Ísafold - 12.09.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.09.1900, Blaðsíða 1
Kemiir út vmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; 'borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsius er Austur:úr<zti S. XXVII. árg. Reykjavík miðvikuda^inn 12. sept. 1900. 56. blað. I. 0. 0. F. 829149. I Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11—12.' Landsbankinn opinn hvern virkan ’dag kl 11—2. Bankast.jórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11 — 1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti lt> 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Framfarir manníélagsins. Ágrip af »Social Evolution« eftir Ben. Kidd. XI. Sú kenning, að beint samband sé á milli vitsmunaþroskans og félagsfram- faranna, verður ■ því ósennilegri sem hún er rannsökuð frá fleiri hliðum. Eigi að eins eru líkindi fyrir því, eins og drepið var á í síðasta kafla, að sumar þær þjóðir, sem gersamlega eru horfnar úr sögunni fyrir löngu, hafi að jafnaði náð miklu meiri vitsmuna- þroska en þær þjóðir, sem nú á tím- um bera ægishjálm yfir öðrum. JHeld- ur vírðist og full ástæða til að ætla, að meðalgáfnaþroski nútíðarþjóðanna fari ekkert vaxandi. í bókmentunum ber allmikið á þessari skoðun. Auðvitað er ekki ávalt mikið að marka hana, sízt þegar hún kem- ur frá mönnum, sem svo eru, af ýms- um ástæðum, skapi farnir, að þeir bera vantraust til framfara nútíðarinn- ar yfirleitt. Pón hún kemur jafnframt fram hjá mönnum, sem hafa eigi að eins lagt stund á að kynna sér málið, heldur líta og þeim augum á stefnu tímans sem um verulegar framfarir só stöðugt að ræða hjá mannkyninu. Fáir menn hafa, til dæmis að taka, haft langvinnari eða víðtækari kynni af ensku þjóðinni og gáfnafari henn- ar en Gladstone og fáir munu hafa minni tilhDeiging en hann til að gera lítið úr framförum þeim, sem orðið hafa og eru á leiðinni. Og þessi orð eru eftir honum höfð: »Eg sé ekki þær framfarir í styrkleik heilans, sem vér hefðum átt að geta buist við . . . |>ær framfarir eru að sjálfsögðu hæg- fara, en yfirleitt sé eg þær alls ekki. K'g held, að vitsmunir vorir séu ekki veigameiri, heldur veigaminni en mið- aldarmannanna. Eg ætla ekki að fara lengra aftur í tímann en ti! manna á 16. öldinni. Á þeirri öld var heila- styrkleikur raanna mikill, meiri en nú á tímumn. Enginn vafi virðist á því leika, að framfarir vorar f áttina til aukins frelsis og aukins jafnaðar hafa eflt marga góða og karlmannlega eiginleika, er komið hafa forystuþjóðunum í það sæti, er þær skipa í veröldinni. Hitt er mjög vafasamt, eins og þegar hefir verið sagt, hvort þær hafa aukið vits- munaþroskann. Eitt af aðaleinkeun- um vestrænu menningarinnar virðist þar á móti vera það að hamla því, að vitsmunaþroskinn fari að meðaltali vaxandi. það stafar fremur öðru af því, að í æðri stéttunum auka menn ekki kyn sitt nándar nærri eins mikið eins og neðar í mannfélaginu; þar ganga því ættirnar úr sér og margar þeirra líða furðu fljótt undir lok. Og upp í þessar æðri stéttir keppir stöð- ugt' straumurinn af hæfileikamönnum. Sú skoðun hefir verið almenn, að framfaraþjóðirnar séu miklu gáfaðri en hinar, sem standa á miklu lægra stígi, og þá hefir jafnframt átt að vera feng- in sönnun fyrir því, hve náið samband sé á milli gáfnafars og framfara þjóð- anna. Og sízt ber því að neita, að feiki- lega mikið hefir manDsandinn int af hendi með mentaþjóðunum í saman- burði við það, er lægri þjóðirnar hafa komist. Dásamlegur vottur um vits- muni mannanna er það, að geta tal- ast við viðstöðulaust í mikilli fjarlægð, að reikna út hreyfingar himintungla í margra milj. mílna fjarlægð mörgum ár- um áður en þær eiga sér stað, að móta töluð orð og láta dauða hluti koma með þau aftur eftir langan tíma, að ákveða með óyggjandi vissu samsetn- ingu sólnanna með því að leysa sund- ur geisla þá, er þær hafa varpað burt frá sér áður en mannkynssagan hófst. Sama má segja um alla hina marg- breyttu menningu nútíðarþjóðanna, verzlunina, verksmiðjurnar, áhöldin og vélarnar og allan þann þekkingarforða, sem til alls þessa hefir þurft. En bersýnilega er það með öllu rangt að gera sér í hugarlund, að þess- ar framfarir verði hafðar að mælikvarða á þann mun, er sé á gáfum menta- þjóðanna og villiþjóðanna. Alt þetta mikla og merkilega, er menning nútím- ans hefir af hendi int, er framar öllu öðru árangur af stöðugleik og styrk mannfélagsskaparíns, en er ekki að þakkaneinum óvenjulegum gáfnaþroska nútíðarþjóðanna né heldur einstakling- anna; það er alt árangur af þekking- arforða, sem fjöldi einstaklinga hefir um marga mannsaldra verið að smá- auka með miklum erfiðismunum. Jafn- vel frægustu hugvitsmennirnir, sem gert hafa mestu uppgötvanirnar, hafa í raun og veru hver um sig bætt tiltölu- lega litlu við þennan þekkingarforða. Uppgötvanin kemur í fyllingu tímans eftir langvinnan og örðugan undirbún- ing mikils fjölda manna, en í raun og veru hefir enginn einstakur maður int hana af hendi, enda hafa fjöldamarg- ar af mikilvægustu uppgötvunum mann- kynsins verið gerðar hér um bil sam- tímis, og svo hafa menn deilt um, hverjum ætti að eigna þær. En þessu hefir mönnum ávalt hætt við að gleyma, þegar villiþjóðirnar hafa verið bornar saman við menta- þjóðirnar. jþær framfarir, sem í raun og veifu eru ekki annað en vottur um mikla hæfileika þjóðanna til félags- skapar, hafa verið gerðar að sönnun- um fyrir vitsmuna-yfirburðum þeirra þjóða. Og þegar svo, aftur á móti, þjóðirnar hefir vantað þessa félagshæfi- leika og þar af leiðandi litlum fé- lagsþroska náð, þá hefir viðkvæðið stöðugt verið það, að þær væru svo litlum vitsmunum búnar. Til skýringar þessu atriði má benda á það, að sumar villiþjóðirnar vantar orð til þess að tákna margar hugmynd’ ir, sem hver maður þekkir meðal mentaþjóðanna alt frá barnæsku. Svo að kalla allar villiþjóðir vita lítið um tölur, til dæmis að taka. Að öllum jafuaði kunna þær ekki að telja, og oft eiga þær engin orð, er tákni hærri tölu en ö eða 3. Og samt eiga þess- ir villimenn oft fjölda sauðfjár og nautgripa, og hver maður veit hvenær allur búpeningur hans er vís og hve- nær nokkura skepnu vantar, ekki af því að hann geti talið, hve margar hann á, heldur af því að hann man eftir hverri skepnu fyrir sig. Frásagnir Francis Galtons um Dam- ara hafa venjulega verið notaðar sem sannanir fyrir því mikla djúpi, er stað- fest sé milli mentaþjóðanna og villi- þjóðanna, að því er til vitsmuna kem- ur. Séu keyptar af þeim sauðkindur fyrir einhverja aðra vöru, verður að borga sérstaklega fyrir hverja kind. Kosti til dæmis ein kind tvo tóbaks- bita, þá kæmust Damarar í standandi vandræði, ef þeim væru borgaðir í einu fjórir tóbaksbitar fyrir tvær kindur. Galton reyndi þetta, en gat ekki bund- ið enda á kaupin, fyr en hann lét tvo bita í lófann A Damaranum og lét jafnframt reka burt aðra kindina; svo fekk hann skiftavini sínum þá tvo bita, sem eftir voru, og þá var farið með hina kindina. Kvígu keypti Galton fyrir 10 tóbaksbita; þá glenti Damar- inn suudur greipar sínar á jörðunni og tóbaksbiti var lagður á hvern fing- ur. Af þessu dregur Galton þá álykt- un, að Damarar munu ekki vera öllu gáfaðri en tík, sem hann sá hjá þeim. Hún var nýbúin að eignast 6 hvolpa, og tveir eða 3 höfðu verið teknir frá henni; en hún gat ekki gert sér grein fyrir, hvort nokkurir þeirra væru farn- ir; hún hafði auðsjáanlega óljósahug- mynd um að telja, að því er Galton hyggur, en tölurnar voru of háar fyrir hana. |>etta er eitt af hinum algengustu dæmum þess, hve hætt mönnum er við að blanda því saman, er menning- in umhverfis oss hefir lagt oss til, og sálargáfum þeim, er oss eru meðfædd- ar. Sannleikurinn er sá, að vér höf- um ekki öllu meiri meðfædda hæfileika til að fást við tölur en Damarar. |>etta getur hver maðnr reynt á sjálfum sér. Séu honum fengnir nokkurir peningar í einu, mun hann ekki geta sagt, hve margir þeir eru, án þess að telja þá, nema þeir séu þá mjög fáir. En hann getur talið þá, munu menn segja. Alveg rétt. En þessum hæfi- leika erum vér ekki búnir af náttúr- unnar hendi. Talnaröð vor er ekki annað en nokkurskonar andlegur kvarði, er mannfélagið, sem vér tilheyrum leggur oss til; vér leggjum þennan kvarða á tölustærðir eins og vér mæl- um lengdareiningar á almennaD kvarða, til þess að vita, hve margar þær eru. En áreiðanlega er þessi kvarði oss ekki meðfæddur. Hann hefir smátt og smátt orðið til á afarmörgum mannsöldrum og er einn hluti af þeim þekkingarforða, sem menningin leggur oss upp í hendurnar. Annars yrðum vér í raun og veru að beita sömu að- ferðinni, sem villimaðurinn beitir við búpening sinn — læra að þekkja hvern einstakling og festa oss hann i minni. Villimenn standa því ekki að sjálf- sögðu á svo lágu menningarstigi, sem þeir standa í samanburði við menta- þjóðirnar, fyrir þá sök, að þeir séu svo miklu minni gáfum gæddir, held- ur vegna þess að félag þeirra hefir verið of vanmáttugt til að safna nokk- urum þekkingarforða og láta hann ganga í arf frá einni kynslóð til ann- arar. Eigi að meta gáfnafarið eftir þeim eiginleikum, er veita þjóðunum vald í veröldinni, þá ættu Norðurálfumenn að vera meiri vitsmunum búnir en Indverjar. En raunin hefir orðið sú, síðan er Indverjum var gerður kostur á mentun Norðurálfunnar, að náms- menn þeirra hafa orðið jafnokar Norð- urálfumanna að þekkingu og oft stað- ið þeim framar. Jafnvel þeir þjóðflokkar, sem ganga úr sór og líða undir lok, ef menning Norðurálfunnar nær til þeirra, bera þess óræk vitni, að kenningin um vits- munaskort þeirra erfjarri öllum sanni. Maoríarnir á Nýa-Sjálandi týna smátt og smátt tölunni, þegar þeir eiga að fara að vera samvistum við Énglend- inga, sem eru þeim svo miklu fremri í félagsefnum; en vitsmuni skortir þá ekki til þeBS að veita viðtöku hugsjón- um og þekking Norðurálfumanna. Á 50 árum hefir þeim fækkað um belm- ing (voru um 80 þús., eru nú 40 þús.), og þó er þeim borin svo sagan, að þeir séu einkar vel gerðir, bæði til sál- ar líkama og fljótir séu þeir að læra háttu og siði Norðurálfumanna; á lög- gjafarþingi nýlendunnar taka þeir þátt í umræðum virðulega og skynsamlega. Jafnvel frumbyggjar Ástralíu sýna það, að menn hafa haft alveg rangar hugmyndir um vitsmnni villiþjóða. |>eir hafa í einu hljóði verið taldir einna heimskastir allra þjóða — langt á baki Damörum, sem Galton hélt, að ekki tæki hundum fram að vitsmun- um. í tungu þeirra er 3 hæsta talan En í ríkisskólunum í Ástralíu-nýlend- unum gengur börnum þeirra alveg eins vel og börnum Norðurálfumanna. Sama er að segja um Svertingja í Bandaríkjunum; börn þeirra taka al- veg sömu þekkingarframförum í skól- unum eins og börn hvítra manna, Nú eru nokkurir, sem kannast við það, að villiþjóðirnar gsti að sönnu lært töluvert, en fram yfir ákveðin takmörk komist ekki framfarir þeirra með nokkuru móti; þær vanti sem aé þá ástundun og það þol, er óhjákvæmi- legt sé til þess að verða verulega vel að sér í nokkurri grein þekkingarinn- ar. Og þetta er hverju orði sannara. Bn það er ekki vitsmunina, sem þær skortir, heldur þá eiginleika, sem fram- ar öllum öðrum efla félagsþroskann. V iðbótarhekkur í barnaskólanum. Þaö hefir nú á siðari árum verið eitt hið mesta mein barnaskólans hór í bæn- um, að mörg börn hafa lokið dvöl sinni þar alt of snemma, löngu fyrir ferm- ingaraldur; eru alt af að verða meiri og meiri brögð að því, og stafar það af þvi, að börnin eru of ung, þegar þau byrja að ganga í skólann, eða svo vel undir-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.