Ísafold - 12.09.1900, Blaðsíða 2
búin eftir aldri, að þau hlaupa yfir neðstu
bekkina. Þau eru því oft eigi nema
11—12 ára, þegar þau eru búin meS
6. bekk, og þá hefir skólinn ekki meira
að bjóSa þeim.
Nú er í ráði, að bæta úr þessu.
Bæjarstjórnin hefir ákveðið, að bæta 7.
bekknum ofan við skólann, svo framar-
lega sem nægilega mörg (20) borgunar-
börn fást í hann. Námsgreinar þær,
sem kendar verða í bekk þessum, éru
allar hinar sömu og í 6. bekk, og enska
að auki; verSur einkum lögð áherzla á
kensluna í malunum (íslenzku, dönsku
og ensku) og stærðfrreði. Piltar, sem
síðar eiga að ganga í latínuskólann,
munu geta fengiS þar nægan undirbún-
ing í öllum námsgreinum, nema latínu.
Kenslukraftarnir munu verða svo góðir,
sem kostur er á, og er búist viS, að
borgun fyrir tímakenslu muni verða
hærri í þeim bekk en í öðrum bekkjum
skólans, að minsta kosti í málunum.
Þótt bekkurinn só einkum ætlaSur
ófermdum börnum, er eigi ólíklegt, að
ný-fermdir unglingar fái einnig að kom-
ast aS, ef rúm leyfir.
Viða erlendis er mjög mikiS starfað
aS því, að koma upp framlialdsskólum,
er taki við af barnaskólunum og veiti
fullkomnari mentun heldur en barna-
skólarnir geta veitt.
Þessi fyrirhugaði bekkur í barnaskól-
anum hér er lítill vísir til þess konar
skóla, og ættu því menn aS hlynna aS
honnm með því að senda börn í hann.
Hér í bænum eru margir unglingar í
kringum fermingaraldur, sem lítiö hafa
við að viuna, og mundi þeira miklu
hollara að njóta þeirrar mentunar, sem
þeim gefst kostur á með tiltölulega
vægum kjörum, heldur en að ganga
iðjulausir um göturnar.
Smáþættir um kaupmenn.
Það er hálf-vandræðalegt svar Jóns
Jónssonar til min i 24. töiubl. Fjallkon-
nnnar, þetta svar, sem hann hefir verið svo
lengi að hugsa sig um, og margir rounu
álíta, að honum hefði verið betra að sleppa
alveg. Bann fyrirverður sig auðsjáanlega
fyrir hina fyrri grein sína, þvi hann fer
alveg hjá, að minnast á það í henni, sem
eingöngu gaf mér tilefni til að s»ara. —
Það hefði vist hvorki mér né öðrum dottið
i hug, að fara að þrasa við Jón út af þvi,
þó hann hefði sagt, að við og við hefði
orðið skortur á einhverjum nauðsynjavörum
hjá kaupmönnum hér og hvar á landinu;
þetta er alkunnugt og mun vilja til alstaðar,
þar sem verzlun er rekin, og einnig í þeim
löndum, sem greiðari aðflutning hafa en
Island hefir haft. En orð hans, þau er eg
vitnaði til, verða eigi hugsanrétt Skilin á
annan veg, en að hann hafi með þeim
viljað segja, að hinir útlendu kaupmenn
hafi af hreinni og beinni varmensku flutt
til landsins gnægð af þvi, sem þeir vissu,
að þjóðinni var skaðvænlegt, en sem minst
af því, sem henni gat til gagns orðið. —
Og fyrirætlun þeirra með þessu gat þá eigi
önnur verið, en að eyðileggja þjóðina,
enda jafnar Jón verzlunaraðferð þeirra
saman við nýlenduverzlun Norðurálfu-
þjóðanna, sem allir vita, af hvaða toga er
spunnin. Hafi hugsun Jóns eigi verið þessi,
þá vil eg gjarna játa, að eg hafi verið um
of harðorður; en þá verð eg jafnframt að
ráða honum ti), að hætta að rita fyrir al-
menning, því hann brestur þá kunnáttu til
að orða svo hugsanir sínar, að aðrir geti
lagt þann skilning í orðin, sem hann ætlast
til.
Jón vill kannast við, að hann hefði eigi
átt að láta allar útlendar verzlanir eiga ó-
gkilið mál, eins og hann gerði. Hann hefði
heidur átt að kannast við, að ummæli hans
um kanpmennina yfir höfuð hafi verið ó-
sæmileg. Þetta er hann sjálfur farinn að
sjá nú, og hefði þá verið karlmannlegra,
að gangast við því hreint og beint.
Mér er ekkert strið i þvi, þó Jón sé
ánægður með fyndni sina um »rang« kaup-
manna (og faktora); hann nýtur liklega
einsamall þeirrar ánægju. En um það þori
eg að fullvissa hann, að »rang« hans sjálfs
muni ekki hækka í áliti góðra manna við
það, að rita sorpgreinar í blöð, hvort sem
er um kauproenn eða aðra.
Eg trúi því mjög vel, að Jón sleppi því,
að fara í meiðyrðamál við mig, þótt honum
hafi fundist eg koma við kaun sin. Eg er
mjög hræddur um, að honnm mundi ganga
illa, að sanna rétt sinn til að vera sakar-
aðili, úr því hann vill eigi annað en eiga
að öllu sammerkt við tuttugasta eða þrí-
tugasta hvern karlmann á landinu. Yfir
rithætti mínum hefir hann engan rétt til
að kvarta, því »som man raaber i Skoven,
faar man Svar«.
Yopnafirði, 18. júli 1900.
0. F. Daviðsson.
Stjórnfræðileg vísindamenska
Yísmdarit þeirra síra Jóns Bjarna-
sonar (og þorbjargar Sveinsdóttur) um
stjórnarmál vort e r komið út, þrátt
fyrir mótmæli nánustu aðstandenda
hinna helztu.
Ekki er það neinar ýkjur, þó að
sagt sé, að það sé einstakt í sinni
sinni röð. Alveg einstök vitleysa, jafnt
efnið sem orðalagið.
Fyrri hlutinn er »um ríkisráðssetu
Islandsráðgjafans«. Alt á að vera
undir því komið, að ná ráðgjafanum
úr ríkisráðinu. Eitthvað grillir höf. í
það, að það kunní nú að verða örð-
ugt. En svo kann hann eitt óbrigð-
ult ráð: að leggja málið undir utan-
ríkis-stjórnfræðinga! Hann hefir auð-
sjáanlega heyrt, að einstaka sinnum
takist að fá deilumál meðal sjálfstæðra
ríkja lögð í gerð. Og þess vegna
getur honum ekki hugkvæmst, að
nein fyrirstaða verði á því, að fá lögð
undir úrskurð utanríkismanna vafa-at-
riði í stjórnarskrá íslands, þessa »ó-
aðskiljanlega hluta Danaveldis* —
veit auðvitað ekki það, að annað eins
hefir aldrei komið fyrir í mannkyns-
sögunni, og að Bretar þvertóku jafn-
vel fyrir að leggja deilu sína við Búa
undir gerðardóm utanríkismanna, af
því að Transvaal var að örlitlu leyti
inni á valdsviði þeirra samkvæmt
samningum, en Transvaal annars
að öllu leyti sjálfstætt r/ki.
Auðvitað getur ekki komið til nokk-
urra mála að eltast við allar vitleys-
urnar í þessum ritlingi, því hann er
ein allsherjar-vitleysa frá upphafi til
enda.
En rétt til smekkbætis skal á það
bent, að þegar höf. fer að skrifa um
»valtýskuna«, heldur hann, að aðalat-
riði hennar, sé það, að nema burtu
1. gr. stjórnarskrárinnar, sem engum
lifandi manni hefir dottið í hug að
hreyfa við að minsta leyti. Gegn
þeirri óhæfu, sem hvergi er til nema
í ímyndun sjálfs hans, ritar h'ann
langt mál.
Ósagt skal látið, hvort hér gegnir
meiri furðu: jafn-botnlaus f á f r æ ð i,
eftir að hann hefir verið að gaspra
um málið árum saman af hinni mestu
ofstæki í ræðum og ritum, eða bí-
r æ f n i n, að vera að rita um málið
og þykjast fræða almenning, án þess
að láta sér hugkvæmast að afla sér
minstu hugmyndar um það, sem
hann er að dæma.
Baunalega mikið er til af þessum
galla hjá þjóð vorri, þessum taum-
lausa ótrauðleik til að dæma um alla
skapaða hluti, án minstu viðleitni við
að gera sér ljósa grein fyrir málavöxt-
um. En ekki minnumst vér þess, að
hafa nokkurstaðar séð þetta koma
fram jafn-ófrýnilega eins og hjá þess-
um aldurhnigna sálnahirði, sem hefir
Iátið fylla sig af allriþessari heimsku.
J>ó eru 1 j ó ð i n í ritlingnum átak-
anlegust af öllu. |>ví að svo mikið
er höf. niðri fyrir, að hann kemst
ekki af með sundurlaust mál, og kyrj-
ar upp lofsálm um Ben. heitinn Sveins-
son, innan um stjórnmála-röksemda-
færsluna.
Vesalings Benedikt — að verða
fyrir slíkum leiraustri í gröfinni! Ekki
er syni hans láandi, þó að hann
hryllí við ósköpunum.
þetta er niðurlagið á sálminum:
•Sending mögnuð í Svarins hangi
úr ormagarði ills valdandi,
myrkra anda ámátligstu
myndum ófrœgðu mærings andlát.
Á hjarðauðgum mörkum hungur-
morða,
refir og úlfar ýlfra líksöng
og hlakka yfir hirðisvana,
sauðablóði og sætum mörvum.«
Lengra hefir leirburðurinn fráleitt
komÍ8t á þessu landi. Efnið í ljóð-
unum annars það, að bera saman
Benedikt heitinn og Epaminondas
þebukappa! Alt er sameiginlegt með
þeim Benedikt og Epaminondas, eftir
því sem skáldinu segist frá — nema
hvað vafi leikur á því, hvort Epamin-
ondas hafi átt nokkura systur, nokk-
ura þorbjörgu fyrir systur!
Eftirmæli.
Merkisbóndinn Ásbjörn Ólafs-
s o n í Innri-Njarðvík andaðist þann
5. f. m. (ágúst),
Hann var fæddur 30. ágúst 1832.
Faðir hans bjó búi sínu í Innri-Njarð-
vík, en gegndi á sumrum bókhaldara-
störfum í Keflavík. Móðir Ásbjarnar
sál., Helga Árnadóttir, var ættuð vest-
an frá Reykhólum, var í ætt við Árna
biskup Helgason.
þegar Ásbjörn var 6 ára gamall,
misti hann föður sinn; ólst hann þá
upp hjá móður sinni í Innri-Njarðvík,
unz hanu tók þar við búi, og keypti
hann smásaman jörð þá, er hann
bjó á alla ævi sína og gerði að höf-
uðbóli með dugnaði sínum og fram-
sýni; hélt þar rausnarbúi til dauðadags.
Skömmu.eftir að hann hafði sezt
að búi í Njarðvík reif hann niður
torfkirkju þá, sem þar var, og reisti
í hennar stað veglega steinkirkju.
Voru þá örfáar timburkirkjur í pró-
fastsdæminu, og þótti þetta mikið í
ráðið af honum, ungum frumbýling.
Seinna, um 1886, er honum þótti sú
timburkirkja fornfáleg orðin, réðst
hann í að rífa hana og gera þar stein-
kirkju í staðinn. Lét þá illa í ári,
og var erfitt að fá fé til láns, og
lá við sjálft, að hætta yrðí við verkið
hálfbúið, en þá kom það fram sem
oftar, að eftir því sem erfiðleikarnir
uxu, óx Ásbirni dugur og kjarkur, og
fyrir ótrauða acorku hans komst
kirkjan upp, sterk og vönduð,
úr höggnu grjóti með helluþaki. f>ótt
sveitungar hans legðu einnig lið sitt
til kirkjugerðar þessarar, þá var það
atorku Ásbjarnar að þakka, að hún
komst upp, og hið langmesta fjárfram-
lag kirkjunni til handa kom frá Ás-
bjarnar hendi, og seinna meir gaf
hann henni stórfé úr sínum vasa.
Barnaskólahús lét hann einnig reisa
x hreppnum, og er hið sama um það
að segja og kirkjuna. Ásbjörn var
frumkvöðull að því, og hinn lang-
drýgsti í fjárframlögum til þess.
f>egar hann var 22 ára gamall, var
hann fyrst settur hreppstjóri, og að
undanteknum fáum árum gegndi hann
síðan hreppstjórastörfum öll sín ævi-
ár til dauðadags. Sýslunefndarmaður
var hann lð ár. Síðan er Njarðvík-
urhreppur varð sáttaumdæmi fyrir sig,
var hann þar sáttasemjari. Ollum
þessum störfum gegndi hann með frá-
bærum dugnaði og lipurleik.
En auk þessa lögðust á herðar Ás-
bjarnar ótal önnur störf í þarfir hrepps-
búa hans, þvf í hvert skifti og eitt-
hvert vandamál bar að höndum, eða
ef þeir komust í einhverjar kröggur^
þá var sjálfsagt að leita Ásbjarnar;
þar var skjólið, og aldrei bar nokkur
þeirra svo upp vandkvæði sín við hann,
að hann hjálpaði ekki, anuaðhvort
með ráði eða dáð, og oft með hvoru-
tveggja. Og nú undanfarin ár, þegar
ellin hefir farið að heimsækja Ásbjörn
hefir það verið alment að heyra Njarð-
víkinga segja: »Ekki veit eg, hvernig
fer um okkar hrepp þegar Ásbjörn
fellur frá«.
Nú er það orðið; og horfur hrepps-
ins eru ekki vænlegar.
Máttartréð er brotið.
Á jörð sinni reisti hann stórt og
vandað íbúðarhús, og var hann og
kona hans samhent 1 því, að taka
rausnarlega við gestum þeim, sem að
garði þeirra bar, og voru þeir margir.
Fjárhöld þau fyrir ekkjur og ónxynd-
uga, sem Ásbjörn hafði á hendi, voru
24 að tölu.
Tvö munaðarlaus börn ólu þau hjón
upp.
Hinn 1. nóvember 1862 gekk hanu
að eiga eftirlifandi konu sína, Ingveldi
Jafetsdóttur,Einarssonar Johnsen, bróð-
urdóttur þeirra Guðmundar heit. próf.
Johnsen í Arnarbæli og Olafs heit.
próf. Johnsen á Stað á Reykjanesi;
eignuðust þau 11 börn, og lifa aðeins
4 þeirra, tveir synir og tvær dætur.
Konu sinni var hann hinn ástríkasti
maki, og börnum sínum hinn um-
hyggjusamasti faðir. þótt harmurinn
sé því sárari, sem nær er skorið, og
söknuður ekkjunnar og barna hans
sé því næmastur, þá syrgir hann einn-
ig öll hans sveit, og allir, sem þektu
hann. Hans sess er ekki auðfyltur.
Lítil útsjón til að hann fyllist í bráð.
f>rátt fyrir sín mörgu störf hlaut
Ásbjörn sál. aldrei nein heiðursmerki.
En það rýrði ekki hans veg. það
vis8u allir, sem þektu hann, að hann
átti slíkt skilið tífalt fremur en marg-
ir aðrir, sem það hlutu. Hans ævi-
starf og minning þess lifir lengur, og
er honum meiri sómi en þótt honum
um nokkur ár hefði verið léður kross
til að bera, er að honum látnum hefði
átt að skila aftur til þess að hengjast
á einhvern annan.
Hinn 18. júli þ. á lézt sómakonan
Elsa Dóróthea þórðardóttir
í Vik í Mýrdal, 75 ára gömul, fædd 6.
júlí 1825 á Felli þar í sveit. Foreldr-
ar hennar voru merkishjónin jpórður
Brynjólfsson prófastur í Vestur-Skafta-
fellssýslu og prestur Sólheima- og
Reynisþinga, og Solveig Sveinsdóttir*
síðasta kona hans.
Nálægt 28 ára gömul giftist Elsa
sál. atorkumannmum Gunnlaugi Arn-
oddssyni. þau bvrjuðu þegar búskap
í Vík og bjuggu þar rausnarbúi miklu
30 ár, til þess er Gunnl. dó, 1883;
lét hún þá af búskap og var síðan
hjá dóttur sinni Ragnhildi til dauða-
dags
Fimm barna varð þeim hjónum auð-
ið; þar af dóu 4 í æsku, en eitt lifir..
Ragnhildur kona f>orsteins hreppstjóra
Jónssonar í Vík, ágæt kona og líkleg
til þess, að ganga í spor móður sinn-
ar.
Elsa sál. mun hafa tekið flestum
samtíðarkonum sínum hér fram, og ber
margt til þess.
Húu var af góðum ættum komin
og mun hafa hlotið allmikinn siðmenn-
ingaranda að erfð frá foreldrunum,
enda kunnað sjálf mjög vel með að
fara.
Hún var ágætlega greind og hyggin
vel; stjórnaði búinu fyrirmyndarlega,
að almanna rómi.
Hún var einbeitt og frjáls í skoð-
unum; mun því hafa valið sér leiðina
sjálf fremur en að hlíta nokkuru handa-