Ísafold - 20.04.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.04.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist [einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1l/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). i Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVIII. árg. Reykjavík laugardaginn 20. apríl 1901. 28. blaö. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTBD DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadriúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. I. 0. 0. F. 824268V3 Forugripasaf nið opið mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafti opið ht'ern virkau dag ki. 12—2 og.einni stundu lengur (til kl’. 3) nid., mvd. og id. tii útlána. Okeypis lækning á spitaknum á þriðjud. Og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. LancLsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Ný sigurfö'r laudlæknis ísafold alsýknuð Lesendur vorir munu minnast þess, hverja útreið landlæknir vor fekk í vetur m e ð d ó m i, þegar hann ætl- aði að svala sér á ísafold fyrir, að hún lét honum ekki haldast uppi til langframa að spilla fyrir lögmæltum sóttvarnarráðstöfunum gegn skarlats- sóttinni hér í fyrra — sem hann hafði manna brýnasta skyldu til að s t y ð j a, en ekki hitt. Dótnurinn úrskurðaði hann sannan að sök um það athæfi (»orðið þess valdandi, að brytt hefir á óánægju meðal almennings með þær ráðstaf- anir«). Hann úrskurðaði hann enn trem- ur sannan að sök um það, að hafa sagt í votta viðurvist um héraðslækn- inn hér, Guðm. Björnsson, — mann- inn, sem röggsamlegast gekk fram gegn sóttinni og það er allra manna mest að þakka, að ekki hefir nema örlítið orð- ið úr henni, til þess að gera, — að það væri ekkort að marka, hvað hanu segði, af því að hann þ e k t i ekki skarlatssótt! jþetta s ó r u 2 vitni fyrir réttinum. Loks bar læknum þeim, er vitni báru í málinu, kennurum við lækna- skólann, þ. e. færustu mönnum lands- ins í þeirri grein, öllum saman um, að enginn vafi gæti leikið á um eðli sóttarinnar — að hún væri skarlats- sótt, en ekki það sem landl. vildi láta hana vera b æ ð i eftir að hann sá hana o g áður. Málfærslumaður hans gerði sér alt far, sem hann lifandi gat, um það, að hafa út úr vitnunum eitthvert líknaryrði til handa umbjóð- anda sfnum í því atriði, og lét meðal annars leggja þá spurningu fyrir ann- an eins mann og Guðmund Magnús- son læknaskólakennara, hvort hann »áliti ekki, að það tilfelli, sem hann heyrði landlækni tala um« (og hann stóð fastara á en fótunum að e k k i væri skarlatssótt) »gæti af fróðum lækni heimfærst undir rubeola scar- latinosa* (þ. e. rauða hunda með skar- latssóttareinkennum), en fekk skýlaust n e i við þeirri spurningu; hafði þar með hálfa ver farið en heima setið. Landlækni hafði verið skipað að hreinsa sig með dómi af öllum áburði Isafoldar og fengið til þess gjafsókn á landssjóðs kostnað, eins og lög gera ráð fyrir, og skipaðan málfærslumanri ókeypis og þar fram eftir götuuum. En í stað þess að afla sér þeirrar hreinsunar, þá fær hann staðfestan með dómi allanáburðinná hendur sér. Blaðið fær að eins ofurlitla ábyrgð fyrir heldur hart o r ð a- 1 a g um hátterni landlæknis (»tvíveðr- ungsvitleysu« og »fáráðlingshátt«) og fyrir það, að ekki sannaðist, að hann hefði gert sér beinlínis erindi um bæinn til að spilla fyrir sóctvarn- ráðstöfununum; það sannaðist, að hann hafði gert það, en ekki hitt, að hann hefði gert sér erindi til þess (til þess að sanna það, hefði auðvitað' þurft að vita inn í huga mannsins). En landl. lét sér eigi duga þessa e i n u lögsókn gegn Isafold út af skar- Iatssóttarmálinu. Honum þótti tryggi- legra að hafa þær t v æ r, — ef önnur- hvor bilaði. En lítilþægur var hann með síðara lögsóknartilefnið. Nota flest í nauðum skal, nú var ekki á betra val — ekki betra eða meira en því, að ísafold hafði í smáfréttagrein 6. oktbr. f. á. um skarlatssóttina í Hrunamannahreppi í haust getið þess til, að landl. mundi ekki hafa haft mikið við að ýta undir héraðslækni þar um varnarráðsstafanir gegn skar- latssótt, og stutt þá ágizkan nokkurn veginn sennilega við fullsannaða fram- komu hans gegn veikinni hér í höfuð- staðnum og þar í grend — þar sem hann sagði hana alls eigi vera til hér! Ekki er það lýðnm ljóst, hvort landlæknir hefir sótt um lögsóknar- skipun og gjafsókn í þessu síðara máli. En fara mun mega nærri um, að svo hafi verið — að hann hafi ekki farið að hætta sér s j á 1 f u m út í kostnað til þess, þar sem til voru og jafnaðar- lega eru á takteinum hin notasælu gjaf- sóknarhlunnindi handa hverri embætt- ismannsnefnu, sem svo stendur áfyrir. En svo fór þó, að gjafsóknarlaust lagði hann á stað í rnálið. Og er þá líklega ekki of djarft að gera ráð fyrir, að landshöfðingi hafi s y n j a ð honum um gjafsókn; þótt nóg komið, og haft heldur lítið traust á, að málið mundi vinnast. |>ó sagði umboðsmaður land- læknis svo frá í sósnarskjali sínu, að landsh. hefði »sagt honum« (landl.) að fara í málið — þ. e. að eins munn- lega; skriflega skipun hafði hann enga. En hvað varð þá úr þessu (síðara) höggi, sem svona hátt var reitt? f>að, að blaðið, ísafold, var a 1 s ý k n- a ð, — með bæjarþingsdómi í fyrra dag. Og málskostnaður látinn falla niðut. Hér eru dómsástæðurnar, — meg- inhluti þeirra, orðréttur : 1 grein njeð fyrirsögn: »Skar)etss6ttin« í blaðinu »ísafolL XXVII. árg., 62. tölu- bl., sem kom út 6. október f. á , er meðal annars skýrt frá, að veiki þessi hafi nú gjört vart við sig i Hruna og haft sé eftir lækni (héraðslækni), að hún muni vera á fleiri bæjum í þeim hreppi, en hann ékki látinn vita af, og að ókunnngt sé, hvort hann hafi gjört nokkura gangskör að eftir- grenslun um það; og er svo bætt við þessum ummælum: »Landlæknir hefir og líklegast ekki mikið við, að ýta undir hann til þess; hann skírir sjálfsagt sóttina »rauða hunda« óséða, eins og hann gjörði hér í vor, þegar hún gekk i Lónakoti og á Hliðsnesi. Engu líkara en það sé nokknrs konar gamanleikur, hvort stemdir eru eftir mætti stigir fyrir sóttinni eða ekki«. Þessi ummæli telur stefnandinn dr. med. J. Jón- assen landlæknir ærumeiðandi fyrir sig, og lögsækir því í þessu máli útgefanda blaðsins, Björn ritstjóra Jónsson, til sekta fyrir ummælin, og krefst enn fremur, að þau verði dæmd dauð og ómerk, og að stefndi verði dæmdur til að greiða sér málskostnað eftir réttarins mati. —t — — Stefnandi álítur hina tilvitnuðu klausu meiðandi að því leyti, Bem hún beri hon- um á brýn tómlæti í, að fyrirskipa ráð- stafanir gegn skarlatssóttinni, gefi í skyn, að hann ákvarði sjúkdóma án þess að vita, hver einkenni þeir hafa, og líki embættis- færslu hans í þessu efni við gamanleik. Stefndi heldur því fram, að hin átöldu ummæli séu á fullum rökum bygð og séu auk þess ekki ærumeiðandi fyrir stefnanda. Það verður að teljast sannað í málinu, að stefnandi hafi fyrst fiaman af, eftir að nefnd veiki kom upp hér í bænum og nærsveitunum, látið i ljósi það álit sitt, bæði áður en hann sá veikina og eftir það, að hún væri eigi skarlatssótt, heldur rauðir hundar með skarlatssóttar-einkennum. Af þessari ástæðu telur stefndi þá tilgátu sína heimila og ósaknæma að lögum, að stefn- endi hafi skírt sóttina í Hrunamannahreppi »rauða hunda«, og sömuleiðis þá tilgátu, að stefnandi hafi ekki haft mikið við, að ýta undir hlutaðeigandi héraðslækui, að grenslast eftir útbreiðslu veikinnar í nefnd- um hreppi Heð því að það þannig er upplýst, að stefnandi hefir haft það álit á veiki þessari jafnvel áður en hann sá hana, að hún væri rauðir hundar meðskarlatssóttar-eiukennum, og ekki er fram komið neitt i málinu um, að hann hafi breytt því áliti sinu, verður það ekki talið ástæðulaust, þó stefndi láti þá skoðun í ljósi, að stefnandi muni hafa litið eins á sóttina i Hrunamannahreppi. Tilgáta stefnda um, að stefnandi hafi eigi haft mikið við, að ýta undir héraðslækn- inn til að grenslast eftir sóttinni í þessuin hreppi, verður eftir málfærslu stefnanda ekki heldur álitin ástæðulaus. Eftir að málfærslumaður stefnanda i fyrsta réttarhaldi málsins hafði lagt fram svolátandi útdrátt úr bréfabók landlæknis: »Júli 21. Scarlatina á. Húsatóttum samkv. tilkynningu Skúla Árnasonar og honum fyrirskipð að einangra Húsatóttir«, lýsti hann því yfir í næsta réttarhaldi á eftir, bréfaskifti stefnanda við hé.raðslækninn i Árnessýslu (Skúla Árnason) væru óviðkom- andi þessu máli, nema það bréf, sem út- drátturinn væri úr. Af þessari yfirlýsingu er heimilt að álykta, að stefnandi hafi ekki ritað lækninum neinar fyrirskipanir um, að grenslast eftir sóttinni i Hruna- mannahreppi, og 2 aðrir útdrættir úr bréfum frá stefnanda til sama læknis sanna ekkert gagnstætt þessu, enda er annar út- drátturinn úr bréfi, sem skrifað er eftir að mál þetta var höfðað, en hitt bréfið, sem ekki hefir komið til skila, hefir stefndi vefengt, og haldið því fram, að það hafi aldiei verið til. Eftir þessum málavöxtum fær rétturinn eigi séð, að ummæli þau, sem hér er um að ræða, eigi að varða stefnda laga-ábyrgð. Loksins koma til álita niðurlagsorð hinna átöldu málsgreina: »Engu likara« o. s. frv. Orðum þessum er ekki eingöngu beiut til stefnanda, en þau eiga við undanfarandi innihald greinarinnar i heild sinni og eru almenn aðfinsla út af aðgjörðaleysi hlut- aðeigenda til að stemma stigu fyrir skar- latssóttinni. En þannig skilin virðist þessi aðfinsla, hvort sem hún er á rökum bygð eða ekki, eigi fara út yfir þá heimild, sem opinber blöð hafa til að láta i ljósi álit sitt um almenn málefni, og verður þvi eigi álitin varða við lög«. »En hvað gerir nú landsstjórnin?« spurði ísafold í vetur, eftir fyrri dóm- inn. »Engin vafi getur á því leikið, hvern- ig á því stóð, að hún lét höfða þetta mál og veita landlækni gjafsókn. Hún hefir séð, að ef vel átti að fara, varð landlækDÍr að bera af sér það gífur- lega ámæli, að hann væri að vekja óvild gegn þeim sóttvarnarráðstöfun- um, er hann hefir sjálfur lagt til að gerðar væru og landshöfðingi fyrirskip- að eftir hans tillögum. Nú er feng- inn dómur fyrir því, að þetta er satt. Og jafnframt er fenginn dómur fyrir því, — sem ísafold hafði ekkert um getið — að landlæknir hef- ir látið uppi við menn, að héraðslækn- ir, sem átti að framfylgja þeim ráð- 3töfunum, er gerðar voru samkvæmt tillögum landlæknis sjálfs, hefði ekki vit á málinu. Dómurinn virðist því öllu viðsjárverðari fyrir landlækni en umraæli Isafoldar nokkurn tíma voru. Já, hvað gerir landsstjórnin? Finst henni nú embættissómanum betur borgið eftir að þetta er sannað, en meðan það var ósannað?« — Hún er ekki farin að svara þessari spurningu enn á neinn hátt. Hún hefir steinþagað. Hún hefir hvorki látið landlækni birta dóminn né áfrýja honum. það er eins og dómurinn sé ekki til og hafi aldrei verið neitt mál höfðað eða neitt það átt sér stað einu sinni, sem málið er út af risið og dóm- urinn. Dularfull ráðspeki! Siðdegismessa í dómkirkjunni á morg- un kl. 5 (J. H.).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.