Ísafold - 15.12.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.12.1900, Blaðsíða 2
306 Alþýðu-ellistyrkur í Danmörku. I. Arið 1891 komu út lög í Danmörku J>ess efnis, að hver maður þar í landi, sem hafi réttindi innborinna manna, sé fullra 60 ára og ekki geti staðið straum af sér og sínum, skuli eiga til- kall til ellistyrks, ef hann hefir ekki ▼erið dæmdur fyrir neina æruskerð- andi athöfn, ekki notið sveitarstyrks síðustu 10 áriu og ekki verið sjálfur valdur að bágindum sínum með neinu móti, sem honum hefir verið sjálfrátt. Frá þessum stórmerkilegu lögum hefir mjög lítið verið skýrt hér, að því er oss er kunnugt. |>au eiga það þó sann- arlega skilið, enda hafa þau vakið mjög mikla eftirtekt með öðrum þjóð- um. Ensk kona, Edith Sellers, hefir nýlega dvalist nokkura mánuði í Danmörku, til þess að kynna sér áhrif- in af þessum lögum, og hefi svo ritað um málið í tímaritið »Contemporary Eeviewd. Málið er aðkomast á dagskrá á Englandi, væri ef til vill nú eitt af helztu umræðuefnum blaðanna þar, ef hugur manna væri ekki svo gagntekinn af tíðindum þeim, sem hafa verið að gerast í Suður-Afríku og Kína, að öll innanlandsmál hafa um stund orðið að lúta þar í lægra haldi. Hér fer á eftir aðalefnið úr ritgjörð konu þessarar. í Danmörk er það talið vansæmd, að þiggja sveitarstyrk, en fremur sæmd en hitt, að þiggja ellistyrk. Gamalmennin skilja til fulls, hvern mun lögin gera á þessu tvennu, og eru þakklát fyrir þann skýra grein- armun. Margir, sem heldur vildu láta lífið en þiggja sveitarstyrk, þiggja ellistyrkinn með fögnuði. »þér skiljið það, að við erum á eftirlaunum, en ekki sveitinni*. |>að var stöðugt við- kvæði. Gamalmennin njóta ellistyrksins á ýmsan hátt. Sumír fá tiltekna fjár- hæð á ári og eru að öðru leyti látnir sjá fyrir sér sjálfir. Oðrum er komið fyrir hjá vinum sínum eða ættingjum, og enn aðrir fá bústað f hælisstofn- unum fyrir gamalmenni. Ólæknandi sjúklingum er komið í spítala, og fengnar þar sérstakar hjúkrunarkonur. Lögin mæla svo fyrir, að styrkurinn skuli vera nægilegur til framfærslu þeim, er hans nýtur, og fjölskyldu hans, og eins til læknishjálpar, ef sjúkdóm ber að höndum. En þau mæla ekkert fyrir um það, á hvern hátt styrkinn skuli veita, og í því efni hafa yfir- völdin öll ráðin. í Kaupmannahöfn er nú verið að reisa fallegt gamal- menna-hæli, og eiga þar að vera 2 í hverju herbergi. Sem stendur er styrk- þegum komið fyrir hér og þar, og einskis látið ófreistað til þess að lífið verði þeim sem þægilegast. í minni borgunum hafast þeir oftast við í ein- hverju stórhýsi, og í þorpunum upp til sveita fá þeir öll þau þægindi, sem þeir þarfnast, í góðum smáhýsum. Vistlegt er í öllum þessum gamal- menna-híbýlum, og í mörgum af þeim, — t. d. í Eredensborg og Eanders — er öllu fyrirtaksvel fyrirkomið. í Fre- denaborg fær hver styrkþegi ofurlítið herbergi út af fyrir sig, nema hvað hjón fá stærra herbergi saman, ef þau æskja þess. J>eir koma þangað með húsgögn sín, og eigi þeir engin bús- gögn, eru þau lögð þeim til. í öllum siíkum gamalmenna-híbýlum er auð- vitað forstöðumaður, sem hefir eftir- lit með styrkþegum og réttir þeim hjálparhönd. En honum er ávalt boðið að láta þá haga lífi síhu eins og þeim þóknast sjálfum, svo framar- lega sem þeir geri ekki öðrum neitt mein. Gamalmennunum er, til dæmis að taka, heimilt að fara á fætur svo seint eða snemma sem þau sjálf vilja, séu þau að eins búin að klæða sig á undan miðdegisverði; og eins mega þau fara að hátta hve nær sem þau langar til, en ekki láta ljós loga hjá sér eftir kl. 10. |>au geta verið úti allan daginn, komið til kunningja sinna og látið þá koma til sín, eftir vild sinni. I rauu og veru geta þau gert hvað sem þeim sýnist, ef þau haga sér siðsamlega. En fari þau að gera svo lítið úr sér, að biðjast beininga eða slóra ádrykkju- stofum eða valda hneyksli, þá eru þau svift vasapeningum sínum, og þeim er bannað um ákveðinn tíma að fara út úr hælisgarðiuum. Sömu hegningu varðar það, ef þau koma 6kki heim á tilteknum tíma eða eru með agg og stælur, svo að öðrum standi leiðindi af. Fyrir lakari yfirsjónir — ofdrykkju og þpss háttar — er þeim vísað burt; þá mis3a þau ellistyrkinn og fara á sveitina. í flestum gamalmenna-híbýlunum sitja styrkþegar saman að miðdegis- verði, en fá aðrar máltíðír inn til sín. Maturinn er allur ágætur og vel fram borinn. Fatnaðurinn er allur góður, hlý alullarföt. Margir þeirra segjast jafnvel aldrei hafa átt jafngóð föt og nú á æfi sinni. Styrkþegum þeim, er komast að í gamalmenna-híbýlunum, er því ágæt- lega borgið. Hinir eru ver farnir, sem fá árlega fjárhæð í peningum, og þeir eru auðvitað miklu fleiri en hin- ir. í Kaupmannahöfn er ársstyrkur- inn að meðaltali 125 krónur fyrir ein- hleypt fólk, en 155 krónur fyrir fjöl- skyldur (sem ekki eru nema hjónin að öllum jafnaði). í hinum kaupstöðun- um er hann um 140 kr. fyrir ein- hleypa og 163 kr. fyrir fjölskyldur; en til sveita er hann ekki nema 64—65 kr. fyrir einhleypa og 94 kr. fyrir fjöl- skyldur. Beri sjúkdóm að höndum, fá styrkþegar ávalt læknishjálp og meðul ókeypis, og í Danmörk má lifa fremur kostnaðarlítið. En auðvitað veitir mönnum mjög örðugt að komast af með jafnlítinu styrk, og í sumum 8veitum eiga styrkþegar við mikla ör- birgð að búa. En hvað örðugt sem þeir eiga, vilja þeir þó ekki fyrir nokkurn mun hafa skifti á þessum litla ellistyrk og fá helmingi meiri sveitarstyrk í staðinn. í Kaupmannahöfn una styrkþegar vel hag sínum, og höf. segir, að þó að hún hafi farið um alla Danmörk, hafi hún injög sjaldan hitt menn, sem ellistyrks hafi notið og hafi verið óá- nægðir með hlutskifti sitt. Nær því undantekningarlaust létu þeir það í ljós, að þeir hefðu fylstu ástæðu til að vera þakklátir. Strandasýsla ekki andvíg stjórnarbótinni. Svo ritar merkur inaður einn í því kjördæmi ísafold snemma í þ. m. »Um landsmál er hér mjög lítið hugsað, eins og vant er, og hefir mað ur ekki orðið hér hið minsta var þeirr- ar hreyfingar, sem gengíð hefir yfir land alt þetta ár; hún hefir ekki náð hingað, nema bergmálið í blöðunum. En ekki mun það rétt vera, sem getið er til í ísafold nýlega, að kjör- dæmið muni yfir höfuð að talaandvígt stjórnarbótinni. J>að er þvert á móti; meðal þeirra fáu manna hér í aýslu, sem nokkra sjálfstæða skoðun hafa um landsmál, munu þeir vera fleiri, 8em eru henni fylgjandi; veit eg það með vÍ8su um þó nokkra, og af slíkum mönnum veit eg enga andvíga stjórn- arbótinni aðra en vorn fyrverandi alþing- ismann og náttúrlega sýsluxanninn. En flestir láta sér alveg á sama standa, og margur mun sá vera, þótt hann sé með stjórnarbótinni, að hann mundi eigi hika við að kjósa andvígismann hennar á þing, ef honum að öðru leyti líkar þingmannsefnið — því hvað er að setja slíka smámuni fyrir sig, hvorumegin maðurinn er í aðalvel- ferðarmálum landsins, ef kjósendum fellur vel við hann að öðru leyti, ef þeir t. d. treysta honum til að geta staðið upp í hárinu á höfðingjunum á þingi, sagt landshöfðingja, amtmanni og þess konar körlum til syndanna í skjóli þinghelginnar — það þarf ekki smáræðis-karlmensku til þess! —, að ónefddu því, ef hann gæti sargað út úr þinginu nokkrar krónur fyrir kjör- dæmi sitt og skammað önnur kjör- dæmi fyrir hreppa-pólitík, smásálarskap og sérdrægni«. Frá útlönduni. Nýkomin blöð frá útlöndum til 29. nóv. (með nýkeyptri fiskiskútu) segja litlar fréttir. I .Tohannesburg í Transvaal hefir komist upp samsæri um að ráða Eó- berts lávarð af dögum ásamt nokkur- um helztu foringjunum, sem með hon- um eru. |>eir ætluðu að vera við guðsþjónustu í kirkju einni þar í borg- inni 18. f. m., og þá var í ráði að sprengja kirkjuna í loft upp. En lög- regluliðið hafði komist á snoðir um fyrirætlun þessa, áður en til fram- kvæmdanna kom. Fimm ítalir, fjórir Grikkir og einn franskur maður voru teknir fastir. Krtiger forseti var staddur í París um mánaðamótin síðustu og var tekið þar með virktum. Borgarstjórnin hélt honum veizlu í ráðhúsinu og voru þar viðstaddir sumir af frægustu rithöfund- um þjóðarinnar. Stúdentafjöldi mikill fór og í prósessíu beim til hans til þess að færa honum kveðju. Kriiger ráðgjörir, að hverfa lieim aftur og ganga í ófriðinn sjálfur, svo framar- legu sem hann fái því ekki framgengt, að stórveldin skerist í leikinn og fái málið lagc í gjörð. En lítil von mun um það vera. Franska stjórnin hefir neitað að láta ræða það mál á þing- inu. Járnbrautarslys mikið í Vestur-Yir- giníu |í Bandaríkjunum. Vagnalest var að fara yfir brú, hleðslan undir henni bilaði og allir, sem í lestinni voru, 200 að sögn, týndu lífi. Eússakeisari í afturbata. Hann ligg- ur suður í Lívadia á Krim. Engar lyktir enn á friðarsamningum í Peking. Bandaríkjamenn heldur á því að beita eigi mjög mikilli harð- neskju við stjórmna kínversku. Taílfélag Reykjavíkur. Svo heitir nýjasta félagið hér í höfuðstaðnum — eða annað nýjasta. |>au fæðast sem sé minst 10 um árið. f>að var stofnað 6. október í haust, þetta félag, og eru frumkvöðlar þess og stofnendur þeir Sigurður Jónsson fangavörður, Sturla Jónsson kaupm. og Pétur Eophoníasson verzlunarm. Alls voru stofnendur þess um 30. Fundir haldnir á hverju laugardags- kveldi. Var þegar allmikið fjör í fé- laginu, en þó glaðnaði það mikið er »Ceres« kom með stórmiklar gjafir handa því frá hinum alkunna Islands- vin, prófessor W. Fiske í Flórenz. |>að voru bækur fyrir 200 ríkismörk, 8 taflborð með mönnum, tvenn verð- laun og 5 £ (90 kr.) í peningum. Hann er hinn mesti frömuður tafilist- ar og hefir áður gefið hingað til lands mikið af töflum. Eru nú tvenn verð- laun heitin, önnur þeim, er býr til bezta taflraun, en hin fyrir bezt teflt tafl, og á hvorttveggja að birtast í »Deutsche 8chachzeitung«. Dr. Georg Brandes hefir ritað nýlega (20. f. mán.) grein í dönsk og norsk blöð, þar sem hann ferpofsamlegum orðum um hið nýþýdda sögukver eftir Einar Hjörleifsson, ein- kum »Vonir«, og sömuleiðis um »Sverð og bagal« Indriða Einarssonar. Hann minnist þar og þess, að Bertel Thor- valdsen, »hinn frægasti maður Dana«, hafi verið af íslenzku kyni, og eins Níels Fiusen, er heimsfrægur er orð- inn fyrir ljóslækningar sínar — »fædd- ur á Færeyjum af íslenzkri ætt og hefir mentast á íslandi«. Strandasýslu miðri 5. des. Þetta ár, sem nú er Jkomið á síðaeta mánnð, hefir, þegar á alt er litið, mátt heita hagsældarár fyrir þetta bygðarlag. Veturinn í fyrra vetur var einn af þeim mildustu og beztu. Vorið að vísu kalt framan af; en hey voru alstaðar nóg, og skepnuhöld urðu því alment mjög góð. í maimánuði snemma gerði eitt hið eftirminnilegasta hret, miklu eftirminnilegra og lærdómsríkara en öll fannfergjan og hagleysan árið áður, því að í þessu hreti var harðneskjan, kafaldið og veðurhæðin svo mikil í rúma viku, að ekki var nokk- urt viðlit að láta nokkura skepnu út fyrir húsdyr. Hefði því verið alment heyleysi, eins og árið áður og oft endranær, þá hefði orðið voðalegasti skepnufellir og hretið ógleymanlegt. En af því að svo vel hittist á, að allir höfðn nóg hey, og gátu gefið skepnunum inni, eins og á þorra, þá man nú varla nokkur maður eftir þessu hreti. En lærdómsrikt er það eigi að siður, að slikt hret skyldi koma í 7. viku sumars,, því »það sem hefir skeð, getur skeð«. Heyskapur varð með hetra móti og nýting hin bezta á töðum og ail-góð á út- heyi, þó votviðrasamt væri seinni part sumarsins. Haustið var mjög stórviðra- og úrkomusamt, þó út yfir tæki 20 septemb. Var þvi mjög ilt að vinna að haustverk- um, og gæftir stopular, en fiskiafli allgóður,, þá er gaf. í sumar var mokfiski um tíma. Verzlunin var miklum mnn hagstæðari en að undanförnu, og mátti heita, að slát- urfé væri mjög vel borgað hér, eins og annars staðar, hvernig sem útkoman verður á félagsfénu; það er ófrétt enn«. Hrútaíirði 10. desbr. Sumarið var fremur hægstætt hvað hey- skap snertir. Grasvöxtur góður bæði á túuum og engium. Óþurkar voru framan af slætlinum, en seint i júlímánuði brá til þurka og héldust þeir svo, að hey náðust góð og óhrakin til ágústmánaðarloka — Eftir það voru stöðug votviðri, þar til dagana 23.—29. sept. Þá daga var oftast sólskin á daginn, eD frost mikið á nóttum. Voru þá mikil hey úti, sem náðust þá daga, sumt allvel þurt. Yfirleitt mun hey- skapur vera heldur góður, að minsta kosti að vöxtum. Haustið heldur slæmt fram í nóvembermánuð, ýmist snjógangur með frosti eða rigningar og stormar. Hinn 8. f. m. siðdegis rak mjög skyndilega á snarpan norðanbyl, er hélzt daginn eftir. Sauðfé var farið að liggja inni og náðist alstaðar i hús hér i bygðarlaginu, en liér í sveit fenti nokkur hross (á einum bæ 4), og er slíkt mjög fatítt hér. Síðan hefir verið góð tíð, svo ekki er teljandi, að farið sé að gefa fé enn. Bráðapest hefir töluvert stungið sér niður, einkum austan Hrútafjarðarár. Veðrátta er og hetir verið mjög mild þessa jólaföstu. Jafnvel blíða dag eftir dag. Sarna segja nýkomnir póstar þar sem þeir vita til. Dáinn 16. okt. í haust uppgjafaprestur síra Einar Vernharðsson, fyrrum prestur á Stað í Grunnavík, á níræðisaldri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.