Ísafold - 17.11.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 17.11.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bnndin vi5 iramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík laugardaginn 17. nóv. 1900. 70. blað. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBDS DANSKA SMJ0RLIKI. sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. Kemnr át ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). XXYII. árg. I. 0. 0. F. 82ll238'/2- Úr þessu kemur Isafold út tvisvar í viku til jóla,nema 1 vikuna í desbr. einu sinni. Forngripasafnið opið mvd. og ld 11—12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og Id. til útlá.na. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spítalanuin fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Væntanleg kosningaraðferð. Mörgum lesendum vorum er að all- miklu leyti ókunnugt um, á hvern hátt kosningar mundu fram fara, ef þeim réttarbótum yrði framgengt, að kjörstöðum yrði fjölgað og atkvæða- greiðala við þingkosningarnar yrði gérð leynileg. Hér skal leitast við að gera mönn- um það nokkurn veginn ljóst í sem fæstum orðum. Sérstaklega höfum vér þar hliðsjón á kosningalögum Kan- ada, sem vafalaust eru með hinum fullkomnuBtu og hentugustu. Ánnars er þetta fyrirkomulag mjög algengt orðið nær um allan hinn siðaða heim, t. d. rneðal annars lögleitt á Englandi fyrir 28 árum. í hverju kjördæmi er einn a ð a 1- k j ö r s t j ó r i. Hann befir yfirum- sjón með kosningunni, en stýrir henni ekki á neinum sérstökum kjörstað. Hann greiðir ekki atkvæði, nema því .að eins að ekkert þingmannsefni hafi náð kosningu, vegna þess að þau er næst henni hafa staðið, hafi hlotið jatnmörg atkvæði. Hér á landi ger- um vér ráð fyrir, að sýslumaður mundi vera aðalkjörstjóri í því kjördæmi, er hann á heima f, en að Iandshöfðingi skipi aðalkjörstjóra í þeim kjördæm- Dm, þar sem sýslumaður á ekki heim- ili. (Borgarfj., N.þing., A.-Skaftaf.). Á lögákveðnum tíma fyrir kjördag fer fram tilnefning þinjmannsefna á lögákveðnum stað í kjördæminu. þing- mannsefnin eða umboðsmenn þeirra afhenda þá. aðalkjörstjóra yfirlýsing um, að þau að gera kost á sér. Að minsta kosti 2 meðmælendurbvers þingmannsefnis verða að vera við- ataddir og kannast við meðmæli sín. Geri að eins eitt þingmannsefni kost á sér á tilnefningardegi, hefir það þar með hlotið kosningu. Sóu þar á móti þingmannsefnin fleiri en eitt í kjördæmi, annast að- alkjörstjöri um, að það verði auglýst í kjördæminu á lögskipaðan hátt. Hann skipar og undirkjörstjóra, er stýra kosningu hver á sínum kjörstað. Væri kjörstaður í hverjum hreppi, sem sennilegt virðist, mundi hreppstjóri eða oddviti þykja vel fallinn til að vera undirkjörstjóri. Engin ástæða er til þess að óttast, að þeir muni ekki því starfi vaxnir. það er áreiðanlega vandaminna en að semja kjörskrá, — sem hreppsnefndunum er falið, — jafnóljós og fyrirmæli laganna eru í því efni, auk þess sem miisil trygging er í lögboðinni návist og eftirlici um- boðsmanna þingmannaefnanna, sjá síðar. Svo skipar og aðalkjörstjóri einn kjörritara á hverjum kjörstað, er só undirkjörstjóra til aðstoðar. Á undan kosningu afhendir aðal- kjörstjóri undirkjörstjóra skrá yþr þá kjósendur, er atkvæði eiga að greiða á kjörstaðnum, nægilega marga kjörseðla og lokaðan atkvœðakassa með lykli. Á kjörseðlunum skulu standa nöfn þing- mannsefnanna og eyða vera aftan við hvert nafn. Kjörseðlarnir skulu vera að öllu óauðkendir, prentaðir, ef því verður við komið, annars allir ric- aðir sömu hendi. Á lokinu á ákvæða kassanum skal vera þröngt, aflangt op. Kjörtiminn er lögákveðinn. En vel getur verið, að hyggilegt sé að hafa hann annan í kaupstöðum en til sveita. í sveitum væri að öllum líkindum hentugast að láta kosningu fara fram eftir messu á kirkjustað. Altftt er, hvort sem er, að halda fundi um al- menningsmál á eftir guðsþjónustum. Hvorki fyrir hinn lögákveðna tíma né eftir hann má veita nokkuru atkvæði viðtöku, en kjörstjóri og kjörritari skyldir að vera viðstaddir allan þann tíma. Hvert þingmannsefni á heimting á að hafa einn umboðsmann sinn við- staddan alla kosninguna, til þess að sjá um, að alt fari löglega fram. Um- boðsmenn eiga rétt á að Ieggja spurn- ingar fyrir kjósendur, ef þeim þykir einhver vafi leika á kosningarrétti þeirra, eða að þeir séu þeír, er þeir þykjast vera. Kjörritari skal bóka mótmæli umboðsmauna, ef þeir telja að einhverju ólöglega farið. En und- irkjörstjóri sker úr ágreiningi. Á kjörstaðnum skulu vera tvö her- bergi, er kosningin fer fram í, eða þá tjaldað fyrir part af herberginu, ef eitt er. Er kjörstjórnin (undirkjör- stjóri og kjörritari) í öðru þeirra; en í hinu gera kjósendur kjörmerkið á kjör- seðlana. Athöfniu á kjörstaðnum byrjar á því, að kjörstjórnin (ásamt umboðs- mönnum) telur kjörseðla þá, semeruí vörzlum UDdirkjörstjóra, og gætir þess að atkvæðakassinn sé tómur. þ>ví næst er kassanum lokað og geymir undirkjör- stjóri lykilinn. þá byrjar kosningin sjálf. Kjörritari bókar nafn hvers kjósanda, sem gefur sig fram. Undirkjörstjóri afhendir honum kjörseðil og blýant. Hann fer með hvorCtveggja inn í hitt herbergið og gerir þar kross aftan við nafn þess þingmannsefnis, eða þeirra þingmannsefna, sem hann kýs. Eng- inn annar má vera þar viðstaddur. Svo einbrýtur hann saman kjörseðil- inn, fer fram í kjörstjórnar herbergið, stingur kjörseðlinum niður um opið á atkvæðakassanum, skilar blýantinum og fer út. Hafi óvart eitthvert auðkenni kom- ið á seðilinn hjá honum, blettur kom- ið á hann, eða rifa í hann, eða kross- inn mistekist, eða eitthvað það annað orðið að seðlinum, er geri mönnum unt að þekkja hann frá öðrum kjör- seðlum, færir hann undirkjörstjóra seð- ilinn og fær annan í staðinn. tTndir- kjörstjóri geymir seðla þá, er ónýtast. J>egar sá kjósandi, er fyrstur hefir gefið sig fram, hefir gengið frá kjör- seðli sínum og skilað blýantinum, fær næsti kjósandi sinn kjörseðil og svo hver af öðrum. Allir kjósendur nota sama blýantinn. jþegar kjörtíminn er á enda, er kjörstaðnum lokað. Kjörstjórnin og umboðsmenn telja þá sundur atkvæð- in. Sé einhver seðill auðkendur, telst hann ómerkur, en er geymdur. Át- kvæði hvers þingmannsefnis fyrir sig eru látin í umslag og það innsiglað. Sömuleiðis þau atkvæði, er ómerk hafa verið talin. Enn fremur þeir kjör- seðlar, er kjósendur hafa skilað kjör- stjóra. Og loks þeir kjörseðlar, er afgangs verða. Kjörritari bókar töl- una á öllum þessum kjörseðlaflokkum og kjörstjórnin skrifar undir ásamt umboðsmönnum. Undirkjörstjóri kemur svo kjöirseðl- unum öllum, atkvæðakassanum og bók kjörritara svo fljótt sem !með nokkuru móti er unt í hendur aðal- kjörstjórans. En hann telur saman atkvæðin frá öllum kjörstöðunum og lýsir kosningunni. Nokkurn veginn virðist mega ganga að því vísu, að kosningin fari fram mjög svipað því, sem hér hefir verið frá greint, ef þessari réttarbót fæst framgengt, sem hér er um að ræða. En þrátt fyrir það er eftir að minn- ast á tvö stórmerk vafa-atriði. Annað er það, hvert atkvæða- magnþurfi, að tiltölu við greidd atkvæði, til þess að ná kosn- i n g u. Svo sem kunnugt er, þarf til þess, samkvæmt núgildandi lögum, meira en helming greiddra atkvæða. þvi fylgir sá annmarki, ef kjörstöð- um er fjölgað, að stofna verður til nýrra kosninga, syó framarlega sem enginn fái meiri hlutá atkvæða við fyrstu atrennu. f>ess vegna er, eftir lögum sumra þjóða, hver sá kosinn, er flest atkvæði hlýtur. En til þess að girða fyrir ofmikla atkvæða-dreif- ing verða þingmannaefnin að setjft veð í gjaldgildum peningum um leið og tilnefningin fer fram og missa það, ef þau hljóta eigi einhvern lögákveðinn hluta af atkvæðunum. Aðrar þjóðir stofna aftur á móti til nýrrarkosningar, er verður þá að eins milli þeirra tveggja (ef einn þingmann á að kjósa) eða þeirra fjögra (ef tvo skal kjósa), sem flest höfðu atkvæðin við kosninguna á undan. Töluvert vafasamt getur verið, hvort réttara er. það er vitaskuld kostnað- ar- og fyrirhafnar-auki, að kjósa á ný. En að hinu leytinu má ganga að því vísu, að mörgum sé ógeðfelt, að sá maður hljóti kosning, er ekki hefir fengið nema, ef til vill, lítinn hluta greiddra atkvæðn. Og vanséð er líka, hvort menn fella sig við veðið — hvort það getur ekkí meðal annars orðið til þess, einkum fyrst í stað, að fæla suma þá menn frá að leita kosn- ingar, sem framar öðrum ættu að gera það. Vér hyggjum því nokkur líkindi til að ný kosning muni fremur verða of- an á. Enda er þess vel gætandi, að mikill munur er á að fá henni fram- gengt, þegar kjörstaðirnir eru margir í hverju kjördæmi. |>á er hitt atriðið — ef ágreiuingur rís upp um lögmæti koaning- a r. Sá ágreiningur getur verið tvenns konar. Grunur getur leikið á því, að at- kvæðin séu ekki rétt talin, enda vel hugsanlegt, að mótmæli komi fram því viðvíkjandi frá umboðsmönnum þingmannsefna. Einkum getur verið vafamál, hverja kjörseðla eigi að ó- gilda. Eins getur og leikið vafi á því, hvort kjÓRaDdi hafi átt atkvæðisrétt eða ekki. Eða hvort kosning hafi verið löglega boðuð o. s. fr\. í öðru lagi getur verið, að einhverj- um ólöglegum ráðum hafi verið beitt til þess að afia þingmannsefni kjör- fylgis, t. d. mútum eða ofbeldi, svo að ógilda beri kosninguna fyrir þá sök. þá verður vafamálið þetta: hver á að hafa úrskurðarvald um lögmæti kosnÍDgarinnar? Eftir núgildandi lögum hefir alþingi það sjálft. En fáist þeirribróyting fram- gengt, sem hér er um að ræða, virðist oss það naumast geta komið til nokk- urra mála. í sjálfu sér er það mjög ósanngjarnt, að þingsetan geti orðíð að leiksoppi í höndum æstra þing- flokka. Og þegar ræða er um afleið- ingar af athöfnum, er koma í bága við hegningarlöggjöfina, svo sem mút-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.