Ísafold - 25.08.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.08.1900, Blaðsíða 3
smalar bankastjórans bafa veitt undir kosningarskuldbindingarnar til hans, að þeir hafi farið og heimtað nöfn sín strikuð út aftur, er þeir sáu eftir á, hverj- um brögðum þeir höfðu beittir verið til þess og taumlausum blekkingum. Bn von bráðar er tekið til óspiltra málanna að veiða þá aftur. Að einum slíkum gerði gangnafonnginn 3 atrennur, í síðasta sinni með góðri vínbeitu. A- fengið gerði kjósandann svo einurðar- góðan, að hann vildi fá að vita hjá gangnaforingjanum, hvernig hann færi að lóta sér vera ant um að koma á þing manni, er hann hefði sjálfur haugað yfir í sín eyru skömmu áður mestu lastmælum. pá varð hmum ó- greitt um svör. Hann kvað hafa verið á þindar- lausri liðbónarrás fram og aftur um kjördæmið nú upp á síðkastið, prófast- urinn á Borg á Mýrum, en fengið býsnamörg hryggbrot. Einn kíminn Árnesingur segir svo um þingmenskuáskoranirnar • handa jpjóðólfsmanninum, að þær muni eiga að skiljast hjá sumum að minsta kosti á líkan hátt eins og hann skíldi á- skorun sína og þeirra félaga þá frá í fyrra vor um hlutafélagsbankastofnun, — sem sé eins og kænskubragð til að draga háskavélræði útlendra auðkýf- inga fram á sjónarsviðið, til þess að eíga hægra með að fletta ofan af þvf. Eins vilji Árnesingar hafa manninn til sín á kjörfund, ekki til að greiða bonum atkvæði, heldur til að eiga kost á að lesa yfir hausamótum hans eins og þá lystir. Gengi vídalínska embættismannsins B. B. í Gröf meðal Borgfirðinga — hann er hálaunaður hrossageymir Mr. Vídalíns, nokkurs konar marskálkur hans —, segja kunnugir að styðj- ist aðallega við frægð þá, sem hann hafi getið sér með skammaræðu um höfðingjana, er hann á að hafa flutt á þingi árið sem hann sat þar, sællar minningar. Hann ferðaðist þá með ræðu þessa prentaða bæ frá bæ um kjördæmið veturinn eftir, las hana fyr- ir »fólkinu« og lét það óspart dást að einurð sinni og málsnild. |>ví enn er til svo hrapallega lítilsiglt fólk hér á landi, að það metur hrottaleg ill- mæli um höfðingjana hreystibragð og þá mesta þingskörunga og ritgarpa, er þeim beita ósparast. En hvað sem því líður, þá var sá annmarki á þessu hreystiverki áminsts þingskörungs, að hann — flutti aldrei ræðu þessa í þing- salnum, heldur samdi hana eftir á eða lét semja fyrir sig og afhenti þing- skrifurunum hana til innlimunar í þingtíðindahandritið og prentunar með því! Prestkosningahueyksli. Enn berst út um landið eiti hneyksl- issagan af undirbúningi prestskosning- ar, í þetta sintt úr Vatnsfjarðarpresta- kalli, sbr. brófkaflann úr ísafjarðarsyslu í þessu blaði. Aðferðin, sem þar hefir verið beitt: að skuldbinda lítilsigldasta fólkið fyrir fram til þess að kjósa þann prestinn, sem kunnugir vita, að ekki gæti ann- ars með nokkuru móti komið til greina, og reyna á þann hátt að hafa áhrif á veitingarvaldið, mundi þykja mjög vítaverð, hver sem í hlut ætti og við slíkt fengist. En alveg fer skörin upp í bekkinn, ef það er umsækjand- inn sjálfur, sem bin/.t fyrir slíkum að- förum. En auðvitað getur enginn þurft. að bera kvíðboga fyrir því, að þetta at- ferli beri nokkurn árangur. Þó að hlut- aðeigandi umsækjandi gæti að öðru leyti komið til greina, mundi hvert veiting- arvald, sem gæta vill virðingar sinnar og gagns og sóma þjóðarinnar, sneiða ' hjá honum, forðast að setja hann á kjörskrá, ef þess væri nokkur kostur— þó ekki væri til annars en venja menn af þessum hneykslis-aðförum, sem eru að verða blettur á þjóð vorri og atu- mein kirkjulífsins. Auk þess er hór auðvitað að ræða um tilraun til þess að svifta kirkju- stjórnina því litla valdi, sem hún hefir enn yfir veitingum brauða. Fari hún að taka til greina slikar kosningar, er gerast áður eu hún velur úr umsækj- eudum á kjörskrá, þá er það vald gjörsamlega komið úr hennar höndum. En móti þeirri breytingu hefir lands- höfðingi mælt fastlega, þegar þingið hefir fram á hana farið, í brófum til ráðgjafans dags. 11. nóv. 1893 og t>. nóv. 1895. Fráleitt getur því verið nokkur vafi á undirtektum hans undir þessar aðfar- ir í Vatnsfjarðarprestakalli. Enda hafa og sams konar málaleitanir verið að engu hafðar, svo sem meðal annarsþeg- ar kjósendur í Garðaprestakalli báðu um síra Júlíus Þórðarson. Um Vatnsfjarðarprestakall sækja prófastarnir Páll Ólafsson á Prestsbakka og Sigurður Jensson í Flatey, og prestarnir Bjarni Símonar- son á Brjánslæk, Björn Jónsson á Miklabæ, Eyólfur Jónsson í Árnesi, Guðmundnr Guðmundsson í Gufudal, Oddgeir Guðmundsen í Vestmanney- um, Páll Stephensen á Melgraseyri, Sigurður Stefánsson í Vigur og þor- steinn Benediktsson á Bjarnanesi. Um Landprestakall í Bangárvallarsýslu sækja þeir síra Ófeigur Vigfússon í Guttormshaga, Ólafur Briem kandídat á Stóranúpi, og síra Bichard Torfason á Bafnseyri. Um Hvamm í Uaxárdal sækja: síra Björn L. Blöndal á Hofi á Skagaströnd og síra Arnór Árnason á Felli. Kynlegt skjal. Hinn 20. p. m. barst oss á skotspón- um skjal, sem á að vera ritað af hr. L. Zöllner í New Castle, þess efnis, að hann hafi ekki spilt markaðsvonum Islendinga við þá Parker & Fraser, og að því til sönnunar muni hann eiðfesta þá Parker & Fraser, þegar hann fái því við komið. Fyrir neðan þessa yfirlýsing er svo rit- uð krafa til ísafoldar um að prenta hana. Undir hvorutveggja, yfirlýsingunni og kröfunni, stendur nafnið »Louis Zöllner«. Vfirlýsingin er dagsett 4. þ. m. Kynlegast við skjal þetta er það, að það getur ekki verið frá hr. JLouis Zöllner. Fyrir því eru þrjár sannanir: 1. Það er ritað á góðri íslenzku, sem hr. Zöllner kann ekki, og sama hönd á því eins og á nafninu sjálfu, sem er e k k i hönd hr. Zöllners. 2. Þess er ekki getið á skjalinu, h v a r f veröldinni það sé samið eða undir það ritað. Með öllu er óhugs- andi, að hr. Zöllner hefði látið slíkt skjal frá sór fara jafn-hirðulauslega úr garði gjört. 3. Það kemur til vor að minsta kosti 10 dögum eftir komu skips þess, er það hefði átt að koma með frá út- löndum, ef hr. Zöllner hefði sent það. I meira lagi ólíklegt er það, að hann hefði sent það nokkurum manni hór, sem hefði gert sig sekan í því skeyting- arleysi, að halda þessu skjali 10 daga hjá sér, í stað þess að leitast við að fá það prentað seús fyrst. Alt þet-ta sýnir ljóslega, að frá lir. Zöllner er skjalið ekki. Það er sýnilega frá einhverjum vini hans hór, sem lætur sér ant um að friða hændur sim stssnd, meðan þeir eru að ráðstafa sauðfé sínu < haust. Og yfirlýsingin auðvitað hættulaus fyrir hr. Zöllner eftir á, rneð því að hann get- u r æ v i n 1 e g a s a n ts a ð, a ð h si n s ó ekki frá sér, hann hafi hvorki rit- að hana sjálfa ísó nafuið undir henni. Hór var því ekki ókænlega að farið — traustið að eins nokkuð mikið á þá fljótfærni hlaðsins að athuga ekki skjöl þau, sem því eru send. Ef tekist hefði að koma blaðinu til að prenta skjal þetta athugalaust, var nokkur von um, að bændur hefðu triiað því nokkurar vikur — trúað því þangað til fjártakan er um garð gengin. Og refarnir sýnilega til þess skornir. Auðvitað befði þar verið um mikla trúgirnis-raun að ræða. Því að fjögur atriði eru bændum al- knnn, eins og ölluisrs heilvita mönnum á landinu: a ð enginn maður í veröldinni gat haft hag af að spilla fyrir fjárkaupun- um í haust, nema þeir Zöllner og Yídalín; a ð naumast er hugsandi, að þeir Parker & Fraser hefðu leitað vitneskju hjá nokkurum möntium um fjárkanp hér, nema hjá sínum eigin erindrekum og þeim Zöllner og Vídalín; a ð erindrekar þeirra Parkers og Fraser fara hóðan fagnandi út af við- skiftahorfunum hér og búa fjárkaupin undir á allan hátt, sem þörf var á; og að þeir Zöllner og Yídalín hafa þrá- sinnis leikið sama bragðið áður — af- stýrt því. að Islendingum gæfist færi á að selja skepnur sínar nokkurum öðrum en sjálfum þeim. En þrált fyrir alt og alt var reynandi að treysta á trúgirni bænda með þessu skjali. Sem betur fer, hefir það mistekist. Skjalið reynist ekki annað en flekunar- tilraun. Og íslendingar liafa ástæðu til að gæta sín enn betur eftir en áður. Biskupsvísitazían. Eins og getið var í ísafold um dag- inn, varð biskup vor lasinn á vísitazíu- ferð sirsni fyrir norðan, en hólt henni þó áfram og lauk við það sem hann ætlaði sér, að öðru leyti en því, að einni kirkju (Knappstaða) varð að sleppa. En þegar hann var nýlega riðinn á staðfrá síðustu kirkjunni, á Bsp, áleiðis út í Sauðarkrók til heimferðar þaðan með strandferðaskipinu (Ceres), datt með hann hestur svo slæma byltu, að Isisk- up m e i d d i s i g mikið í vinstra hand- legg og öxl. Það var hjá túngarðinum í Ási í Hegranesi; en þar á bænum var þá staddur hóraðslæknir Skagfirðinga, Sigurður Pálsson, svo að kostur varjjiá læknishjálp að vövmu spori. Hasin hélt, að öxlin hefði gengið úr liði ogu' liðinn aftur sjálfkrafa, esi að hints mikli sársauki af meiðslinu stafaði af því, hve hand- leggurinn hefði reynst og marist í bylt- unni. Biskup komst heim með Ceres, eu hafði miklar þjáiiirsgar af nseiðslinu alla tið, og ekki s/zt, er Sig. lækuir fór að nudda öxlitsa til að liðka liðinn. 'En er heim kom, og heimilisiæknir biskups, Guðm. Magnússon læknakennari, rann- sakaði meiðslið, reyndist Is a n d 1 e g g- u r i n n a 1 v e g b r o t i n n, upp við öxlina; og er búist við, að brotið rnuni verða lengi að gróa, margar vikur, er það heiir verið svo lengi óviðgert. Ligg- sir hiskup nu rúmfastur og vei'ður sjálf- sagt að vera það um hríð; Hann vísiteraði í ferðinni Eyjafjarðar- prófastdæmi alt, isema Grímsey, og -f af Skagafjarðarprófastsdænii, 35 kirkjur alls. Frá útlöndum Með »Laura« bárust í dag ensk blöð til 18. þ. m., og segja svo frá af ó- friðnum í Kína, að bandamannaliðið út- lenda hafi komist til Peking 15. þ. m. og hitt þar sendiherrana á lífi, alla nema hinn þýzka, er löngu var vitað um að myrtur var 18. júní. En sá er hangur á þessari frétt, eins og hin- um fyrri fréttum aí sendiherrunum, að hún er eingöngu frá Kínverjum kom- in. Hershöfðingjar Norðurálfumanna þar á móti engiu skeyti sent 18. þ. m., og þar af leiðandi óvíst talið, að fregn- in sé sönn. Sameiginlegur yfirhershöfðingi banda- liðsins útlenda í Kína er kjörinn Waldersee greifi, þýzkur, vildarvin Vilhjálms keisara. Hann átti að leggja á stað austur þessa dagana með fríðu föruneyti. Af Búa-ófriðinum fátt öðru nýrra. Sami rekspölurinn, sem áður, að Búar gera Bretum skráveifur við og við, en eru þó á undanlsaldi alla tíð. Upp komst nýlega samsæri í Pretoríu nseðal hertekimsa manna af Búaliði, er Bretar höfðu lausa látið við drengskap- arheiti, og stefndi að því, að ná Bóberts lávarði og fleirum hershöfðingjuns Breta á vald Botha Búahershöfðingja. Söku- dólgarnir nú fyrir dómi. Járubrautarslys varð á Ítalíu 12. þ. m., skamt frá Róm. Biðu 14 menn menti bana, en 40—50 lemstraðir. Farþegafjöldi mikill hingað með strandferðaskipun- um þessa viku, Skálholti og Ceres, eins og í þau komst hór um bil. Og með Ceres þsirfa svo margir að komast utan núna á mánudaginn, að alt verSur troð- fult, og sumir verða að vera í lestinni, eða verða eftir að öðrum kosti. Fundur Aílir þeir af með- limum G.-T.-Reglunnar hér í bænum er hafa kosningarrétt til alþingis, eru beðnir að mæta á fundi, sem hald- inn verður sunnudaginn 26. þ. m. kl. 8 SÍðdL. í G.-T.-húsinu. Sjá auglýsingar á götunum. f Hjartans þakkir kann eg ölluns þeim, er með návist sinni eða á annan hátt heiðruðu minningu minnar elskulegu konu, Guðnýjar «ál. Þórðardóttur, við burtför hennar héðan 8. þ. m. og við jarðarför hennar i Reykja- vik 10. s. m. Eyrarhakka 18. ágisst 1900. H. L. Möller. Fæði selur undirskifuð stúdentum, skólapiltum og öðrum frá 1. okt. Bvík (Thorvaldssensstr. 4) 25. ág. ’1900 <A. Halhrímsson.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.