Ísafold - 07.11.1900, Page 4

Ísafold - 07.11.1900, Page 4
272 •Drepa manninn minn? |>að geri eg aldrei!« *f>á ekal eg taka ómakið af Marínu. Bg heyri hann koma — fáðu mérrýt- inginn!« segir Tómassó lágt og ætlar að rífa vopnið út úr höndunum á henni. Bn Marína æpir einbeittlega: »Færðu þig frá — annars drep eg þig! Hann er maðurinn minn! Eg skal verja hann, Tómassó, fyrir þér, fyrir öllum heiminum, afstýra því, að eiðurinn, sem eg hefi sjálf unnið, verði honum að nokkru rneini*. Og hún heldur rýtingnum á lofti og er þess albúin að leggja gamla þjóninn sinn í gegn með honum. Hún hallast ofurlítið aftur á bak í þýða, mjúka tunglsljósinu; með ann- ari hendinni heldur hún í fellingarnar á rauðu dyratjöldunum og með hinni heldur hún glampandi rýtingnum hátt upp yfir höfuð sér, og hvorki örvænt- ingin né hugrekkið leynir sér. Or- væntingin kemur af því, að hún veit, að hvort sem Anstruther týnir nú líf- inu eóa ekki, þá er hann dauður fyrir hana þetta kvöid og hugrekkið kemur fram í því, að hún vill leggja líf sitt í sölurnar fyrir hann, ef þess gerist þörf. Tómassó hugsar sig um. Ekkifyrír þá sök, að hann óttist dauðann, held- ur vegna þess að haDn vill ekki deyja, fyr en hlutverki hans sé lokið, og hann veit, að ekki er hættulaust að koma nærri fögru líkneskjunni fyrir framan hann, sem er hreyfingarlaus og róleg eins og höggormurinn, þegar hann lyftir upp hausnum til að bíta. En þá kemur honum snjallræði til hugar. »Of seint!« segir hann í hálfum hljóð- um. »Hann er kominn! Sko!« Og hann bendir aftur fyrir hana. Marína snýr við höfðinu til þess að fá að sjá mann sinn, þótt ekki sé nema allra snöggvast. Bn í sama bili flýgur Tómassó á hana. Hann rífur af henni rýtinginn í einu vet- fangi, dregur hana að ofurlitlum legu- bekk, sem nærri þeim er, tekur um hálsinn á henni með annari hendinDÍ og tautar másandi. »Svikakvendið þitt!« I hinni hendinni hefir hann rýtinginn og ætlar að leggja honum * brjóst Anstruther jafnskjótt og hann kæmi inn fyrir dyratjöldin: því að Tómassó v-.it, að eigi þessi ungi og sterki Englendingur kost á að beita sér, þá muni hanu eiga alls kosta við sig eins og barn, hvort sem hann sé vopnaður eða vopnlaus. En hann fær ekki langa stund til umhugsunar; því að í þessu bili heyr- ir hann fótatak, sem er að færast nær þessum dyrum. Marína hefir stymp- ast við hljóðlega, en reynir nú að brosa framan í hann, jafnframt því sem hann þrýstir henni niður á legu- bekkinn. Hún stynur dálítið, því að hann heldur fast utan um hálsinn á henni, og segir : BezM Tómassó minn gamli, lofaðu fósturdóttur þinni að efna heit sitt! Gleymdu því ekki, að eg er af Paoli-ættinni! Fáðu mér rýting- inn, Tóma8só minn goður ! Láttu mig gera skyldu mína!« En karlinn hristir höfuðið. »Ó-nei, Marína«, rymur í honum gremjulega; »refurinn gengur ekki tvÍ3var í gildruna. Nú skalt þú fá að sjá það, sem þú hefir mest þráð — hvernig banamaður Antóníós deyr!« Og hann býr sig til að beita rýtingn- um; því að fótatakið er nú komið rétt að dyrunum. »Vægðu honum! Dreptu hann ekki fyrir augunum ámér! Bezti Tómassó minn, þú hefir aldrei verið vanur að neita henni Marínu þinni litlu um neitt. Vægðu mér! Vægðumér! Gerðu mig ekki að ekkju á brúðkaupsdaginn minn!« Svo æpir hún með öllu því afli, sem örvæntingin blæs henni í brjóst: *Snúðu við Gerard! þyki þér nokk- uð vænt um konuna þína, þá snúðu við! Hann bfður eftir þér til þess að drepa þig! I guðs bænum, komdu hina leiðina !« Og áður en Marína er búin að sleppa orðinu, heyrir hún, sér til mikillar 8kelfingar, að hurðinni utan við dyra- tjöldin er lokið upp. Húd sér móta fyrir manninum á tjöldunum, og tvis- var leggur Tómassó glampandi rýtingn- um gegnum dúkinn af öllu afli í hjart- að á brúðguma henDar. Tvö sár hljóð heyrast bak við dyra- tjöldin. Tómassó heldur enn á blóðugum rýtingnum og flýtir sér að glugganum til þess a? flýja. Marína dregst með veikum burðum og hrópar: »þú ert að drepa brúðgumann — vinn þn nú líka á brúðurinni! dreptu nú ekkju Gerards !« TAPAST hefir rauður hestur ljós á faxið, vakur með siðutökum á háðum síð- nm, óafrakaður, aljárnaður, en með slitn- um skeifum, mark : heilhamrað hægra. Hver sem hittir hest þennan, er beðinn að skila til Bjarna Halldórssonar á Túni, Eyrar- hakka. I. Paul JLiebes Sagradavin og Maltextrakt með kínin o<í járui hefi eg nú haft tækifæri til að reyna með ágætum árangri. Lyf þessi eru engin leyndarlyf (arcana), þurfa þau þvi ekki að hrúkast í blindni, þar sem samsetning þess- ara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sagrada- vínið hefir reynst mér ágætlega við ýms- um magasjúkdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, er verkar án allra óþæginda, og er líka eitt- hvað hið óskaðlegasta lyf. Maltextraktin með kina og járni er hið hezta styrkingarlyf, eins og efnin henda á, hið hezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi mag- ans o. s. frv. — Lyf þessi hefi eg ráðlagt mörgum með bezta árangri og sjálfur hefi eg brúkað Sagradavínið til heilsubóta, og er mér það ómissandi lyf. Reykjavik 28. nóv. 1899. L. Pálnson. Einkasölu á I. Paul Liebes Sag- radavíni og Maitextrakt með kínín Og járni fyrir Island hefir undirskrifaður. Útsölumenn eru vin- samlega beðnir að gefa sig fram. Reykjavík í nóvember 1899. Björn Kristjánsson. UIBOÐ. Undirskrifaðir taka að sér að selja ísl. vörur og kaupa útlendar vörur gegn sanngjörnum umboðslaunum. P. J. Thorsteinsson & Co. Tordenskjoldsgade 34. Kjöbenhavn K. Hjáleigan NOBÐURKOT í Krýsi- víkurhverfi fæst til ábúðar næstu fardögum 1901. Menn semji við Pét- ur Jónsson, þingholtsstr. 7, Reykjavík eða Árna bónda Jónsson í Krísuvík. Laus til ábúðar í næstkomandi fardögum (1901) er jörðin Seljatunga í Gaulverjabæjarhreppi. Um leiguskil- mála má semja við hreppstjóra herra Guðmund ísleifsson á Háeyri eða við Guðm. Guðmundsson í Landakoti á Vatnsleysuströnd. Bókyerzlun Isafoldarprentsm. (Austurstr. 8) pantar upp frá þessu og hefir til sölu útlendar bækur og tímarit bæði danskar, norskar, enskar, þýzk- ar, o. fl. Proclama. jpar eð bú BenediktS Pálssonar frá Krossstekk í Mjóafjarðarhreppi hefir verið tekið til skiftameðferðar sem þrotabú samkvæmt lögum 13. apríl 1894, er hér með samkvæmt skifta- lögunum frá 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skulda hjá nefndum Benedikt PálssyDÍ, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðanda Suður- Múlasýslu áður en 6 mánuðir eru liðn- ir frá sfðustu (3.) birtingu þessarar innköllunar. Skrifstofu Suður Múlasýslu, Eskifirði 26. oktbr. 1900. A. V. Tulinius. Proclama. f>ar eð bú Sveins snikkara Árnason- ar frá Búðum í Fáskrúðsfjarðarhreppi hefir verið tekið til skiftameðferðar sem þrotabú samkvæmt lögum 13. apríl 1894, er hér með samkvæmt skifta- Iögunum frá 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar hjá nefndum Sveini Árnasyni, að lýsa kröfum sínum og sanua þær fyrir skiftaráðanda Suður- Múlasýslu áður en 6 mánuðir eru liðn- ir frá síðustu (3.) birtingu þessarar innkölluDar. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, Eskifirði, 26. okt. 1900. A. V. Tulinius. Proclama. Með því að bú Sigvalda Bergsteins- sonar frá Rjúkindum í Mjóafjarðar- hreppi hefir verið tekið til skiftameð- ferðar sem þrotabú eftir kröfu hans sjálfs samkvæmt lögum 13. apríl 1894, er hér með samkvæmt skiftalögunum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar hjá nefndura Sigvalda Berg- steinssyni, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiftaráðanda Suður- Múlasýslu áður en 6 mánuðir eru liðn- ir frá síðustu (3.) birtingu þessarar innköllunar. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, Eskifirði 26. okt. 1900. A. V. Tulinius. Proclama. Með því að bú Eyólfs E. Wium frá Búðum í Fáskrúðsfirði hefir verið lek- ið til skiftameðferðar sem þrotabú eft- ir kröfu hans sjálfs samkværat Iögum 13. apríl 1894, er hér með samkvæmt skiftalögunum frá 12. april 18J8 og opnu bréfi 4. jan. 1861 skorað á alla þá, er telja til skuldar hjá nefndum Eyólfi E. Wíum, að lýsa kröfum sín- um og sanna þær fyrir skiftaráðanda Suður-Múlasýslu áður en 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu (3.) birtingu þess- arar innköllunar. Skrifstofu Suður-Múlasýslu, Eskifirði 26. okt. 1900. A. V. Tulinius. Innköllun. Hér með er, samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. jan. 1861, skorað á alla þá, sem telja til skulda í dánarbúi verzlunarstjóra Eyólfs E. Jóhannssonar, sem andaðist í Flatey á Breiðafirði 23. d. aprílm. þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyr- ir skiftaráðandanum í Barðastrandar- 8ýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköll- unar. Erfingjar takast ekki á hendur á- byrgð skulda. Skrifst. Barðastr.sýslu 25. okt. 1900. Halldór Biarnason. Hér með er skorað á efingja stúlk- unnar Guðrúnar Finnsdóttur, sem and- aðist að Saurbæ á Rauðasandi 17. d. desbr.mán. f. á., að gefa sig fram við skiftaráðanda hér í sýslu áður en 6 mánuðir voru liðnir frá síðustu birt- ingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Barðastr.sýslu, 25. okt. 1900. Halldór Bjarnason. Til sölu ýmsir fallegir og sterkir flskiknerr- ir (Cutters), 60—90 smúl., fyrirtaks- skip til fiskiveiða með ströndum fram. Sömul. ódýrir gufubotnvörpungar, gufu-síldarveiðaskip, gufusmá* bátar Og alls konar gufuskip og segl- skip. Um nánari vitneskju og lægsta verð má snúa sér til W. A. Massey & Co. Hull, England. Símrit: Massey, Hull. Fyrv. alþingismaður Jón Jónsson frá Sleðbrjót er fluttur til Vopuafjarð- ar og óskar að öllum bréfum og sending- um til sín sé beint þangað. Litið íbúðarhús á Sauðárkróki, 2 ára gamalt, fæst til kaups. Lyst- hafendur snúi sér til kaupmanns V. Claessen um frekari vitnsskju. í REYKJAVÍK er flutt í Glasgow J>eir sem skifta vilja við félagið eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til undirritaðs gjaldkera þess. Asgeir Sijgurðsson. Les. Hús sjómannafél. »Báran« verður tilbúið til afnota kringum miðjaD þenn- an mánuð. J>eir sem hafa í hyggju að fá ofan- greint hús til brúkunar gefi sig fram við undirritaða fyrir 12. þ. m. Rvíb 5. nóv. 1900. Þorst. Egilsson. Otto N. Þorláksson. Helgi Björnsson. Ólafur Jónatansson. Þorb. Eiríksson. Jörð til ábúðar : Os í Skilmanna- hreppi, bezta jöiðin í.hreppnum, fæst til ábúðar frá fardögum 1901. Semja má annaðhvort við málaflutningsmann Odd Gíslason (í Reykjavík) eða Böðvar þorvaldsson á Akranesi. Öllum þeim, sem með návist sinni heiðr- uðu jarðarför okkar elskulega eiginmanns, föður og tengdaföður þ. 3. þ. m. og á ann- an hátt hafa sýnt okkur hluttekningu i sorg okkar, vottum við hér með okkar innilegasta þakklæti. Reykjavík 7. nóv. 1900. Rannveig Felixson. Ásgrímur Eyþórss, Björg Sigurðard. Þórhanna Eyþórsd. Gísli Finnsson. Fundist hefir á leið frá Reykjavík til GarfJskaga aftnrsegl af sexmannafari áfast mastri óglögt merktn B. J. P. Knar.nes. Rétt.ur eigandi vitji þess tii undirskrifaðs, borgi fundarlaun og þessa auglýsingu. Hvalsnesi þann 4. nóvember 1900. Sigurdur Olafsson. Vatnsleysustrandar Og sunnanmenn eru beðnir að vitja ísafoldar í afgreiðslustofu hennar (Aust- urstr. 8)- Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og Binar Hjörleifsson. ísafo! darprentsmiðja. v

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.