Ísafold - 12.12.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.12.1900, Blaðsíða 3
Meiri »vísindamenska«. Nú er kornin önnur glepsan frá rektor út af Stafsetningarorðbókinni, í málgagninu hans 7. þ. m., og mun vera ekki stórum veigameiri en hin fyrsta, sem nefnd var um daginn — þar sem hann meðal annars lét ís ta ð vera sama og s t í g v é 1! Eins og vér ráðgerðum þá, látum vér frekari afskifti af þessum peðringi vísindastórmeistar- ans bíða að sinni, þangað til ef hann kemst einhvern tíma dálítið áleiðis með »vísdóminn«. Vér minnumst í þetta sinn að eins á eitt atriði, rétt til gamans. J>að er hinn mikli rembingur í manninum út af því, að í orðabókinni stendur f ó e r 1 a, en ekki f ó e 11 a, og lætur hann það vera sprottið af ó- dæma fákænsku höf. í dýrafræði; hann viti sýnilega ekki, að maríuerla heyri til spörfuglakyninu, en fóerla anda- kyni, og því hljóti að vera rangt að rita þessi tvö fuglsheiti eins, — þ. e. síðari hluta orðsins. |>að er heldur en ekki sannfæraudi, þetta! |>að er sem sé bygt á þrí, að allir þeir, er gefið hafa fuglum eða öðrum dýrum alþýðleg heiti, alt frá Adam til vorra tíma, hafi verið náttúrufræðingar, og því aldrei látið sér detta í hug, að velja skyld heiti nema skyldum fugl- um eður dýrum, — a 11 i r verið nátt- úrufræðingar, þótt auðvitað eigi hon- um jafnsnjallir, yfir-fræðingnum í öll- um vísindagreinum. Já, það stendur ljómandi vel heima, þetta. Keldusvínið heitir því nafni af því, að það er af svínakyninu (sus)! þórshaninn heitir hani af því, að hann er af hænsnakyninu (gallus)! Torfgrafarálftin ber það nafn af því, að hún er af álftakyninu (cygnus)! Hámeri er'vitanlega af hestakyniuu (equus), úr því hún heitir meri, óska- björn af bjarndýrakyninu (ursida), kol- krabbi af krabbakyninu (crustacea), fiæðarmús af músakyninu (murida), og sænaut (sirenia) og jötunuxi af nauta- kyninu (bos)! f>ví eru ekki náttúrufræðiskennar- arnir látnir kaupa sér aukatilsögn hjá rektor í dýrafræði, til þess að verða sór ekki til minkunar fyrir lærisvein- um sínum. f>að er alveg áreiðanlegt, að þ e 11 a vita þeir (kennararnir) ekki. Ekkert framhald af »vísindamensk- unni« í gær í rektorsmálgagninu, svo miklu þunnmeti sem það hafði þó kastað á svanginn hjá sér. Er þvf náunginn farinn að gizka á, að hann (rektor) muni hafa tekið »ketlinginn« sinn (»stígvélaða köttinn«) heim aftur úr fóstrinu hjá félaga sínum, f>jóðólfs- manninum, til þess að karra hann bet- nr — hann langi ekki í annan eins snoppung aftur og þann um daginn fyrir í s t a ð i ð, sem hann hélt vera s t í g'v é 1. f>exr vita þá, hverju þeir eiga von á næstu vikurnar, hinir heldri kunningjar hans: látlausri »æf- inga«-rás heim til þeirra til þess að sía betur »vísdóminn«, þ. e. framhaldið, áður en það fer á prent. Síra Bjarni J?orsteinsson hiður þá, er keypt hafa hinn nýja »ís- lenzka hátiðasöng« hans, að leiðrétta tvær prentvillur, sem slæðst hafa inn í há- tiðasönginn: Önnur er á hls. 24 í l.takti i neðstu linu; þar eru í vinstri hendi nót- urnar cis — e, en á að vera A — cis. Hin er á hls. 35. Þar er fyrsta nótan í hass- anum við svarið: »0g með þinum anda« fis, en á að vera a. Niðurjöfnunin. Er það rétt, sem skýrt er frá í næstsíð- asta thl. Isafoldar, að einn í niðurjöfnunar- nefnd Reykjavikur (E. F.) hafi gengið úr nefndinni? Og i öðru lagi, er ekki niður- jöfnunin fyrir næstkomandi ár ógild,þeg- ar að eins 6 menn hafa um' hana fjallað? í tilskipun um bæjarstjórn í Reykjavik, dags 20. apríl 1872, 20 gr. er það skýrt tekið fram, að tala nefndarmanna i niður- jöfnunarnefndinni »skal standa á stöku«. Hefir enginn ábyrgð á, að þess sé gætt, eða er þetta iagaákvæði úr lögum numið? Og i þriðja lagi, hefir nokkur slík nefnd, sem niðurjöfnunarnefnd (eða formaður henn- ar) vald til að vikja einum af meðlimum sinum burtu? Þarf ekki til þess úrskurð eða skipun æðra valds? Reykjavik 3. des 1900 B. M Sjöuudi nefndarmaðurinn, sá er hér um ræðir, segist ekki hafa úr nefudinni geng- ið, heldur kveður sig aldrei hafa kvaddan verið á fundi nefndarinnar í þetta sinn; aðrir segja það munu hafa verið samkomu- lag rnilli hans og formanns nefndarinnar. En ógild getur niðurjöfnunin alls eigi verið fyrir það, með því lögin gera ebki ráð fyrir varanefndarmönnum, en því að eins væri auðið að afstýra þvi, að nokkurn tíma ynnu i nefndinni færri en 7 menn, með því að ávalt getur einhver forfallast, vegna veikinda eða annars, en nefndinni skipað að hafa starfi sínu lokið á tilteknum tima. Það er sama um bæjarstjórnina. Þar á og tala fulltrúanna að standa á stöku, en jafn- gildar ern allar gjörðir hennar fyrir þvi, þótt svo sé eigi — Þriðju spurningunni þarf því að eins að svara, að sannað sé, að nefndin sjálf hafi vikið manni úr sinum hóp. Bitstj. Víssvitandi ósannindi. í »f>jóðólfi« stóð 7. þ. m. grein með fyrirsögninni: »VölBkurnar .... Höf. ritar auðsjáanlega í þeim til- gangi, að gefa lesendum í skyn, að eg í »Nýju Öldinni« III, 3—4 aé að fær- ast undan þvf, að vera »meðhöfundur« að stafBetningarorðbókinni nýju eftir hr. Björn Jónsson, og orsökin er ætl- ast til að lesendur hugai sé sú, að eg álíti bókina svo lélega, að eg telji mér vansa að því, að vera »meðhöf- undur« að henni. Auðvitað er þessi grein ætluð þeim, sem ekki lesa »Nýju Öldina«; því að úr því greinin er »að- send«, má ætla höf. það skyn, að hann, eins og hver meðalskýr maður, skynji, að þetta er ósatt mál, sem hann fer með. Eg þurfti ekki að bera af mér, að eg væri »meðhöfundur« bókinnar, því að enginn hefir haldið því fram; höf. orðbókarinnar segir í formálanum ná- kvœmlega rétt frá þvi litla, sem eg lagði til bókarinnar (»að lagfæra ým- ielegt í próförk«). Ástæða mín til, að taka það skýrt fram í »N. 0«, að þátcur eá, sem eg ætti í bókínni, væri lítill, og að eg þyr/ti ekki á óðru á- byrgð að bera en bendingum mínum, var bú, að sýna, að eg væri svo lítið við bókina riðinn, að eg gæti talað al- veg óhlutdragt um hana fyrir þá sök. f>etta gerði eg af því, að eg lauk lofs- orði á bókina, og þó reyndar minnu en hún á skilið, því að eg vildi ekki draga úr gildi orða minna með neinu akjalli. En úr því að tilraun er gerð til að leggja orð mín út alveg gagn- stætt tilgangi þeirra, skal eg segja það, og reyna að standa við það, að bókin er betur samin en bækur flestar geraat. Villur þær, sem eg hefi var yið orðið, eru tiltölulega örfáar í sam- anburði við orðafjöldann (líkl. um 10,000 orð). f>ótt takast mætti, að tína til svo sem 2—3 villur (að prent- villum meðtöldum) í hverjum þúaund orðum, þá tel eg það furðu-lítið í frumsmíð, og munu íáar sams konar bækur í öðrum málum gallafærri í 1. útgáfu. f>eir, sem á slíkri bók þurfa að halda, munu örejaldan leita árang- urslaust 1 þessari bók að vandstöfuðu orði, nema því fátíðara bó í riti, og í 997—999 tilfellum af 1000 mun þeim óhætt að reiða sig á svarið. Keykjavík 10. des. 1900. Jón Olaýsson. TIL VERZLUNAR eru nýkomnar neðantaldar vörur: Kaffi — Export — Hvítasykur — Strausykur — Púðursykur ■— Grjón — Bankabygg — Baunir */i og ]/2 — Sago — Flormjöl — Kartöflumjöl — Byggmjöl — Haframjöl — Overheadmjöl — Hænsnabygg — Kartöflur — Laukur — Epli — Korsör-inargarine —■ Rúsínur — Sveskjur — Kirsiber — Gráfíkjur — Kúrennur — Möndlur — Citronolia — Makaroni — Syltetöj •— Marmelade -— Eggjapúlver — Gerpúlver — allsk. Krydd — Colm. Mustard — Sucat — Borðsalt — Fuglafræ — Chocolade — Cocoa — Konfekt — Brjóstsykur — Mejeriostur — Goudaostur — Mysuostur —• Ejdammerostur Niðursoðið — Humrar — Lax — Sardínur — Mackrel — Kjöt — Leverpostej — Pickles — Ananas—Perur — Grænar ertur (fínt merki) 20 mismunandi teg. af KafFi'brauði og Tekexi, hvergi eins ó- dýrt. — Tvíbökur — Kringlur — Skonrok — Alls konar Tóbak ogf 12 teg. hollenzkir vindlar. Ymiskonar vín. Saft. Ymislegar jólavörur, þar á meðal margir munir hentugir til jólagjafa handa fullorðnum og börnum — Jólakerti — alinkerti —• Dekorationskerti — Ljósaklemmur — ýmisl. góðgæti til að hengja á jólatré — Gratulations- kort — Spil o. fl. Mikið af allskonar járnvörum ogemail. Eldhúsgögnum. Fyrir kr. 600 alls konar Slipsi og Hálslín — Brjósthlífar — Hattar — Húfur o. m. fl., sem hér yrði of langt upp að telja. Uppboösauglýsing. Eftir kröfu kaupmauna og kaupfé- lagsstjóra Skúla Thoroddsen á Isafirði og að undangengnu fjárnámi verður húseign Guðmundar skipasmiðs Guð- mundssonar, virðingarnr. 68 hér í kaupstaðnum, boðin upp við 3 opinber uppboð, er haldin verða laugardagana 22. desbr. þ. á. og 12. og 26. janúar 1901 til lúkningar dómsskuld, að upphæð 2953 kr. 21 eyri, og áföllnum kostnaði; tvö hin fyrstu uppboð verða haldin á skrifstofu bæjarfógeta, enhið 3. við húseignina. A þriðja uppboðinu verða ennfremur seldar nokkrar útistandandi skuldir, ýms stofugögn og aðrir munir. Á húseigninni hvíla þessar þinglesn- ar, óaflýstar veðskuldir : með öðrum veðrétti til Guðm. Árna- sonar á Nauteyri kr. 135, með 1. veðrétti til Vilhjálms Pálsson- ar frá Hnífsdal kr. 700, með 2. veðrétti til Jóns Jónssonar á Hrauni kr. 800 og verður húseignin því að eins seld, að hærra boð fáist en veðskuldum nemur. Uppboðin byrja kl. 11 f. h.ogverða söluskilmálar lagðir fram á skrifstofu bæjarfógeta degi fyrir hið fyrsta upp- boð. Bæjarfógetinn á ísafirði, 7. nóv. 1900. H- Hafstein- SILKIPAPPÍR alla vega litur fæst í afgreiðslu ísafoldar. Rauðgrár foli 2 vetra mark: biti aft. hægra, var seldur í Seltjarnarne»hreppi 3. desember þ. á. Réttur eigandi getur fengið hann út- leystan, ef hann gefnr sig fram fyrirö. jan- úar 1901 og borgar áfallinn kostnað; eftir þann tima andvirðið, að frádregnum kostn- aði, fyrir nsestu fardaga. Lambaitöðum, 8. des. 1900. Ingjaldur Sigurðsson. Uppboðsauglýsing. Hér með 'auglýsist, samkvæmt á- kvæði skiftafundar í þrotabúi Sigurð- ar bónda Sigurðssonar frá Rauðamel ytrn, að jarðir búsins: Rauðimelur ytri 37,1 hndr., Hausthús 10,6 hndr., og Hömluholt 10 hndr., allar í Eyja- hreppi innan Hnappadalssýslu, verða seldar á 3 opinberum uppboðum, er verða haldin laugardagana 20. apríl, 4. og 18. maí 1901. Tvö fyrstu upp- boðin verða haldin á skrifstofu sýsl- unnar í Stykkishólmi, en hið síðasta á eignunum ejálfum. Uppboðin byrja öll kl. 10 f. h. Söluskilmálar verða til sýDÍs á skrif- stofu sýslunnar nokkru fyrir fyrsta uppboðið. Sýslumaðurinn í Snæfellsness-og Hnappadalssýslu, staddur í Reykjavík 9. nóv. 1900. Lárus H. Bjarnason. Finir skimihanzkar fást hvergi eins ódýrir og í verzlun JÓNS ÞÓRÐARSONAR. Flestum er í fersku minni hið mikla manntjón, sem varð á Arnarfirði í ofsaveðr- inu 20. sept. í haust, þar sem 18 menn druknuðu frá 7 ekkjum og 16 börnum á unga aldri. Til þess að rétta hjálparhönd og dálitið reyna að iétta þessum munaðarleysingjum neyðina og sorgina, ætlar »Utgerðarmanna- félagið við Faxaflóa* og skipstjórafélagið «Aldan« að stofna til samskota og Tom* bólu, sem haldin verður i Handiðnamanna- húsinu laugardaginn 15. og sunnudaginn 16. þ. m. kl. 5—10 báða dagana. Nokkur hluti þess, er inn kemur, gengur einnig til fátækustu ekknanna eftir menn þá er druknuðu næstliðið vor á skipinu »Fálkanum«. Undirtektir hafa verið mjög góðar að styðja þetta fyrirtæki, enda er þörfin mikil þeirra sem þéssa eiga að njóta, svo búast má við, að talsvert verði gefið, og má senda það til vor undirskrifaðra, sem tök- um á móti þvi með þakklæti. Björn Guðmundsson. Jðhannes Jósefsson. Bjarni Jónsson. Páll Hafliðason. Finnur Finnsson. Stefán Pálsson. Hannes Hafliðason. Tr. Gunnarsson. Helgi Helgason. Þorsteinn Þorsteinsson. Pétur Sigurðsson. Jóhannes Hjartarson. Reykt kjöt Kœfu Smjör nýttog* Rjúpur kaupir verzl. Jóns pórðarsonar. Rvik Epli — Appelsínur — Vínber—Lauk- ur og Kartöflur f verzl. , N Ý H Ö F N ZSS- Hjá H0ST bóksala í Khöfn fást þessar bækur frá bók- verzlun ísafoldarprentsmiðju: Dönsk orðabók innb. kr. 6,oo Stafsetningarorðbók — o,8o Fornsöguþættir I—III ,innb., hvert bindi á. . . — i,oo Páls-kvæði _______ bundin eða óbundin — Jón Ólafsson. Falleg jólagjöf T a p a s t á veginum aðElliðaám b 1 e i k- r a n 11 herðasjal. Finnandi skili að Lága- felli. skrautútgáfa í skraut- bandi, fæst í bókverzlun Isafoldarprentsmiðju á 2 lcr,; ódýrri útg. á i kr. og D/skr*

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.