Ísafold - 10.10.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.10.1900, Blaðsíða 2
250 sköpunum á maður að hugsa sór, að Gizur hvíti og allir hans eftirmeun hafi «gegnt« Jóni Arasyni? Annað dæmi má benda á tveim bls. framar: »Liuum ekki streng laganna, heldur herðum hann meir og meir að hálsi guðs og vorra öfundarmanna«, segir síra Björn þar. Hvernig á að herða streng laganna að hálsi guðs? Ætti hér í hlut ungur, óþektur höf- undur, mundu menn koma sér saman um að kalla annað eias og þetta ótæk- an vaðal. En af því að hér á í hlut eitt af mestu snildarskáldum þjóðar vorrar að íornu og nýju, komast menn auðvitað að orði með meiri kurteisi og hlffð. Vel hefir höf. yfirleitt tekist að ein- kenna skapferli persónanna. í raun og veru furðanlega vel, þegar þeaa er gætt, hve orðalagið er tilbreytingalítið. Flestir í leiknum hafa æði-svipaða orðgnótt til að bera, eins og Jón Ara- eon og Skuggasveinn og Sigurður í I)al og Gabríel og — Matthías Joch- umsson. En auðvitað tekur Jón Arason að jafnaði orðið af hverjum, sem hann talar við, á líkan hátt eins og leikhetjur Byrons gera, svo að það, sem aðrir eru þá látnir segja, verður lítið annað en innskot í ræður þær, sem hann flytur. Og er það ein sönnun þess, að þó að M. J. sé mik- ið skáld, þá er hann ekki leikskáld. Ekki liefir höf. heldur tekist að gera verulega hugðnæma hina miklu bar- áttu, er Jón Arason háði hér á landi. Hvorki að því er til mannanna kemur né málefnanna. Jón Arason er ótrauður, kappsamur flokksforingi með trú á sína köllun. En hann er jafnframt ribbaldalegur oflátungur, semhefi ánægju af að særa og óvirða meinlausan og lítilsigldan mótstöðumann, sem hann hefir á valdi sínu. Hann hefir jafnan smellin stór- yrði á hraðbergi til þess að æsa upp tilfinningar áhangenda sinna. En hann ei undur-fátækur að hugsunum og skilningi á málstað sinn og mót- stöðumanna sinna. Hann lætur sér skiljast, að höfðingskapur og auðmýkt sóu þeir tveir kostir, er mest megi biskup prýða; og skömmu fyrir andlát sitt tjáir hann sig hafa auðmýktina lært. Hún kemur þá fram í því, að þylja íburðarmikla lofdrápu um sjálf- an sig rétt áður en hann er af lífi tekinn. Mannsins vegna sjálfs getur mönnum naumast leikið mjög ríkur hugur á að hann vinni sigur. |>ví síður geta menn óskað, að mót- stöðumenn hans vinni sigur. Hjá þeim er um e k k e r t annað að ræða en ribbaldaskapinn og vaidfíknina, •ngan skilning á neinu, ekki einu sinni á ókostum Jóns Arasonar. Og þá verða ekki fremur málefnin, sem um er deilt, lesandanum að á- hugaefni, eins og þau koma fram f þessum leik. Hvorki verður séð að hinn forni siður né hinn nýi hafi mót- að hugi mannanna á annan hátt en þann, að vekja hjá þeim nokkuð af hleypidómum. Og að því er þjóðfrels- isatriðið snertir, verður frelsinu sjálf- sagt álíka borgið undir stjórn þessa Jóns Arasonar, sem í leiknum kemur fram, eins og undir kúgun útlendra höfðingja. En að þvf, er til formsins kemur, verður aðalgalli ntsins sjálfsagt sá, hve lítið samband er á milli samræðn- anna og athafnanna. jpað er svo sjald- an, að það, sem sagt er, hefir nokkur áhrif, verður tilefni til nokkurrar at- hafnar. Samtölin líkjast því fremur, að vera eyðufyllir milli stórræðanna. Til dæmis um þennan mikla galla má nefna síðara hlutann af öðrum þætti. f>á stendur svo á, að Jón Ara- son og hans menn eru búnir að reka mótstöðumenn sína burt af þingvelli. Svo koma rokna-ræðuhöld, sem enginn skipast við, engum er æ 11 a ð að skipast við, með því að nú eru allir á sama bandi, sem inni á leiksviðinu eru. |>egar þessar ræður hafa verið haldnar all-lengi, koma Danir aftur og skjóta á þingstaðinn; og svo er aft- ur farið að berjast. I upphafi 3. þátt- ar eru samtöl á 9 bls., sem ekki standa í neinu sambandi við þá at- burði, sem eru að gerast. Sama má segja um alla þættina að meira eða minna leyti. • En þrátt fyrir þá galla, sem eru á ritinu sem sjónleik, göngum vér að því vísu, að þjóð vorri þyki ánægja að lesa hann. Efnið er svo mikilsverður hluti úr sögu hennar, fjörió er svo mikið og tilþrifin í orðalaginu, og skáldið nýtur að maklegleikum svo mikillar ástsældar hjá öllum hér á landi, sem fögrum skáldskap unna. Um landbúnað. Eftir S i g u r 8 búfræðing Sigurðsson , frá DraflastöSum. V. Hrossaræ k t. Árið 1897 er talið að verið hafi á íslandi 42,470 hestar og er öll þessi hestaeign virt á 2,652,000 kr. Af þessu sést, að það er eigi lftil verðhæð, sem stendur í hrossum vorum. Beinar afurðir af hestaræktinni, sem koma búskap vor- um að notum, er miklu minni en af- urðir nautpeningsins. Hestarnir eru oss alveg nauðsynlegir til allra flutn- inga, og gætu verið oss til mikils létt- is við aðra vinnu, ef vér kynnum að nota þá til þess. Eftir því, sem kaupgjald vinnulýðB- ins vex, svo að bændum verður lítt kleift að gjalda hið háa kaup, þurfa þeir að litast um eftir því, hvort eigi sé hægt að nota aðrar vinnuaðferðir en nú tíðkast, sem þarfnast minna fólkshalds. Ef þetta er vel aðgætt, munu menn sjá, að með betri verk- færum getum vér notað hestaflið afar- mikið, en það er hinn ódýrasti vinnu- kraftur, sem hægt er að nota við ýms bústörf. Myndi það t. d. eigi vera nokkur ávinningur, ef vér færum að plægja jörð vora alment og sá grasfræi? Sláttuvélar og rakstrarvélar mundi vera hægt að nota miklu víðar en nú er gert. Með sláttuvél, sem tveir hestar ganga fyrir, getur einn maður slegið á móts við 6—8 karl- menn. Allvíða væri hægt að nota kerrur og heyvagna, og væri það mik- ill vinnusparnaður; en til alls þessa mætti nota hestana. Margt hefir verið flutt af hestum úr laDdinu. Árið 1897 voru flutt 933 hross til útlanda; verð þeirra var sam- tals 46,576 kr. Verð á íslenzkum hestum hefir hing- að til verið tiltölulega lágt. Enginn efi er á því, að vér mundum geta selt hesta vora miklu hærra verði er- lendis, ef vór legðum nokkura stund á kynbætur, en því miður hefir lítið verið gjört í þá átt enn. þingið hefir og eigi stutt neitt að því með fjár- veitingum. En hvað gera Norðmenn? Bíkissjóður þeirra veitti 1896 meir en 23,000 kr. til þess að balda sýningar á hestum, en til kynbóta þeirra veitti hann rúmar 27,000 kr. f>að mundi verða of langt mál, að skýra frá því, hverjum skilyrðum þessar fjárveiting- ar eru bundnar, enda er það eigi til- gangurinn með línum þessum. VI. Sauðfjárræktin hefir alt til þessa verið aðalstoð landbúnaðarins og sauðfó hefir fjölgað i landinu á síðari árum. Nú eru afurðir sauðfén- aðarins mjög að falla í verði á útlend- um markaði, og verður þá sauðfjár- ræktin eigi eins arðvænleg. Árið 1897 voru taldar á íslandi 216,600 ær œeðlömbum, og sé hver ær virt á 12 kr., verður það 2,600,000 kr. Allur annar sauðfénaður er virtur á ............ 3,015,000 — Samtals 5,615,000 kr. Af þessu er ljóst, að sauðfénaður vor er meira virði en bæði hestar og nautpeningur samanlagt. Eigi er hægt að gera sér glögga grein fyrir, hve afurðir sauðfénaðarins eru míklar um árið að öllu samtöldu, því að engar skýrslur eru um það, hve mikið lands- menn sjálfir hagnýta sér af þessum afurðum. En gjörum ráð fyrir, að öllum án- um væri fært frá, og að hver þeirra mjólkaði að meðaltali 40 potta um árið; yrði þá öll vor sauðamjólk 8,625,000 pottar. Ef hv^r pottur er virtur á 10 aura, þá er öll sauða- mjólkin samtals 862,500 kr. virði. Sama ár eru útfluttar afurðir sauð- fÓDaðar 1,611,900 kr. virði. Enda þótt sauðfjárræktin hafi nú lengi verið einn af aðalatvinnuvegum landsmanna, hefir þó mjög lítið verið gert til þess að bæta hana og alls engar almenn- ar ráðstafamr gerðar £ þá átt. í stöku héruðum, t. d. þingeyjarsýslu, hefir verið nokkuð unnið að kynbótum; en því miður hefir margar af þessum til- raunum vantað ákveðið markmið, og því eigi ávalt verið stefnt í sömu átt. |>etta hefir orðið til þess, að árang- urinn af þessum tilraunnm hefir stund- um orðið minni en vænta mætti. Nú hafa þingeyingar komið á stofn sérstöku kynbótabúi fyrír sauðfénað, og er vonandi að mönnum takist að halda því við, og láta það vinna gaga. VII. I framanrituðum línum hefi eg bent á nokkur atriði, sem mér virðist á- bótavant vera í búskap vorum. Eg er á því, að vér gætum aukið fram- leiðsluna að miklum mun, án þess að lagt væri í mikinn kostnað, ef vér færum að stunda búnaðinn með meiri a 1 ú ð, r e g 1 u og h i r ð u s e n i. fað er eigi einhlítt, að framleiða miklar búsafurðir. Máltækið segir eigi minDÍ vanda að gæta fengins fjár en afla. f>etta má vel heimfæra upp á búnaðinn. f>að stoðar eigi, að hafa t. d. mikla og góða mjólk, ef ekki er hægt annaðtveggja að nota hana alla til heimilisþarfa, eða þá að búa til úr henni smjör og osta, sem hægt er að selja fyrir viðunandi verð. f>ví miður erum vér Islendingar mjög fá- kunnandi í þessari grein. Af mjólk vorri ætti að mega búa til ágætis-' osta og smjör, ef rétt er á haldið. I nágrannalöndum vorum, Noregi og Danmörk, hafa bændur mestar tekj- ur fyrir það, sem þeir selja af smjöri og ostum. Mest hafa þó þessar tekj- ur aukist síðan farið var að stofna mjólkurbú. |>að er eigi ætlun mín, að fara að skýrafrá fyrirkomulagi þeirra; enda hefir S. Sigurðsson frá Langholti gert það greinilega í Búnaðarritinu. f>á er ýmislegt athugavert við það, hvernig vér förum með og hagnýtum oss búsafurðirnar, sem ekki væri van- þörf á að rita um. f>ó ætla eg að sneiða hjá því. Eftir þessar athuganir getur mér eigi blandast hugur ura, að búnaður vor er á mjög lágu stigi móts við ná- grannaþjóöir vorar. Umbætur þær, sem gerðarhafa ver- ið til þess að auka framleiðsluna, eru tiltölulega litlar; því þótt framfarirn- ar séu nokkurar í sumum greinum, hefir nokkurum liðum alveg verið gleymt, og það er að miklu leyti or- sök þess, hve hinar verulegu fram- farir eru litlar. f>ví ýmsar greinar búnaðaríns eru svo skyldar, að eigi er auðið neinna verulegra framfara, nema eitthvað sé gert til að bæta þær all- ar, t. d. grasrækt er ekki hægt að stunda með góðum árangri, nema á- burðurinn sé vel hirtur, og hún verð- ur því að eins arðvænleg, að bændur eigi gott búfé og að hægt sé að koma afurðum þess í verð. Sé nú það aðgætt, hve framleiðsl- an hefir lítið aukisfr á síðari árum, en verð á afurðum búnaðarins lækkað, og á hinn bóginn útgjöldin farið ár- lega vaxandi, þá er eigi að furða, þótt kvartanir heyrist um það, að þröngt sé í búi hjá bændum. Frá kjöríimdunum. >Kosningaþáttur« Með þessari yfirskrift er all-löng skammagrein um Mýrdælinga og fleiri íbúa Vestur-Skaftafellssýslu í 42. tbl. »f>jóðólfs« þ. á., bersýnilega rituð í greinju-óráði út af kosningaóförum dr. Jóns jporkelssonar 1. sept., eða í hefnd- arskyni fyrir það, að honum var hafn- að. Er grein þessi svo einkennilega illgirnisleg og full af ósannindum, að eg get ekki látið henni ómótmælt með öllu, þótt hún só reyn iar fjarri því, að vera svara verð. f>essi herra »X.« — eg hygg það vera dr. Jón f>orkelsson sjálfan, því að engin ferð varð héðan úr sýslu önn- ur en með honum um það leyti — byrjar á því, að tala um fundinn, sem haldinn var í Vík 26. ágúst og segir þar meðal annars, að samþykt hafi verið »af öllum fundarmönnum, 50 að tölu og í rit fært, að kjósa þann einn fyrir alþingismann, er væri eindregið á móti ninni svo nefndu valtýsku». f>etta eru hrein ósannindi. f>ví að í fundargjörðinni, sem eg get vel gjört þessum X til þægðar að birta í blaði, er ekkert annað »í rit fært« viðvíkj- andi stjórnarskrármálinu en þetta : »Eftir talsverðar umræðui var svo löguð tillaga samþykt í einu hljóði: Fundurmn lýsir því yfir, að hann er að öllu leyti mótfallinn breytingu á stjórnarskránni, eins og hin svo kall- aða valtýska fer fram á, en aðhyll- ist fremur að láta málið hvíla sig fyrst um siun«. Og er því auðsætt, að herra »X«. fer með ósannindi, er hann segir, að sam- þykt hafi verið að »kjósa þann einn, er væri eíndregið á móti hinni svo nefndu valtýsku«. f>að kom heldur alls ekki til tals á fundinum, hvern kjósa skyldi, ekki eitt einasta orð í þá átt, eins og dr. Jón f>orkelsson hlýtur að kannast við. f>að eru og ósannindi, er þessi hr. X. segir, að dr. Jón hafi komíð á fund- inn eftir umtali nokkurra málsmetandi manna, því að um »nokkura« getur alls ekki verið að ræða f þessu sam- \ bandi, heldur a? eins þá tvo, er hann hafði verið í einhverju makki við í Reykjavík skömmu áður, og síðar urðu á meðal þeirra á 11 a, er greiddu hon- um atkvæði á kjörfundinum. Dr. Jón f>orkelsson kom á þennan fund algjörlega ótilkvaddur og öllum á óvart, aðundanteknum þessum tveim- ur mönnum, enda lét haun þá ekkert á sér heyra, að hann hefði í hyggju að ná kosningu hér í sýslu. Og að því er eg frekast veit, datt engum manni í hug að kjósa hann og enginn fundarmanna mintist einu orði á, að sæbja kjörfund eða hann ætlaði að kjósa dr. Jón; og þarf hann því sízt að bregða mönnum um svik í þessu efni. Annars er það óskiljanlegt, hvernig dr. Jón hefir ætlað að ná kosningu

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.