Ísafold


Ísafold - 07.11.1900, Qupperneq 3

Ísafold - 07.11.1900, Qupperneq 3
271 að ekki þyki ráð ráðin þar í sveitinni (Vestur-Landeyjutn), ef hann hefir þar ekki að kornið. H. Frá kjörfundum Hann fekk 59 atkv., þingm. Barð- strendinga, sfra Sigurður próf. Jensson. Hann var einn í kjöri, með því að síra Guðm. í Gnfudal hafði hætt við að gefa sig fram; Geirdælingar og Beykhólasveitarmenn, er hann átti mest traust sitt undir, brugðust hon- um, segir þjóðv. Arnljótur prestur Ólafsson á Sauða- nesi fekk 47 atkv. hjá Norður-þingey- ingum. Kjörfundur hafður mjög nærri honum, á Svalbarði. Við hann keptu þeir bræður síra Arm Jónsson á Skútu- stöðum, er hlaut 27, og Sigurður Jóns- son á Yztafelli, sem fekk 7. Ekki greimr mikið frá skoðanamun þessara þingmannaefna allra, þótt allir muni eiga sammerkt í því, að tjá sig atjórnarbótartilboðinu andstæða. Síra Arnljótur mun vera með landshöfð- ingjavaldsaukanum, líkt og Bogi Mel- steð. Kunnugir telja litlar horfur á því, að síra Arnlj. komist á þing, þótt til þess langi. Hann er hátt á átt- ræðisaldri, og mjög gigtveikur orðinn, karlsauðurinn. Ramisóknarferðir mannvirkjafræðingsins Mannvirkjafræðingur landsins, hr. Sigurður Thoroddsen, hefir mikið ferð- ast í sumar og er uú nýkominn heim til fulls og alls fyrir veturínn. I miðjum maí fór hann, samkvæmt ályktun alþmgis, vestur í Bolungarvík, til þess að rannsaka, hvort unt sé að bæta lendingu þar með brimgarði. Niðurstaðan varð sú, að það mætti gera, en vafasamt, hvort lagt mundi verða út í þann kostnað. Reikning- um viðvíkjandi verkinu hefir hann enn ekki lokið. Af ísafirði hélt hann til Ólafsvíkur, til þess að skoða Rifsós, sem þar er í grendinni. Aður höfðu tvær ár runn- ið í ósinn og þá var þar ágæt lend- ing. En fyrir eitthvað hálfri öld breyttu báðar árnar stefnu sinni og síðan hefir ósinn orðið grynnri og grynnri. Nú hugkvæmdist mönnum, að veita mætti ánum aftur í ósinn, sérstaklega í því skyni, að hafa hann fyrir skipalægi á vetrum, og fengu mannvirkjafræðinginn til að líta á, hvort vit væri í þeirri ráðagerð. En þá vildi svo einkennilega til, að hálf- um mánuði áður en hann kom þang- að breyttu árnar sjálfar farvegi sínum og tóku að renna í ósinn. þurfti þá ekki annað en að hlaða lítilfjörleg- an garð til þess að varna því, að þær leituðu aftur í farvegu þá, er þær yfir- gáfu í vor. Frá ttlafsvík kom hann hingað suð- ur landveg. En skömmu síðar, í á- liðnum júní, fór hann austur í Vest- ur-8kaftafellssýslu út afágreiningi þar eystra um vegarstefnu. Eé hefir ver- ið veitt af landssjóði til póstleiðar milli Víkur og Steigarháls, og út af þeirri vegarlagning skiftust héraðs- menn í tvo flokka. Annar hélt fram •nyrðrileiðinni«, sem svoer nefnd, upp Víkurdal; hinum leizt betur á »syðri leiðina*, beint yfir Reynisfjall frá Vik. Erlendur Zakaríasson hafði farið aust- ur, skoðað vegarstæðin fyrirhuguðu og litist betur á nyrðri leiðina. En hér- aðsbúar vildu ekki hlíta haus dómi og fóru þess á leit við landshöfðingja, að mannvirkjafræðingurinn væri látinn skera úr deilunni. Hann varð E. Z. samdóma; syðri leiðin meðal annars brött og vegur dýr eftir henni. Að þeirri skoðun lokinni kom hann aftur til Reykjavíkur. Svo lagði hann á stað 12. júlí norð- ur og austur um land. í Hörgárdal þurfti hann að koma til þess að und- irbúa þar starf við brúarlagning, er fram átti að fara síðar á sumrinu, og hafði þar ofurlitla viðdvöl. þaðan hélt hann austur í Múlasýsl- ur, til þess að rannsaka, samkvæmt ályktun alþingis, vegarstæði milli Fjarða og Fljótsdalshéraðs, sérstak- lega hvort hentugra mundi að leggja veginn um Fjarðarheiði eða Fagradal. Hann mældi þær leiðir báðar. En ekki vill hann að svo stöddu láta uppi, hvora leiðina hann leggi til að vegurinn yrði lagður. Fjarðarheiði er brattari og snjóþyngri, en jafnframt styttri. Auk þess hafði þingið lagt svo fyr- ir, að hann skyldi skoða, hvort unt væri að bæta innsigling í Lagarfljóts- ós. En til þess vanst honum eigi tími, með því að hann varð að vera kominn aftur í Hörgárdalinn á á- kveðnum tíma. En eftir öllum þeim fregnum, sem hann fekk af ósnum, duldist honum ekki, að því að eins yrði við hann gert, að stórfé væri til hans kostað. :;| Ekki virtist honum heldur mikið á slíkri viðgjörð að græða, með því að þar fyrir ofan eru miklir tálmar á flutningum eftir fljótinu, steinboginn og Kirkjubæjarfoss, og þyrfti mikinn kostnað nýjan til að gera fyrir þeim, annaðhvort með vega- lagningum eðá flóðgáttum. Eðlilegast þótti honum, að góð akbraut yrðí lögð milli Fjarðanna og Lagarfljóts brúarinnar við EgiUstaði, og frá brúnni fari svo fram flutningar, bæði ofan eftir fljótinu að Kirkjubæjarfossi og upp eftir því. Af þeim flutningum hefði alt Héraðið gagn. Úr Múlasýslum fór hann til Akur- eyrar með Ceres í miðjum ágúst. f>á var ákveðið, að haldið skyldi áfram starfinu við Hörgárbrúarlagninguna. Aðal-verkið þar var að hlaða stöpul á eyri einni í ánni, og var þar sérstök nauðsyn á vandaðri undirstöðu, 30 staurar reknir þar niður, 8 álna lang- ir, pallur lagður þar ofan á og múr- stöpull upp af honum. Áður höfðu þrír stöplar að miklu leyti verið full- hlaðnir. En verkið sóttipt ógreiðlega í sept9inbermánuði vegna óvenjulegra rigninga og vatnavaxta. í október var því haldið áfram, en ekki tókst að lúka því, eitthvað mánaðarvinna eftir, og verður tekið til hennar svo snemma að vorinu, sem því verður við komið. Brúin er að hálfu leyti kostuð af landssjóði, en að hálfu leyti af sýslunni, og verður járnhengi-brú með líkri gerð og þjórsárbrúin og Örnólfsdalsbrúin. Járnið er komið á staðinn, og brúin verður lögð þegarer hleðslunni er lokið. Prestaskólinn. f>ar eru þennan vetur 7 nemendur. Sex í yngstu deild: Ásgeir Ásgeirson, Jón N. Johannessen, Lárus Halldórs- son, , Rögnvaldur Ölafsson, Sigurður Kristjánsson og Stefán Björnsson. Einn í miðdeild: Jón Brandsson. Og enginn í efstu deild. Læknaskólinn. |>ar er nú nemendatala meiri en verið hefir nokkuru sinni áður, sem só 18. f>ar af eru 7 í efstu (4.) deild: Andrés Féldsteð, Ingólfur Gíslason, Jónas Kristjánsson, Sigurður Pálsson, Sigurjón Jónsson, þorbjörn þórðarson og |>órður Pálsson. Tveir eru i 3. deild: Jóhannes Jóhannessofi og f>or valdur Pálsson. |>á eru þrírí 2. deild: Guðm. Bjarnason, Jón Rósenkranz og Kristján Sigurðsson. Og loks 6 í yngstu (1.) deild: Helgi Pétursson (jarðfræðingur), Hinrik Erlendsson, Jón Jónssonj (frá Herru), Mattías Einarsson, Sigurmundur Sigurðsson og Valdemar Steffensen. Strandferðaskipin öll 3, Vesta, Hólar og Skálholt, komu á sama sólarhringnum, 4.—5. þ. m., orðin nokkuð á eftir áætlun, Hólar rétta viku; höfðu (Hólar) farið vestur á Blönduós að sækja kjöt. Hólar og Skálholt fóru í morgun béð- an til Noregs. En Vesta leggur á stað til Kbafnar á föstudaginn. Mannalát- Hinn 2. f. mán. (okt.) lézt heiðurs- bóndinn Einar Hjartarson í Bolla- görðum é Seltjarnarnesi, rúmlega átt- ræð.ir. Hann var fæddur að Stein- um undir Eyjafjöllum 8. nóvbr. 1819. 5 ára gamall misti hann föður sinn, og fluttíst hann þá með móður sinni út á Eyrarbakka. |>ar var hann þar til hann var á tvftugsaldri. j>á fór hann til þórðar Sveinbjörnssons há- yfirdómara í Læknisnesi; þar var hann 7 ár og þar kvæntist hann 23. janúar 1848 Ónnu Jónsdóttur. Sitt fyrsta búskaparár bjuggu þau á Bakka, en fóru þaðan að Bollagörðum, og bjuggu þar síðan. Nú fyrir rúmu hálfu þriðja ári hóldu þau gullbrúðkaup sitt, og er fáheyrt að búa svo lengi með öðr- um eins sóma. Einar heit. átti 6 börn; 5 af þeim lifa, en 1 dó ungt. þessi 5, sem íifa, eru: Sigurður á Seli, Einar í Háholti, Guðmundur í Nesi, Guðrún, som gift er Guðmundi f>or- kelssyni frá Refsstöðum í Svartárdal, og Sofía, er á Sæmund Steindórsson frá Sandvík nú á Eyrarb. Einar heit. byrjaði búskap bláfátækur, en blómg- aðist fljótt Hann ól upp 2 barna- börn sín. Einar heitinn var einstakur sómamaður, gestrisinn, og áreiðanleg- ur í öllum viðskiftum, og heimili hans fyrirmyndar-heimili. E. Ferðamenn. Hér kom með Hólum f>orsteinn ritstj. Erlingssou frá Seyðisfirði og dvelur hér um tíma. Ennfremur hafa komið með strandskipunum meðal ann- ara R. Riis kaupm. á Borðeyri, Kr. Gíslason kaupm. á Sauðárkrók, Lárua sýslum. Bjarnason í St.hólmi —kvað ætla til Khafnar. j>á kom og heim hingað með Hólum af Austfjörðum Magnús dýral. Einarsson. Af kaupa- fólki flutti sá bátur suður hingað í þessari ferð á 4. hundrað manna. Margt manna kom og með Skálholti og nokkuð með Vestu. Gufub Oddur, sem barst á hér fyrir nokkuru á Skerjafirði, þar sem hann lá og verið var að hreinsa í honum ketilinn, ligg- ur nú í Seilunni hjá Bessastöðum og bíður frekari viðgerðar eða úrskurðar um, hvort hann eigi að gera að strandi eða ekki. Gatið á honum var bætt til bráðabirgða með sementi og tjöru m. m., svo að hann flaut yfir fjörðinn. F iskiþilskip akaup • Hr. Björn Kristjánsson kaupm. kvað hafa keypt í f. mán. 4 nýja fiski- knérri á Énglandi, handa ýmsum mönnum hér: 1 handa Th. Thorsteins- son konsúl, 1 handa j>. J. Thorodd- sen lækni í Keflavík og 7 mönnum öðrum þar í félagi, 1 handa Nicolai faktor Bjarnasen og bróður hans Carl Bjarnasen, Kristni Magnússyni skip- sjóra og f>órði Péturssyni, og loks hinfi 4. handa þeim Birni Guðmunds- syni timbursala, f>orsteini verzlm. bróður hans Guðmundssyni og Jes Zimsen verzlm. Yfirlýsing. Að gefnu tilefni lýsi eg hér með yf- ir því, að eg hefi ekki ritað fréttapist- il þann frá Isafirði, dags. 18. ágúst þ. á., er prentaður stendur í 53. tbl. ísa- foldar þ. á. Vigur 4. okt. 1900. Siifurður Stefánsson. Vendetta. Eftir Arehibald Clavering Gunter. En svo nemur hún alt í einu stað- ar, og bendir á þær dyrnar, sem ekki hafði venð gengið um enn — þær voru alveg huldar af dyratjöldunum — og segir í hálfum hljóðum: »Inn um þessar dyr er hann vænt- anlegur til að taka á móti kossum mínum. Kossum! Ha — ha — ha!« Og hún lyftir upp rýtingnum, eins og hún hafi ekki þolinmæði til að bíða eftir manninum sínum. Alt í einu hrekkur hún við, leggur við hlustirn- ar og tautar í hálfum hljóðum: •Fljótt! Eg heyri fótatakið hans«. Hún gengur áfram eitt spcr, eins og hún ætli að mæta honum, en verður völt á fótunum og fer að gráta. »Guð minn góður! Sjái eg framan í hann — þáget eg ekki drepið hann!» Og rétt á eftir segir hún í örvænting: »Eg vil ekki sjá hann koma inn fyrir dyratjöldin. Hann verður að deyja í sama bili, sem hann ætlar að fara að taka þau frá dyrunum«. Og hún nemur staðar við dyratjöld- in og eldur brennur úr augum henn- ar; rýtingnum heldur hún á lofti og er þess albúin að beita honum. •Enga meðaumkunn!« másar Tóm- assó. »f>ú hefir rótt til að svifta hann lífinu — þú bjargaðir því í Alex- andríu*. f>ar gerir Tómassó mesta axarskaft; því að orð hans vekja endurminning- ar hjá henni. »Á Egiptalandi — langt, langt héð- an — á Egiptalandi — í heita, pest- spilta sjúkrahúsinu«, tautar hún fyrir munni sér eins og í leiðslu. »Mér er sem eg sjái enn þakklætisglampann í bláu augunum hans, þegar eg þurkaði svitann af brennheitu enninu á honum — eg rak dauðann á dyr — og eign- aðist hann svo sjálfan. ÁEgiptalandi — eg bjargaði honum — og var glöð og ánægð. Eg unni honum hugástum. Guð minn góður, eg ann honum enn! Hann er maðurinn minn, sem kemur til mín — til brúður sinnar! Og eg sem ætlaði að drepa hann! Guð minn góður — fyrirgefðu mór, eg er orðin brjáluðU Hún lætur rýtinginn síga niður. Tómassó fer ekki að lítast á andlit- ið á henni, né hreyfingar hennar. Hann færir sig nær henni og segir lágt: »Mundu eftir eiðnum, Marína!« »Já, Tómassó, eg man eftir þeim eiði, sem eg hefi unnið frammi fyrir altarinu í dag: *að vera eiginkona hanslt »En eg man eftir minni vendettuk segir hann og gengur ast að henni til þess að ná af helini rýt- ingnum. Hún snýr sór að honum afar-reiðu- lega, snýr bakinu að dyratjöldunum og segir: *Farðu, Tómassó, þú, sem ætlaðir að freista mín til að fremja morð, mér til eilífrar svívirðingar og eilífra sam_ vizkukvala*. »j>íi ætlar þá ekki að drepa hannU

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.