Ísafold - 08.12.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 08.12.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) tundin vit! áramót, ógild nema komin sé til átgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavík laugardaginn 8. des. 1900. 75. blað. Kemur nt ýmist einn sinni eða tvisv. i viku. Ve.rð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1'/» doll.; borgist fyrir miðjan jnli (erlendis fyrir fram). XXYII. árg. I 0. 0. F. 8212148 I. _ Munið eftir, að nœstu vikurnar tvœr til jólanna, kemur ísafold út bæði á miðviku- dögum og laug’ar- dögum- Frá útlöndum. |>ingi Breta skyldi saman stefDt núna á rr.ánudaginn, 10. þ. m., en þingbyrjun síðan færð viku fram, á mánudaginn var, 3. þ. m., vegna þess, að svo mikið þótti þá liggja á nýrri fjárveitingu til Búa-ófriðarins. Talað jafnvel um nýja liðsending suður eftir, 20,000 manna, til uppbótar sveitum þeim, er fengið hafa heimfararleyfi. Svo fjarri er þar enn fullnaðarúrslitum. Bretar hafa að eins í orði kveðnu löndin á sfnu valdi, Transvaal og Óraníu; í raun og veru eru þeir ekki húsbændur nema á þeirn blettum, er þeir hafa hersveitir. Vitaskuld eru hinir liðféir orðnir vopnfærra rnanna; en þrautseigja nóg enn. Boberts marskálkur enn kyr syðra, en Buller heim kominn til Bnglands. Honum stóð til boða að verða herr- aður, og skyldi kenna hann við Ladysmith, en hann þá eigi þá upp- hefð. Kruger forseti kominn til Frakklands fyrir nokkru, á herskipi því, er Vil- helmína Hollacdsdrotning hafði sent honum til ferðarinnar og Gelderland heitir. Honum var vel fagnað af Frökkum. Hann skoðaði í París sýninguna, sem lokað hafði verið fyrir almenningi hálfum mánuði áður. þar stóð brjóstlíkneski hans í sýning- arskála Transvaalsríkis, blómsveigum skrýtt með ýmsum vinsemdar-áletrun- um. Hann fór og upp í Eiffelturninn og virti fyrir sér borgina. Hann hefir komið til Parísar þrívegis áður, síðast 1884. Frá París ætlaði hann beint til Haag, aö heimsækja Hollandsdrotn- ingu, en þá til Briissel og þaðan á fund Vilhjálms keisara í Berlín. Hann vill komast alla leið til Pótursborgar, á fund Bússakeisara; en læknar letja hanu þess, svona að vetri til. Erindið er að flytja það mál fyrir stórhöfðingjum álfunnar, að þeir hlutist til um gerðar- dóm, er sken úr um forlög Búa. Ofriðaruppþot í löndum Breta í Austur-Afrfku norður við Juba-elfi. Myrtur fulltrúi Bretastjórnar þar, Jenner að nafni. Engar lyktir enn komnar á friðar- gerð í Peking. Tuan prinz sagður strokinn af landi burt. Stjórnin kín- verska fer undan í flæmingi alla tíð. Nikulás Bússakeisari veiktist 8. f. m. af inflúenzu, er snerist upp í tauga- veiki, ekki þunga þó. Hann var á góðum batavegi, er síðast fróttist, 27. f. mán. Ensk blöð hin nýjustu (27. f. mán.) flytja þá frétt frá Stokkhólmi, að mikið sé um rússneska njósnarmenn í Svíþjóð og Norvegi, og að búist só við, að Bússar fari bráðlega að ásæl- ast þau lönd, með ófriði. En heldur er ótrúlegt, að þessi frétt eigi við góð rök að styðjast. Oscar konungur orðinn fullhress aftur hér um bil. Skarlatssóttin. Nóvembermánuð hafa samtals 10 manneskjur (börn og ungt fullorðið fólk) tekið skarlatssótt í bænum, og allar verið fluttar í sóttvarnarhúsið. Hinn 2. nóv. veiktist piltur í Gufu- nesi af skarlatssótt, en þangað var mín ekki vitjað fyr en eftir hálfa aðra viku, og var þá sóttin komin í 3 aðra unglinga. Bærinn er í varðhaldi og hafa síðar 2 fullorðnar manneskjur tekið sóttina. Hinn 13. nóv. veiktist unglíngur í Bakkakoti á Seltjarnarnesi af skarlats- sótt; þangað var mín undir eins vitjað; var sjúklingurinn fluttur inn í sóttvarn- arhúsið, bærinu sótthreinsaður og heíir ekki þar orðið meira vart við sóttina. Hinn 28. nóv. veiktist stúlkubarn á Hóli í Garðahverfi; þar hefir sóttin verið áður (í 2 öðrum börnum og hús- freyjunm); en þetta barn, sern nú er veikt (fluttí sóttvarnarhúsið), hefir verið hér inni í Beykjavík og var nýlega komið heim. Sótthreinsunarkonan, sú er sótthreinsar öll skarlatssóttarheim- ilin, hefir r.ú eftir á tjáð mór, að hún hafi »ekki fengið« að sótthreinsa eins vandlega « Hóli, eins og eg hafði fyr- ir hana lagt. þess vegna hefir svona farið. Frekara hefir sóttin ekki gert vart við sig í Beykjavíkurhéraði. Samkv. 14. gr. 1 sóttvarnarlögunum varðár það fangelsi eða sektum, að leyna sótt, sem varnir eru settar við, og er það skylda læknis að tilkynna lögreglustjóra, ef einhver gerir sig S9k- an í slíku nú, að því er skarlatssótt- ina snertir. Margir halda, að skarlatssóttinni hafi víða verið leynt; en það er ekki satt. Ef hún kemur á heimili og fer leynt í fyrstu, þá líður ekki á Iöngu áður svo margir sýkjast, að fregnir fara af því (eins og í Grindavík). Hirðuleysið bitnar fyrst og fremst á þeim, sem sóttinni vilja leyna, þar næst á öðrum út í frá. Eg skal engan dóm á það leggja, hvort skarlatssóttinni hefir vísvitandi verið leynt í Grindavík og á Gufunesi. Margir halda að svo sé, og fást um að sýslumaður hefir enga rannsókn gert. Er það allsendis rangt, að saka sýslu- mann um vanrækslu — rannsókn eða réttarhald getur ekki komið til mála á bæjum þar, sem sóttin er, eða alveg nýlega afstaðin; hún verður að bíða. Héraðsbuar í Beykjavíkurhéraði eru ámintir að draga ekki að vitja læanis, ef grunur vaknar um skarlatssótt. það er hverju heimili fyrir beztu, að lækn- ir komi sem fyrst; þá má oftast varna því, að fleiri taki sóttina en 1 eða 2, eins á utanbæjarheimilum, meðan rúm endist í sóttvarnarhúsinu hér í bænum. Eg hefi meira annríki en svo, að eg geti sjálfur verið við hverja BÓtthreins- un, enda kann sótthreinsunarkonan það verk til fullnustu; en eáki má sýna henni mótþróa, og hefi eg nú boðið henni að láta mig tafarlaust vita, ef slíkt ber við, og mun eg þá tilkynna það lögreglustjóra, sem mér er skylt. Eg frétti í gær, að piltur austur í Ölfusi væri nýdáinn úr skarlatssótt; önnur sagan sagði, að hann hefði dá- ið úr barnaveiki upp úr skarlatssótt. Skarlatssóttarhálsbólgan er stundum drepkend og líkist þá mjög barnaveiki og leiðir oft til bana. Læknar héldu áður, að þessi drepkenda hálsbólga væri í raun og veru barnaveiki, sem kæmi ofan á skarlatssóttina; en nú vita menn, að þetta er ekki rétt. Hin vonda, drepkenda hálsbólga tilheyrir sjálfri Bkarlatssóttinni. G. Björnsson. Skrítilegt sálarþrek. Aðferð rektors út af. Stafsetningar- orðbókinni á ekkert skylt við venju- lega ritdómaramensku. því er það ekkert annað en bíræfin blekkingartilraun af honum, er hann gefur í skyn, að höf. hennar þoli ekki ritdóm um sig. Hann gerir sér von um, að almenningur sé svo at- hugftlítill og hugsunarlaus, að hann villist inn á það sjónarmið, svo fjarri réttu sem það er, og veiti eigi eftir- tékt hinu skoplega ofstopa-atferli hans. Bitdóraarar eru ella aldrei vanir að gera nsma að aýna með einhve-jum rökum, góðum eða slæmum, oþinber- Iega (þ. e. á prenti) fram á kost og löst á riti þvf, er þeir fást við að dæma. þeir geta gert það mjög íll- gjarnlega og haimskulega. En þeir g e r a það, — myndast við að rök- styðja það, sem þeir segja. þeir eru aldrei vanir, ef þeir eru roeð sjálfum sér, að birta svo mikil lastmæli um eitthvert rit, sem þeir geta saman komið í örfáar línur, með þeim eftirmála, að þeir ætli að rök- styðja þau ummæli síðar, en — gsra svo annaðhvort að draga það von og úr viti, eða að koma aldrei með neinn rökstuðning, hvort sem heldur er af hirðuleysi eða getuleysi, þ. e. af því, að þeir sjá, að þeir geta engin nýtileg rók kornið með, og kjósa svo heldur, að verða sér til minkunar með þögn- inni en með einhverjum markleysu- vaðli; og er það af tvennu illu vitan- lega hyggilegra. þ e 11 a er það, sem Isafold hefir vítt, eins og var sjálfsögð skylda blaðsins, hver sem í hlut átti og hvernig sem á stóð. Slíkt hátterní má ekki haldast uppi óvöldum gutlurum, hvað þá heldur hátt settum og hávirðulegum vísinda i.önnum. Og blaðið hefir af tómri vægð og hlífð við manninn gert ráð fyrir, að hann hafi ekki verið með sjálfum sér, er hann flanaði á stað með þetta, heldur verið sjúkur af geðofsa, af hefndarhug við höf. ritsins fyrir ýmsar mótgerðir, því ó- viðkomandi, og af gremju yfir forlögum hinnar alræmdu stafsetningartillögu hans sjálfs (»mans-umskiftingains«; það eitt var nóg til þess fyrir hann að ilskast við svona rit.hver svo sem verið liefðihöf. þess, eins og dæmi H. Kr. Fr. sýnir, sbr. síðasta blað). Með öðru móti er eng- um mæturú manni trúandi til slfks atferlis. það er vitanlega mikið bágt, að maður, sem settur er til að stjórna helztu uppeldisstofnun landsins, skuli ekki kunna að stjórna geði sínu betur en þetta. Leikhúsfundarhaldið 3 vibum eftir áminsta auglýsingu á sjálfsagt að fleka suma til að meta ritdóms ígildi eða fyrirheitins rökstuðnings. Eu tóm vitleysa er það. Yið þá, sem téð aug- lýsing var ætluð, með fyrirheiti um rökstuðning, eru það engar efndir á því fyrirheiti, þótt komið sé með eitt- hvað í því skyni innan 4 veggja og fyrir luktum dyrum, í áheyrn ekki V100 hluta af þeim, er auglýsinguna lesa eða heyra. það er annað hneykslið í þessu háttalagi. En nú vék þar að auki þessu fundarhaldi alt öðru víai við. það er fyrst og fremst kvatt til fundarins í alt öðru skyni — f orðfi það er boðað til hans sem umræðu-i fundar um stafsetningarmál. Að vísu var það ekki nema yfirdrepskapur. Fundarboðandi ýmist sá svo um eða vissi af þvf löngu áður, að þeir, sem líklegastir voru til að eiga þátt í slíb- um umræðum, kæmu þar alls eigi. því næst sá hann svo um, að hér um bil öllum öðrum en sér einum yrði þar máls varnað, með því að vera svo langorður sjálfur — upp úr skrifuðum blöðum!—, að fundarmenn entust eigi til að hlýða á það alt, hvað þá heldur meira. Loks hafði hann tölu þá, er hanu fíutti, ekki keimlíka neinum ritdómi, neldur lét það vera drengja- legt trúðleikshjal og hártogana, þeim einum fullorðnum mönnum geðfelt, er hann vissi að báru einnig beiskan bug til höf. ritsins eða til blaðs hans, raunar eigi af neinu ástfóstri við »mans umskiftinginn« alræmda, heldur af öðrum, fjarskyldari ástæðum. Öðr- um vissi hann tölu sína óboðlega, enda valdi hina aðallega fyrir áheyr- endur, — sena sjá má meðal annars á því, að hann fór um marga þeirra ekkert eftir því, hvort þeir hafa nokk- urt vit á stafsetningarmálinu eða ekki. Menn af öðru sauðahúsi, er hann komst eigi hjá að bjóða að hlýða á sig, smáðu yfirleitt boð hans — þeim var kunnugt um fyrir fram, hvert talan vísindamannsins stefndi, vegna æfinga þoirra, er hann hafði haft á henni eða ýmsum atriðum úr henni áður hingað og þangað um bæinn. þeim fanst þetta vera þannig vaxið, að mætir menn hlytu að kunna því mjög illa. þetta var nú annað frumhlaupið. Hinn fyrirheitnirökstuðningur frammi fyrir almenningi er ókominn enn, og er mælt að hans muni aldrei von, held- ur eigi í þess stað að koma smátt og smátt nokkurar sundurlausar hártog- anaglepsur og markleyiuhjal í ónefndu, alþektu blaði, sem orðið er nú rektors lífakkeri. Að öðru leyti er embættisvits-hjá- trúnni ætlað að vera sú hjálpræðis- hella, er forði »vísindamanninum« frá að verða sér til sjálfsagðrar minkunar fyrir frumhlaupið. þeirri hjátrú sem sé, að þeim, er guð gefur embætti» gefi hann einuig vitið í það, — þeirri hjátrú, að úr því að hann sé skóla- meistari, þá kunni hann betur alt það, sem kent er við skólann, heldur en allir aðrir lærifeður þar, hvað þá heldur utanskólamenn. Sú hjátrú

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.