Ísafold - 17.11.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 17.11.1900, Blaðsíða 3
279 svo enda á hugleiðingar BÍnar með þessu eina, kuldalega orði: tafir. Eu með því að það getur ekki ver- ið, að öll veröldin sé á ringulreið, þar sem framfarir vísindanna, vits- munanna og iðnaðarins hrúgast stöð- ugt saman, færast út og itukast við áhrifin, sem þær verða fyrir hverjar af öðrum, með því að þrátt fyrir alt, þrátt fyrir þjóðakúgun og stéttakúgun og trúarbragðaofsóknir og þaulpynd- ingar allra sjálfstæðra afburðamanna, jafnvel þrátt fyrir það, að menn eru drepnir hundruðum þúsunda saman hjá umkomulau8ti þjóð — með því að ekki getur samt hjá því farið, að veröldinni þoki eitthvað áfram, þá hljóta manni að renna mjög sárt til rifja hin voðalegu tímaspjöll, hinar óhemjulegu tafir i framfararás mann- kynsins, er trúarkreddum háðir ein- valdshöfðingjar og illa að sér koma til leiðar, hvort sern þar 4 hlut að máli morðinginn rauði suður frá, eða keisarinn hvíti norður frá, eða kon- ungar á ofurlitlum veldisstólum, eða mannvæflur í enn smág^rðari ráðherra sætum«. Dr. Hans Kaarsberg sá, er dr. G. Br. vitnar til í grein þessari, hefir ferðast nýlega austur um Rússland eunnanvert og Litlu-Asíu. Hann seg- ist hafa fengið áreiðanlega vitneskju um það, er hann dvaldist í Kákasíu í fyrra haust, að mergðarvígin tyrk- nesku í Armeníu nemi miklu meiru en 300,000; þau séu löngu komin á aðra miljón! Tyrkir séu langt komnir að uppræt.a þjóðina alveg. Hann segir, að eftir því sem hann hafi komist næst, þá stafi þessar ó- hemju ofsóknir ekki eingöngu eða ekki nánast af trúarhatri. |>ar eru, segir hann, þ. e. í Armeníu, margir kristn- ir menn aðrir en af ermsku kyni; en þeim er ekkert mein gert, heldur Arm- eningum einum. Hann heldur, að að- alundirrót ofsóknanna sé aí hálfu Tyrkjasoldáns sú, að hann sé hálfbrjál- aður af hræðslu við ermska hefnend- ur, — samfara ágirnd Tyrkja og Kúrda í eigur Armena. Og sömu dagana, sem fréttir bárust a£ nýjum mergðar- vígum í Armeníu, fekk þessi uýi Cara- calla, Abdul Hamid Tyrkjasoldán, af- mælishamingjuóskir frá ýmsum þjóð- höfðingjum álfu vorrar! Bæjarstjórn Reykjavíkur. Gerst hefir á síðustu fundum það helzt, er hér segir: Bæjarstjórnin afsalar sér forkaups- rétti á túni ekkju Einars heit. snikk- ara, Ingibjargar Jóhannsdóttur, er hún hafði Belt C. Frederiksen bakara mestalt eða 6000 ferh. álnir fyrir 1000 kr., en þeim Hirti Hjartarsyni, Jóni G. Sigurðssyni og Helga Jóns- syni 6—700 ferh.álnir hverjum fyrir 25 a. hverja ferh.alin Nefnd í málinu um raflýsing bæjar- ins lagði til, að útvegaðar væri ýmsar frekari skýringar þar að lútandi frá hinu þýzka félagi, er E. þorkelsson úrsmiður hefir milligöngu fyrir og fá frá því nánari áætlun um kostnaðinn; sömul. skyldi grenslast eftir, hvort Elliðaárnar eða Varmá mundu fást til afnota í þessu skym og með hverjum kostum. Bæjarstjórnin félst á þetta og fól nefndinni að gera það, sem hún lagði til. Bæjarstjórnin samþykti á síðasta fundi tillögu frá nefnd í málinu um breyting á lögreglusamþykt bæjarins viðvíkjandi loftrúmi í kenslustofum privatbarnakennara og áhöldum, er kenslunni skuli fylgja fylgja m. m., alt undir eftirliti skólauefndarinnar. Eftir uppástungu skólanefndar sam* þykti bæjarstjórnin að greiða tíma* kennurum við barnaskólann uppbót. fyrir kaupmissi vegna þess, að kensla byrjaði eigi fyr eu 1. nóvbr. Landshöfð. getur eigi lánað bæjar- stjórninni landsvegfræéinginn um tíma að sumri, eins og hún hafði farið fram á. Samkvæmt fjárhagsáœtlun bæjar- stjórnarinnar hefir bæjarsjóður 46,900 kr. kostnað Dæsta á.r (1901). þar af fara ómagar og þurfamenn með lá1/^ þús., barnaskóhnn með 9 þirs., vextir og afborganir af láninu 6J/2 þús., vega- bætur 4 þús., löggæzla uær þús. Aðaltekjuliðurinn eru aukaútsvörin rúm 30 þús.; þá lóðargjald 61/;, þús. þessar brunabótavirðingar á nýjum íbúð&rhúsum hefir bæjarstj. samþ. frá því í sumar, er síðast segir frá í ísa fold — húsin kend við eigendurna: 1. Jóns Sveinssonar húsa- kr. smiðs, sunnan við kirkjuna með skúrum og geymsluhúsi 32,860 2. Jóns Jakobssonar forn- gripavarðar í þingholtsræti 12,920 3. Einars Helgasonar garð- fræðings og kand. Einars Gunnarssonar við Laufásveg 10,635 4. Ekkjufrú L. Pinnbogason hjá Doktorshúsi, ásamt geymsiuhúsi ................ 10,163 5. Jóns Eyólfssonar kaup- manns við Laugaveg ........... 7,830 6. þórðar Péturssonar við Framnesveg ................... 4,315 7. Guðmundar Magnússon- ar í Bergstaðastræti.......... 3,880 8. Samúels Guðmundssonar við Laugaveg.................. 3,590 9. Elínar Erlendsdóttur á Vatnsstíg..................... 3,519 10. Sigurjóns Guðmunds- sonar í Hverfisgötu .......... 3,450 11. Finnboga Árnasouar við Laugaveg.................. 2,525 12. Guðna Egilssonar við Framnesveg ................... 2,498 13. Runólfs og Kristins Guðmundssoua við Hverfis- götu.......................... 2,300 14. Sigurðar Guðmundsson- ar við Bræðraborgarstíg ...... 1,885 Tveir nýir bæir hafa verið teknir 1 brunaábyrgð á þessu tímabili: Magn- úsar Magnússonar í Hverfisg. 1075 kr. bg Guðmundar Einarssonar í Skólabæ 745 kr. Loks þessi geymsluhús: 1. Verzlunarinnar Nýhöfn í kr. Hafnarstræti ................. 7,000 2. Th. Thorsteinssons kaup- raauns á Kirkjusandi (fiskig. hús) ......................... 4,900 3. Frederiksens (Mandal) við Kalkofnsveg............... 4,000 4. Sturlu Jóussonar, kaupm. Laugaveg ..................... 3,920 5. Matth. Matthíassonar, Skólav.stíg .................. 3,200 6. Jóns þórðarsonar kaup- manns, Móakotslóð ............ 3,150 7. Vilhjálms Bjarnarsonar, Rauðará ...................... 2,480 8. Sigfúsar Eymundssonar, Lækjarg......................... 500 Við ísafjarðardjúp, 20. okt. Tíð rosasöm til lands og sjávar, skiftir sjaldan nema i tvö horn, að annaðhvort er stillilogn, eða ofsarok, af hvaöa átt sem hlas. Hér i plássi hafa þó tiltölulega litl- ir skaðar orðið i öllum þeim rokviðrum, sem yfir hafa dunið. Þá sjaldan er gefur a sjó, er fiskiafli hér á Miðdjúpinu allgóður, á skelheitu, en ann- ars ekki. Kolkrahbafengur í haust sama sem enginn og sild ekki heldur, þar til nú að hennar er orðið vart i net á Skötufirði. Heilbrigðisústandið mun vera i hetra lagi. Heyfengur fólks i góðu meðallagi, þó vætusamt væri seinni hluta sumarsins. Skurðarfé reynst betur á skrokk en mör. Sláturverð á ísafirði i hærra lagi, þvi f júr- rekstrar þangað hafa orðið minni en að undanförnu. Fjárheimtur hafa vist orðið viðunanlegar, og er þó sannast að segja, að fjall- og fjárskil ern ekki i sem beztri reglu í sýslunni á sumum stöðum. Fremur háglega hefir viða tekist til með alþingiskosningarnar i haust, þótt tólfunum kasti i Snæfellsnessýslu og Ár- nessýslu. Þær kosningar setja heldur mik- inn blett á íbúa þeirra sýslna, meiri hlut- ann, og sýna of ljóslega þroskaleysi kjós- enda i stjórnmálum Svo er að sjá af hinni snildarlegu lýsingu af kjörfundi þeirra Snæfellinga, að ekki hafi »pardusinn breytt sínum flekkjum eða Ijónið sinni húð«, þar scm Lárus.á hlut að máli, við það er menn þekkja hér frá l'yrri tíð. Það væri annars óskandi, að þingið yrði leyst npp, og efnt til nýrra kosninga, þvi }>á er von- andi, að þjóðin í suroum stöðum á landi voru sýni hetur, að húu væri því vaxivi, að kjósa sér fulltrúa til þings, en hún hefir gjört í haust. Vart munu menn hér, sem kjörfund sóttu, vefengja míkið frásögn Þjóðviljans um kosniugarnar. Sannast mun- að Hornstranda-þjóðviljinn hafi ráðið úr- slitnuum. Mannalát- Hinn 1. þ. mán. anduðist að Kiðja- bergi í Grímsnesi J ó n bóndi E i r í k s- s o d frá Ármóti, fæddur 19. marz 1829 að Kampholti í Flóa. Foreldrar hans voru Eiríkur dbrm. Helgason og kona ha.ns Kristín Jónsdóttir í Kamp- holti. Kvæntur var Jón heitinn Hólm- fríði Árnadóttur, dbrm. Magnússonar í Ármóti, sem hann bjó saman við í ástúðlegu hjónabandi, en misti fyrir 14 árum. Kona Árna Magnússonar var Helga Jónsdóttir, umboðsmanns á Ármóti. Jón heitinn tók við búi á Ármóti eftir tengdaföður sinn og bjó þar bezta búi, þangað til hann fyrir 3 árum hætti búskap. Börn eignuð- ust þau hjón sjö, mistu 3 þeirra í æsku, en 4 eru á lífi : Kristján lækn- ir í Clinton í Bandaríkjunum; Hall- dór, prestur að Reynivöllum; Sigurjón, verzlunarm. á Stokkseyri; og Helga, kona G. Zoega, dbrm. og kaupm. í Reykjavík. Maður féll útbyrðis af gufubátnum Hólum á leið milli Vestmanneyja og Reykjavíkur aðfaranótt 2. þ. mán. og druknaði: Árni Finnsson, béðan úr bænum, bróðir Finns Pinnssonar skipstjóra. Þilskipaviðkoman. Komnar um þessa dagana bingað tvær fiskiskúturnar ensku, þær er get- ið var um daginn að keyptar hefðu verið a Englandi í haust. Aðra kom Hjalti Jónsson skipstjórí með, við 4. mann, og hina Kristinn Magnússon skipstjóri; sömul. við 4. mann. J>eir voru 14—16 daga á leiðinni. Póstskipið Vesta, kapt. Holm, komst loks á stað 12. þ. m. að kveldi, með fáeina farþega. Fjárskaðar hafa orðið um daginn í norðanbyln- um, um fyrri helgi. Hann skall svo snögglega á, en fé ókomið á gjöf: Höfðu fundist 20 dauðar eftir á 1 bæ f Kjós (Hækingsdal), og 14 á öðrum á Kjalarnesi (Móum). Skarlatssótt &ð stinga scr niður vfðar og víðar. Komst upp fyrir skömmu, að hún er búin að vera um tíma á Gufunesi í Mos- fellssveit — hafði leynst þar. jpað er meinið, hve dæmalau3t tómlátir menn eru og sérhliínír að vitja læknis. Og ekki kvað vera enn farið að skifta sér neitt af yfirvalds hálfu af hneykslis- aðförunum í Grindavík í haust, er sóttin kom þar upp. Má búast við, að það glæði ekki árvekni almennings við sóttina, er annað eins og,það hef- ir engin laga-ábyrgðareftirköBt. Síðdegisguðsþjónusta á morgun í dómkirkjunni kl. 5 (J. H.) Leikíélag Reykjavíkur tók aftur til starfa sunnud. 11. þ. m. og lék Skríl (eftir Th. Ovnr- gkou), sem þótti góð skemtun í vor gem leið og þykir enn. Félagið hefir orðið fyrir þeim stórbagalega hnekki, að allar leikkonur þær frá í fyrra, sem giftar eru (S. J., St. G., þ. S.) hafa tjáð sér ófært að leika f vetur heilsunnar vegna, og er raunar furða, að félagið skuli sarot hafa getað klof- ið fram úr að halda áfram; orðið að yrkja upp á nýjan stofn með kvenlið- ið alt hér um bil. Ein stúlkan, sem fengin hefir verið í staðinn, er ný- komin til bæjarins; hún kvað hafa þótt leika vel fyrir norðan, en ræður sýnilega ekki við hlutverk það, er hún hefir að sér tekið í þessum leik. Ung kaupmannsdóttir hér úr bænum (frk. G. Kr.) kom nú í fyrsta sinni fram á leiksviðið og fórst það mikið laglega, svo að líkindi eru til, að félagið fái þar góðan styrk með tímanum. Sú sem þriðju leikkonuua leysti af hólmi (frk. þ. S.), lék raunar mætavel, enda er leikvön orðin. Virðist því ætla von- um framar að rætast m þessum örð- uglaikum fyrir félaginu. B. J. ITfirlýsing Að gefnu tilefDÍ lýsi eg hér með yfir því, að utmnæli síra Magnúsar Helgasonar í 66.. tbl. ísafoldar þ. á. um kjörfundaryfirlýsing raína í stjórn- arskrármálinu er alveg rétt, enda mun reynslan sýna á sínum tíma, að eg fylli 8tjórnarbótarflokkinn. Reykjavík 14. nóv. 1900. Sigurður Simrðsson (frá Langholti). Undirrituð tekur að sér að prjóna alls konar prjónles fyrir lágt verð. Sigríður Hafliðadóttir. Lindargötu nr. 16. B ö g g u 11 með óhreinu taui tap- aðist á leið í laugar. Skila má í hús Jóns kaupm. Magnússouar. f>ann 8. nóvember næsthðinn tap- aðist úr Fossvogi grár hestur 8 vetra mark: blaðstýft aftan hægra, aljárnað- ur með flatskeifum; hvern er hitta kann hest þennan bið eg að gjöra mér viðvart sem fyrst. Einholti Biskupstungum 9. nóv. 1900. Jón Diðriksson- lTleð því eg hef heyrt víða utan úr bæ, að eg ætti að vera veikur af skarlatssótt, vil eg tilkynna heiðruð- um almenningi, að það er tilhæfulauB ósannindi eins og meðfylgjandi vottorð sannar. Reykjavík 16. nóv. 1900. Reinh. Anderson. Veiki sú sem skraddari Reinb. And- ersen hefir verið lasinn af nú um tíma er ekki skarlatssótt; það vottaat hér með. Reykjavík 10. nóv. 1900. Guðtn. Magnússon læknir. Það er vinsamleg bón til allra þeirra er talað hafa um að senda Ull og Ullartuskur með næsta póstskipi til að vinna úr Fatatau eða Kjólatau- að gjöra svo vel og koma sendingunum sem fyrst til und- irskrifaðs. Reykjavík þingholtsstræti 8. Valdemar Ottesen- Laugardaginn 23. nóv. fer fram hrossasmölun á Seltjarnarnarnesi og verður haldið áfram á hverjum laug- ardegi í vetur. Fyrirskurðar-hnífapar befir tapast í Vesturgötu. Skila má í af- greiðslu ísaf. Kebenhayn. Agentur í Tran og andre islandske, gronlandBke og færaiske Produkter fer Danmark seges af Olaf Ibsen Gothersgade 3 Kobenhavn K.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.