Ísafold - 10.10.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.10.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 '/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYII. úrg. Reykjavík miðvikudaginn 10. okt. 1900. 63. blað. 1. 0. 0. F. 8210128'/, 11 Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11—12! Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. bvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis taunlækniug i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Breytinjrar á kosningarlögunum. I. »Eimreiðin« flutti í vor langan fyr- irlestur eftir Pál amtmann Briem iDm kosningar«. f>ar er farið fram á afarmikilsverðar breytingar á kosning- arlögunum, þær er ná skal greina: 1. Fjölgun kjörstaða, svo að þeir verði að minsta kosti einn 1 hverjum hreppi. 2. Leynileg atkvæðagreiðsla. 3. Kjördæmaskiftingin falli burt og landið verði eitt kjördæmi. 4. Hver kjósandi kjósi að eins einn fulltrúa, velji bann úr öllum þing- mannaefnum, er gert hafa kost á sér á landinu. 5. Atkvæði hvers fulltrúa á þingi hafi gildi eftir þeim atkvæðafjölda, er hann hefir fengið við kosninguna. 6. Atkvæðin, sem þau þingmanns- efni hafa fengið, er ekki hafa náð kosningu, teljast þeim flokki til gildis, er hlutaðeigandi þingmannsefni hefir tilheyrt. 7. Deyi flokksmaður á þingi milli þinga, kemur annar flokksmaður í hans stað, sá er fengið hefir atkvæða- magn við síðustu kosningar næst þeim, er kosning hafa hlotið. 8. Gangi þingmaður úr flokki sínum, verður hann að víkja af þingi, og ann- ar flokksmaður kemur í hans stað, á sama hátt sem þingmaður hefði látist. Gagngerðari breytingar á kosningar- lögunum en þetta er naumast unt að hugsa sér í einni svipan. Og lítil von er til þess, að þjóðin felli sig við all- ar þessar breytingar í einu. Enda skal þess þegar getið, að naumast er ástæða til þeirra allra enn sem komið er, að því er vér fáum bezt séð. En víst er um það, að þau tvö breytingaratriðin, sem fyrst eru talin hér að framan, eru orðin óumflýjanleg lífsnauðsyn fyrir þjóð vora. Sjálfsagt hefir þjóð vor þegar beðið stórtjón af því að hafa ekki nema einn kjörstað i hverju kjördæmi. Ekkert hefir stuðlaö betur að því, að gera menn hirðulausa um landsmál, en sú meðvitund, að alt of miklum örðug- leikum sé bundið fyrir þá að komast á kjörfund. Kjörstaðafæðin hefir alið hjá fjölda manna þá skoðun, að kosn- ingar til alþingis komi þeim í raun og veru ekkert við. Og hirðuleysinu hef- ir vanþekkingin eðlilega orðið samfara. Af henni stafa aftur þeir megnu örð- ugleikar, sem á því eru að fá allmik- inn hluta þjóðarinnar til aðmyndasér nokkura rökstudda Bkoðun um helztu nauðsynjamál hennar, en varast að hlaupa eftir staðlausum blekkingum hinna og annara skjalara, sem eru að afvegaleiða hana. Meðan alt það hirðuleysi og öll sú vanþekking á sér stað, eru framfarir þjóðar vorrar vit- anlega bygðar á kviksyndi og ekki nokkurt viðlit að gera sér hugmynd um það fyrir fram, hvort það muni verða ofan á hjá henni, sem er til nið- urdreps, eða hitt, sem er til blessunar fyrir land og lýð. En þrátt fyrir örðugleikana hefir nú óneitanlega tekist að vekja nokkurn á- buga hjá þjóðinni á landsmálum, sjálf- sagt miklu meiri en hann hefir nokk- uru sinni áður verið. Og þá verða annmarkarnir á kjörstaðafæðinni á- þreifanlegri en áður. Meðan áhuginn var nauðalítill, lá ekki beinlínis í aug- um uppi, að hér væri um mikið mein að ræða. Með umhugsun gátu menn gert sér grein fyrir því, að kjörstaða- fæðinhlyti að hafa ill áhrif á þjóðina. En sannanirnar voru þá ekki jafn-ber- sýnilegar fyrir því, að hér væri um hróplega rangsleitni að ræða. Eftir þessar kosningar, sem nú eru ný-afstaðnar, eru þær sannanir fengn- ar, svo skýrar og ákveðnar, sem nokk- urum manni gæti til hugar komið að ætlast til að fá þær. jpegar 8—9 tugir manna í e i n u kjördæmi eru ferðbúnir á kjörfund, og sumir þeirra áður búnir að fara 4—5 klukkustunda ferð landveg áleiðis, en verða svo að setjast aftur, af því að þeim er ekki með nokkuru móti unt að komast, þá ætti að vera nokkurn veginn fullsannað, að sú löggjöf er ó- hafandi, sem hefir kyrsett mennina — hefir gert þá svo háða veðrinu, að þeim er þess gersamlega varnað að neyta kosningarróttar síns, og það áður en veturinn er genginn í garð. Svipaðar fréttir eru úr öðrum kjör- dæmum. Til dæmis að taka sezt aft- ur að kalla má hver kjósandi í heilli stórri sveit í Árnessýslu, ef ekki fyrir þ^ð að mönnum var ókleift að komast á kjörfund, jafn-langt og þeir áttu á hann, þá að minsta kosti fyrir það, hve miklum örðugleikum það langa ferðalag var bundið. Á öðru eins landi og þessu, þar sem vegalengdirnar eru jafn-miklar og jafn-ógreitt er yfirferðar, er kjörstaða- fæðin beinlínis óhafandi. Ekki ætti annað #ið koma til nokkurra mála en að bæta úr þessum mikla annmarka, áður en þjóðin gengur til kosninga næst. Og eins og kosningarnar ný-afstöðnu hafa hlotið að færa hverjum hugsandi manni á landinu heim sanninn um það, að kjörstöðunum verður að fjölga, eins ættu þær ekki síður að hafa gert mönnum Ijósa þörfina á leynilegri at- kvæðagreiðslu. Fáist ekki þeirri breyting framgengt, er frelsi þjóðarinnar sýnilega beinn voði búinn. |>á verður það að meira eða minna leyti til ónýtis, að áhugi þjóðarinnar á nauðsynjamál- um hennar fari vaxandi. þ>á verð- ur það að meira eða minna leyti til ó- nýtis, að skilningur hennar og þekk- ing aukist á því, sem henni er fyrir beztu. Með þeirri kesningaraðferð, sem nú er í lögum, fær hún samtekki reist rönd við þeim öflum, sem þegar eru farin að taka í taumana til þess að hnekkja velferð hennar. Embættisvaldið hefir á sumumstöð- um þegar orðið ofjarl lýðsins. Óþarf- ar eru áþreifanlegri saunanir fyrir því en þær, að meðal þeirra sýslumanna, sem nú hafa verið kosnir á þing, eru menn, sem vitanlega hefðu ekki með nokkuru móti getað náð kosningu, ef þeir hefðu ekkiverið sýslumenn, menn, sem hvorki njóta virðingar né ást- sældar hjá sýslubúum sínum, menn, sem ekki þykir ósamboðið virðingu sinni að ausa yfir kjósendur glæfraleg- ustu ósannindum á fjölsóttustu mann- fundum, menn, sem eingöngu eiga kosningu sína því að þakka, að þeir hafa getað skotið lítilsigldri alþýðu Bkelk í bringu. Og þá hefir bankavaldið, í sambandi við annað, hálfútlent peningavald ekki orðið 8Íður ofjarl lýðsins á sínum stöð- um. Hve ósleitilega það hefir beitt sér, hve miklum örðugleikum hefir verið bundið fyrir skulduga menn að standa við sannfæring sína andspænis því og hve miklar freistingar það hef- ir lagt fyrir lítilsiglda og sannfæring- arlitla kjósendur, — það vita þeir bezt, sem kunnugastir eru. Ef enginn hefði þurft að standa sér voldugri mönnum reikningskap á at- kvæði sínu í haust og þorað að láta samvizku sína og sannfæring eina ráða, þá hefði kosningin sumstaðar á- reiðanlega farið annan veg en raun hefir á orðið. Og það er sann- arlega ein af einföldustu, sanngjörn- ustu og sjálfsögðustu kröfunum, sem nokkur maður getur borið fram fyrir þjóðarinnar hönd, að þær tryggingar séu í lög leiddar, sem unt er að fá gegn því að kjósendur séu kúgaðir til að greiða atkvæði gegn vilja sínum. Og aðaltryggingin gegn því er sú, að atkvæðagreiðslan sé leynileg. Ganga má að því vísu, að þeir, sem telja sér hag við að halda núgildandi kostningaraðferð óbreyttri, eins og öðru, sem stendur þjóð vorri fyrir þrifum, muni reyDa að telja henni trú um, að það beri vitni um van- traust á henni, sé gert henni til skammar, að krefjast þess, að menn þurfi ekki að greiða abkvæði sín við þingkosningar í heyranda hljóði. Menn- irnir, sem ekki geta hugsað sér þ i n g þjóðarinnar karlmannlegra en svo, að það hljóti að svíkja velferðarmál henn- ar, hvenær sem það á kost á að semja við ráðgjafann, kinnoka sér vænt- anlega ekki við því, að telja það minkunn fyrir kjósendur, ef leitað er tryggingar fyrir því að þeir fái að vera í friði með atkvæði sín fyrir yfir- gangi embættisvaldsins og auðsins. En þar sem tápmestu stórþjóðuuum, eins og Englendingum og jpjóðverjum, hefir þótt sú breyting, sem hér er um að ræða, óhjákvæmileg réttarbót, og þær telja hana eina af beztu trygg- ingunum fyrir frelsí sínu, þá virðist ekki mikil ástæða fyrir oss íslendinga til að láta slík mótmæli mikið á oss fá. Bókmentir. Matthías Joch- umsson: Jón Ara- son. Harmsöguleiknr í fimm þáttum. ísa- fjörður (Skúli Tbor- oddsen). Fyrir hvern mun vill hið ágæta ljóð- skáld vort vera leikskáld jafnframt. En naumast getum vér öðru trúað en að það verði dómur bókmentasögunn. ar íslenzku á ókomnum tímum, að þess hafi honum verið varnað. Ljómi sá, er stendur af hans Ijóðskáldsfrægð, kann að varpa einhverjum glampa yfir leika hans í augum sumra sam- tíðarmanna hans. En mikið má það vera, ef sú birta verður endingar- góð. Ekki svo að skilja, að ekki sé ým- islegt nýtilegt í þessum nýja leÍK hans. Sérstaklega er m æ 1 s k a n mikil. Og sumstaðar er hún brein og ómenguð. Benda má á, til dæmis að taka, það sem Jón Arason segir við Helgu um köllun sína. Eða þá þessar línur, sem teknar eru úr alllöngu erindi, er Jón Arason flytur: »0g hér stend eg, hinn gamli Jón Arason frá Hólum, yzta og minsta biskupsdæmi allrar kristninnar, sá eini biskup á Norðurlöndum, sem ekki hefir kné sín beygt fyrir Belsibúl; sem einn þori að segja: n e i, þótt allir segi: já. Hér sjáið þér hinn síðasta kaþólska biskup á þessu landi, hvítan og lotinn, rægðan, dómfeldan, fyrir- dæmdan, útlægan! f>ung er konungs- reiðin; þyngri áþján og svívirðing alls þessa lands; en þyngst, óbærilegust er guðs reiði«. Að hinu leytinu verður því ekki neitað, að mælskan fer eigi allsjaldan með höf. í gönur, eins og stundum vill verða, þegar hann ribar óbundið mál. Fjórum línum fyrir neðan þess- ar setningar, sem hér hafa verið prent- aðar upp, standa þessi orð: »Gizur hvfti gegDdi mér og með honum allir hans miklu eftirmenn«. Hveraig í ó-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.