Ísafold - 08.12.1900, Page 2

Ísafold - 08.12.1900, Page 2
298 xnuni gera það gagn, að almenningur muni leggja skýlaupan trúnað á alt, sem hann segir í vísindanna nafni, þótt ekki beri hann við að rökstyðja það minstu vitund, og þótt enginn skynbær maður og hjátrúarlaua í þeirri grein viti til, að hann hafi neina yfir- burði í íslenzkuþekkingu yfir fjölda skólagenginna manna, sem ekkert eru við skóla eða skólakenslu riðnir, hvað þá heldur þá, er málið kenna þar — nema ef vera kynni í hinni ósýnilegu mállýzkufræði haus. Allur þessi gauragangur rektors er, auk geðsvölunannnar á höf. orðasafns- ins, ekkerc annað en ósnotur árás á þá, sem vernda vilji með hyggilegum staf- setningarsamtökum og þar til heyrandi leiðbeiningum tungu vora fyrir taum- lausum misþyrmingum, sem hann á eigi hvað minstan þáttinn í með hin- um alræmda »umskifting« sínum, er hann leitar sér fordildar í látlausu þráhaldi við, — ætlast til, að þetta þráhald sé kallað óviðjafnanleg stefnu- festa og sálarþrek, þótt flestum muni raunar finnast það helzt í ætt við forföð- ur J)jóðólfsmannsins, sem strompunum reið 1 Biskupstungunum, eða svipa til sálarþreks mórauðu rollunnar, er streittist þangað til við að brölta upp á moldarbakkann, að hún lá afvelta. fjetta er hið aðdáanlega sálarþrek margnefnds vísinda-jötuns! Póstgufnsk. Ceres lagði á staS aftur þriðj udagskveld 4. þ. mán., samkvæmt áætlun. MeS því sigldi konsúlsfrú Augusta Thomsen til Khafnar, og kapt. Kr. Bjarnason til Englands í þilskipakaupaerindum. Dáinn hér í bænum 4. þ. m. fyrrum kaupm, Eggert M. Waage. Gufub. Skálholt kom daginn eftir, 5. þ. m., frá Khöfn, Skotlandi og Eæreyjum, meS þaS sem Ceres hafSi orSiS að skilja eftir af vör- um í Leith. Það fór aftur í morgun heimleiðis. Fyrir því ræður enn kapt. Aasberg, er verður eftir þetta fyrir póstsk. Laura í stað P. Christiansens, er fengið hefir annað skip til forráða. Vestmanneyjum 24. nóvbr.: I septeæber var mestur hiti 5.: 13,8' minstur aðfaranótt 27. -f- 2,5'. í október var mestur hiti 19.: 9,2°, minstur aðfara- nótt 12. H- 4°. Úrkoma var í september 199, í október 77 millímetrar. Jarðeplauppskera var með lakara móti, rófur spruttu hetur, en Garðyrkjufélagsfræið reyndisí i ár i fyrsta skifti ilia, það varð of mikil grózka i kálinu, hljóp það i njóla, og rófurnar voru flestar meira og minna trénaðar. Skurðarár var i meðallagi. Afli af sjó hefir verið mjög rýr, því annars vegar hefir veðrátta verið mjög stormasöm með afarmikilli úrkomu, og gæftir þvi æði-stopular, og hins vegar hefir verið mjög lítið nm fisk úti fyrir. Heilbrigði góð. Bæjarstjórn Rvíltur þetta gerðist á síðasta fundi henn- ar, 6. þ. m. Umkvörtun frá bæjarstjórninni um ófullkomið manntal hér í bænum hafði landshöfðingi svarað svo, að dómkirkju- prestinum bæri sjálfum að taka mann- talið eða þá að láta áreiðanlegan mann eða menn taka það fyrir sína hönd, og *kyldi því jafnan lokið fyrir 31. janú- ar ár hvert. Nokkurir bæjarmenn höfðu lagt það til, að bæjarstjórnin léti skreyta bæ- inn eða hafa einhverja viðhöfn hér 31. þ. m. vegna aldamótanna. J>að var sam- þykt, og 3 manna nefnd (Tr. G., H. J., G. B.) falið að standa fyrir því, á- samt einhverjum bæjarmönnum, er hún kýs sér til aðstoðar. Frá landsböfðingja kom tilkynning um, að stjórnin hefði ekki séð sér fært að staðfesta landsspítalafrumvarpið frá síðasta þingi, vegna of lítilla fjárfram- laga, en hefði í ráði að leggja nýtt frumvarp um sama efni fyrir næsta þing, og vildi vita hjá bæjarstjórninni, hve mikið hún muni fús að leggja til landsspítalagerðar umfram áður heitn- ar 10,000 kr. það mál var falið fjár- hagsnefnd og héraðslækni (G. B.) til í- hugunar og álitsgjörðar. Til barnaleikvallar á bæjarstjórnin kost á að fá fyrir 400 kr. lóðarspildu, er St. Egilsson á; bíður næstafundar. Boilleau bauð bæjarstjórninni til kaups fjós sitt við Bauðarárlæk, en hún vildi ekki. Sótara í vesturhluta bæjarins frá nýári skipaði bæjarstjórnin þórð G. Breiðfjörð. Fyrirliðar í slökkviliði skipaðir: Pétur Jónsson blikksmiður, Andrés Bjarnason söðlasmiður, Asgeir Sigurðs- son kaupm., Gísli Tómasson verzlm., Casper Hertervig gosdrykkjabruggari. Til að semja alþýðustyrktarsjóðskrá kosnir M. B., Sighv., þ. B. Samþykt brunabótavirðing á húsi H. Andersens skraddara 21,830 kr. -þ 2,400 (tvíloftað geymsluhús hans); enn fremnr á húsi Steindórs Jónsson- ar trésmiðs við Klapparstíg 3,215, og Guðm. Guðmundssonar trésmiðs í Bergstaðastr. 1,590. Fyrsta glepsan. Fyrsta glepsan af stafsetningarvís- dómi skólameistarans með imans um- skiftinginnn kom í málgagninu hans 30. f. mán., og má með sanni segja, að þar bregði heldur en eigi birtu yfir vísindaheiminn. Að fráskilinni einni hártogun, sem ætluð er sýnilega allra-heimskustu og hugsunarlausustu lesendum málgagns- ins hans — þeirri, að úr því að í bókinni sé haft orðið »höttur«, en ekki »hattur«, þá muni vera tilætlun höf- undarins að útrýma orðinu »hattur« úr málinu! (orsökin er vitanlega sú, að »hatt« beygir enginn skrifandi maður vitlaust, en »hött« mjög margir) — er þessi glepsa um eitt orð, að eins eitt orð, orðmyudina stível = stígvél. þetta á sjálfsagt að vera ætilegasta rúsínan í öllum aðfinslunum. Annars mundi eigi hafa verið byrjað á henni. Sér er nú hvert sælgætið, eða hitt þó heldur. það eru aem sé naumast fleiri línur í klausunni en vitleysur! Aðalaðfinslan er sú, að hneyksli sé að koma með orðmyndina stível, af ýmsum ástæðum — þeirri fyrst og fremst, að hin algenga orðmynd, stlg- véi, sé æfagömul í íslenzku, hafi not- uð verið þár frá ómunatíð. þetta sannar svo maðurinn með því, að vitna í Thomas sögu erkibiskups. Ekki skulum vér fá oss það til, þótt hon- um jafnfróðir menn að minsta kosti telji ekki þá sögu ýkja-gamla. En hitt er lakara, að orðið er þar a 11 s e k k i t i 1. »Vísindamenskan« hefir sem sé á þessum 7—8 vikum, sem hún var að undirbúa »ritdóm« sinn, afkastað því stórvirki, að fletta upp í orðabók þessu orði eða því líku, og séð þar vitnað í fyrnefnda sögu. Meira hefir hún ekki komist yfir þar, en þykist hafa held- ur en ekki vel veitt og rýkur á stað með þá sleggju til að greiða stafsetningar- kverinu og höf. þess fyrirhugað rot- högg. Hefði verið minna á honum óða- gotið og minni feginleikurinn yfir þess- ari mikilvægu vísinda-uppgötvan, svo að hann hefði gefið sér tóm til að lesa hin tilvitnuðu orð, eins og þau eru prentuð í sjálfri orðabókinni (Fritzners), þá hefði hann undir eins séð, að þetta er basði annað orð o g alt annarr&r merkingar. Orðið er »stigvél«, en e k k i «stíg- vél*. það er (bersýuilega) kvenkyns, en e k k i hvorugkyns. það merkir í þriðja lagi e k k i neinn skófatnað, heldur — í s t a ð! þetta, merkinguna, tilgreinir sjálf orðabókin berum orðum. En það athugar ekki »vísindamenskan« einu sinni. Nú þurfti og ekki þess með. þótt Fritzner hefði misskilíð orðið og rangþýtt — sem hann gerir margsinn- is —, þá gat og getur hver maður, sem les klausuna, er hann prentar upp úr Thornas sögu, séð á sambandinu glögt og viðstöðulaust, að orðið þýðir þar ístað og ekkert annað, — þýðir vél til að stíga á hestbak: •konungrinn — sjalfr stendr nær, sem herra byskup heilagr Thomas stígr á hest ok berr stigvél at hans fæti«. það er stórfeld vísindamenska, þ6tta! Athygli, glöggskygni, aákvæmni, sam- vizkusemi — einkum þegar nú ekki er hægara á stað riðið til að fyrir- dæraa með háðulegum gífuryrðum ann- arra manna verk. Von er, þótt »vísindamenskan« þyrfti að teyma á eftir sér í halarófu suma landsins mestu hefðarmenn inn í lands- ins dýrlegasta leikhús til að gæða þeim á öðrum eins sopa úr sínum óstikanlega Mímisbrunni. það hefir ekki lítið víkkað og hækk- að þekkingarsjóndeildarhringur þeirra með slíkri og þvílíkri fræðslu. þ&ð er ekki furða, þótt hugur þeirra og daglegar viðræður hnigi vikum saman varla að öðru en jafn-háleitu og stór- merkilegu atriði, jafnmikilsverðum þætti í landsins gagni og nauðsynjum, eins og þessum minnilega fræðalestri lands-skólameistarans! það væri annaðhvort, þótt þeir gleymdi eigi deginum þeim, fremur en heimsins mestu stjörnufræðingar þeim dögum, er kornið hefir verið í fyrsta sinn auga á einhvern stórmerkilegan himinhött. Aldrei hefir fæðst hlægilegri mús, er fjöll hafa tekið léttasótt! Hvort mundi nú svona maður, svona ritdómari, kallaður heldur í a 1 v ö r u vísinda-stórmeistari eða vísindagutlari, — e f hann hefði ekki embættistign- ina að tjalda með? — það er lítið betra, þótt mein- lausara 3é, er hann fer að útlista í sömu klausunni með miklu yfirlæti, að pílagrímur ætti að réttu lagi að heita pílagráwur á íslenzku, af því að orðið er »peregrinus« á latínu. Hann veit sýnilega ekki það, að orðið er alls ekki úr latínu komið beint inn í íslenzku, fremur en t. d. kirkja beint úr grísku, heldur úr ensku eða öðrum norðurþjóða málum, er ummyndað hafa orðið sjálfar hjá sér áður og haft allar skifti á stöfunum n og m — enskan t. d, gert úr því pilgrim, o. s. frv. En það er í stuttu máli að segja um orðmyndina »stível« fyrir »stígvél«, sem fleiri óvanalegar orðmyndir í þessu orðasafni, hvort heldur eru teknar eftir öðrum söfnum eða ekki, að fyrir þeim eru að miusta kosti eins góðar heimildir í ísl. málvísi eins og vísinda- stórmeistarinn, og að allar slíkar orð- myndir m á apa upp og gera tortrygg- legar í fáfróðra augum. þ e i m þykir skrítilegt, að réttara skuli vera að rita »tvíefldur« en »tvíelleftur«, »gull- fjallaður« heldur en »gullfjatlaður«, »man8öngur« heldar en »mannsöngur«, »orlof« heldur en »orðlof«, »olla« held- ur en »valda«, o. s. frv.; og er hægð- arleikur að fá þá tíl að ímynda sér það alt vera hlægilega vitleysu, ein- kum ef það gerir einhver, sem almenn- ingur hefir á vísindahjátrú vegna stöðu hans. Hins vegar bannar orða- bókin engum manni að hafa röngu orðmyndirnar tungutömu og alþýðlegu, ef hann kýs það heldur; hún segir að eins, að þær séu annaðhvort að eins miður réttar eða alveg vitlausar. Og orðið »stígvél« er vitleysu afbökun á útlendu orði, sem ekkert á skylt við «stíg« og ekkert skylt við neina »vél«, að sínu leyti eins og »sigurverk« (= klukka, úr) er vitleysu-afbökun á útlendu orði, sem ekkert á skylt við »sigur«. Vitaskuld g e t u r vitleysan V9rið búin að fá svo mikla festu í málinu, að frágangssök sé að útrýma henni; og er það sízt hægt, ef hljóðið (framburðurinn) er mjög ólíkt hinni réttu orðmynd; ella má vel takast að hafa skifti á réttu fyrir rangt. En auðvitað er og verður ávalt álitamál, hve langt eða skamt skal farið í því efni. Nú er framburðarmunur á »stível« og »stígvél« ekki meiri en svo, að fremur lítið ber á, t. d. að minsta kosti ekki meiri en á »tvíefldur« og »tvíelleftur«. »Vísindamaðurinn« játar og sjálfur, að ekkert g eigi í orðiou (stígvél) að vera eftir uppruna þess (1. æstivalis); þ a r er alls engin stig- hugmynd í. Og sjálfur ber hann þrá- sinnís fyrir sig uppruna, er hann þyk- ist hafa réttara fyrir sér en aðrir um rithátt orða. Hitt er og altftt, að þótc látið sé meinilla við nýrri eða óvanalegri orðmynd fyrst í stað, hvort heldur er nýyrði eða að eins ný stafsetning á gómlu orði, þá fer það af smámsam- an, og festist nýja myndin í málinu með tímanum svo vel, að enginn mað- ur vill sjá eða heyra hina fyrri, miður réttu eða þá vitlausu orðmynd. Slíks eru nóg dæmi. Verðiframhald»ritdómsins« þessu líkt eðaþálítiðannaðen svo aumlegar hártog- anir út úr fáeinum mjög meinlitlum eða alveg meinlausum misprentunum, að skóladrengir í neðstu bekkjum mundu fyrirverða sig að Iáta annað eins frá sér fara, þá skulum vér eigi þreyta lesendur vora á miklum afskiftum af því drengja-æði. það leynir sór þá og eigi fyrir neinum heilskygnum manni, af hvaða toga þessar árásir mannsins eru eingöngu spunnar. Það Lefir helzt til lengi dregist, að mirmast opinberlega þess mannkærleika, er sveitungar okkar ásamt ýmsnm út i frá hafa sýnt okkur með samskotum, til að standast kostnað við hina löngu legu Eiríks sál. sonar okkar; og viljum við sérstaklega nefna sýslumann og sóknarprest okkar og hreppstj. Gr Thorarensen, er var aðai- hvatamaður að nefndum samskotutn og gaf okkur rikulega peningagjöf, ásamt öðrum fleirum. Þessum mönnum og öllum öðrum, er rétt hafa okkur bjálparhönd, viljum vér færa hjartans þakklæti okkar. Sömuleiðis öllum þeim, er tóku þátt i sorg okkar við lát og jarðarför þessa okk- ar elskulega souar, og reyndu til að gjöra þessa reyuslu- og saknaðarstund sem léttbærasta. Að endingu þökkum við af hrærðu hjarta þeim hjónum: Símoni Jónssyni og Kristínu Eiriksdóttur, föðursystur hins látna, er reyndust þessum ástrika syni okkar sem heztu foreldrar þann langa tima, er hann dvaldi hjá þeim; einnig sendum við hjart- ans þakklæti okkar öllum þeim, kunnugum og ókunnugum, er réttu Eiriki sál. hjálpar- hönd þann langa tíma, er hann dvaldi á sjúkrahúsi Reykjavikur. Af hrærðu hjarta þökkum við öllum þessum mönnum og hiðjum algóðan guð, sem ekki lætur vatnsdrykk ólaunaðan i lærisveins nafni gefinn, að launa þessum kærleiksriku gefendum af rikdómi sinnar náðar, þá er þeim mest á liggur. Oddhól 25. nóv. 1900. Steinn Eiríksson. Kristin Halldórsdóttir.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.