Ísafold - 12.12.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.12.1900, Blaðsíða 1
Keranr út ýmíst einn sinni eða tvisv. í viku. Terð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis iyrir fram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Keykjavík miðvikudaginn 12- des. 1900. 76. blað. Biðjið ætið um OTTO M0NSTEDS DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjugt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnunum. I 0. 0. F. 8212148 I. Forngripasafnið opið mvd. og ld. II—12 Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundn lengur (til kl. 3) md., mvd. og ]d. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud, hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. z^Enn kemurísa- íold út þrisvartil jóla: ld-15., mvd 19. og Id. 22. desbr. Væntanleg fiokkaskifting hór á landi. Naumast hefir flokkaskiftingin hér á landi nokkuru sinni verið jafn-ákveðin og nú síðan i fornöld. Eða ef til vill kann að vera réttara að segja, að naum- ast hafi málefni þjóðarinnar skift henni áður í jafn-ákveðna flokka á síðari öld- um. Því að nóg hefir stundum ver- ið um flokkadrættina. Og samt verður ekki sagt, að þaö só annað en stjórnarskrármálið, sem enn ræður flokkaskiftingunni verulega. Það kom greinilegast í ljós við kosningarnar í haust. Hvarvetna stóðu menn á önd- inni út af því, hvort stjórnarbótarvinur eða stjórnarbótaróvinur næði kosningu þeir er lótu þjóðmálin skipa öndvegi. Um annað var ekki spurt. Og frá öðru var ekki skýrt, nema þá eins og af til- viljun. Fyrir þjóðinni lágu önnur stór- mál, sem velgengni hennar getur vel verið undir komin. En það var eins og stjórnarskrármálið sligaði þau við kosn- ingarnar, eins og að undanförnu. Óvíst er, hvort þau liafa nokkurstaðar ráðið úrslitunum. Um suma nýkjörnu þing- mennina er almenningi út í frá ókunn- ugt, hvernig þeir ætli að taka í þau mál. Og um suma aðra þingmenn er það víst, að þeir ætla ekki að verða sömu mönnunum samferða í bankamál- inu og ritsímamálinu eins og í stjórnar- skrármálinu. Stjórnarskrármálið er því í raun og veru eina málið, sem enn ræður flokka- skifting hór á landi, En sú flokkaskift- ing getur ekki með nokkuru móti orðið til frambúður. Það mál hlýtur að verða útkljáð, til bráðabirgða að minsta kosti, innan skamms. Og þá er sú floklcaskifting, sem nú á sór stað, undir lok liðin af sjálfu sér. Vitaslmld virðist mega ganga að því vísu, að úr stjórnarbótar- flokkinum, sem nú er, myndist áfram- haldandi, staðfastur framfaraflokkur; all- ur þorri stjórnarbótarmanna er stjórn- arbótinni sinnandi einmitt í því skyni framar öllu öðru, að þjóðin skuli eiga auðveldara aðstöðu í framfaraviðleitni sinni yfirleitt. En ekki næði samt nokk- urri átt að haldn því fram, að stjórnar- bótardeilan skifti mönnum í flokka, þegar svo er komið, að sú deila er und- ir lok liðin. Og ekki virðist það neinn galdur að sjá fyrir, hvað þá muni taka við, hvað þá muni verða allsherjar-ágreiningsefnið hór á landi. Það er sýnilega trúin á laudið og þjóðina.1 Það djúpsetta og afarmikilsverða á- greiningsefni er þegar farið að gera vart við sig til muna. Og þó kemur það enn tiltölulega svo lítið til greina í af- skiftum manna af þjóðmálum. Hvað mun þá verða, þegar það á að fara að ráða öllu að kalla má í löggjöfog stjórn landsins? Þolir þetta land og þessi þjóð menn- inguna,, samskonar menniug eins og á sór stað hjá öðrum siðuðum þjóðum? Það er spurningin mikla, sem nú er svo oft farin að gægjast fram, miklu oftar sjálfsagt en menn gera sér ljósa grein fyrir. Ekki getur það dulist neinum hugs- andi manni, hve mikilsvert málið er. Stöðugt erum vér aö hafa meiri og meiri afskifti af öðrum þjóðum. Þörfin er því sýnilega meiri og meiri með hverju árinu, að fylgjast nokkurn veginn með þeim. Og framfararás þeirra er hraðari nii en nokkur maður hefði getað gert sér í hugarlund fyrir nokkurum áratug- um. Framfaravonir þeirra og framfara- hugmyndir eru þó enn miklu stórstígari. Þær eru í raun og veru alveg hættar að hugsa sér nokkur takmörk fyrir þeim framförum, sem orðið geti með þeim innan skamms. Svo framarlega sem vór höldum að miklu leyti kyrru fyrir, get- ur ekki hjá því farið, að vér heltumst svo áþreifanlega úr lestinni, að vór verð- um innan skamms tciluvert nær skræl- ingjum, að því er menningu snertir, en frændþjóðum vorum umhverfis oss. Getum vér þá orðið nokkurn veginn samferða öðrum siðuðum þjóðum? ísafold hefur jafuan játað þeirri spurningu afdráttarlaust. Og svo er fyrir þakkandi, að margir merkir menn og góðir hór á landi eru oss samdóma í þvi efni. Þeir geta alls ekki til þess hugsað, að þessi þjóð eigi um aldur og æfi að verða örverpi veraldarinnar, fátæk, einangruð, menningarsnauð kot- þjóð. Þeir vita það mjög ve), að það kostar nolcJcuð að komast í sannleika í tölu menningarþjóðanna. Menningin hefir kostað aðrar þjóðir mikið, eigi að eins of fjár, heldur hafa þær og^ orðið að beita miklum áhuga og miklum vits- munum og miklum líkamskröftum til þess að öðlast hana. Enginn maður getur gert sór í hugariund, að vór mun- um þurfa minna fyrir hana að greiða en aðrar þjóðir. En þeir menn, sem hér er um að ræða, eru ráðnir í að vinna að því, að þjóð vor fari hennar sem styzt á mis hér eftir, hvað sem hún kostar. Þeir krefjast þess ekki, að vér hljótum alt menningarglysið, sent aðrar þjóðir gcta skreytt sig með. En þeir líta á það sem lífsskilyrði fyrir þjóðina, að alþýðan fái eins góða ment- un hér eins og í öðrum löndum, að bænd- ur búi eins vel hér og í öðrum löndum, að sjávarútvegur vor samsvari hæfilega þeira ógrynnum auðs, sem hór eru við strend- ur landsins, að iðnaður komi upp í land- iuu, að híbýli manna hór verði engu ó- hlýrri, engu loftverri og engu óhreinni en híbýli manna í öðrum löndum. Agætt sýnishorn hugmynda þeirra, sem fyrir framfaramönnum þjóðar vorr- ar vaka, er ritgerð Páls amtmanns Briem, sem nú er komin út hór í blaðinu, — ágætt sýnishorn, það seút hún nær. En hún nær ekki verulega til annars en búnaðarins, og því kemur þar vitanlega ekki fram nema nokkur hluti af kröf- um þeim, sem eru í vændum. Það er í raun og veru algjörð um- breyting á öllu atferli þjóðar vorrar, að því er framfaramál hemlar snertir, sem fram á verður farið. Geta má nærri, hvort slíkar kröfur vekja ekki mótspyrnu. Jafn-staðráðnir og framfaramenn þjóð- ar vorrar eru í því, að láta ekki sitt eptir liggja í viðleitninni við að koma henni inn á uýjar meuningarbrautir, jafn-staðráðnir eru afturhaldsmenn vorir sýnilega í því að halda öllu verulegu í sama horfinu og að undanförnu. Bjóðist oss ráðgjafi, sem starfi í ná- inni samvinnu við þingið að eflingu nauðsynjamála vorra, þá afsegja þeir hann með ópum, köllum og brigzlum, af því að hanu geti orðið ofjarl þings- ins. Sé oss boðin öflug peningastofnun í öllum vorum peningavandræðum, þá berjast þeir gegn henni með hnúum og hnefum, því að peningar verði oss ekki til neins aunars en setja oss algerlega á höfuðið. Komi til orða, að vór komumst loks- ins út úr einangruninni með ritsíma- sambandi við önnur lönd, þá leitast þeir við að telja þjóðinni trú um, sumpart að vór mundum ekkert gagn hafa af því, sumpart að vór höfum ekki efni á að kosta ueinu til þess og að útlending- ar eigi að leggja os's það til að öllu leyti. Þegar framfaramenn vorir eru að tala um, að vér verðum fyrir hvern mun að auka fjárframlögin til atvinnuvega og mentunar þjóðarinnar, þá leggja aftur- haldsmennirnir alla áherzluna á s p a r n- aðinn og krefjast þess, að vér látum svo og svo miklu óeytt af hinum litlu tekjum landsins, leggjum það í sjóð, látum það nema miljónum og kaupum fyrir það vitleysu að mörgum árum liðn- um (sbr. ritgjörð Boga Melsteðs í Austra). Þegar framfaramenn vorir eru að sanna það með gersamlega órækum rök- semdum, að alþýða vor só ekki jafn-vel að sór sem alþýða manna með frænd- þjóðum vorum og krefjast þess, að svo mikið fé sé fram lagt, að hún standi ekki lengur öðrum á baki, þá geraekki afturhaldsmenn vorir annað en vonzkast og reyna að telja mönnum trú um, að nú sé verið að níða þá. Svo mikil er afturhaldsáfergjan í sum- um mönnum hór á landi, að eitt blaðið flytur athugasemdalaust ritgjörð um það, að það só dýrmæt róttindi fyrir minni hluta annarar þingdeildarinnar að geta ónýtt fjárlögin, ef landið skyldi fá stjórn, sem yrði of stórstíg í framfaraattina. Og svo mikill er fjandskapur aftur- haldsmanna við þá, er vilja fá ástand- inu breytt, að þeir leitast af fremsta megni við að koma inn þeirri ímyndun hjá þeim, sem lítilsigldastir eru andlega, að þeir, sem á breytingarnar hyggja, vilji ekkert annað en svíkja landið í hendur útlendingum, og flæma þjóðina í aðra heimsálfu. Góðgjarnlegasti skilningurinn áslíkum atförum er sannarlega sá, að mennina vanti gersamlega trú á landið og þjóð- ina. Og sií trú er það sýnilega, sem skift- ir þjóðinni í flokka, þegar loksins verð- ur vitrætt um það flókna mál, hvort hagkvæmara muni fyrir þingið að hafa ráðgjafann í 300 mílna fjarlægð eða heima hjá sér þá dagana, sem það á að semja við hann. Útsala Thorvaldsens-félagsins. Skýrsla frá félagimt. Eins og mörgum er kunnugt, gerði Thorvaldsensfélagið síðastliðið sumar dálitla tilraun til að koma á sölu á is- lenzkum iðnaði. »Bazarinn« eða útsalan byrjaði 1. júní og voru þá að eins örfáir munir tií sölu; en brátt kom það í ljós, að furðumikið seldist af þeim munum, sem voru laglega til búnir og með sanngjörnu verði. þegar það fór að fréttast, að nokk- uð seldist, fjölgaði mununum óðum og seldist í júní fyrir um 400 kr„ í júlí fyrir um 1500 kr., í ágúst fyrir nál. 800 kr. og eftir það til þessa dags um 600 kr. þetta eru að vísu ekki stórar fjár- hæðir; en þó gekk salan betur en fé- lagið hafði gert sér von um. Silfursmíðar hafa gengið vel út, bæði gamlar og nýjar, eiakum þó gamlar eða smíðaðar eftir gömlum mótum. Mikið hefir líka selst af vetlingum, sokkum, ullarklútum .og tvöföldum og einföldum hyrnum; en komið hefir fyr- ir, að vetlingar og sokkar hafa verið illa lagaðir og það staðið þeim fyrir sölu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.