Ísafold - 22.12.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.12.1900, Blaðsíða 2
314 búast, eða að atkvæðasmalar bans þar nyrðra hafa eigi verið honum sem ein- lægastir, hafa líklega skammast sín fyrir það eftir á, að hafa beitt jafn- lubbalegum meðölum, gagnvart fáfróð- um alþýðumönnum, til að afla sýslu- manni kjörfylgis, og því ekki viljað við það kannast í h&ns eyru. Hér vestra hafa menn fyrir sér frá- sagnir svo fjölda reargra skilríkra manna, þessu viðvíkjandi, að frekari vitna þarf eigi við, enda dirfðist og enginn að mótmæla frásögu minni hér að lútandi á kjörfundinum, því að þar voru margir til staðar, sem búnir voru til þess, að staðf6sta hana í öllum atriðum. Að eghreyfði þessu á kjörfundinum, var einmitt gjört eftir tilmælum nokk- urra heldri bænda í Aðalvík, sem töldu sennilegt, að einhverjum af fá- ráðlingunum kynni að snúast hugur, ef þeim væri alvarlega sýnt fram á það á kjörfundinum, að sagan um •herþjónustuna og herskattinn«, sem ætti að vera nauðsynleg afleiðing af skipun sérstaks ráðherra fyrir Island, væri uppspuninn einn. Engu að síður hefi eg þó gert Haf- stein sýslumanni það til geðs, að út- vega yfirlýsingu frá einum af hans háttvirtu kjósendum, sem af tilviljun kom hér nýskeð til kaupstaðarins. 0 Hann fekk uppfræðingu(l) sína hjá Sigurði faktor Pálssyni á Hesteyri, og kaus svo þá Hafstein og porvald pró- fast. Yfirlýsingin er svo hljóðandi: YFIRLÝSING. Eg undirritaður lýsi því hér með yfir, að hr. verzlunarstjóri Sig. Páls- son á Hasteyri, sem ferðaðist um hér í hreppi í síðastl. ágústmánuði til þess að vinna menn til þess, að kjósa þá Hafstein sýslumaun og porvald pró- fast, talaði við mig í þá átt, að ef Skúli Thoroddsen og síra Sigurður Stefánsson yrðu kosnir, og sérstakur ráðherra yrði skipaður fyrir ísland, þá myndi afleiðingin af því verða sú; að íslendingar yrðu að læra hermensku og fara í stríð. Sömu orð hefi eg heyrt, að S. Páls- son hafi haft víð fleiri. p. t. ísafirði 27. okt. 1900. Jóhann Jóhannsson (handsalað) bóndi í Þverdal i Sléttuhreppi. V ottar: Valdimar Örnólfsson. Jón H. Guðmundsson. Fjölda slíkra yfirlýsinga er hægt að útvega sýslumanni við tækifæri, ef hann skyldi óska«. »Skuldarikið. Sýslumaður dylgir um það, að með- al kjósenda sinna í »Hornstranda- hreppunum* muni vera fyllilega eins margir *greindir« og »mentaðir« menn, eins og í »skuldaríki« mínu. Hér er auðvitað átt við það sama, þótt dult sé talað, sem *uppskafning- urinn« er látinn segja fullum stöfum í »J>jóðólfi«, að ýmsir hafi kosið mig, af því að þeir skuldi mér. |>að er satt, að það leiðir af verzl- unaratvinnu þeirri, sem eg rek hér í héraðinu, að eg á jafnan og hlýt að eiga fé nokkurt útistandandi — og það of mikið að vísu, eftir mínum veiku efnum —. En mjög illa situr það á sýslumanni kjördæmis þessa, að slá sýslubúum sínum því í nasir, að þeir séu svo ó- sjálfstæðir og sannfæringarlausir, að þeir láti slíkt ráða atkvæðum sínum, og munu þeir að líkindum lítt þakka honum þær getsakir. Full-kunnugt er sýslumanni það einnig, að eg hlaut ekki síður atkvæði úr öðrum hreppum, svo sem úr Vest- ur-sýslunni, þar sem eg engin verzl- unarviðskifti hefi, enda er það og færri hlutinn þeirra, sem verst eru í efna- legu tilliti settir, sem kosningarrétt hafa, eins og kosningarlögum vorum er háttað. Annars kemur mér þessi skoðun Hafsteins sýslumanns á sjálfstæði og sannfæringarfestu sýslubúa sinna ekk- ert á óvart, slíkt kapp sem hann lagði á pað, að sameina allar verzlanir kjör- dœmisins undir sinn fána í kosningar- baráttunni. Jafnvel L. A. Snorrason kaupmað- ur — sem sjálfur hefir hér þó ekki kosningarrétt — hafði ekki frið á sér fyrir dekrinu og veizlunum á undan kosningunni. Sýslumaður virðist því hafa litið svo á, að því fleiri skuldirnar, sem hvor hefði á sína hlið, því fleiri fengi hann atkvæðiu! En hvað ætli þær skuldir, sem eg á hjá mönnum, séu nú mikið brot af öllum verzlunarskuldum Á. Ásgeirsson- ar verzlana á ísafirði, Flateyri, Arn- gerðareyri og Hesteyri, Leonh. Tang’s verzlunar, L. A. Snorrasonar verzlun- ar o. fl.? Magn verzlunarskuldanna var því svo margfaldlega sýslumanns-megin. Og sannarlega er það því víst, að væri þessi kurteisi(!) og góðgjarnlegi(!) mælikvarði sýslumannsíns (og »upp- skafningsins« hans), að því er atkvæða- greiðslu manna snertir, réttur, þá hefði eg víst sám-fá atkvæðin fengið. Annars er það algjörlega óþarft fyrir Hafstein sýslumann, eða aðra, að vera að gera sér upp ágizkanir, eða reyna að grafast fyrir tildrögin til þess, að eg var hér kosinn. Eg hefi áður verið kosinn alþingis- maður, bæði einu sinni í Eyjafjarðar- sýslu, og tvívegis hér í kjördæminu, og gat þá í ekkert skiftið verið verzl- un minni til að dreifa, því að hún var þá engin til. Meira að segja, eg hefi ekkí einu sinni þurft á því að halda, að hafa yfirvaldshjálminn mér til hjálpar í kjördæmum þeim, er eg hefi kosiun verið, því að mér var — sem Hafstein sýslumaður, mörgum fremur, má muna — vikið hér frá sýslu, áður þingkosn- ingin 1892 fór fram«. Lagleg embættisframmistaða! Embættisbróðurleg kurteisi! Landlæknir sannur að sök. Með bæjarþingsdómi 20. þ. mán. í máli því, er landlæknir höfðaði í sumar gegn ábyrgðarmanni ísafoldar út af lýsmgu blaðsins 1. ágúst þ. á. á framkomu hans í skarlatsóttarmálinu hér m. m., er hann, landlæknir dr. J. Jónassen, dæmdur sannur að sök um aðalávirðing þá, er honum er þar borin á brýn: að hann hafi spilt fyrir fyr i rskipuð u m sóttvarnarráðstöfunum gegn veikinni (»orðið þess valdandi, að brytt hefir á óánægju meðal almenn- ings með þessar ráðstafanir«, — sem gerðar höfðu verið með hans ráði!). Jætta hafa mörg vitni borið. Og í eyru 2 þeirra gerði hann sér lítið fyrir og bætti því við til frekar áréttingar, að það væri »ekkert að marka, h v"a’ð héraðslæknir Guð- mundur Björnsson segði, því að hann þekti ekki skarlatssótt*, o. s. frv. |>etta s ó r u 2 vitni fyrir réttinum. Dómaranum þykir að eins of hart að orðx kveðið, að landl. »gangi um bæinn og veki óvild«, með því »í þeim orðum virðist liggja það, að landl. geri sér erindi til bæjarmanna til þess að vekja slíka óvildn. En hann sektar þó alls ekki blaðið fyrir þau ummæli. Hins vegar metur hann orðiu »tvíveðr- ungs-vitleysa« og «fáráðling8háttur« í hinni umstefndu grein Saknæm, þ. e. óvirðandi og móðgandi, og gerir dá- litla sekt fyrir þau, að eins 30 kr. En — það kemur, eíns og hver maður sér, ekkert við aðalatriðinu, sakar- giftinni um framkomuna í skarlats- sóttarmálinu. Og ummæli blaðsins um þingmannsframkomu landlæknis, — stefnufestu(!) hans o. s. frv., ekki glæsilegri en sú lýsing var, — áræðir hann ekki einu sinni að lögsækja það fyrir; þeim rennir hann niður orða- laust. ísafold átti lengi örðugt með að fá sig til að trúa sögunum um það at- ferli landlæknis, sem nú er sannað. J>að var svo gersamlega ótrúlegt, að hann væri að vekja óvild gegn þeim sóttvarnarráðstöfunum, er hann hafði sjálfur ráðið til að gerðar væru. J>es8 vegna með fram og jafnframt til þess að hnekkja hættunni, sem sýnilega stafaðí af þessum ótrúlegu sögum af landlækni, bar ísafold hann undan ámælinu svo lengi, sem þess var nokkur kostur, svo lengi, sem nokkur neisti var eftir af von um það, að sögurnar væru ekki sem áreiðan- legastar. En þar kom á endanum, að sá neisti var með öllu útkulnaður. J>á taldi ísafold beinlínis rangt, svik við alþýðu manna, að þegja lengur. Megnasti óvildarhugur var farinn að kvikna gegn hinum ötula og skyldu- rækna héraðslækni Reykjavíkur, sem ekkert hafði til saka unnið, en sýndi hina lofsverðustu umhyggju fyrir lífi manna og heilsu. Hver um annan þveran bar fyrir sig þau ummæli land- læknis, sem nú eru sönnuð, að hér- aðslæknirinu hefði ekki vit á veikinni. J>að leyndi sér ekki, hvílíkur voði vofði yfir bænum og landinu öllu, ef þessi óvild næði að magnast og þessi ummæli landlæknis næðu að festa rætur f hugum manna. Éngin leið var hugsanleg til þess að stemma stigu við þessum voða önnur en sú, að koma því upp, hver afskifti land- læknir hefði af málinu. Annars hefði hann að öllum líkindum haldið fram uppteknum hætti enn dag. Jæssari hættu hefir nú tekist að af- stýra. Alþýða manna er búin að átta sig á því, að héraðslæknir hefir með röggsemi sinni unnið henni ómetan- legt gagn, og að euginn vafi getur á því leikið, að mörg börnin eiga honum lífið að þakka. Og landlæknir er nú farinn að haga sér á alt annan hátt en hann gerði frarnan af sumrinu í skarlatssóttarmálinu. ísafold hygst hafa átt góðan þátt í þeim breyting- um. Og þess vegna fer því fjarri, að hún telji eftir þær fáu krónur, sem það kostar. — En hvað gerir nú landstjórnin? Enginn vafi getur á því leíkið, hvern- ig á því stóð, að hún lét höfða þetta mál og veíta landlækni gjafsókn. Hún hefir séð, að ef vel átti að fara, varð Iandlæknir að bera af sér það gífur- lega ámæli, að hann væri að vekja óvild gegn þeim sóttvarnarráðstöfun- um, er hann hefir sjálfur lagt til að gerðar væru og landshöfðingi fyrir- skipað eftir hans tillögum. Nú er feng- inn dómur fyrir því, að þetta er satt. Og jafnframt er fenginn dómur fyrir því, —sem ísafold hafði ekkert um getið — að landlæknir hefir látið uppi við menn, að héraðslæknir, sem átti að framfylgja þeim ráðstöfunum, er gerðar voru samkvæmt tillögum Iand- læknis sjálfs, hefði ekki vit á málinu. Dómurinn virðist því öllu viðsjárverð- ari fyrir landlækni en ummæli lsa- foldar nokkurn tíma voru. Já, hvað gerir landstjórnin? Finst henni nú embættissómanum betur borgið eftir að þetta er sannað, en meðan það var ósannað? Vér prentum hér meginkafla dóms- ins: Eins og alkunnugt er, fluttist síðast- liðið vor sunnan úr Gullbringusýslu hingað til bæjarins sóttnæm veiki, sem gengur hér enn, og að áliti hér- aðslæknis og annara lækna, s e m vitni hafa borið í málinu, er skarlatssótt. Til að varna útbreíðslu sýki þessarar fyrirskipaði landshöfðing- inn með ráði stefnanda [land- læknis] samkvæmt lögum nr. 2,31. janú- ar 1896, sóttvarnarráðstafanir, er byrjaðar voru í maímánuði og fram- kvæmdar hafa verið síðan fyrír for- göngu og undir umsjón héraðslæknis- ins. J>að er nú sannað með vitnisburðum í málinu og við- urkent af stefnanda sjálfum, að hann hafi bæði áður en farið var að beita sóttvörnum gegn sýkinni hér og eftir það álitið, að hún væri ekki skarlats- sótt, heldur önnur veiki, rauðir hund- ar með Bkarlatssóttareinkennum, eða sama veikin sem gekk hér árið 1887 og stefnandi eftir ómótmæltri sögusögn stefnda taldi vera rauða hunda í hér- aðslæknisskýrslu sinni til þáverandi landlæknis. J>essaskoðun hefir stefnandi látið uppi bæði við lækna þá, sem fyr er getið, og við 3 önnur vitni, og í því sambandi átið í ljósi við 2 af vitnunum eða í áheyrn þeirra, að ekki væri að marka, hvað héraðslæknirinn segði, um sóttina, því að hann þekti eaki skarlatssótt og hefði aldrei séð hana. Eins og það í sjálfu sér er eðlilegt, þegarlitið ertilembættisstöðustefnanda, að fyrgreind skoðun hans á sóttinni, sem hann virðist ekki hafa farið dult með] og því virðist hafa orðið almenningi kunn, og sér- staklega utnmæli hans um þekkingar- leysi héraðslækniiins á sóttinni, hafi verið til þess fallin, að vekja efasemd- ir hjá aimenningi um sóttina ognauð- synina á sóttvörnum gegn henni, og jafnframt óánægju með þær, þannig eru í málinu komnir fram vitnisburðir um,að slík óánægja hafi átt sér stað. Héraðslæknirinn hefir sem vitni borið það, að hann hafi oróið var við óá- nægju út af sóttvarnarráðstöfunum hór í sumar gegn skarlatssóttinni af þeirri ástæðu, að stefnandi hafi ekki sagt veik- ina vera annað en rauða hunda, og tvö önnur vitni hafa orðið vör við ó- vild í orði eða óánægju út af þessum ráðstöfunum af margra munni á ýms- um tímum, og neyrt stefnanda borinn fyrir því, að veikin væri alls ekki skarlatssótt, heldur rauðir hundar. O g aðra ástæðu til þesBarar óvildar vita vitnin e k k i. Jafnvel þótt það eftir þessum vitnisburðum só komið í ljós, að stefn- andi með því að kveða upp og láta berast út eftir sérálit um áðurgreinda farsótt, sem fer í bága við þær ráð- stafanir gegn útbreiðslu hennar, sem fyrirskipaðar voru í samráðivið h a n n, hafi orðið þess valdandi, að brytt hefir á óánægju meðal alménn- ings með þessar ráðstafanir, þá ná þó tóðir vitnisburðir eigi til að sanna þau ummæli í hinni umstefndu máls- grein, »að stefndi gangi um og veki ó-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.