Ísafold - 06.10.1900, Page 3

Ísafold - 06.10.1900, Page 3
247 Nótabát, setn lá við akkeri í Hrís- ey, sleit upp og rak á land, en 1 mað- urinn druknaði : Páll nokkur »Rang- vellingur*. Tvær kirkjur fuku í Svarfaðardal, á Urðum og Upsum — brotnuðu ger- samlega, en hin þriðja, á Völlum, stór- 8kemdist: klofnaðí. |>inghÚ8Íð í Saurbæ í Eyjafirði fauk og brotnaði í spón. Tveir bæir fuku í Skagafirði: Reyk- ir á Reykjaströnd (nema baðstofan) og Hólkot. Sömuleiðis fauk brúin á Jökulsánni í Vesturdal, og brotnaði öll. J>rjú skip rak upp í fjöru á höfninni á ísafirði (Pollinum) og skemdust 2 að mun : fiskiskútan Anne Sophie, eign Filipps Arnasonar skipstjóra, — misti undan sér kjölinn og brotnaði nokkuð að öðru leyti; og gufuskipið Solid, eign A. Asgeirssons-verzlunar, er brotn- aði í fjörunni og fyltist að mestu af sjó, nýkomið af Súgandafirði með 300 skpd. af þurrum fiski; hafði hvorugt verið votrygt, en ekki vonlaust um, að skaðinn kynni að fást bættur hjá eigendum eða útgerðarmönnum annars gufuskips, er Saga heitir og olli slys- um á Solid, með því að það festi skrúfuna í akkerisstrenginn frá Solid — var að færa sig til á höfninni, frá bryggju, sem það lá við. Rak bæði skipin upp í fjöruna, en Saga náðist út aftur óskemd. Enn sleit skip upp á Patreksfirði, gufuskipið Nora, er var að sækja fisk þarigað, til P. J. Thorsteinssons-verzl- unar, og brotnaði frá því stýríð og spaðar af skrúfunni; var óskorið úr, hvort raeta skyldi strand eða eigi. Kaupfar frá ísafirði, galías Mars, er lagt var út þaðan 2 dögum fyrir veðrið með fiskfarm frá kaupmanni L. A. Snorrasyni, hrepti aftökin miklu úti fyrir Onundarfirði og rifnuðu á því seglin, en brandaukaráin brotnaði að mun. |>að sneri aftur til Isafjarðar til að fá metnar skemdirnar og til við- gerðar. Vár skaðinn metinn 1000 kr. Farmur að mestu óskemdur. Skarlatssóttin sögð farin að dreifa sér út um Ar- nessýslu. Hún gerði þar vart við sig á einum bæ snemma í sumar, H.úsa- tóttum á Skeiðum. Bærinn var sótt- kvíaður að undirlagi héraðslæknisins, en aldrei kvað hann hafa þar komið i sumar, fyr né síðar, og eftirlitið þá líklega slælegt. Nú hefir hún gert vart við sig nýlega í Hruna, og mun hafa verið eitthvað átt við að sótt- kvía þar. En svo er haft eftir lækni, að hún muni vera þar á fleiri bæjum í þeim hreppi, en hann ekki látinn vita af, og ókunnugt um, hvort hann hefir gert nokkura gangskör að eftir- grenslan um það. Landlæknir hefir og líklegasc ekki mikið við að ýta und- ir bann til þess; hann skírir sjálfsagt sóttina »rauða hunda« óséða, eins og hann gerði hér í vor, þegar hún gekk í Lónakoti og á Hliðsnesi. Engu lík- ara en það sé nokkurs konar gaman- leikur, hvort stemdir eru eftir mætti stigir fyrir sóttinni eða ekki. Hér í bænum hefir hún ekki láúð á sér bera víðar en áður 2—3 vikurn- ar síðustu, þar til nú fyrir 2—3 dög- um, er hún gerði vart við sig í einu húsi enn. Virðist að öðru leyti í greinilegri rénun. f Svo er að heyra, sem ekki hafi hún færst neitt út um Hafnirnar, heldur hafi lánast þar að einangra hana i kotmu, þar sem hún gerði vart við sig í sumar, Vívatsbæ, endakvað hér- aðslæknir hafa haft mjög nákvæma og röksamlega sóttgæzlu í því bygðar- lagi í sumar. Upp ura slg kemur afturhaldsmálgagnið frá í gær, eða ritstjóri þess, að hann hafi ekki vitað fyr en eítir kjörfund, að það er alþingi, en ekki kjörstjórnin, sem dæma á um kjörgengi þingmanna. f>að hefir einhver frætt hann um það eftir á. Áður var hann búinn að semja og prenta í málgagni sínu vís- indalega ritgerð um ókjörgengi keppi- nautar síns, Sigurðar búfræðings, og kosta upp á sendiferð eftir blaðinu til að dreifa því út á kjörfundinum og koma því til leiðar, að þar yrðu hafin mótmæli móti kjörgengi hans, sem leiddu til þesB, að kjörstjómin vísaði honum frá; það var síðasta dreng- skaparbragðið hans til að bregða fæti fyrir hættulegan keppinaut. En svo hefir kjörstjórnin sjálfsagt frætt hann um, að dómur um kjörgengi yrði ekki upp kveðinn á því þingi, kjörfundin- um, og sér hann þá, að hér er til einskis barist, þagnar á öllum mót- mælunum og gerir sínu liði viðvart um að hefja ekki máls á því atriði, Og þetta — þ e 11 a senda Árnes- ingar á þing! Láta óhlucvanda beimsk- ingja fleka sig til þess. . _______ ,f Landsskjalasafnið er nú haft opið til afnota almenn- ingi, frá byrjun þ. mán. f>að er á efsta lofti alþingishússins, þar sem Forngripasafnið var áður. Skjalavörð- ur er dr. Jón f>orkelsson yngri. Safn- ið skiftist í þessar 16 deildir: 1. Skjalasafn höfuðsmanna, stiftamt- manna og landshöfðingja; 2. Skjala- Sftfn stiftsyfirvaMa; 3. Skjalasafn amt- manns sunnan og vestan, og amt- manns norðan og austan; 4. Skjala- söfn hinna fornu biskupsstóla og bisk- upsdæmisins, ásamt skjalasöfnum pró fastsdæma, kirkna og prestakalla; ö. Skjalasafn landsyfirdóms og hins forna yfirréttar og lögþingisr-éttar; 6. Skjala- safn landlækuis; 7. Skjalasafn landfó- geta; 8. Skjalasafn endurskoðanda um- boðsvaldsins; 9. Skjalasafn alþingis; 10. Skjalasöfn syslumanna og bæjarfó- geca; 11. Skjalasöfn héraðslækna; 12. Skjalasöfn umboðsmanna; 13. Skjala- söfn hreppstjóra; 14. Skjalasöfn hrepps- nefnda; 15. Skjalasöfn sáttanefnda; 16. Skjalasöfn bólusetjara. Að svo komnu segir skjalavörður þó vanta feykilega mikið úr öllum sýsl- um af kirknasöfnum (4. tl.), ekkert komið úr heilum landsfjórðungum; sömuleiðis í sýslnasöfnin (10. tl.), t. d. ekkert komið úr þessum sýslum: Mýra- og Borgarfjarðar, Snæfellsness og Hnappadals, Isafjarðar, Húnavatns og Suðurmúla. Svo er fyrirmælt í Reglugjörð Landsskjalasafnsins, dags. 10. ágúst þ. á.,að »þeir, sem nú hafa framangreind söfn til geymslu, víðsvegar úti um land, skuli skyldir að annast um, að þau skjöl og bækur hvers safns, sem eldri eru en 30 ára, verði send til Landsskjalasafnsins. f>ó skal eigi senda úr skjalasöfnunum skjöl, sem heyra til málum yngri en 30 ára, eða bækur, er eitthvað er í yngra en 30 ára, nema landshöfðingi úrskurði svo, og ennfremur þarf eigi að senda í Landsskjalasafnið bækur og skjöl úr skjalasöfnum þeim, er talin eruíþess- ari grein, þótt eldri sé en 30 ára, ef fengið er leyfi landBhöfðingja. Með skjalasendingum og bóka til Lands- skjalasafnsins skal jafnan fylgja ná- kvæm Bkrá tvírituð yfir skjölin og bæk- urnar, og skal annað eintakið geymt í Landsskjalasafninu, en á hitt ritar landsskjalavörður viðurkenning um móttöku skjala og bóka, og skal það eintak svo geymt í safni því, er í hlut á. |>ess skal gætt, að kostnaðurinn verði eigi óhæfilega hár, og skal því senda skjölin og bækurnar með strand- skipunum, 6f þe88 er kostur. Kostnað við sendinguna skal endurgjalda hlut- aðeiganda úr landssjóði, eftir reikningi, er landshöfðingi úrskurðar«. »Eigi skal ljá einstökum mönnum nein skjöl út úr safninu. En heimilt er skjalaverði að ljá skjöl úr safninu til afnota á öðrum jafntryggum stað í Reykjavík. Engin skjöl má ljá til út- lendra safna eða út fyrir Reykjavík, nema með leyfi landshöfðingja, en skylt er skjalaverði að veita embætt- ismönnum, sýslunarmönnum, hrepps- nefndum og öðrum, er eiga heimili annarstaðar en í Reykjavík, staðfestar afskrifcir af eða úr skjölum eða em- bættisbókum í skjalasafninu, ef þair beiðast þess og ætla má, að þeim eða öðrum sé slíkt nauðsynlegt, enda komi skjalaverði sanngjörn þóknun fyrir. Ef afskriftin er nauðsynleg vegna embætt- is, sýslunar, kirkju, fátækramála, eða hana ssal á annan hátt nota í þarfir hins opiubera, þá skal þóknun þessi greiðast af landssjóði, að öðrum kostí skal hún greidd af þeim, sem biður um afskriftina«. Hvalveiðar Norðmanna. |>eir höfðu hætt hvalveiðum laust fyrir miðjan f. mán., hvalveiðamenn- irnir á Vesturfjörðum, H. Ellefsen á Sólbakka í Onundarfirði og Lauritz Berg á Framnesi í Dýrafirði. Hafði Ellefsen aflað þetta ár 205 hvali á 5 hvalveiðabáta, en Berg 162 á 4. Prestskosning fór fram í Vatnsfirði 12. f. mán., að viðstöddum 26 kjósendum, sem var meiri hluti á skrá. þar af hlaut síra Páll próf. Ólafsson á Prestsbakka 22 atkv., en síra Sigurður próf. Jensson í Flatey hin 4. Póstgufnskip Ceres kom í fyrra dag snemma hingað norðan um land og vestan, með fjölda farþega, eitthvað á 2. hundrað, mest kaupafólk og skólapilta; ennfremur héraðslækni Davík Sch. Thorsteinsson í Stykkishólmi og Lárus H. Bjarnason sýsiumann með lík konu sinnar til greftrunar hér, o. fl. Skoplega tilraun gerði Vídalínsmálgagnið í gær til að þvo af húsbændum sínum það, sem á þá hefir slezt í sumar fyrir íhlutun þeirra um fjárkaup þeirra Parkers & Frasers hér. |>að á að vera ný »upp- fundning«, er geri auðveldara að flytja kjöt alveg óskemt frá Argentínu til Englands, sem glænýtt væri. En sú »uppfundning« hrífur svo sem ekki, eft- ir sannfæring málgagnsins, á skipum milli íslands og Englands, þótt góðsé og örugg á leiðinni milli Argentínu og Englands! Og hvorki bera þeir Park- er d Fraser né Zöllner neitt þess hátt- ar fyrir í sumar, þegar þeir (P. & Fr.) bVikust um að efna loforð sín um fjár- kaup hér og þeim lá hvað mest á að afsaka sig á einbvern hátt, sem nokk- urt vit væri í. Vendetta. Eftir Arcliibald Clavering Gunter. Nú er stundin komin. Hann fer inn í húsið og segir við Tómassó: »f>að er bezt, að þú berir farangur húsbónda þíns inn í herbergið, sem honum er ætlað«. Karlinn fer þangað inn með ferða- pokann með stöfunum G. A., ásamt öðru dóti Anstruthers — pokann, sem greifinn hafði jafnan haft svo nákvæm- ar gætur á. Meðan Tómassó er að koma öðrum munum Anstruthers fyrir í herberg- inu, tekur Danella pokann til þess að láta hann upp á borð, og missir hann niður á gólfið, óvart, að þvf er virðist. Pokinn er gamall og stutt í honum, ólarnar springa utan af honum og það, sem í honum er, fer út um alt gólf. »En sá klaufi eg er !« segir greifinn. »Hjálpaðu mér, Tómassó, að tína þetta dót upp«. Tómassó lýtur niður til þess að gera það, en óðara en hann er búinn að taka upp svo sem tvo — þrjá hluti, rek- ur hann upp óp og starir með skelf- ingarsvip á það, sem hann heldur á. Hann sprettur upp, sýnir Danellu það og segir : Hvernig í ósköpunum víkur þessu við, greifi?« »f>að get eg ekki sagt þér, fyr en eg er sjálfur búinn að lesa þetta«, svarar grcifinn og rennir augunum yfir bréf, sem hann hefir tekið upp úr pokanum. »Guð minn góður — getur þetta ver- ið?« »Haldið þér, að þetta só hugsanlegt?« segir Tómassó stamandi. »Bíddu við!« ■ Standið þér við loforð yðar, greifi!« »Bíddu við!« • Standið þér við það, sem þér lof- uðuð mér í nafni hinnar helgu meyjar?« segir Korsíkumaðurinn másandi. »Eg svík aldrei loforð mín«, svarar greifinn. »Eg gerði einu sinni þann samning við þig, gamli maður, að þeg- ar eg kæmist að því--------« »Að þér skylduð segja mér nafnið á banamanni fóstursonar míns — eg sé það á andlitinu á yður, að þér vitið það nú«. »Ekki í kvöld! f>að væri alt of voðalegt!* »Nú — á þessari stund — eða þér skuluð sjálfur týna lífinu!« tautar karlinn með ógnunar-tilburðum. »Hlustaðu þá á!« segir greifinn og fer að leggja út í lágum hljóðum á korsíku bréfið, sem hann hefir tekið upp úr pokanum. Svo tekur hann ýrnsa aðra muni og læturþáhjá hlutum, sem hann velur úr dóti Marínu. Og meðan hann er að þessu, fara augun í Tómassó gamla að verða blóðhlaup- in og eldur brennur úr þeim, eins og úr augunum á víghundi, þegar hann sér veiðina fram undan sér. En báðar ungu konurnar sátu niðri í súlnagöngunum, horfðu á löngu skugg- ana, sem fjöllin vörpuðu yfir hvítu Gravona-strendurnar í tunglsljósinu, og ræddu saman í hálfum hljóðum um þennan gæfudag. Enid lítur yfir þetta útsýni, sem ber á sér blæinn af suðurlanda-rómantík, hugsar um þetta hátíðahald, sem vak- ið hefir hjá þeim endurminningar um lénsmannatímabilið með allri sinni miðaldaviðhöfn og segir lágt: »í kvöld finst mér næstum því vafi leika á því, að nokkurt England sé til. Mér finst það vera svo afarlangt burtu«. *í kvöld munum við óska þess, að við komumst þangað sem fyrst«, segir Marína, og ótti er í röddinni. »Bið þú drottinn, Enid, bið hann þess, að eg þurfi ekki að vera lengur hér heima hjá mér, bið þú fyrir hamingju bróður þfns, bið þess, að eg þurfi ekki að tefja hér«. Enid lítur á hana undrunaraugum ; en í sama bili kemur greifinn út í súlnagöngin, náfölur, og segir, með titrandi rödd, án þess hann ætlist til þeHs, ekki af reiði, heldur afmeinfýsi: tMadame Anstruther, nú eru her- bergin yðar loksins komin í lag — húsbúnaðurinn er frá París og er hverri brúður samboðinn. Herbergin eru vinstra arminum*. Marína lítur ofan eftir trjágöngun- um og segir við sjálfa sig: »Maður

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.