Ísafold - 15.09.1900, Side 1

Ísafold - 15.09.1900, Side 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i vikn. Verð krg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/* doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. TJppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Auxturstrœti 8. XXYII. árg. Reykjavík laugardaginn 15. sept. 1900. 57. blað. I. 0. 0. F. 829219. Forngripasafnið opið md,, mvd. og ld. 11—12.' Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md.. mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Kosnin gasvikin. Afar-margbreytilegt hugleiðingaefni er kosningin, sem fram fór hér í bænumá miSvikudaginn. Og ein ekki ómerkasta hliðin á henni er s v i k i n. Gersamlega óhjákvæmilegt er það, að menn bindist samtökum um jafn-mikils- varðandi mál eins og alþingiskosningar eru. Þau eru jafn-sjálfsögð þar, til þess að koma því fram er maður hyggur rétt vera, eins og i ö 11 u m efnum öðrum, sem alþýða manna á að taka þátt í. Og þau eru aðallega fólgin í því tvennu: að gera ráðstafanir til þess, að kanna lið sitt fyrir fram, og a ð hafa áhrif á hugi kjósendanna í þá átt, er maður hyggur að verði þjóðinni fyrir beztu. Hver maður, sem kemur til annars í slíkum erindagjörðum og ekki beitir neinum óheiðarlegum ráðum, er ekki að eins að reka lögmætt erindi, heldur á hann og sérstaka siðferðislega heimting á, að honum sé svarað af einlægni, vegna þess, að hann er þá að fást við eitt af alvarlegustu málum þjóðarinnar. Hann á vitaskuld enga heimting á, að honum só svarað neinu; hver maður á fylsta rétt á að halda leyndu atkvæði sínu, þangað til á kjörfund er komið, ef hann vill það. En svari kjósandi nokk- uru á annað borð, er það annaðhvort sprottið af stöku hugsunarleysi eða »korti a samvizkusemi, ef hann hefir nokkura blekking í frainmi, fyrr eða síðar. Þetta er svo auðsær sannleikur, að allir kannast við hann að sjálfsögðu. Og engin ástæða er til að efast um, að allur þorri manna hagi sér samkvæmt honum, þegar ekkert óvenjulega er á- statt. En nú fór svo einkennilega hér á miðvikudaginn, að undir 90 kjósendur sem raðgert höfðu og heitið að koma á kjörfund og greiða Jóni Jenssyni at- kvæði, svikust um það; þar af kusu 34 Tr. Gunnarson, en hinir sátu heima að forfallalausu oða gerðu sór fyrirsláttar- arerindi burt frá heimilinu til að hylja svikin. Nú kunna menn að segja, að kjós- endur geti skift skoðunum. Þó að þeir hafi einhvern tíma ráðgert og heitið að kjósa eitthvert þingsmannsefni, þá geti þeir eftir á hafa sannfærst um, að þetta hefði verið rangt af sér og þar af leið- andi ekki efnt það. Þetta getur auðvitað við borið. En langdrengilegast er þá að láta sinna- skiftin uppi við þann, er maður befir áður heitið fylgi sínu, eða flokk hans. Hór í Reykjavík getur alls ekki verið slíkum sannfæringaskiftum til að dreifa. Allur þorri þeirra manna, sem brugð- ust Jóni Jenssyni, ítrekuðu heit sín um fylgi við hann sumpart næsta daginn á undan kjördegi, sumpart um morg- uninn áður en kjörþingið rar háð. Engum manni getur til hugar komið, að þeir hafi skift um stjórnmálasannfær- ing frá þeim tíma og þangað til þeir greiddu atkvæði. Einhverjir verða raunar sjálfsagt til þess að reyna að telja mönnum trú .um, að fundurinn, sem haldinn var kvöldinu fyrir kjörþingið, hafi haft áhrif á kjós- endur í þá átt, sem hór er um að ræða. En það nær alls ekki nokkurri átt. Vór segjum það ekki að eins fyrir þá sök, að ö 11 rök, sem fram komu á fundin- um, hefðu átt að styðja sannfæringu þeirra manna, sem höfðu ætlað sér að kjósa Jón Jensson. Vór gerum sem só ekki ráð fyrir, að í því efni verði ísa- fold talin óhlutdrægur dómari. Heldur staðhæfum vór þetta aðallega vegna þess, að enginn maður, sem talinn er i málsmetandi manna röð í þessu bæj- arfélagi, hvorki af alþyðumönnum nó öðrum, enginn maður, sem ekki er ann- aðhvort stórkostlega háður peningavald- inu eða í flokki hinna lítilsigldustu borgara bæjarins fyrir sakir skorts á mentun eða andlegri atgervi, hefir brugðist Jóni Jenssyni. Ef röksemdir á fundinum hefðu getað breytt sannfær- ing 'manna, er með öllu óhugsandi, að ekki hefði e i n h v e r af hinum efna- lega sjálfstæðari og betur mentuðu kjós- endum orðið fyrir þeim áhrifum. En þótt leitað sé með logandi ljósi, þá finst enginn slíkur í hóp kjörsvikar- anna. Það leynir sér því ekki, að hór er um alveg óvenjuleg óheilindi, óvenjulegt fals að tefla. Mennirnir tjá sig standa við frjálslega unnin heit sín, þótt al- ráðnir séu að rjúfa þau eða sóu þegar búnir að heita öðrum að rjúfa þau. í þessu máli, sem menn hafa sérstaka á- stæðu til að fara með hreint og beint og falslaust, þar sem við getur legið heill lands og lýðs, þar er beitt miklu meiri óeinlægni en annars tíðkast manna á meðal. Þar er beitt lúalegri sviksemi og hún síðan kórónuð með falsi. Hverjum manni er sýnilegt, að hór hefir tekið i taumana ríkt, siðspillandi vald, sem menn eiga ekki að jafnaði við að berjast. Guðsþjónustu flytur í dómkirkjunni á morgun síra Friðrik Hallgrímsson frá Útskálum. Stýrimannaskólinn. Umsóknir um forstöðumannsembættið við stýrimannaskólann í Reykjavík eiga að vera komnar til landshöfðingja fyrir 15. oktbr. þ. á. Þjóðólfur °g Vesturheimsferðirnar. Hátt lætur í þjóðólfi út úr Vestur- heims-flutningunum; hlífir hann þar jafnlítt klerkum sem kotungum. Klerk- arnir hafa rækilega borið af sér ámæli þjóðólfs; en alþýðan síður, sem mest kemur af því, að þjóðólfi er ekki svar- andi. Hann skammar oss alþýðumennina ekki fyrir það, að við »agiterum« fyrir Vesturheimsflutningum. Nei, þær 8kammir dynja auðvitað á agentunum sjálfum — og það að maklegleikum— og svo ef einhverir koraa kynnisferð að vestan; helzt hafi þeir lært guð- fræði, hefir hann ótrú á þeim sem föð- urlandsvinuir. »Reynslan er sannleik- ur«, stendur þar. það sem hann því finnur okkur til foráttu er að vér skul- um láta ginnast af fortölum þeirra og flytja vestur. En einum vesturfarapostula gleymir hann alveg, nfl. sjálfum sér. þar ætti að sannast máltækið: »hver er sjálfum sér næstur«, þ. e. hann ætti að sjá, h v a ð hann e r sjálfur að gera. þjóð- ólfur hefir þann sið, að brigzla þeim, sem til Ameríku fara, um lati og rækt- arleysi til ættjarðar sinnar. þetta sárnar þeim, sem n e y ð i n rekur í burtu héðan. En vond orð hafa jafn- an vond áhrif, og þessi ummæli hans hafa því auðvitað þau áhrif, að hvetja menn enn meir til vesturfara. Eg er þess fullviss, að fjöldi þeirra, sem vestur flytja, elska ættjörðu sína engu minna en þjóðólfsritstjórinn. það sem veldur því, að fólk flytur af landi burt alment, er hvorki leti eða skort- ur á ættjarðarást, heldur það, að næga atvinnu vantar f landinu, og sú at- vinna, sem er til, er alment illa borg- uð, af því að peninga vantar svo til- fiunanlega, og hjúin eru upp úr því vaxin, að vinna fyrir ekki neitt. Yfir hásumartímann hafa víst allir eitthvað að vinna, sem unnið geta; en svo kemur haustið, veturinn og vorið, er fjöldi manna hefir litla sem enga atvinnu. En eins og eg hefi áður bent á, þarf peninga-aukning að mun inn í landið; með öðru er ómögulegt að bæta úr þessu; peningarnir einir geta opn- að oss íslendingum sjálfum auðsupp- sprattur þær, sem útlendingar eru nú eiuir um að miklu leyti. En á móti þessu berst þjóðólfur af sínum litla mætti. En fátt er svo máttlaust og marklaust, ef ilt er, að ekki fái það nokkuru áorkað. Með þessu móti er hann þannig skaðlegur Vesturheims- agent, og mikið má það vera, ef Can- adastjórn sér ekki svo sóma sinn, að þægjast honum eitthvað fyrir. Nei, þjóðólfsritstjórinn ætti ekki að hafa þessa ófögru aðferð við áminn- ingar sínar; það er alt annað, að rugga sér í ritstjórastólnum og semja snotr- ar og vel orðaðar(!!!) greinar í vída- línska málgagnið, yfirskygður af auði yfirdómarans sáluga, en að berjast fyrir lífinu sem bláfátækur erfiðis- maður í þessu árferði; og eftir öllu og öllu að dæma, sem eg get dregið út úr stóryrðum ritstjórans um Ameríku- fara, gæti eg bezt trúað því, að hefði hanD verið fátækur sjómaður eða ann- ar erfiðismaður nú hér við Faxaflóa, aðhannhefðiþáorðiðfyrsturtil að gerast ensk-íslenzkur tröllafiskimaður eða launaður agent af Canadastjórn; því þeir, sem harðast dæma aðra, standa ætíð tæpastir sjálfir. En nú ætlar Tryggvi sem fulltrúi Reykvíkinga að kippa öllu í rétt horf á næsta þingi, útvega sveitabændun- um nóga vinnumenn með því að búa svo um hnútana, að það megi til að færa niður kaup skipstjóra og há- seta. . Yfir höfuð að tala má bæði þjóð- ólfur, Tryggvi og alt vídalínska auð- valdið vi|a það, að heldur tækjum við fátæklingarnir það til bragðs, aðflytja oss burt af okkar kæru fósturjörð, — svo leyfi eg mér að kalla ísland, þótt eg sé ekki vinur þjóðólfs, — en að verða hér ánauðugir þrælar Vídalíns- valdsins. Canadastjórn kaupa þeir ekki til að hætta við fólksútflutuinga; hún sæti við sinn keip, þó »búi« kæmi hlaup- andi og segðist skyldi »sjá henni borg- ið«(!) fyrir greiðann. En fátæklingar hafa ekki mikið að segja í augum auð- kýfinganna; þar eru þeir núll, — nema atkvæði þeirra, ef mikið liggur á. Eg umgengst daglega fátæka alþýðu og veit og heyri hvað fram fer í heim- kynnum hennar, af því að eg er sjálfur Pátækur alþýðumaður. Framfarir mannfélagsins. Ágrip af >Social Evolution. eftir Ben. Kidd. XII. þrátt fyrir það, hve þjóðirnar hafa runnið saman í Norðurálfunni — og þó enn meira í Vesturheimi —, svo að upphaflegu þjóðflokkaeinkennin hafa að sumu leyti horfið, sér þeirra enn nokkurn vott. Nokkurn mun, og hann mikilsverðan, má t. d. sjá á keltnesku og tevtónsku þjóðunum. Lítill vafi getur á því leikið, að Kelta beri að telja gáfaðan þjóðflokk. Af þremur helztu löndunum í vestur- hluta Norðurálfunnar er að h'kindum mest af Keltum á Frakklandi, og í augum alveg óhlutdrægra manna eru mikil líkindi fyrir því, að Frakkareigi sæti skör hærra en nokkur önnur vestrænu þjóðanna, að því er snertir nokkura vitsmunaeiginleika. Áhrifin af vitsmunum Frakka koma fram í allri vestrænu menningunni, hvar- vetna í stjórnmálunum, í nær því öll- um greinum listanna og á sérhverju sviði hinnar æðri djúphyggju. En jafn-framt virðast tevtónsku þjóðirnar hafa nokkura aðra eiginleika en vitsmunina í ríkara mæli en Frakk- ar hafa þá, eiginleika, sem auðsætt er að meira er um vert, þegar um það er að ræða, að bera hærra hlut í Úfsbaráttunni. Um miðja 18. öld höfðu Frakkarog Englendingar háð eina af hinum merki- legustu ófriðardeilum, er sögur fara af, og bundið enda á hana. Um allan hinn mentaða heim höfðu menn feng-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.