Ísafold - 12.09.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.09.1900, Blaðsíða 3
 223 hófs fyrirkomulagi, sem tíðast er. Hjúum sínum var hún sem móðir, innileg og viðkvæm bæði til orða og verka, sískemtileg, glaðlynd og við- feldin. Við bágstadda var hún göf- uglynd, góðsöm og nákvæm. Hún var kjarkmikil og dáðmikil alla ævi; en aldrei mun þó jafnvel hafa sést, hvað mikið var í bana varið, sem í hinum langvinnu kvölum, er þjáðu hana síð- asta árið og einkum síðustu mánuð- ina 2. þá reyndist hún sannnefnd hetja, óþreytandi að þolinmæði, sí og æ róleg, glöð og skemtandi. St H. Alþingriskosnirigar. Kosnir fyrir ísafjarðarsýslu 1. þ. m. Skúli Thoroddsen ritstjóri með 196 atkv. og Hannes Hafstein sýslumaður með 169 atkv. Nánari fróttir ekki þaðan. Skagfirðingar kusu 1. þ. m. þá Ólaf Briem umboðsmann á Álfgeirsvöllum og Stefán Stefáusson kennara á Möðruvöllum. Um atkvæða- fjölda ófrétt. þá var kosinn á Grund í Borgarfirði fyrir það kjördæmi 8. þ. m. Björn Björnsson búfræðingur í Gröf með 186 atkv. En þórhallur Bjarnarson lektor hlaut 167 atkv. Fleiri ekki í kjöri. Loks er það að segja af kosning- unni hér í Reykjavík í dag, að hærra hlut bar Tryggvi Gunnarsson bankastjóri með 212 atkv. Jón Jens- son yfirdómari hlaut 180 atkv. Annar þingkosningafundur i Rvík Afar-fjölsóttur fundur var haldinn í húsi Iðnaðarmanna í gærkvöldi, til þess að reka endahnútinn á undir- búningsbaráttu kosningannw. Stóri salurinn fullur og troðniogurinn langt fram í báðar forstofurnar. þingmannaefnin höfðu boðað til fundarins sameíginlega. En mikill tími gekk samt framan af fundinum í stælur milli þeirra og annara út af því, hvernig tilhögunin ætti að vera. Jóu Jensson vildi hafa sömu aðferðina eins og tíðkast á sams konar fundum í öllum löndum, lofa ræðumönnum að tala um framkomu þingmannaefnanna og stefnur þær, sem þeir eru fulltrúar fyrir í heild sinni, með því að fyrir fundinum lægi í raun og veru ekkert annað umræðuefni en þetta, hvorn þeirra tveggja, sem er í boði væru, só réttara að senda á þing. þessi tilhögun sagði hann, að hefði orðið að samning- ingum milli sín og bankastjórans. En móti því bar Tr. Gunnarsson, vildi ræða hvert mál út af fyrir síg, og að fundarmenn létu að eins í Ijósi, hvernig þeir óskuðu að sá þingmaður, er kosinn yrði, tæki í hvert þeirra. Fundarstjóri, Jón Magnússon landrit- ari, reyndi að gera báðum til hæfis, óttaðist að annars mundi alt komast í uppnám, með þvf að talsverð ó- kyrð var á fundarmönnum. í st jórnarskrármálinu urðu einna mestar umræður um 61. gr. Af hálfu stjórnarbótarmauna var sýnt og sannað, að vorir helztu þingskörung- ar í eldri stjórnarbaráttunni undir forystu Jóns Bigurðssonar, þar á með- al Benid. Sveinsson, hefðu einmitt ®rð- að þá grein nákvæmlega eins og stjórn- in vill orða hana nú, í því stjórnar- skrárfrumvarpi, sem fastast hefirhaldið fram þjóðréttindakröfum vörum, frv. frá 1867. Af því gætu menn bezt séð, hver sanngirni væri í að saka þá menn um landráð, sem nú vildu orða grein- ina á þann hátt, sem fram á er farið í stjórnartilboðinu. — Stjórnarbótar- fjendur fundu breytingunni það eitt til foráttu, að það væri stjórnin, sem nií vildi koma henni á, og frá henni gæti í því máli e k k e r t annað komið en það, er þjóðinni bæri að varast. Nokkurar umræður urðu um sam- bandið milli stjórnarskrármálsirs og landhelgissölufrumvarpsins á síðasta þingi. Grein gerð fyrir því, að nán- ustu vinir hr. Vídalíns hefðu byrjað á samningum við stjórnarbótarmenn á síðasta þingi, og svo hætt þeim í miðju kafi, þeim til mikillar furðu, sem um þá samninga hefðu vitað. Að samningabyrjunin hafi verið af einlægni gerð, sæist bezt á því, að á Rangárfundinum hefðu mennirnir geng- ið að sömu skilyrðunum til samkomu- lags, sem þeir hefðu hafnað á þinginu. En svo hefði virzt, sem skýring hefði fengist á þessu, þegar stjórnarskrár- málið var nýfalhð, og baukastjórinn gerði það hr. Vídalín til geðs, aðgreiða atkvæði með landhelgisfrumvarpinu; mjög nærri lagi að minsta kosti að álykta, að þar hefði nhvort bundið annað« Bankastjórinn neitaði því gjörsamlega, að hann hefði nokkuð um þessi samningaatriði vitað, nokk- urn tíma heyrt þeirra getið, fyr en nú á fundinum, jafnvel þótt þau hefðu komið fram í einni skörulegustu þing- ræðunni í neðri deild, og jafnvel þótt jpjóðólfur gerði á þau svæsnustu og hranalegustu árásir, þá dagana, sem venð var að semja. Töluverðar umræður urðu og út af því, hvernig bankastjórinn vildi hjálpa landbúnaðinum. þar sem stjórnarbótarflokkurinn vildi styðja þá atvinnugrein fyrst og fremst með því, að gera honum kost á nægum pen- ingum og útvega Iandinu stjórn, sem byndist fyrir nauðsynjamálum bænda, væri meðal annars á varðbergi að út- vega sölumarkað, hve nær sem þess væri þörf, þá vildi bankastjórinn aft- ur á móti styðja landbúnaðinn með þvi að leggja gjöld á sjávarútveginu og færa niður kaup sjómanna. Auð- vitað vildi bankastjórinn og hans stuðn- ingsmenn færa ýms rök önnur að því, að hann væri mesti sjómannavinur. Grein sú, er bankastjórinn gerði fyrir fylgi sínu við smjörlíkistollinn, var annars í meira lagi kátleg. Fyrst hefði hann verið á móti honum, en flutt hann inn á þing á móti sann- færing sinni fyrir kjósendur sína. Svo hefði komið kapp í sig á þÍDginu, af því að þingmenn hefðu hlegið að sér fyrir þetta mál, og út úr því hefði hann farið að sannfærast um, að mál- ið væri gott. En nú væri hann aftur kominn á sína upprunalegu skoðun, að smjörlíkistollur sé til ills. — Sýni- lega þótti fundinum þær skýringar skemtilegar. Síra Lárus Halldórsson hefir heið- urinn af því, að hafa á þessum fundi haldið hranalegustu ræðuna, sem menn minnast að hafa heyrt í þessum bæ. Bersýnilega taldi hann sig með öllu upp úr því vaxinn, að nota nokkura röksemd — engin setning önnur en frekjulegasta stóryrðaglamur, sem lík- ast var eitthvað geggjuðum manni. Tíðarfar. mjög óhagstætt um þessar mundir, sí- feld votviðri. Mikið úti af heyjum víð- ast hér um suöurland. Dáinn hér í bænum 29. f. mán. ungur efnismaður, Samúel Richter verzlunarm., sonur þeirra hjóna Samú- els Richters verzlunarstjóra í Stykkis- hólmi og konu hans frú Soffíu (f. Thorsteinsson), 19 ára að aldri; dó úr lungnatæring. Kosningin í Reyk,jayík Kosningin fóreins og þeir allir hafa hálf-búist við, se,m ekki hafa því sterkari trú á þjóð vorri. Kjördæmið fékk ekki reist rönd við Vídalíns- valdinu og bankavaldinu sameinuðu. Hver einasti málsmetandi maður í kjördæminu að kalla má, nær því undantekningarlaust allir þeir menn, er alþýða manna lætur á einhvern hátt bindast fyrir málum sínum og trúir öðrum fremur til þess að ráða sér heiit, voru eindregmr fylgismenn Jóns Jenssonar, eins og síðar mun verða gerð nátiari grein fyrtr. Og ekki verður sagt að þeir hafi legið á liði sínu. Jafn-vandlega hefir líklega aldrei verið að kosningum unnið hér á landi. Svo rík var meðvitundin um, að verjast yrði af alefli hinum afar- óskammfeilnu aðförum a£ hálfu banka- stjóraliðsins. Og aldrei hafa jafn- margir menn tjáð sig fylgismsnn nokk- urs þingmannsefnis eins og þeir, sem afdráttarlaust sögðu rétt á undan kosningardegi, að þeir mundu greiða Jóni Jenssyni atkvæði sitt. En þrátt fyrir þetta varð ekki reist rönd við peningavalds-samsteypunni. Vafasamt er, hvort þjóð vor fær annan lærdóm athugaverðari en þenn- an í þessum sögulega mánuði. Vendetta. Eftir Arc.hibald Clavering Gunter. þetta loforð nVesturheimsmannsins vitskerta«, — það kalla þeir hann — hvetur skipverja svo, að þeir gera alt, sem í þeirra valdi stendur, og um sólarupprás morguninn eftir sést dauf, blá rák úti í sjóndeildarhringnum. Skipstjóri segir, að það sé Korsíka. En þegar fram á daginn líður, verð- ur blæjalogn og létta fleyið hættir að færast úr stað, heidur vaggar sér að eins á spegilsléttum vatnsfletinum; en brennandi miðjarðarhafssólin skín á hvít seglin, er slást í ráDar, og blá- leita röndin úti í sjóndeildarhringnum verður ekki vitund breiðari. Barnes hefir ekki um annað hugs- að alla nóttina en það eitt, að halda við fjörinu og hugrekkinu hjá skip- verjum, svo snekkjan hægi aldrei á sér um fram það, sem ekki verður hjá komist. En nú er ekki til neins að vera að hvetja þá leugur, og hann fer að hugsa um það með hryllingi, hvar lenda muni með alla þá ógæfu, er yfir þeim vofir, sem honum þykir vænst um. Ætli þeim takist að myrða bróður Enidar í vend&ttu-landinu? Hvernig ætli, að þá færi fyrir systur hans? Barnes veit, hvað hún er hugrökk og mikilhuguð; hún er 6kki svo skapi farin, að hún raundi horfa á það að bróðir hennar væri myrtuu, án þess að gera alt, sem í hennar valdi stæði til þess að bjarga honum — ef til vill kynni hún að deya með honum eða fyrir hann.----þau skyldu nú drepa hana ! þegar honum kemur þetta til hug- ar, verður hann náfölur í framau og titringur kemur á hann allan. »Ef eg fengi nú aldrei að sjá hana framar!« segir hann við sjálfan sig. »Gæti eg nú lifað án hennar?« Barnes fleygir sér andvarpandi nið- ur á þilfarið, starir blóðstoknum aug- um á bláu röndina í fjarska og hrópar: Ó, guð miun góður, gefðu okkur byr, svo við komum nógu snemma til Kor- síku!« IV. kafli Kor sí ku-brúð kaup Tuttusrastl of* fyrsti kapítuli. Átthagar vendettunnar »Hér er þá land »Korsíku-bræðranna« ogþarna úti er víst eyan Monte Christó? Hér er eg þá mitt í rómanaveröldinni!« segir frk. Anstruther, í sama bili og Danella hjálpar henni á land í Bastia. »Hafið þið vendettu hér á hverjum degi, hr. greifi?« iiJá, við höfum hana til sælgætis á eftir morgunmatnum«, svarar hann og hlær glaðlega ; en svo minnist hann þess í sömu andránni að hann þarf ofur- lítið að víkja sér frá. Og Mússó fer og nær í boðberann frá ritsíma-skrif- stofunni; hanD er að koma út með símrit í hendinni. Þrifin oíí dugleg stútlka getur fengið vetrarvist frá 1. okt. Gefi sig fram sem fyrst. Ritstj. vísar á. Harmóníum og Guitarspil kennir Guðrún Blöndal, Lindar- götu nr. 23. f Fyrir hina innilegu hluttekningu, er svo margir nær og fjær sýndu okkur í banalegu og við jarðarför Ástmundar sál. sonar okk- ar, vottum við hérmeð hjartans þakklæti. Eyrarbakka 25. ágúst. 1900. Astr. Guðmundsd. Guðm. Guðmundss. Uppboðsauglýsiii£. Laugardaginn 15. þ. mán. kl. 11 f. h. verður haldið opinbert uppboð á nýjum hval, spiki og rengi á Kalkofns- lóðinni hér í bæ. Rsykjavík 12. sept. 1900. Bjöm Guðmundsson. Tvö herbergi (stofa og svefnher- bergi) með húsbúnaði óskast frá 1. október. Ritsíj. vísar á. Skýrsia yfir Norðmannas a 'm skotin. Ágóði af tombólu í Rvík kr. 1000 00 — — —samsöngíRv.— 187 75 Leikfélag Reykjavíkur . — 52 50 Iðnaðarmannafélag Rv. . — 100 00 Félag skipstjóraog stýrim. við Faxaflóa . . — 50 00 Skósmiðsnemafél. »Lukku- vonin« Ryík ... — 12 00 Frá ýmsum í Reykjavík — 128 40 — Framfarafél. Seltirninga— 25 00 — Kvenfél. í Hafnarfirði — 25 00 — Söngfél. í Útekálasókn — 28 28 — ýmsum á Álftanesi . — 16 00 — ---- á Akranesi . — 41 67 — ----í Vestmanney.— 220 65 — bónda á Vatnsleysustr.— 3 00 — — í Mosfellssveit . — 5 00 — — í Rangárvallasýslu— 5 00 — J. Gunnlaugss.Reykjan.— 5 00 — Hvammsprestakalli í Mýrasýjslu...............— 23 29 — sýslum. S. þórðarsyni — 20 00 — ýmsum í Olfushreppi — 42 10 — agent Kr. Jónasars. — 5 00 — ýmsum úr Siglufirði — 32 00 — ýmsum í Borgarnesi og Borgarhreppi ... — 22 00 Samskot af Kjalarnesi ... 9 60 Frá lestrarfélagi Kjalnesinga . 16 40 — Bjarna Guðmundssyni í Bóndahól.................»50 -r burðargjald og auglýs. — 21 58 Alls kr. 2076 14 Fyrir hönd samskotanefndarinnar í Bergen, sem eg hefi sent ofangreindar upphæðir, til útbýtingar meðal hinna bágstöddu og munaðarlausu, vil eg flytja gefendunum og öllum þeim, er studdu að því, að samskotin urðu svo sómasamleg, innilegasta þakklæti. Reykjavík í septbrm. 1900. Guðm. Ólsen.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.