Ísafold - 10.10.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.10.1900, Blaðsíða 3
251 hér, þar sem ham), eins og áður er á vikið, kom ótilkvaddur og lét ekk- ert á sér tieyra, hvert erindið var. |>að er eins og hann hafi vonast eftir að Skaftfellingar mundu læða honum inn á þing á líkan hátt og hann heimsótti þá. En það fórst fyrir. Menn vissu, að maður sáhefðisetið á alþingi 1893 og það var nægilegt til þess að menn leituðust ekki við að koma honum inn á þingið 1901, eink- nm þar sem völ var á jafnmikilhæf- um þingmanni og sýslumanni Guðlaugi Guðmundssyni. Og þótt hann, því miður, sé gagn- stæðrar skoðunar nokkurum mönnum 1 Mýrdalnum í einu einasta máli, þá vita þeir jafnt öðrum, að Guðlaug- ur vinnur mikið gagn að öðru leyti, jafnt á þingi sem heiina 1 héraði, og hlaupa því ekki blindandi að því, að kjósa þann, er að þeirra áliti hefir litla þingmannskosti til að bera. Enda sýnir greinarómyndin í áminstu f>jóð- óífsblaði, að »X« mun eigi síður henta að ferðast sem »farandkona« og bera á milli óhróður og ósannindi um heið- virða menn en að sitja á alþingi og ræða landsmál. f>að er merkilegt að þessi góði »X« skuli ekki skammast sín fyrir að láta annað eins sjást eftir sig á prenti og það, að ýmsir hafi kosið Guðlaug sýslumann vegna þess, að þeir skuld- uðu honum og af hræðslu um að verða krafðir um skuldina að öðrum kosti, og væri rétt að gefa herra «X« kost á að sanna þetta síðar. f>að mætti auðvitað eftir sömu reglu og með sama rétti segja, að þessir átta, er kusu dr. Jón, hafi skuldað honum og því neyðst til að kjósa hann til þess að skuldin fengi að standa. En það þarf meira en meðalillgirni til að segja annað eins að ástæðulausu. f>að er enn fremur merkilegt, að herra »X« bregður Landbrytiugum, er bezt sóttu kjörfundinn, um fáfræði í lands- málum fremur öðrum fyrir þá sök, að þeir tóku sig saman um að kjósa Guð- laug sýslumann í einu hljóði, þegar það fréttist, að dr. Jón væri í flökti þar nærlendis, og til þess að reka dr. Jón af höndum sér sem algjörlega ó- þarfan í þingmenskuerindum. Hann er siðavandur, hann (dr.) »X« Landbrytingar fá ónot fyrir að sækja kjörfund og greiða þar atkvæði eft- ir ejálfstæðri skoðun sinni; en Mýr- dælingar fá skammir fyrir að koma ekki á kjörfundinn. Landbrytingar hefðu að sjálfsögðu verið látnir heita mestu stjórnmála- menn, hefðu þeir kosið dr. Jón, alveg eins og þeir Guðmundur á Hvoli og Páll á Heiði eru sagðir hinir einu af Mýrdælingum, er eigi urðu sér til stór- skammar, einungis fyrir það, að þeim varð það á, að kjósa þann, sem þeir að réttu lagi áttu ekki að kjósa. Eg get að síðustu sagt þeim það með sanni, ritstj. jþjóðólfs og dr. Jóni jborkelssyni, að Mýrdælingum stóð fremur stuggur af manni þessum sem þingmannsefni, og enn það, að þeir virða fréttaburð hans að maklegleikum og skammast sín ekkert fyrir, þótt hann fseri eiD8 og hann kom. þeir hlæja bara að einfeldni mannsins; hanu virðist hafa haldið það eitt lof- orð um kosningu, að Víkurfundurinn var mótfallinn hinni svo nefndu val- týsku. Og ef það væri nokkuð, sem Mýrdælingum líkaði alment miður við þessa síðustu alþingiskosningu, þá er það það, að þessir tveir sveitungar skyldu verða til þeBS að veita þeim manni fylgi sitt, er ræðst á saklausa menn með tilhæfulausum getsökum og óhróðri, er hver ómentaður maður mundi skammast sín fyrir að vera höfundur að. Vík 30. september 1900. þOESTBINN JÓNSSON hreppstjóri. láarmalát. Hér í bænum andaðist aðfaranótt 7. þ. mán. eftir 18 daga legu f nýrna- bólgu Sigurður Pétursson mannvirkjafræðingur, fæddur 15. sept. 1870 hér í Reykjavík, sonur Pétur Gíslasonar, bónda á Ananaustum, en bróöir Gísla Péturssonar læknis á Húsavík. Hann varð stúdent hér frá skólanum 1891, stundaði mannvírkja- fræði við fjöllistaskólann 1 Khöfn og lauk því námi á öndverðu ári 1899 með beztu einkunn. Meðan á nám- inu stóð, síðari árin, hafði hann þjónað mannvirkjafræðingsstörfum 1 Dan- ir.örku eitt eða fleiri missiri 1 forföll- um annara, og þótti takast mætavel. Námi mundi hann og hafa lokið á miklu sbemmri tíma, ef hann hefði eigi átt við að búa bæði heilsubfest og mikla fátækt. Hafði og fyrirtaks- góð meðmæli frá kennurum sínum fyrir staka alúð og áhuga við nám sitt og starf, samfara skarpleik og næmi. Hingað til lands kom hann aftur í fyrra sumar, og tók þá þingið það ráð, að nota jafn-efnilegan mann til að láta hann reyna til við það mikla og áríðandi vandaverk, að gera rannsókn um byggingarefni lands- ins og leiðbeina almenningi í húsa- gerð; veitti til þess 3000 kr. hvort ár fjárhagstímabilsins. Hann ferðað- ist lítið eitt hér innanlands í vor snemma, að kynna sér ástandið, en síðan til Danmerkur og Noregs í sumar, til undirbúnings áminstum rannsóknum. Hann kom heim aftur að áliðnu sumri og var tekinn til að rita um árangurinn af því ferðalagi handa þessu blaði, er hann tók sótt þá, sem hann leiddi til bana. Hann hafði haft brjósttæringu mörg ár, þótt eigi yrði hún banamein hans; var bötnuð hún að mestu leyti. Eftirsjá er mikil í þessum manni. Mjög mikl- ar líkur til að hann hefði orðið ætt- jörð sinni að verulegu liði fyrir sakir síns frábæra áhuga á starfi sínu og nákvæmni við það. — Kvæntur var hann fyrir 4 árum í Khöfn danskri konu, er lifir mann sinn þar, barn- laus. Jarðarför hans er ráðgerð mánudag 15. þ. mán. kl. 11£. Maður hvarf hér í bænum fimtu- dagskveldið var, 4. þ. mán., og fanst ör- endur að morgni hins 6., við eina bryggj- una, sjórekinn. Hefir sjálfsagt hrokk- ið í sjóinn í ölæði; var mjög drukkinn, er hann hvarf. Hann hét Natanael Sigurðsson, maður um þrítugt, kvænt- ur, en barnlaus, ættaður undan Eyja- fjöllum — bjó í Knútskoti fyrir fám árum. Póstgufuskipið »Laura«, kapt. Christiansen, kom hingað 8unnudagsmorguninn 7. þ. m. frá Khöfn og Skotlandi. Með því kom kaþólski presturinú Klemp, frk. Ellen Feveile frá Khöfn, og þær systur frk. Guðlaug og Kristín Arason. Prestskosning. Landmenn, í Rangárvallasýslu, hafa kosið til prests síra Ófeig Vigfús- son í Guttormshaga, með 21 atkv. af 24 á fundi. Síra Richárð Torfason fekk 2 atkv.; einn kjósandi greiddi eigi atkv. Kjósendur alls á skrá 43. Frá útlöndum. Friður og kyrð langt undan með Kínverjum enn. Nóg um róstur og hryðjuverk víðs vegar um land, þótt höfuðborgin sé á valdi hins útlenda bandaliðs. Samkomulagið ekki vel lið- ugt milli stórveldanna um meðferð málsins, afskiftin af þeim »sjúka manni«. Waldersee greifi hinn þýzki, yfirhershöfðinginn fyrirhugaði yfir bandaliðinu, ókominn enn á véttvang- inn, með því að leiðin er löng; en hann mun víst enga erindisleysu vilja eiga, og því síður húsbóndi hans, Vilhjálm- ur keisari, svo hátt sem hann hrópaði á hefndir fyrir víg sendiherra síns, v. Kettelers greifa, er sannprófað er tal- ið að framið hafi verið beint að undir- lagi keisarastjórnarinnar í Peking, af lögreglufyrirliða, en engum götuskríl. Helzt búist við löngu stappi enn við Kínverja, og ailerfiðu og kostnaðar3ömu fyrir stórvoldin. f>að er sannspurt um Kriiger Trans- vaalsforseta, að hann flýði ríki sitt fyrir nokkurum vikum og kom fram í löndum Portúgalla austur við Delagóa- flóa. í höfuðbænum þar, Lorenzo Marques. Svo kveða óvinir hans að orði. En sjálfur segist hann hafa lagt á stað með ráði og vitund meðstjórn- enda sinna áleiðis hingað í álfu í liðs- bón. Eftir kröfu hins enska konsúls þar í borginni var hann hafður þar í nokkurs konar hervörzlu um hríð og fyrirmunað alt samblendi við landa hans; en leyft síðan að fara leiðar sinnar til Norðurálfu og annað ekki. Ekki hafa Búar þó gefist upp enn, þrátt fyrir ýras óhöpp nú upp á síð- kastið. En svo líta Bretar á, sem ó- friðnum sé lokið að kalla. Nti standa þingkosningar yfir á Bretlandi. |>ótti stjórninni, er setið hefir að völdum síðan 1895, þeim Salisbury lávarði og hans félögum, þessi tími vænlegastur til þingrofs og nýrra kosninga, er Búaófriðurinn var á enda kljáður að kalla má og það með sigurhrósi; þá mundu kjósendur auðunnari til að una ríki þeirra áfram, enda er þeim kjörsigur vís talinn. Feiknaslys varð í Ameríku snemma í f. mán. Fellibylur og sjávargangur gjöreyddi þar nálega borg eina í Texas, er Galveston heitir eða hét, suður við Mexikóflóa, svo skyndilega, að milli 6 og 7 þús. manna týndu lífi. MeOal aðkomumanna her í bænum undsnfarna daga hafa þeir verið, Guðlaugur sýslumaður Guðmund8son frá Kirkjubæ, Kjartan prófastur EinarBson í Holti, síra Ólaf- ur Finnsson í Kálfholti o. fl. F j ármarkaðir hafa verið haldnir undanfarnar vik- ur auBtur um sveitir og upp um Borg- arfjörð m. m., af tveimur kaupmönn- um aðallega (eða eingöngu), J. P. T. Bryde og Ólafi Árnasyni á Stokkseyri. |>eir láta helming verðs í pening- um, en hitt í vörum. Heldur betur gefið fyrir en áður, 14—15 kr. fyrir góða sauði. Von á fjártökuskipi frá þeim Zöllnar & Vídalín hingað þá og þegar, enda hingað komið allmikið af »félagsfé« auBtan að. Gizkað er á, að þeim Vídalín sé einnig ætlað það, sem hinir haia keypt, eða sumt af því. En þeir hjálpa sjálfsagt Parker & Fraser um það aftur, svo að alt komi vel heim. Verð mun vera venju meira á sauðfé á Englandi nú, svo að kaup- endur skaðast ekki, þótt krónunni meira gefi fyrir það en undanfarið. Vendetta. Eftir Archibald Clavering Gunter. Svo rífur hún sig úr faðminum á Enid og flýtir sér inn í húsið og inn eftir langa ganginum. Enid skundar á eftir henni. En þegar brúðurin kemur að dyrunum, sem hún á að fara inn um, snýr hún sér við, eins og hún sé að banda henni frá sér. Frá ljósmaguinu iuni í brúðarherberg- inu leggur geislabaug utan um hana, þar sem hún stendur með beran, hvít- an handlegginn uppréttan, eins og til þess að reka vinkonu sína burt frá sér. »Spurðu mig ekki frekar«, segir hún. Góðar nætur aftur«. Svo skýzt hún inn og ársalurinn fellur saman á eftir henni. Greifinn horfir á með mannvonzku- brosi. »Frk. Anstruther«, segir hann, »við erum kynleg þjóð, Korsíkumennirnir«. »Já, það finst mér líka«, svarar Enid hlæjandi, en undrunarsvipur er í augum henna*. »Ó-já, þér dæmið okkur sjálísagt eftir Marínu; en Marína er brúður, og þegar svo er ástatt, eru konurnar oft dálítið undarlegar. Hvað munduð þér segja, frk. Enid, ef tunglskinið befði þau áhrif á mig, að eg færi að verða rómantískur og tjáði yður ást mína?« »Eg roundi svara á þá leið, að nú væri orðið mál að fara að sofa«. »Sjálfsagt«, tautar greifinn fyrir munni sér; hann hefirfengið það svar, sem hann bjóst við. »Ef yður þóknast, þá vísar ráðsmaðurinn minn yður á herbergin yðar; þau eru í hægra hús- arminum«. Hann hringir. »f>akk’ yðurfyrir! Góðar nætur, hr. greifi!« •Góðar nætur!« segir greifinn og hneigir sig. Svo segir hann við sjálf- an sig um leið og hún fer frá honum: »Hvernig ætli henni verði við, þegar eg býð henni góðan daginn?« jþegar Enid er á leiðinni til her- bergja sínna með þjóni Danellu, sér húu greifann sjálfan fara út í súlna- göngin og horfa löngunaraugum ofan eftir trjágöngunum. Eldur brennur úr augum hans í tunglskininu, eins og úr augunum á tigrisdýri, er situr um næturbráð sína. Á hádegi brúðkaupsdaginn fer snekkjan, sem Barnes lagði á stað á til Korsíku, fram hjá töngunum við mynnið á Ájaccio-firðinum, og enn líða tveir tímar, áður en hún legst við skipaklöppina, og hafa þó hvorki skip- stjóri né hásetar legið á liði sínu. því að þessir siggbornu, ítölsku sjó- menn, sem voru bæði fiskimenn og siglingamenn, hafa farið að finna til hálfgildings meðaumkvunar með þess- um manni, er varð órórra og órórra með hverri klukkustundunni, sem logn og andbyr hamlaði honum að komast í þessa höfn, sem hann hafði sótt svo fast að ná. þeir hafa því lagt alt kapp á að koma skútunni sínni á- fram. þrátt fyrir alla örðugleikana er Barn- es kominn inn í bermannaskálann í Ajaccio, til de Bellocs, tveim stund- um eftir hádegi á brúðkaupsdegi Mar- ínu og tveim stundum fyr en ef hann hafði tekið sér far með gufuskipi frá Marseille. De Belloc bemur honum ekki fyrir sig í fyrstu; en Barnes nefnir svo nafn sitt, og þásegir hann: Mondieu, hvað hefir yður borið að höndum, góði vinur! |>vl að Barnes er hnugg- inn á svip, andlitið er gráleitt og ó- rakað og sjávarlykt er af fötunum hans eftir sjóferðina.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.