. Mikið álit hefir hann á sjálfum sér og mikið traust hefir hann á fáfræði og áhugaleysi Árnesinga á landsmál- um. Nei, svo langt eru Árnesingar ekki leiddir, að þeir kjósi sér fyrir fulltrúa sinn á þing mann, sem ekkert annað ber fyrir brjósti eða hefir fram að færa en að rífa alt niður, og standa þvers um fyrir því, sem þjóðinni má að haldi koma. Á eg þar einkum við stjórn- arbótina og bankamálið. Hann heldur því t. d. fram, að Val- týsflokkurinn sé að draga þau réttindi, sem þjóðin hefir þegar fengið, frá henni og í hendur Dönum, og að Dan- ir samþykki aldrei annað en það, sem þeim sé til hagsmuna gagnvart fs- lenzku þjóðinni. Hvernig fer hann þá að því, að ætla Döuum eða stjórninni, að samþykkja endurskoðunarfrumvarpið gamla, sem fer miklu lengst" f>etta skil eg aldrei. Eg get ekki skilið, að stjórnin sam- þykki fremur hið meira en hið minna. f>jóðólfsmaðurinn ætlar máske að hræða hana til þess, með fúngeyingunum sín- um; en eg hef ekki raikla trú á því. Eg held okkur sé bezt að taka málið eins og það liggur fyrir og þiggja þá tilslökun, sem stjórnin býður. f>að er þó betra en ekki neitt, þótt okkur þyki það lítið. En eg held að þetta sé eina ráðið til þess að þjóðin fái með tímanum vilja sínum framgengt. Peninga vill f>jóðólfur ekkert hafa með inn í landið; heldur, að við étum þá upp undir eins og verðum skuld- ugir og borgum aldrei, og hrærir þetta bankamál saman við stjórnarbótarmál- ið, með mjög illgirnislegum getsökum til þeirra, sem aðra skoðun hafa. Að bera þetta á borð fyrir alþýðu, finst mér vera hreint og beint að smána hana. Svona mann brúka Árnesingar ekki fyrir þingmann sinn. f>eir eru víst heldur ekki í neinum vandræðum með þingmenn nú, þar sem þeir eiga kost á mjög álitlegum mönnum úr héraðinu sjálfu, síra Magn- úsi á Torfastöðum og Sigurði búfræð- ing frá Langholti. Eg býst nú við að fá ilt fyrir þess- ar línur hjá f>jóðólfi og verða fyrir öðru eins og »alþýðumaðurinn«. Máske eg geti þá bætt honum til seinna. En á einu skal eg fræða hann. Eg er ekki fremur »leigutOl« ísafoldar en f>jóðólfs, og get sagt það, sem mér býr í brjósti, án þess. Isafoldar-ritstjórana þekki eg alls ekkert, nema af blaðinu. En eg ann þeim alls góðs af heilum hug, af því að eg lít svo á, að þeir vilji þjóðinni gagn og fylgi því fram með skynsemd. Eg álít þá mjög þarfa menn og blað þeirra nytsemdar-blað, sem allir bænd- ur ættu að sjá sóma sinn og hag í að kaupa og lesa ineð athygli. Sérstak- lega álít eg ísafold lesendum f>jóðólfs alveg ómissandi, því að ganga fram undir leiðsögn f>jóðólfs álít eg stórhættu- legt, ekki sízt uú undir kosningaruar til alþingis. f>ar á þjóðin mikinn vanda af hendi að leysa, sem óskandi væri að hún hefði sóma og gagn af, og það getur hún, ef hún vill. Kael í koti. Snæfellsnes8ýslu, 20. ágúst: Heyskapurinn gengur fremur vel hér í sýalu, eins og viðast hvar annarsstaðar þetta gæðasumar. Grrasvöxtinn má telja í hetra meðallagi og nýting hefir verið frem- ur góð, þótt raunar hafi verið þurklaust nú í hálfan mánuð; en nú vonum við, að þerririnn komi með hverjum degi. Ef sumarið verður gott alt til enda, má segja að þetta ár verði veltiár; allir muna veturinn, hve mildur hann var. Annars eru tíðindin fá héðan að vanda. Tíðrætt verður þó sumum um kosning- arnai til alþingis; og er þó eigi svo að skilja, að áhuginn á þeim landsmálum, sem nú eru efst á dagskrá, sé mikill hjá oss Snæfellingum alment. Þegar menn ræða hér um kosningar, er það sjaldnast í sam- handi við áhugamál þjóðarinnar, heldur i sambandi við persónurnar. f>eir eru hér sem víðar helzt til fáir, sem skilst það, hve áríðandi er að senda þá menn eina á þing, er koma vilja nauðsynjamálum þjóðarinnar áleiðis. Jlenn spyrja hér sjaldan um það, hvort þingmannsefnið sé fylgjandi sjórnhót- inni, stórahankamálinu, ritsímanum o. s. frv., heldur er eingöngu litið á persónurnar, mennina, sem gefið hafa kost á sér, án þess að spyrja um, hvort þingseta þeirra muni verða þjóðinni til gagns eða ekki. JÞingmannsefnin eru nú orðin þrjú; þvi að auk sýslumanns L. Bj. og ritstjóra E. H. hefir nú prófastur okkar, síra Sig- urður Gunnarsson, gefið kost á sér, með því að hann hefir hætt við að hjóða sig fram í hinu forna kjördæmi sínu (S.-Múla- sýslu), sökum fjarlægðarinnar. Þykir mörg- um framboð hans koma nokkuð seÍDt, og aðrir segja of seint, því að þeir hafi þegar lofað að kjósa sýslumann. Sá orð- rómur gengur staflaust um alla sýsluna og miklu viðar sjálfsagt, að hann (sýslu- maður) hafi þegar hundið atkvæði fjölda manna, beinlínis eða óbeinlínis, og fái öfl- ngan stuðning í því máli hjá einum verzl- unarstjóra í Stykkishólmi; því að, eins og allir vita, hafa kaupmenn og verzlunarstjór- ar mikið vald yfir bændum vegna skulda- klafans, ekki sizt þar sem menningin er ekki meiri háttar en hé'r hjá oss Snæfell- ingum. Sýslumaður mun hafa verið að undirbúa kosningu sína mörg ár, hafandi í hendi sér til þess sýslunefndarmenn, hreppstjóra og oddvita. Munu þeir hafa sendir verið út af örkinni með skjöl til undirskrifta, áskor- anir til sýslum. að bjóða sig fram, og mönn- um svo talin trú um, að hver sá. sem ritað hafi nafn sitt undir skjalið, hafi þar með skuldbundið sig til að kjósa sýslumann, þó það sé tvent ólikt, að skora á mann til þingmensku, meðan enginn annar er í boði, og hitt, að lofa að taka hann fram yfir öll þingmannsefni, er síðar kunna fram að koma. Til marks um bneykslanlegan ofstopa sýslumanns er það, að þegar því var lýst á kirkjufundi að Helgafeili nú fyrir skemstu, að Sig. próf. gæfi kost á sér, þá ris hann óðar upp þar, sýslumaður, með miklum þjósti út af slíkri ofdirfsku prófasts, og seg- ir meðal annars það vera hverjum manni augljóst, að tilgangur hans (próf.) með fram- boðinu geti ekki verið annar en sá, að fá kjósendur til að svikja loforð sín. Engu líkara en að hann teldi þá vistráðin bjú sín, sem varðaði við lög að tæla frásér! Með þessu lagi er skiljanlegt, þótt sá orðrómur berist út um okkur Snæfellinga, að við munum ekki þora annað en kjósa sýslumann vorn, hve ólíkt sem oss kann að vera i þeli til hans og hinna framboðanna, að eg minnist ekkí á afstöðu hans og þeirra við mestu nauðsynjamál þjóðarinnar: sýslu- maður þeim öllum andvígur, en hinir al- veg með þeim, ýmist flestum eða öllum. Isafírði, 18. ágúst: Héðan frá Djúpinu er að frétta allgott árferði. sem annarstaðar víðast. Aflalitið fremur raunar nú í sumar, en því betri var aflinn i vor. Sömuleiðis heldur lítið um þerri undanfarnar vikur. En rætist úr því áður langt um líður, þarf ekki að kvíða heyskaparmisbrigðum. Heldur er að lifna í kolunum undir k o 8 n i n g a - pottinum. Sýslumaður og hans menn eru að heyra ailöruggir orðnir um sigur, enda liggja ekki á liði sínu. Þeir eru hreyknir af þvi herbragði sýslumanns, að hafa kjörfund svo snemma, sem lög leyfa frekast, þ. e. 1. september. Þá er enn langt til sláttuloka og bændum því til- finnanlegur bagi að missa 2—3 daga í kjörfundarferð. En fylgi sýslumanns mest hér í kaupstaðnum (kjörstaðnum) og í grend- inni. Ennfremur þilskipamenn ókomnir beim. Nú hafa og þeir sýslumaðar fengið síra Þorvald próf. Jónsson til að sækja um þingmensku, mann, sem enginn veit til að um landsmál hafi hugsað fyr á ævi sinni. Honum mun og alls eigi ætlað á þing að komast, heldur að dreifa atkvæðum fyrir hinum, þeim Skúla og síra Sigurði. Eimta þingmannsefnið kvað vera síra Janus pró- fastur i Holti. Hvort honum er samahlut- verk ætlað og embættisbróður hans hér, skal ósagt látið. Heita má hver maður valtýskur hér við Djúpið, það eg veit frekast, nema fáeinir höfðingjar hér í kaupstaðnum. Ætti því ekki að geta á tvennu leikið um kjörið, ef stjórnmálastefnan réði: annars vegar ein- dregnir skrifstofuvaldsfulltrúar og stjórnar- bótarfjandskapar, en hins vegar einhverjir landsins mestu stjórnmálagarpar, auk þess sem þeir eru öðrum íramfaramálum vorum fylgjandi af alhug og með mikilli atorku. Um aðra kosningu er nú og tíðrætt um þessar mundir. Það er um fyrirfram gerða prestskosningu í Yatnsfjarðarprestakalli, þ. e. áður en yfirvöld hafa valið úr umsækj- endum á kjörskrá. Var það gert með ó- hlifinni undirskriftasmölun til handa syni hins fráfallna prests, síra Páls Stephcnsen, þótt enginn vafi gæti á því leikið, að fjöldi kennimanna honum snjallari mundu um brauðið sækja, Sumir af þessum görm- um, sem nota á til að útvega sira P. St. brauðið, fengu að sögn hvorki að heyra né sjá það, sem nöfn þeirra voru sett und- ir — að eins lesið upp fyrir þeim i skjótri svipan nokkuð af erindinn (fyrri málsgr.) og nöfn þeirra svo skrifuð, ef þeir ekki beinlinis bönnuðu það. Nokkrir þeirra kváðu alls eigi hafa kosningarrétt, heldur vera jafnvel á sveit eða ógjaldskyld vinnu- hjú, og einn dæmdur þjófur með óendur- fenginni æru. Kjósendur milli 30 og 40, og þessir undirskrifendur um 20, en meðal þeirra hvorki hreppstjóri né oddviti né meiri hluti sóknarnefndar; og eru þeir æfir út af þessari frekju sira P. við hina lítil- sigldari sveitunga þeirra, enda sáriðrast nú að sögn sumir unairskrifendur flónsku sinn- ar, og óska einkis framar en að síra P. komist ekki á skrá. Póstskipið Lanra kapt. Christiansen, kom loks í dag. Fjöldi Englendinga með, og þessir ís- lenzkir farþegar: frá Khöfn Sigurður Pótursson mannvirkjafræðingurinn og frk. Elísabeth Steffensen og Sigríður Jónsdóttir (fangavarðar); frá Englandi Jón Þórðarson kaupmaður, Sigfús Ey- mundsson bóksali og Jón Vestdal, sömul. frk. Anna Helgadóttir frá Borgarnesi; frá Ameríku Einar Jochumssou með dóttur sinni, o. fl. Þeir landshöfðingi, amtmaður, biskup og laudlæknirkomu allir heim aftur úr yfirskoðunarferðum sínum með Ceres 22. þ. m. Mannalát. Dáinn er nýlega merkisbóndinn Á s- björn Ólafsson í Njarðvík, lang- mestur atkvæðamaður í því bygðarlagi. Vestra, í Bæ í Króksfirði, lézt 10. þ m. fröken Elín Gróa Ólafsdótt- u r, einkabarn Ólafs heit. æknis Sig- valdasonar og frú Elízabetar B. Jóns- dóttur, er þar býr enn, — stúlka milli tvítugs og þrítugs, gáfuð og valkvendi. Þá lózt í Khöfn 28. f. mán. úr lungna- tæring, stud. polyt. Karl Torfason frá Ólafsdal, efnismaður mikill, mætavel gáfaður. Kosningabralls-smæiki. Ekki er friðvænleg aðkoman enn fyrir kjósendur, er hingað ber af ferð eða annari fjarvist frá heimilum sín- um. Hvort sem þeir koma sjóveg eða landveg, eru þeir óðar umkringd- ir af vörgum, kosningasmölum banka- stjórans, sem virðast ekki hafa fengið hálfa fylli sína enn. þrír sáust utan um einn nú fyrir fám dögum, áður en hann komst af hestbaki. það var sjálfur gangnaforinginn bankastjórans, »sumarmaður« Mr. Vídalíns, og svo einn alþektur vinnumaður eða dag- launamaður bankastjórans. Mann- auminginn beiddist allþarflega þeirrar vægðar, að mega halda áfram heim að húsinu sínu og komast þar af baki. Og munu raunar leikslokin hafa orð ið þau, að henn gekk þeim alveg úr greipum. það er ekki trútt um, að líkt sé orðið um áhrifin af þessum atgangi eins og Árnesingar segja af framgöngu prestsins á Sþeiðunum. þeir segja, að hann sé þar allra manna mestur stuðningsmaður þeirra síra Magnúss og Sigurðar búfræðings, með þeim hætti, að hann gengur með undir- skriftaskjal fyrir mág sínn, þjóðólfs- manninn, er hann stendur á sjálfur við 3. mann, allra-lítilsigldustu kjós- endurna í sínum sóknum; fleiri hefir hann ekki getað klófest margar, marg- ar vikur, vegna þess, að hann sjálfur og skjalið þannig prýtt gerir alveg sama gagn og hræða í varpi. Til marks um, hve bankastjóraliðið er lítilþægt um meðmæli með honum og álas á hendur keppinaut hans, má benda á heilmikla sögu í síðasta tbl. málgagns hans, þjóðólfs, um að helzta afreksverk yfirdómara Jóns Jenssonar sem veganefndarforruanns sé, að hann hafi látið aka á bæjarins kostnað gróðrarmoldarhaug niður í Tjörn, þótt einn a£ borgurum bæjarins hefði lagt fölur á hana og tjáð sig albúinn að flytja hana á burt að kostnaðarlausu fyrir bæinn. það er það eitt að þessari mikils- verðu sögu, sem er ætlað að gylla bankastjórann óbeinlínis sem þing- mannsetni að sama skapi, sem hún á að sýna óhæfileik hins til þingmensku, að hún er tóm vitleysa og ósann- indi frá upphafi til enda. Enn þá er »sumarmaðurinn« vídalínski á erli meðal verkalýðs bæjarins með boðskapinn um atvinnuvelgjörðir banka- stjórans, er hann vill svo friðlaust láta umbuna honum með þingmensku, svo viturlegt sem það er. Hvernig væri að stinga upp í hann keflinu því, að það er alls ekki bankastjórinn, sem atvinnu veitir eða veitt hefir, hvorki við bankahúsið né vegi og rennur í bænum, heldur nánast landssjóður að því er bankann snertir, en bæjarsjóð- ur ella? er með öðrum orðurn almenningur, sem hér er sá eiginlegi vinnuveitandi, þar á meðal vinnuþigg- jendur sjálfir að því leyti sem þeireru um leið gjaldendur bæði ílandssjóðog bæjarsjóð. Verkin sömu hefðu unnin verið, hvað sem bankastjóranum leið, og verkalýðurinn sjálfsagt fengið sama kaup fyrir. f>að er því eintóm blekk- ing, að vera að tala hér um atvinnu- velgerðir af bankastjórans hálfu, að ó- rýrðum fyrir það öllum hans mann- kostum. ------- Við mun það hafa borið meðal kjós- enda hér í bænum í sumar, þeirrá er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.