Ísafold - 28.11.1900, Qupperneq 1
Kemur ut ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Verft árg. (30 ark.
tninnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l’/s doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er •
Austurstrœti 8.
XXVII. árg
Heykjavík miövikudafíinn 28. nóv. 1900
73. blað.
1. 0. 0. F. 82II308'/:-
Forngripasafnið opið mvd. og ld. I i —12
Landsbankinn opinn livern virkan dag
ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Lanasbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Ókeypis lœkning á spitalanum á þriðjud.
og föstud. kl. 11 — 1 •
Ókeypis angnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1.
Ókeypis tannlækning í búsi Jóns Sveins-
sonar bjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Nýjar helgidagaprédikanir,
Guðspjallamál. —
Prédikanir á sunnu-
dögum og hátíðum
kirkjuársins, eftir Jón
Bjarnason. — Kostn-
aðarmaður Sigurður
Kristjánsson, Reykja-
vik 1900. VIII+ 750
blB., með mynd höf.
framan við.
Eigi verður því neitað, að ýma á-
hrif eru farin að berast hingað til
lands vestan um haf, frá löndum vor-
um í Vesturheimi. Einna Bterkust
eru hin andlegu áhrif, áhrifin í kriat-
indómsáttina. Margir hér á Iandi hafa
nú um allmörg ár lesið >Sameining-
una« og *Aldamót«; en, eins og allir
vita, vinna bæði ritin að einu og sama
málefni, að efla kristilegan áhuga með-
al íslendinga. Og áhrifin munu vaxa
fyrir þeasa nýju bók, sem nú er ný-
prentuð á kostnað Sigurðar Kristjána
sonar, helgidagaprédikanir eftir síra
Jón Bjarnason, prest í Winnipeg.
f>eir, aem unna starfsemi síra J. B.,
hafa beðið útkomn bókarinnar með
mikilli eftirvænting; svo mikið orð
hefir af honum farið eem ræðumanni.
|>að er meiri vandi en margur hygg
ur, að standa í prédikunarstólnum
sunnudag eftir sunnudag, ár út og ár
inn, og flytja mönnum boðskapinn um
guðs ríki, og gera það þannig, að fólk-
inu, jafn-mismunandi og það er bæði
að greind og ment og kristilegum á-
huga, verði Ijúft að koma og á að
hlýða. f>að er vandaverk, ef vel á að
gera. Kennimaðurinn verður að hafa
mikinn andans auð af að miðla, eiga
miklar vistir í forðabúri BÍnu, ef til-
heyrendurnir eiga að fara heim auðg-
ftri en þeir komu. Prédikunarstarfið
hefir verið erfitt á öllum tímum, en
aldrei örðugra en nú. Kröfurnar fsra
BÍvaxandi í þessu sem öðru; mentun
fólks er ávalt að fara fram; og með
mentuninni vaxa kröfurnar, einnig
kröfurnar, sem gerðar eru til prest-
anna. þarf meira til þess að
öðlast nafnið »góður kennimaður« nú
en í byrjun þessarar aldar eða um
aldamótin 1700, þú or meistari Jón var
uppi.
Góðar gáfur, mikla mentun og ein-
lægan kristilegan áhuga — þetta þrent
má engan kennimann skorta nú i lok
19. aldar, eigi hann að verða kirkju
Krists til eflingar og varanlegrar bless-
unar. ' Dm það finst mér eg hafa
sannfærst enn betur en áður einmitt
á því, að lesa þessar 63 prédikanir,
sem bókin hefir að geyma. Allar bera
prédikanirnar vott um það, að síra J.
B. er miklum gáfum gæddur og á
djúpsæjan anda; og eigi síður um hút,
hversu vfðtæk mentun hans er og hve
frjóvandi áhrif hið lesna hefir haft á
huga hans. En öllum er áður kunn-
ugt, hve brennandi áhuga hann hefir
á málefnum kirkjunnar og kristin-
dómsins. En það er fleira en þetta
þrent, sem gert hefir hann svo mik-
inn og frábæran kennimann, sem hann
nú er orðinn. f>að 6r bersýnilegt á
ræðunum, að þjáningar og etríð hans
eigin lífs hafa átt mikinn og góðan
þátt í þessu. Oll hin persónulega
lífsreynsla hans hefir dýpkað farveg
sálar hans.
Eg skal segja það nú þegar, að
mér finst mjög mikið til bókarinnar
koma. Ræðurnar eru flestar mjög
huglaðandi og svo hrífandi, að maður
les þær með áfergju. Hugsanirnar
eru veigamiklar, og mælskan þrótt-
mikil; og það er frábær myndarskap-
ur yfir allri framsetningunni.
f>ó býst eg við þvf, að ymsir menn
hér á landi kunni miður vel við sumt í
bókiuni. Síra J. B. hefir lengi verið
»tákn, sem móti hefir verið mælt«, og
svo mun óg verða um prédikanir
hans; sumir munu ekki kunna alls
kostar við þær. Bókin var naumast
fullprentuð, er aá orðrómur barst út,
að hún væri alt of veraldleg; í ræð-
unum væru sögð æfintýri og þjóðsög-
ur og vitnað í ýms kvæði veraldlegs
efnis; fyrir þessa sök átti svo bókin
að vera hálf-vanheilög og með öllu ó-
hæf til afnota við húslestra, með öðr-
um orðum: ekki reglulegt »guðs orð«,
f sama skilningi og aðrar postillur
vorar.
f>að leynir sér eigi, að síra J. B.
prédikar að sumu leyti á annan hátt
en vérerum vanastir að heyra hér á
landi. Maðurinn er eitthvað einkenni-
lega blátt áfram og tilgerðarlaus.
Hann gerir sór ekkert far um að
varpa neinum tilgerðar-helgiblæ yfir
orð sín; en hann reynir að fá fólkið
til þess að hlusta á eða taka eftir
því, er hann ritar eða fer með. Og
einmitt þess vegna segir hann æfin-
týrasögur, vitnar i veraldarsöguna og
náttúrusöguna, og tilfærir ljóð ogljóða-
brot eftir helztu skáld þjóðarinnar.
En ljóðin og sögurnar eru þannig
valdar, að f þeim felst einhver djúp-
eóttur og mikilvægur sannleíki —
sannleiki, sem varpar skærri birtu á
það, sem hann er einmitt þá að tala
um. f>essi Ijóð og þessar »veraldlegu«
eögur verða nú einmitt til þess, að
festa aðalhugBun ræðunnar — og síra
J. B. hefir alt af einhverja mikilvæga
hugsun fram að bera í hverri ræðu —
í huga áheyrandans eða lesandans,
neglir hana þar fasta, ef egmætti svo
að orði komast. Og þetta er mikill
kostur. f>vf að vafalaust verður það
eitt hið fyrsta hlutverk kennimanns-
ins, að íá fólkið til þess að hlustft,
hlusta þannig, að það, sem sagt hefir
verið í kirkjunni, gleymist ekki óðara
en heim er komið. f>að er ekki nóg
að sá; það verður að annaat um, að
sáðkornin festist f jarðveginum. Eg
fyrir mitt leyti ætla að gera þá játn-
ingu, að mér þykir vænna um bókina
fyrir þetta. f>ó hefði vísan á bls. 452
eftir Kristjáh Jónsaon (*Yfir kaldan
eyðisand«) að minni hyggju mátt missa
sig. Hún nær hvort sem er hvergi
nærri hugsunum hins glataða sonar;
enda mun það, að hún er ort á Kalda-
dal, hafa orðið þess valdandi, fremur
en efni hennar, að henni var þessi
sómi sýndur. Viðfeldnara hefði og
verið, að mér finst, að nefna eigi nöfn
kvæðahöfundanna inni í sjálfum prédik-
ununum, heldur vísa til þeirra neðan-
máls, líkt og gjört er á bls. 148, eða
þá öllu heldur aftan við bókina.
En auðvitað er það eitt engan veg-
inn nóg, að fá fólk til þess að hlusta
á eða, lesa. Mest er undir því kom-
ið, hvers efnis það er, Bem fólkinu er
boðið. Og það er nú líka mesta gleði-
efnið, að bókin flytur mönnum hrein-
an og heilbrigðan kristindóm. Ef
nokkuð sameiginlegt verður sagt um
allar prédikanirnar, þá er það þetta:
f>ær prédika allar »Krist og hann
krossfestan«. Hvað sem umtalsefnið
er, þá felst þetta ætíð á bak við; að-
altilgangurinn er ætíð sá, að vekja lif-
andi trú á frelsaranum. Höf. er eigi
ávalt að berjft inn í fólk þungri og
torskilinni trúfræði, en hann stendur
bjargfastur á grundvelli hinnar lút-
ersku trúar. Oghannberst jafn-ósleiti-
lega gegn árásum vantrúarinnar sem
þröngsýnum öfgakenningum sumra
bindindismanna, sabbatista og annara
bókstafsþræla. En ofstækismaður er
hann enginn; það verður nú ilt úr
þessu fyrir óvinveitta menn honum,
að fá fólk til þess að trúa slíkum vitn-
isburði um hann lengur.
Eg skal eigi fara út í neinn. sam-
anburð á þessum prédikunum og eldri
postilluir vorum; til þess er eg þess-
ari bók og þeim of ókunnugur enn.
En það fullyrði eg: engin þeirra held-
ur kristindóminum að mönnum með
meiri alvöru en þessi; engin þeirra
leiðir eins rök að því, hvílík blessun
það er, að eiga sanna, lifandi trú í
hjarta sfnu; engin þeirra bendir eins
glögt á það, hvilíka blessun kristin-
dóminn flytur inn í þjóðlífið, og eng-
in þeirra er eins hrífandi, en jafnframt
huggandi, eins og þessi — »veraldlega«-
postilla. Lesendur mega ekki láta
aðrar eins yfirskriftir og þetta fæla
sig: »Bjarðræðismál almennings*, »Bétt
og rangt samband stjórnmála og trú-
mála«, »Æskan — undirbúningur und-
ir æfistarfið«. fótt veraldlegar kunni
að þykja á svipinn, þá eru allar þess-
ar prédikanir ágætar, allar andlegftr í
fylsta skilningi, allar guðrækilegar
mjög; en þær sýna það ljóst, að höf.
tekur meira tillit til hins daglega og
veraldlega lífs en alment gerist meðal
presta vorra; og það er til góðs. Hann
man betur eftir því en alment gerist
meðal vor, að Kristur líkti guðs ríki
við aúrdeig, er gagnsýra á mannlífið.
Bitháttur síra J. B. er mjög ein-
bennilegur; maður þarf að venjast
honum til þess að kunna alls kostar
vel við hann. |>að er eitthvað stór-
karlalegt við hann stundum; en ó-
sjálfrœtt læsa orðin sig inn í huga
lesandans; og orðgnóttin er mikil.
Hann lýsir viðburðunum, Bem frú er
Bftgt 1 guðspjöllunum, einkarnákvæm-
lega; og bókin er full af kristilegum
fróðleik. En fyrir þá sök eru inn-
gangarnir stundum i lengra lagi. Höf
er oft lengi að undirbúa aðalhugBun-
inft, og draga að efniviðinn; hann er
stundum lengi að búast heiman, og
ríður jafnan hægt og gætilega ur
hlaði; en sprettirnir eru þvf snarpari,
þegar á líður.
A stöku stað ber setningaskipunin
keim af útlendu máli, enda er það
eigi nema eðlilegt, þar sem höfundur-
inn hefir lifað mibinn hluta æfi sinnar
í Vesturheimi, og talar og ritar jöfn-
um höndum 3 tungumál: ensku, norsku
og íslenzku. Til dæmis skal eg nefna
nefna: bls. 391 sælar eins og aldrei
áður (e. as never before), í stað: sælli
en nokkuru sinni áður; bls. 335: Brút-
us tók af sér lífið, í stað: réð sér
bana, sbr. og bls. 391, 8. 1. n.; bls.
513 og 514: á undan öllu öðru, í stað:
framar öllu öðru. En þetta er að
eins í örfáum stöðum, og gætir þess
mjög lítið. Prentvillur eru fremur
fáar í bókinni og engar stórvægilegar,
svo að eg hafi var við orðið. Einna
lakastar eru þessar tvær: bls. 5172
bús f. hún, Og 524 18 sfækka f.
smækka.
Eg þykist sannfærður um það, að
eftir skamma hríð verður bókin svo
metin, sem hún á skilið og ávinnur
sér hylli almennings. En þá má líka
búast við því, að bún verði til þess,
að söfnuðir hér á landi yfirleitt geri
meiri kröfur til presta BÍnna eftir en
áður. Svo mun hún og verða mörg-
um prestinum kærkominn gestur og
verður efalaust til þess að beina sum*
um þeirra inn á nýjar brautir.
Bókin er prýðisvel prentuð, með
glöggu og skýru letri, en þó drjúgu, og
því einkar-notaleg aflestrar. Hún
fæst og keypt í mjög smekklegu, en
látlausu bandi. Herra bóksali Sigurð-
ur Kristjánsson, sem kostað hefir út-
gáfuna, á miklar þakkir skilið fyrir
það, hve vel er frá bókinni gengið.
0g að gefa út slíka bók var eitt af
því allra-bezta, sem unt var að gera
til að hlynna að kristinni kirkju með-
al vor og henni til blessunar. |>að er
oft svo erfitt að komast til kirkju hér
á íslandi. Fyrir því fá prentaðar
ræður meira gildi hjá oss en nokkurri
annari þjóð. — Og vonandi seljast
þessar helgidaga-prédikanir vel, því að
það mun reynast satt, sem haft er eftir
einum mikilsvirtum manni andlegrar
stéttar hér í bænum: bókin þessi er
framtíðarinnar bók.
H. N.
Póstskip Ceres
kapt. Jakobsen, kom í fyrra kveld.
Farþegar: alþm. og kaupm. Björn
Kristjánsson, konsúll Th. Thorsteins-
son, landsbókavörður Hallgr. Melsted,
faktor Guðm. Olsen, verzlm. Carl
Finsen, o. fl.
Kapt. P. Christiansen, sem verið
hefir póstskipBtjóri um 20 ár, er nú
hættur þeim ferðum og tekinn við for-
menska á öðru akipi Gufuskipafélags-
ins sameinaða, milli Englands og Prúss-
lands.
fessi nýi skipstjóri á Ceres, Jakob-
sen, kvað hafa verið Btýrimaður á
Laura hingað fyrstu ferð hennar,
haustið 1882-