Ísafold - 22.12.1900, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.12.1900, Blaðsíða 3
315 vild« o. s. frv., með því að í þessum orðum, einkum er þau eru lesiu í sam- bandi við næstu málsgrein á undan, virðist liggja það, að stefnandi gjöri sér erindi til bæjarmanna fil að vekja slíka óvild. f>e8si ummæli þ a n n i g o r ð u ð eru því ekki róttlætt, og með því að þau eru meiðandi fyrir stefn- anda, ber eftir kröfu hans að dæma þau dauð og ómerk. Bn eftir öllum málavöxtum og með sórstöku tilliti til þess, að stéfndi, eftir því sem fram er komið í málinu, virðist 'nafa haft ástæðu til að ætla, að ummæli þessi ættu við rök að styðjast, þykir ekki vera ástæða til að dæma hann í sekt fyrir þau«. (Leturbreyt. eftir ritstj.). Bkknastyrkur. |>að urðu 700 kr., sem græddist á tombólunni hér um daginn til styrkt- ar ekkjum og munaðarleysingjum eft- ir mannskaðann mikla á Arnarfirði 20. sept. í haust og sftir þá, sem drukn- uðu á »Falken« í vor, og skifti for- stöðunefndin því þann veg, að hún sendir 400 kr. vestur, hreppsnefndinni í Dalahreppi, en 800 kr. ætlaðarekkj- unum hér. Hátíðamessur í dómkirkjunni. Aðfangadagkveld jóla stígur síra Friðrik Friðriksson í stólinn. Jóladag messar dómkirkju- presturinn, og annan í jóDm síra Jón Helgason. Síra Friðrik messar og á sunnudaginn kemur (f>orláksmessu). Mannalát. Hinn 20. nóv. þ. á. andaðist að Hvámmi i Ölfusi ljósnaóðir Þórdís Jónsdóttir, er var fædd. að Hjálmstöðum 1 Laugardal ár- ið f825 og dvaldist þar, þar til hún var 31 árs gömul; þá fluttist hún að Hvammi og giftist þar Jóni Einarssyni, og bjó liún með honum 22 ár og eignaðist með honum 6 börn; 5 af þeim eru þegar dáin, en einn uppkominn sonur lifir. Þórdís sál. var ljósmóðir í nærfelt 43 ár og hepnaðist það mætavel; tók hún við mörgum hundr- uðum barna. Þórdis sál. var einkarvel gáf- uð og þrekmikil bæði tíl sálar og líkama, og lét ekki hugfallast, þótt fátækt og ör- birgð sæktu hana heim. Við fráfall henn- ar höfum vér mist einhverja hina merkustu konu mannfélagsins hér, og mun seint fylt íkarð hennar. S. T. Sunnudag 16. dee. andaðist á Langárfossi á Mýrnm bændaöldungurinn Pétur Þórð- arson járnsmiður, eftir 6 vikna legu, fædd- ur 29. júní 1823. Hans verður siðar minst betur. S. Þeir viija ekkert löggjafarþing. Úr bréfl. sGettu, hvað það er, sem eg á nú einna örðugas't með að sannfæra menn um, þegar um stjórnmál er að ræða. f>að er um það, að íslendingum sé nauðsynlegt að hafa nokkurt löggjaf- arþing. Ótrúlega margir af alóment- uðu fólki eru býsna vantrúaðir á það. Ollu hægra er að koma þeim í skiln- ing um það, að nauðsyulegt sé að hafa sérstakan og íslenzkan ráðgjafa. Eg hefði aldrei látið mér þetta til hugar koma, ef eg hefði ekki rekið mig á það, hvað eftirannað. Ekki er von að vel fari um kosningarnar og aðra hluttöku manna í almennum málum, þegar mentunarleysið er svona rnagnað*. Ganga má að því vísu, að þeir, sem ósárt er um, þó að alt haldist í sama horfinu og nú hér á landi, mentun al- þýðunnar eins og annað, muni gera sér far um að fylla almenning með vonzku út af því, að annað eins skuli vera prentað eins og bréfkafli sá, er hér fer á undan. En hann er frá einkar- merkum manni, sem enginn vafi er á að segir alveg satt. Og í öðru lagi vita það allir, sem nokkuð eru kunn- ugir hér á landi, að þessi frámunalega vanþekkingarvilla er alls ekkert fátíð. f>ess vegna má hún ekki liggja í lág- inni. Fyrsta sporið til að ráða bót á ástandinu, í hverju efni sem er, er það, að menn geri sér samvizkusam- lega og hræsnislaust grein fyrir, hvern- ig því í raun og veru er farið. Bæjarstjóru Reykiavíkur. Fjárhagsnefnd og héraðslæknir létu uppi álit sitt á fundinum 20. þ. m.út af málaleitun landstjórnariunar um aukinn styrk til að koma upp lands- spítala, og samþykti bæjarstjórnin að hækka styrkinn upp í 18,000 kr., ef það yrði gert með láni, sem endur- gjalda mætti landssjóði á 28 árum með 6°/0 á ári, en ella upp í 15,000 kr., og með því skilyrði, að spítalinn yrði að minsta kosti eins fullkominn eins og uppdrátturog áætlun frá Thurén arkitekt sýnir. Og yrði spítalinn gerð- ur úr steini, býðst bæjarstjórnin til að hækka styrkinn tiltölulega við þann kostnaðarauka. Leikvöll handa börnum samþykti bæjarstjórnin að kaupa af Stefáni Eg- ilssyni fyrir verð, sem óvilhallir menn meta. Veganefndarálit um vegabætur 1901 skyldi ganga meðal fulltrúanna til næsta fundar. Eftir beiðni forstjóra gróðrartilrauna- stöðvarinnar, Einars Helgasonar garð- fræðings, veitti bæjarstjórnin um 157 ferh.faðma viðbót við lóð hennar. Sjómannafélagið »Báran« vildi fá endurbót á veginum að húsi þess, en því sá bæjarstjórnin sér eigi fært að sinna; enn fremur Ijósaer við suður- enda Tjarnargötu, og var það veitt. Til aldamóta-uppljómunar í bænum veittar 200 kr. Segja skyldi upp ábúð á Kleppi frá næstu fardögum. Samþykt brunabótavirðing á nokk- urum smá-húseignum, hæst 1800 kr. Ýmislegt utan tír heimi. það bar til um miðjan f. mán., að Vilhjálmur keisari var á ferð í Breslau og henti þá kona öxi á eftir vagni þeim, er hann ók í. Hún lenti aftan á vagninum og féll niður á strætið. Konan var höndluð og sögð brjáluð. Sjálf sagði hún, að aðrir hefðu tælt sig til þeirrar óhæfu, að reyna að myrða keisarann. Herliði var skipað á tvær hendur alla leið, þar sem keisari ók, er hann lagði á stað aftur úr bænum. Svo urðu menn smeykir út af þessu tilræði kerlingar. það vai sölukona og heitir Selma Schapka. S t e i n k o 1 fundust í Færeyjum (í Suðurey og Nolsoy) fyrir nokkurum árum og varð franskt hlutafélag til að reyna að hagnýta sér námurnar, en hefir ekki lánast það vel og ætlar nú að hætta, en enskt félag að leysa það af hólmi. þar hefir og fundist kopar f jörðu og ágætur leir eldtraustur; og ætla Englendingar að sýna, hvort þeim getur ekki orðið eitthvað úr því líka. Langferð neðan sjávar. Neðan sjávar milli heimsálfnanna, Ameríku og Evrópu, ætlar amerískur mannvirkjafræðingur, er Holland heitir, að reyna að komast í vetur. Hann hefir hugsað upþ áður og látið smíða tundur- báta, sem sendir eru neðan sjávar til að granda herskipum. En aldrai hefir áður verið lagt út í langferð með neð- ansjávarskip, aldrei meir en rúmar 30 vikur sjávar lengst, og þó með strönd- um fram að eins. En það eru fullar 700 vikur sjávar — danskar mílur — sem Holland ætlar sér að komast, frá New York til Lissabon. Skipið hans gengur bæði með gasolíuvél ografmagni. Rafljós er á skipinu og maturinn soð- inn með rafhitun. Andrúmsloft fá sáipverjar úr þéttilofts-ámu og sjálf- hreyfi sogvél kemur skemdu lofti á brott. Skipverjar verða 11 alls. Skipið keyrir sig í kaf með því að hleypa inn sjó í kjölfesturúmið, en lyftir sér upp með því að spýta houum út aftur. það gerist á svipstundu hvorttveggja. Ekki vita skipverjar af neinum öldugangi, — skipið skríður fyrir neðan allaröld- ur, og er því mesta þing fyrir sjó- veika. Gufubátur á að veita sjóskepnu þessari eftirför og vita, hvernig henni reiðir af. Hún rekur upp kollinn öðru hvoru — turn, sem varðmaður hefst við í og litast þá um. Fróðlegt verður að heyra, hvernig ferðalag þetta gengur. Vöxtur nokkurra stórborga á 19 öld. þessi samanburður á fólkstölu í ýmsum borgum nú og fyrir 100 árum sýnir vöxt þeirra á öldinni: H-1 fcO fcO h-1 o œ CO co CD fcO o Ctí o o p p O p © © p o J—1 o o Oo o o o 00 o o © o © © o © o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o J—» H-1 fcO bO fcO co Ox Ox © "fcO CJi ~Ox co co co CD co fcO © h-1 o co 03 p co 03 o © o © I—1 J<1 © o o o o o © © © o o o o © o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o J-* J—1 h-» H-» co bO fcO fcO CJt CJi Ox © "fcO 'bx 00 V bO o o o o © <Ot co co p œ fcO o © o o H-1 © © o o o o © © o o © © o © o 8 o o o o o o o 8 o o o o o o o o o o Um 300,000 hefir fjölgað á öldinnií Breslau, Leipzig, Madrid, Múnchen og Róm. Miklagarðsbúum hefir f æ k k a ð úr 1 miljón ofan í 870,000. Chicago var alls eigi til fyrir 100 árum — skapaðist ekki fyr en íullum mannsaldri síðar. Nú er fólkstala þar sögð um 1,200,000. New-York ætla menn að haft hafi fyrir 100 árum 60,000 íbúa. Nú eru þar fullar 3 miljónir, að Brooklyn meðtalinni, m. m. Vendetta. Eftir Arcliibald Clavering Gunter. »Fara héðan úr húsiuu — — hvert eigum við þá að fara?« »Til Ajaccio — áleiðis til Englands«. »En Marína er alt of máttfarin til að leggja upp í ferðalag«. »Hún verður að gera það! Konan yðar verður að vera komin burt af Korsíku snemma á morgun — verður þá að vera komin langt burtu frá öllu, sem minnir hana á »vendettuna«. Engin sú áreynsla er til, sem henni sé ekki hollari en að vera mint á það, sem hér hefir gerst. Látið þér mig sjá fyrir öllu«. »þér megið fara að öllu eins og yð ur sýnist, ef þér að eins bjargið henni fyrir mig! Ó, Barnes, bara að þér getið bjargað henni!« »Já, eg skal sjá um alt. Að stund- arkorni liðnu kemur vagninn að hlið- inu. þér skuluð ekki hugsa um nokk- urn skapaðan hlut annan en það, að sannfæra konuna yðar um það, að þér séuð á lífi og að yður þyki vænt um hana. Alt annað tökum vér Enid að okkur«, segir Barnes og snýr sér að unnustu sinni, um leið og hann sér Edvin bera brúðurina burt. »þú skipar fyrir eins og í orustu!* segir Enid. »Já, sjúkralierbergið er vígvöllur læknisinB. En nú skulum við snúa okkur að því, sem gera þarf!« Hann gefur Enid nokkurar bendingar um það. sem hún verði að hafá með sér til þess að hlúa að sjálfri sér og Mar- inu. Annars verði farangurinn að koma á eftir. Aðalatriðið er, að koma sjúklingnum burt af Korsíku, langt burt frá öllu, er geti mint haua á þetta kvöld. •Gæti eg að eins látið Marínu sofa þangað til við erum komin héðan heilu og höldnu! Nú vildi eg borga svefnlyf með stórfé!« Jódynur heyrist í trjágöngunum fyr- ir framan húsið, og rétt á eftir sverða- glamur og liermannlegt fótatak í súluagöngunum. »De Belloc kominn!« hrópar Barnes. »Nú skulum við sjá, hvað hann getur fyrir mig gert«! Haun fer út til þess að hitta liðs- foringjann. Frk. Anscruther flýtir sér að koma því í verk, sem Barnes hefir fyrir hana lagt, og sér þá, að Vesturheims- maðurinn er að tala við foringja úti á svplunum og að þeim er mikið niðri fvrir. Barnes skýrir með fám orðum de Belloc frá því, er í efni sé, og foring- inn, sem er fljótur að átta sig á öllu, sem kemur embætti hans við, skipar nokkurum af mönnum sfnum að leggja á stað, til þess að leita að Tómassó og handtaka hann. «þegar Korsíkumaður hefir myrt mann, flýr hann upp í fjöllin og ger- ist ræningi«, segir hann. »Við skulum ná piltinum, áður en hann er orðinn mjög mikill afreksfantur«. þjónar greifans eru nú að komast í fötin. þeir verða fyrst óttaslegnir og svo ólmir út af vígi húsbónda síns, og hefði ekki de Belloc komið með her- mennina, mundu önnur óheillatíðindi hafa borið þar að um nóttina; því að Danella hefir verið góður þjónum sín- um, og þeir láta sér um munn fara ljót blótsyrði um útlendingana, með- an þeir eru að stumra yfir líki hús- bónda síns. En Barnes lætur þá ekki fá tóm- stundir til að hugsa sig um eða ráða ráðum sínum. Sumum skipar hann að bera farangurinn ofan, aðra sendir hann út í hesthúsið til þess að beita fyrir vagninn; nokkurir hestliðsmenn, sem vanir eru að fást við reiðskap, hjálpa þeim, svo alt gengur það vel. Maðan á þessu stendur, fær Barnes vitneskju um það hjá einum þjónin- um, að presturinn þar í þorpinu fáist við lækningar og eigi til dálítið af meðulum. Vesturheimsmaðurinn fer til hans á einum af htstum de Bellocs, vekur hann, segir honum, hve illa sé farið heilsu brúðurinnar, sem hann hafi gift í kapellu sinni um daginn, og fær hjá honum svefulyfið, sem hann þráir mest. Hann kemur aftur eftir stutta stund, fær Enid lyfið og segir : •Gefðu Marínu allan þennan skamt, þegar hún vaknar, ef hún erþáfgóðu skapi og henni þykir vsant um, að maðurinn hennar er á lífi og hjá henn ; sé nokkuð að henni, þá láttu vagninn nema staðar og bfða, þangað til eg næ ykkur«. »En — þú verður þó vonandi okk- ur samferða, Burton?« »Já, eg verð rétt á eftir ykkur, ríð- andi, með de Belloc«. »þú hefir enga hvíld fengið marga daga; settu þig nú í vagninn hjá okk- ur — gerðu það fyrir mig!«

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.