Ísafold - 06.10.1900, Side 2

Ísafold - 06.10.1900, Side 2
246 verði þá ekki kominn á höfuðið — sem sannaat að segja er það langlík- lega8ta, eftir því sem nú horfir. Og það væri fjarri öllum sanni að halda því fram, að mentunarleysið aé hið e i n a, sem stendur oss fyrir þrif- um. »þorskurinn og ýsan hafa frá alda öðli heimsótt þetta land, en þau eru svo mislynd, að þau koma stund- um hér og stundum þar, en ef þau koma ekki beint heim til fólksins, þá sveltur það«, segir höf. Ekki stafar þetta, nú orðið, af þekkingarleysi. Is- lendingar kunna allvel til þilskipa- veiða nú orðið. En fyrir p e n i n g a- 1 e y s i verða menn að svelta hér og þar við sjóinn, þegar þorskurinn og ýsan reynast »mislynd«. Sama má segja um aðra atvinnuvegi hérálandi: þó að vér höfum eða hefðum þekking- una, þá lendir alt í flagi, meðan vér höfum ekki önnur skilyrði, sem eru jafn-óhjákvæmileg eins og þekkingin sjálf. Krafan verður því að vera tvöföld: Auknar framlögur til alþýðumentun- ar, en jafnframt aukið það færi, sem almenningur hefir á því að bjarga sér og standast það, sem af honum er heimtað. Vert er að geta þess, ritgjörðinni til maklegs lofs, hve eindregið höf. tekur í strenginn að því er trú og guðsótta snertir. Hann væntir sér einskis af mentuninni fyrir þrif þjóðarinnar, svo framarlega sem hún verði guðsóttan- um fráhverf. Slíkar raddir heyrast nú sjaldan hér á landi frá öðrum en prest- unum. Og því meira ber á því, þegar hún kemur frá einum af lærðustu, gáf- uðustu og atkvæðamestu mönnunum veraldlegrar stéttar, eins og Páll amt- maður Briem óneitanlega er. 1 næstu köflum ritgjörðar sinnar ætlar höf. að skýra frá þjóðskólamál- um í nokkurum öðrum löndum og því næst íhuga, »hvernig skuli koma fyrir fræðslu barna og unglingahér á landi, hverja fræðslu megi heimta af heimil- um, hvað eðlilega eigi að fela barna- skólum og loks hvernig eigi að haga uppfræðslu ungmennanna*. |>rjár aðrar ritgjörðir, langar, eru í þessum árgangi »Lögfræðings«. »Huudr- aðatal á jörðum«, og »Dagsverk til prests« eftir útgefandann og »Dómstól- ar og réttarfar« eftir Klemens Jónsson, og er mikið á þeim öllum að græða, þó að þær séu ekki gjörðar hér að frekara umræðuefni rúmsins vegna. En fslenzkunni á Lögfræðingi er alt af nokkuð ábótavant. Einkum eru miklar misfellur á henni hjá Kl. J. Efnið í ritinu er svo veigamikið og þarft, að það á það skilið, að búning- urinn sé vandaður, eða að minsta kosti stóilýtalaus; en það er hann ekki á greinum Kl. J. Frá kjó'rfundimum. Rangárvallasýsla klofnaði að miklu leyti í tvent um kjörfylgi. Eyfelling- ar og Fljótshlíðingar fylgdu nær allir þeim síra Eggert og Tómasi á Bark- arstöðum, eða réttara sagt Sighvati gamla, er hafði eggjað þá mjög til framgöngu undir sínu gamla merki, benedizkunni, og þeir síra Kjartan prófastur. þeirri skák kjördæmisins fylgdi og hér um bil hálfur Austur- Landeyjahreppur. Vesturhrepparnir 4, að Eystri-Rangá, voru aftur nær und- antekningarlaust á bandi með þeim sýslumanni og f>órði í Hala; meiri hluti Útlandeyinga kaus þórð og þriðj- ungur þeirra hér um bil sýslumann. Hvolhreppingar kusu skrítilega: sýslu- mann og síra Eggert — sinn mann- inn úr hvorum flokki; töluverður hluti þess hrepps liggur undir staðinn (Breiðabólsstað). Sýslumaður tjáði sig á fundinum eindreginn stjórnarbótarraann, og þórð- ur lýsti því yfir, að bann vildi leggja fram alla sína krafta til að leiða stjórnarbótarmálið farsællega til lykta á næsta þingi. Tómas á Barkarstöð- um reyndi að gæða kjósendum á ó- notum í garð embættismanna, en varð lítið úr fyrir honum. Síra Egg- ert spakur og stiltur í þetta sinn. Úr flokki meðmælenda talaði Eyólfur í Hvammi langbezt og greinilegast — með stjórnarbótinni —, og með þeim krafti og fylgi, að þingheimi fanst mikið um. Fór kjörfundur yfir höfuð vel fram, umræður stillilegar og á- heyrendur spakir og rólegir — ólíkt því sem verið hefir sumstaðar annar- staðar. Og ekki voru það nema ör- fáir kjósendur að tiltölu, er kusu sinn mann úr hvorum flokki. |>annig er Ísaíold skrifað af fund- inum. Skarlatssóttin °g barnaskólinn. f>á er farsótt gengur og varnir eru settar, getur lögreglustjóri, ef læknir fer fram á það, skipað að loka skuli skólum (lög nr. 2, 31. jan. 1896). f>essu lagaboði hefir verið beitt hér í bænum, barnaskólahaldinu frestað fyrst um sinn til loka þessa mánaðar. Eg hefi orðið þess var, að sumum bæjarbúum er illa við þessa ráðstöfun, og læt því bréf mitt til bæjarfógeta koma hér fyrir almenningssjónir óbreytt, en set aftan við athugasemdir til frekari skýringar. Bréfið er ritað 17. september. »Eins og yður er kunnugt, velborni herra bæjarfógeti, hefir skarlatssótt gert vart við sig hér í bænum síðan snemma í maímánuði. Hefir vörnum verið haldið uppi gegn veikinni samkv. lögum nr. 2, 31. jan. 1896. í maímánuði tók 1 manneskja1 þessa sótt; í júní 6, í júlí 18, í ágúst 9 og f september (1.—17.) 52. Er svo að sjá, sem umferð veikinnar sé fremur í rén- un, en engar líkur til þess að hún sé á enda.3 í ýmsum öðrum löndum, t. d. Bret- landi, er skarlatssóttin heimalin, hverf- ur þaðan aldrei úr landi. þar ber mest á henni á haustin, í október og nóvember, en úr því líður miður nóv- ember fer hún að jafnaði að þverra og lætur minst til sín taka á miðjum vetri. f>að er því ekki ólíklegt, að tak- ast muni að bæla sóttina niður til fulls hér í bænum á .komanda vetri, svo framarlega sem öllum þeim vörn- um verður haldið uppi, er bingað til hefir veríð beitt. Auðvitað getur þó vel farið svo, að veikin verði út kuln- uð fyrir þann tíma. því hefir verið veitt eftirtekt í öðr- um löndum, að barnaskólar auka að stórum mun útbreiðslu þessarar sótt- ar. f>ar sem sóttin er á ferð, léttir henni af að miklum mun, ef barna- skólum er lokað. Sóttin er þess eðl- is, að hún legst einkum á börn. Af sjúklingunum hór í bæ hafa 15 verið á aldrinum 1—6 ára, 17 á aldrinum 6—14 ára og 7 14 ára og þar yfir. Ennfremur er það eðli sóttarinnar, að hún er mjög misþung. Sumir verða fárveikir, aðrir að eins lítið eitt lasn- ir, en allir hættulegir fyrir þá, sem þeir umgangast. Ef barnaskóli er haldinn þar, sem skarlatssótt gengur, þá er ekki unt að búa svo um, að það geti ekki borið við, að börn með væga skarlatssótt komi í skólann, en eitt barn g e t u r borið veikina á f jölda annarra barna í skólanum á einum degi4. Ef barnaskólinn hér Reykja- vík verður opnaður í haust áður en skarlatssóttin er um garð gengin, þá er mjög hætt við því, að sóttin magn- ist svo í bænum, að hún verði lítt viðráðanleg og ryðji sér vegi héðan yf- ir alt landið. Eins ognú stendur, er sóttin vel viðráðanleg. Hún hefir að vísu borist héðau í tvö önnur héruð, en verið heft þarö. Að því leyti sem mér er kunnugt um útbreiðslu sóttar- innar nú út um land, þá verð eg að álíta, að allar líkur séu fyrir því, að takast muui hvarvetua að kæfa hana niður án mikillar frekari útbreiðslu, svo framt sem hún ekki gerist almenn hér í höfuðstaðnum. Ef barnaskólinn er opnaður, þá er mjög hætt við því, að sóttin verði hér almenn. Ef skóla- haldinu er frestað, þar til er sóttin er um garð gengin, þá eru allar líkur til þess, að hún muni ekki 1 Reykjavík ná meiri útbreiðslu hér eftir en hing- að til og að vonum deyja út, þá er fram á vetur líður'1. Samkvæmt þessu tel eg skyldu mfna, að fara þess á leit, samkv. 10. gr. í fyrnefndum lögum, að þér, herra bæj- arfógeti, sjáið um að kenslunni í barnaskólanum verði frestað fyrst um sinn. það er að vísu kunnugt, að sóttin hefir hingað til yfirleitt verið væg. Hér í bæ hefir hún orðið einum tveim börnum að bana. þ>a.ð er eitt eðli þessarar sóttar, að hún er mjög mis- þung. Stundum leiðir hún til dauða 30 eða fleiri af hverjum 100 börnum, sem sýkjast, en stundum aftur ekki meir en 2 eða 3 af hverju hundraði. Á Englandi hefir skarlatssótt á síðari árum yfirleitt verið fremur væg, en þaðan mun hún vera komin hingað á land. Sökum þessa er rétt líklegt, að margir muni telja strangar sóttvarn- arráðstafanir óþarfar. Eg tel því vert að láta þess getið, að engin trygging er fyrir því, að sóttio verði væg til enda. f>að hefir stundum átt sérstað í öðrum löndum, að væg og meinlítil umferð veikinuar hefir alt í einu breyzt í þunga plágu«. G. Björnsson. 1. Hér ekki talin stnlkan frá Möðrn- völlum sbr. ísafold i vor 2. 7 urðu sjúklingarnir alls í septem- bermánuði. 3. E-essa dagana bafa 2 sjúklingar bæzt við. 4. í>að er augljóst, að hættan er þeim mun meiri, því stærri sem skólinn er f>að hefir ekki verið meinað hér í bænum að fáum börnum sé kent saman; einungis höfð gát á því, að ekkert þeirra sé af sóttar- heimili. 5. Heyrst hefir, að sóttin sé aftur kom- in upp i Arnessýslu — var þar, á Húsa- tóttum, i sumar; — en ekki er mér kunn- ugt um, hversu mikil hrögð eru að því. 6. Það er öllum auðsætt, að i bænum er margfalt örðugra en til sveita að verja næmri sótt veg af einu keimili á annað. Hins vegar er sveitunum mikil hætta búin af farsóttum, er í kaupstöðunum ganga. I kaupstöðnm er því þörf á öflugum sótt- vörnum. Það er ströng ráðstöfun, að loka skóla, jafnstórum og barnaskólinn er hér í bæn- um, þó ekki sé um langan tíma að ræða; bæjarfógeti leitaði álits bæjarstjórnarinnar; i samráði við bana tók hann tillögu mína til greina, bæði vegna bæjarins og líka vegna landsins í heild sinni. — Sóttvarnir eru ekki gamanleikur og ekki hægðarleik- ur, og oft ekki vinsælar. Enginn gerir svo öllum líki. Það eru gömui orð, að heil- brigðir þurfi ekki læknis við. Þessi orð telja flestir sönn enn í dag; og þó ern þan fjarri sanni, því að ekkert starf læknis er þarfara en það, að verja heilbrigða menn sjúkdómum. Fyrsta boðorð læknisfræðinn- ar nú á dögum er það, að koma í veg fyr- ir að menn verði sjúkir; annað boðorð, að lækna þá, er ekki tekst að verja. Hér á landi er enn, sem komið er, hlegið að flestnm aðalfyrirmælum heilbrigðisfræð- innar. G. B. Skagafirði 25. sept. Það slys vildi til í þ, mán. hjá Rögn- valdi bónda Björnssyni í Réttarholti, að hann misti alla töðuna sina — hún brann öll í nýrri hlöðu og hlaðan með. Heyskapur annars i betra lagi og nýting góð. Afli litill i firðinum allan siðari hluta sumars. Heilsufar gott. Verzlun erfið og skuldir mjög miklar.. Þær eru niðurdrep. Menn verða að hafa kjark og vit til að »sniða sér stakk eftir vexti«. Afmælisminning. Skrifað er norðan úr Skagafirði til ísa- foldar nýlega: »Hinn 2. júli þ. á. var á Sauðárkróki haldið 25 ára afmæli L. Popps-verzlunar. Forstjóri verzlunarinnar, kaupmaður Krist- ján Popp, bauð fyrir hönd móður sinnar, er nýkomin var ffá Kaupmannahöfn, ásamt 2 dætrum hennar, meira en 50 manns til hátíðarhalds þessa — voru þar saman komn- ir flestir heldri menn sýslunnar. Kl. 6 siðd. settust gestirnir að borðum, og var veitt hið kappsamiegasta, eftir þeim skör- ungsskap og rausn, er því fólki er lagin og alkunn er hér um slóðir. Undir borð- um voru ræður haldnar fyrir minni verzl- nnarinnar og stofnanda hennar, kaupm. Lúðvígs sál. Popp, ekkjufrúr Popp, hins núveranda stjórnánda hennar kaupmanns Kristjáns Popp og sonar hans Louis Popp sem tilvonandi eftirmanns hans. Ennfrem- ur var mælt fyrir minni fósturjarðarinnar og kvenna. Eftir að borð voru upp tekin, skipaði yngra fólkið sér til dansleika, en hinir eldri til samræðna., og skemtu menn sér hið bezta, þar til sól rann, enda skorti eigi á þann fagnað, er geðið mátti hressa. En það sem sérstaklega ber að geta, er hin höfðinglega gjöf ekkjufrúr Popp. Fátæk- lingum á Sauðárkrók, Hofsós og í grend- inni gaf hún sem sé 500 kr. við þetta tæki- færi. Aður hafði hún, ásamt manni sín- um, er hún var búsett á Sauðárkrók, gefið fátæklingum þar stórgjafir fyrir allar há- tíðir og oft endranær. í silfurbrúðkaupi sinu gáfu þau hjón Sauðárkrókskirkju, er þá var í smiðum og í fjárþröng, 200 kr. Eftir að ekkjufrú Popp hafði flutt sig til Kaupmannahafnar, sendi liún sömu kirkju mjög vandaða altaristöfln, er kostað hefir of fjár. Sauðárkróknr mun lengi bera minjar þeirra hjóna, og flestar framfarir,. er þar hafa orðið, standa að einhverju leyti í 8ambandi við Lúðvig sál. Popp. Heimili þeirra hjóna var ætíð hið gestrisnasta, og • sannur sólskinsblettur i heiði«. Sauðár- krókur og sýslan öll hafði þvi mikið mist,. er þau urðu að sjá á bak þeim hjónum; en. það bætir nokkuð úr skaðanum, að hinn núverandi forstöðumaður verzlunarinnar, kaupm. Kristján Popp, er einnig hinn nýt- asti og hezti drengur, sem fetað hefir trú- lega í spor föður sins — befir hann gjörst hvatamaður að mörgum þarflegum fyrir- tækjum, þar á meðal komið skagfirzkum fiski í miklu hærra verð og álit en áður, og varið til þess ærnu fé. Vér Skagfirð- ingar þökknm ekkjufrú Popp alt starf þeirra hjóna vor á meðal, og óskum henni og öll- um hennar hvers kyns gæfu og hiessunar. Vér munum lengi geyma þau hjón i kærri endurminningu. Skagfirðingur. Manndrápsveðrið 20. sept. Meira manntjón og skemdir. Vestur í Arnarfirði hefir orðið voða- manntjón þann minnisstæða dag. Druknað 17 menn þar, af róðr- arbátum — 15 úr Selárdalnum á 3 bátum, og 2 úr Fífustaðadal, af 4. bát- um; bjargað hinum af þeim bát. Ekkjur 9 eftir og sjálfsagt fjöldi barna. Greinilegar ekki af því frétt enn. þilskipið, sem fórst á leið frá Siglu- firði til Akureyrar í þessu sama veðri og getið var um daginn, hét »Kóri« og var skipshöfn 5 menn, en ekki 10, eins og skrifað var fyrst frá Akureyri, — alt ungir menn ókvæntir. Skipið var í vöruskiftaferð og fórst utarlega á Eyjafirði.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.