Ísafold - 28.11.1900, Side 2

Ísafold - 28.11.1900, Side 2
388 Nokknr orð um búnað Islands. Eftir Pcil Briem. IV. (Síðasti kafli). Vér viljum nú fara nokkrum orðum um hlutverk Búnaðarfélagsins, að því er snertir verklegar framkvæmdir í búnaði. Mælikvarðinn, sem vér tök- um, er framkvæmdir Dana og fjár- framlög þeirra í fjárlögum fyrir fjár- hagsárið 1900 og 1901. Bjárframlög- in eru þessi : 1. Til kostnaðar við sjálft landbún- aðarráðaneytið . . kr. 104,940 2. — skógræktar ... — 262,000 S. — sandgræðslu ... — 306,400 4. — kynbóta a. til kynb.stöðva 100,000 b. — kynbótafél. 120,000 -------- 220,000 5. Til þess að gæta hags- muna hinsdanskaland- búnaðar í útlöndum, til umsjónar með innflutn- ingi á húsdýrum, út- flutningi á kjöti og styrkur til gufuskipa- ferða, sem beint eru vegna búnaðarins, um . 350,000 6. — búnaðarfél. og ýmislegs fleira................ 350,000 7. — fiskiveiða og björgunar- mála.................. 420,000 Alls kr. 2,013,340 Samkvæmt þessu verja Danir til verklegra fyrirtækja á ári meir en 2 rnilj. krónum, og samsvarandi ætti að veita hér á landi til verklegra fyrir- tækja í búnaði liðuglega 120 þús. kr. Bf farið er eftir fjárframlögum Dana, ætti að verja hér á landi á hverjuári: 1. Til yfirstjórnar búnaðarm. kr. 6,000 2. — skógræktar ... — 15,720 3. — sandgræðslu .... 18,384 4- — kynbóta .................13,200 5. — útflutn. og innflutn. á bún- aðarvörum........... 20,880 6. — búnaðarfélaga o. fl. . . 20,880 7. — fiskiv. og björgunarmála . 25,000 Alls kr. 120,064 Hér á landi er að eins lagt fram fé til búnaðarfélaga, en styrkurínn veitist á alt annan hátt en í Danmörku, og ▼erður því að minna gagni. Bn nú skulum vér minnast á þetta hvert fyr- ir sig. Eg hefi áður minst á skógrækt hér á landi. Ætla eg, að flestir muni vera á þeirri skoðun, að hér sé um mikils- vert mál að ræða. það verður að fara að byrja á skógrækt hér á landi. En þá stoðar ekki að gefast upp við fyrstu tilraun. f>að er ekkert að marka, þó að gróðursett ungviði frá Danmörku géti ekki þrifist hér. Hér verður að reyna fræ, sem sé frá nyrztu löndum, og fræ af innlendum trjátegundum (birki og reyni); það má ekki hætta, þó að vanhöld á slíkum nýgræðiugi verði mikil framan af. Hér hefir ver- ið mikill skógur á þessu landi, og hann getur orðið svo mikill aftur, að orð skáldsins rætist: »Fagur er dalur og fyllist skógi«. í sumum sveitum er sandgræðslan mesta nauðsynjamál. Búnaðarfélag Suðuramtsins hafði tekið bað mál að sér; Búnaðarfélag ísland erfir það mál og þarf að sinna því rækilega. f>á er að minnast á kynbætur naut- gripa, hiossa og sauðfjár. Hingað til hefir hér um bil ekkert verið gjört til kynbóta hér á landi. f>að er ekk- ert, sem ber ljósara vott um það, hversu búnaður vor er á raunalega lágu stigi. Allar siðaðar þjóðir hafa gjört stór- mikið í þessu efni, og það er víst eng inn, sem efast um í öðrum löndum, að fé því, sem til þess hefir gengið, hafi verið vel varið. Hér á landi mætti gjöra afarmikið til kynbóta, hvort sem er að ræða um kynbætur á nautgripum, sauðfé eða hrossum. f>að er m'eira en lít- ið í það varið, ef verð á útflutningshross- um hækkaði um helming eða á sauðurn 2—3 kr. o. s. frv. Kynbætur hafa alstaðar reynst svo, að mjög miklu munar fyrir efnahag bænda. En það er þá auðvitað nauð- synlegt, að kynbæturnar séu fram- kvæmdar af viti, þekkingu, og séu gerðar samkvæmt reynslu annarra og bendingum vísindamanna. Hér liggur afarmikið og merkilegt hlutverk fyr- ir Búnaðarfólagi Islands. f>að þarf að rannsaka nákvæmlega, hvernig eigi að haga kynbótum hér í landi og heimta síðan, að fé verði lagt fram til þess að byrjað verði á þeim sem allra fyrsc. f>ingeyingar hafa stofnað hjá sér kvnbótafélag og komið upp fjárbúi. En til þess að þessi tilraun verði að góðu, þarf félagið að fá sem fyrst meiri styrk, og ennfremur þarf að rannsaka það nákvæmlega, eftir hverjum reglum eigi að bæta fjárkyn- ið. Sigurður Sigurðsson, ráðunautur Búnaðarfélagsins, hefir ritað í Búnað- arritið þ. á um nautgriparæktina í Danmörku fróðlega grein og er þar skýrt frá framkvæmdum Dana til kyn- bóta, bæði kynbótastöðvum og kyn- bótafélögum. I fyrra var veitt í Dan- mörku 10 þús. kr. til svínakynbótafé- laga, og 21,760 kr. til svínakynbóta- stöðva; var þá leitað ráða hjá land- búnaðarfélaginu danska. I skýrslu fé- lagsins 1899—1900, bls. 118—124, er skýrt írá því, hverjar frumreglur Dan- ir telja beztar í þessu efni; sérstak- lega er það fróðlegt að sjá, að kyn- bótastöðvar og kynbótafélög verða að haldast í hendur, að kynbótafélögin þurfa að styðja sig við kynbótastöðv- arnar, og að kynbótastöðvarnar geta ekki komið að fullu liði, nema félögin séu til, en þau visna upp og deyja, ef þau fá *eigi fjárstyrk. Hér á landi eru nú komin allmörg búnaðarfélög; að öllu samtöldu fá þessi félög talsverðan styrk. það hefir verið mikið gagn að styrknum til þeirra, og þegar byrjað var á að veita þennan styrk, vorum vér á svo lágu stigi, að veita varð styrkinn fyrirunn- ið verk. Bn að réttu lagi ætti að jafnaði að veita þennan styrk til ó- orðinna framkvæmda. Bændur skifta nú styrknum á milli sín, í stað þess að hann ætti að verða til þess að sameina kraftana, svo að menn yrðu færir um að vinna eitthvert verk, sem þeim væri hverjum fyrir sig um megn. Að svo stöddu er ekki ástæða til að setja aðrar reglur um styrkveitÍDg- arnar, en Búnaðarfélagið getur ekki komist hjá því, að taka það til at- hugunar og rannsóknar, hvernig fjár- veiting til búnaðarfélaga gæti komið að sem beztum notum. Sigurður Sigurðsson, ráðunautur, skýr- ir frá eftitlitsfélögum (Kontrolforen- inger) í Danmörku. Eg hefi fyrir mér ritgjörð um þessi félög. I einu félag- inu var maður, sem hafði af fóðri 63,633 einingar. Haun hafði 13 kýr og 2738 pund smjörs. |>egar hann var búinn að vera í félaginu í fjögur ár, þá hafði hann fóður 63,400 ein- ingar, 14—15 kýr og 4283 pd. af smjöri. Maðurinn hafði minna fóður, fleiri kýr og 1545 pund af smjöri fram yfir það, sem hann hafði áður. {>etta gagn hafði þessi maður af eftír- litsfélaginu og nákvæmu reikningshaldi. Auðvitað væri þetta ókleift hér á landi, því að bændur og vinnuhjú hafa ekki mentun til þess, að hafa svo ná- kvæmt reikningshald og umhyggjusemi að öðru leyti, sem nauðsynlegt er. En þótt svo sé, þá verður þó að keppa að því takmarki, að bændur hér á landi geti jafnast við aðra bændur í ríkinu. Sagt hefir verið, að dalurinn milli Hellisheiðar og Eyjafjallajökuls geti fætt eins marga menu, eins og nú eru á öllu íslandi. í Árnes- og Bangár- vallasýslum eru nú um 11 þús. manna; eu með góðri rækt ættu þær að geta fætt nærri sjöfalt fieira fólk. En þessi góða rækt kemur ekki af engu. Til þess að fá þessu framgengt, þurfum vér að leggja á oss byrðar, eins og siðaðar þjóðir gera. Vér verðum að auka hjá oss mentun, menningu og manndóm, Hve nær á að byrja? Er ekki kominn tími til að fara að byrja á einhverju, til þess að fá þessu framgengt. Búuaðarfélag Suðuramtsins var byrjað á því, að gjöra áætlun um, að veita þjórsá yfir Elóann. þetta er eitthvert hið mesta vatnsveitingastór- virki hér á landi. En gera má einn- ig stórkostlegar vatnsveitingar í Bang- árvallasýslu. f>að þekki eg af eigin sjón. Sigurður Sigurðsson, ráðunaut- ur, hefir skoðað Skagafjörðinn í sum- ar. Hann hefir skýrt mér frá, að þar megi einnig gera stórkostlegar vatns- veitingar. Og í flestum sýslum þessa lands má gjöra mikið f þessu efni. Hér er afarmikið hlutverk fyrir Bún- aðarfélag Islands; enda virðist nú mál til komið, að jökulárnar flytji ekki lengur næringarefni sín allsendis ónotuð til sjávar. Hið mesta stór- virki, sem gert hefir verið í þessa átt, er umbótin á Staðarbygðarmýr- unum. En það sýnir tvent. Pyrst og fremst þarf til þess, að stjórna slíkum verkum, menn, sem hafa mikla þekkingu. Búfræðinguin frá búnaðar- skólunum er þetta yfirleitt langt um megn. í öðru lagi stoðar eigi að ætla bændum hverjum urn sig viðhald á þess konar jarðabótum. |>að er heimska að búast við, að hægt sé að bæta upp viðhaldsleysi með álagi. það þurfa að vera alveg sérstakir menn, sem hafa umsjón með slíkum stórvírkjum, láta halda þeim við og jafna svo nið- ur kostnaðinum. Menn eru nú einu sinni ekki eins góðir eins og þeir ættu að vera; þeir eru hirðulausir, spara eyrinn og láta krónuna fjúka. það var ekki hirt um að setja hestskó- nagla í skeifuna, segir Franklín, og afleiðinginn var, að hersböfðinginn beið ósigur og landið varð undirokað. Eins og áður var getið, veita Danir fó til þess að sjá um útflutning á kjöti. Til þess fara sérstaklega 32 þús. kr. Til Umsjónar með smjöri og margaríni fara 33,300 kr., og útgjöld, er snerta útflutning . á fiski, eru 10 þús. kr. Að tiltölu ætti að verja til slíks hér á landi 4,518 kr. En hér er alls eigi varið neinu til þessa, og þó ætti öllum að vera það ljóst, að vöruvöndun er mjög mikilsvert mál, og að vér munum þurfa að styðja hana öllu fremur en Danir. Hér á landi eru fiskiskoðunarmenn; en þeir eru alveg umsjónarlausir að kalla má, nema að þeir eiga að vinna eið. En segja mun mega um þá sem aðra, að þeir eru ekki allir ,eins góðir og þeir ættu að vera. Hór er einnig málefni, sem Búnaðarfélag íslands ætti að athuga og heimta, að ekki væri látið afskiftalaust. Eg hefi minst á útflutning á fiski og skulum vér því snúa oss að fiski- veiðuDum. Framtíð íslands felst að ýmsu leyti í sjónum. Auðæfi sjávar- ins höfum ver ekki notað til nokkurr- ar hlítar, svo að nú virðiat vera kom- inn tími til fyrir oss að fara að taka til starfa; en störfin fást ekki fyrir ekki neitt. Yér verðum í þessu Bem öðru að leggja eitthvað á oss. Fiski- veiðarnar batna lítið með frelsieskrafi og framfarahjali. En með fjárfram- lögum má efla þær. |>egar eg var staddur í Haugasundi í Noregi í vetur, þá var þar síld í göngu og sjómenn úr öllurn áttum að veiða hana. |>ar voru sjómenn úr fjarlægum sveituru svo hundruðum og jafnvel þúsundum skifti. Allir voru þeir að veiða og bjarga sér. En þeg- ar eg kom til Austfjarða, var annað á borði. Iðjuleysi og sultur var bæði þar og hé.r við Eyjafjörð. í fiskisveitum þessum eru af 300 vinn- dögum ársins að eins um 125, sem ganga til að bjarga sér, en 175 dag- ar eru að meira og minna leyti iðju- leysisdagar. Eg þekki ekkert land, sem getur veitt börnum sínum viðun- anlegt lífsuppeldi með þessu lagi. En þetta iðjuleysi var að minsta kosti í vetur ekki landinu að kenna, því að þá var góður fiskafli bæði á Stokks- eyri, vestur í Bolungarvík og líklega víðar. Virðist ekki ókleift, ef lagst væri á eitt, að koma sjómönnum á þá staði, þar sem aflinn er. |>etta er hið mesta nauðsynjamál. f>egar eg kom austur á Seyðisfjörð og Eskifjörð í sumar, var þar nógur fiskur í sjónum, en nálega enginn afli vegna beituleyBis. Beynt hafði verið að fá síld til beitu frá Eyjafirði með Hólum, og varið til þess mörgum hundruðum króna. En Hólar hafa enga ísgeymslu og alt varð ónýtt. Reynt hafði og verið að fá síld frá Noregi til beitu, og mun hafa farið á sömu leið að miklu leyti. Beituleysi er ákaflegt niðurdrep fyrir fiskiveiðar og enginn hlutur er þeim meir til eflingar en að tryggja sér beitu. Eg gæti ímyndað mér, að það munaði Austfirði um mörg hundruð þúsund krónur á ári, ef sjómönnum þar væri trygð beita. Ef tnenn hefðu íshús á hentugum stöðum og lítinn gufubát með ísgeymslurúmi til' þess að flytja beitusíld milli íshúsanna, þá væri stig- ið afarmikið spor til þess að efla og tryggja þennan mikilsverða atvinnu- veg. En það verður ekki gert nem». með fjárframlögum. Eg hefi átt tal um þetta í haust við íshússtjóra Isak Jónsson, sem á miklar þakkið skilið af Islendingum fytir starf sitt til að koma á íshúsum hér á landi, og vona eg, að hann muni skrifa rækilega um þetta mál,. áður langt um líður. Fyr eða síðar hljóta menn að sjá, að hér er mál- efni, sem þjóðfélagið getur ekki látið afskiftalaust. í siðuðu mannfélagi raá ekki lengur horfa á það með hendur í vösum, að meiri eða minni hfuti fólks hnígi niður í baráttu sinni fyrir lífinu og geti ekki reist sig á fætur; menn eru í siðuðu maunfélagi til þess, að efla hag hver annars og hjálpa hver öðrum. Danir leggja mikið fó fram til þess að bæta fiskimannahafnir, en vér ná- lega ekkert. Hér er einnig málefní, sem Búnaðarfélagið þyrfti að taka undir sinn verndarvæng. Eg hefi talað hér um ýms málefni,. er snerta landbúnað og fiskiveiðar. En við þau öll er aðalspurningin: Viljum vér komast til jafns við sam- þegna vora í Danmörku, eða viljum vér það ekki? Ef vér viljum það, þá er ekki nóg að svara því með jái út í loftið. Ef vér viljum afla oss fjár og frægðar, þá stoðar eigi að liggja alla daga f öskustónni, eins og karls- sonurinn. Vér verðum að rísa á fæt- ur og leggja fram krafta vora. Ef vér viljum ná takmarkinu, þá verðum vér einnig að fara veginn að því. Og eg só, eins og sg hefi marg- oft tekið fram, engan annan veg en

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.