Ísafold - 20.04.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.04.1901, Blaðsíða 2
90 Hreppstjórnareinveldið og hreppsnefndalýðveldið á liðinni öld. Nýtt lýðveldi á nýrri öld. Eftir porlák Guðmundsson, f. alþm. III. Hirmi upphaflegu 19. gr. í tilskip un 4. maí 1872 er breytt og hún úr gildi feld með lögum 9. janúar 1880. í fyrstu málsgrein 19. gr., sem nú er úr gildi feld, stóð svo: »á alla hrepps- búa eftir efnum og ástæðum*. f>essi ákvæði þóttu nokkuð vafasöm að því leyti, hvort lagt yrði á vinnufólk. Var þessu þvf breytt, þegar 19. gr. var úr gildi feld, í: »á alla þá, sem eiga lög- heimili í hreppnum*. það hefir geng- ið svo í þessari sýslu, að sumar hrepps- nefndir hafa lagt útsvar á vinnumenn, en aðrar ekki, og mun þó sýslunefnd hér hafa skipað að leggja á vinnu- menn. Við 2. og 3. málsgrein þess- arar greinar befi eg það að athuga, að mér virðist löggjöfin hér hafa gleymt að láta einn hlekkinn í keðjuna. það eru sáttamenn. En eins og þessir kærufundir nú eru lagaðir, eru þeir ekki einungis hlægilegir, heldur og hneykslanlegir, þar sem engir óvið- komandi menn eru tíl að sannfæra málspartana. Væru nú sáttanefndar- menn skipaðir í þessum málum, mundu fleiri kærur koma fyrir niðurjöfnunar- nefndir, en færri fyrir sýslunefndir, og aukast meiri trygging fyrir því, að út- svarið sé rétt á lagt. þá er svo ák?eðið í 3. málsgrein, að eindagi á sveitargjöldum skuli vera 31. desember. Óhagkvæmari gjald- daga er víst naumast unt að finna á árinu. Stendur á sama, hvort hann er eða þorraþrællinn. Útsvörum ætti að jafna niður í júnímánuði og gjalddaginn að vera í október. Sá gjaldandi, sem þá hefir ekki neitt, hann mun naumast betur staddur 31. desember. í 20. grein er svo fyrir mælt, að eftir að hreppsreikningurinn er löglega undirbúínn af hreppsnefndinni, skuli hann fram lagður fyrir lok septem- bermán. ár hvert til sýnis hrepps- búum um þrjár vikur. Hvernig þess- um ákvæðum er hlýtt víðs vegar um land, skal eg ekki um dæma. En í þessu héraði eru það fæstir af reikn- ingum, sem bera það með gér, að þeir hafi verið fram lagðir. f>ar sem reikn- ingar eru ekki fram lagðir, er það hirðuleysi hreppsnefnda, en líka am- lóðaskapur gjaldenda, sem eru fyrir utan nefndina, að ganga ekki eftir jafn-mikilvægum réttindum gem þess- um; og hversu mikillar þekkingar má af slíkum mönnum vænta, þegar þeir eru kommr í hreppsnefnd? 22. grein hefir jafnan verið þyrnir í mínum augum — það er að segja fyrri hlutinn —, þar sem hreppsnefnd- um er skipað, með hverju móti sem þær geta, að leitast við að koma í veg fyrir húsgang og flakk. Síðari hlutinn getur haft verulega þýðingu, ef sá bókstafur er lífgaður, en ekki deyddur. Að minsta kosti ættu hrepps- nefndarmenn hvarvetna að vera til fyrirmyndar — en ekki til viðvörun- ar, — af því það er ekki allra meðfæri að láta vítin sér til varnaðar verða. það er nokkurn veginn ljóst af því framansagða, að eg álít sveitarstjórn- ar-fyrirkomulag það, er nú höfum vér, að mörgu Ieyti óhagkvæmt, og fulla reynslu fyrir því, að það verði ekki til vaxandi þjóðþrifa. Nú munu menn spyrja: Viltu þá setja hreppstjórnina á sinn gamla einveldisstól? Ekki er það tilætlunin, og skal eg hér gera stuttlega grein fyrir, hvern veg eg hefi hugsað mór hið nýja sveitar- stjórnarlýðveldi á nýrri öld. IV. Kosinn skal af hreppsbúum einn sveitarstjóri til 6 ára og varamaður, og sveitarstjórinn launaður úr lands- sjóði. Gjaldkerí skal kosinn til sama tíma og varamaður, og gjaldkerinn launaður úr hreppssjóði. Kosnir skulu tveir menn í niðurjöfnunarnefnd til sama tíma og varamenn. þessir tveir menn jafna niður aukaútsvörum með sveitarstjóra. Niðurjöfnun fari fram í júní og gjalddagi sé í október. Að öðru leyti haldist í aðalefni þau lagafyrirmæli, sem nú gilda: að leggja fram reikninga, áætlun og niðurjöfnun- arskrá. Sömuleiðis kæruréttur yfir auka- útsvörum, að því viðbættu, að kosn- ir séu tveir menn sem sáttamenn 1 sveitarkærumálum. Semja skal reglugjörð fyrir sveitar- stjóra, þar sem dregin sé saman í eina heild öll megin&triði úr þeim lögum og reglugjörðum, er við koma sveitarstjórn, og fylgi þar með einföld- ustu og nauðsynlegustu lagaskýringar. 011 umsjón á fjallsöfnum og fjárrétt um, og meðferð óskilafjár, sé aftur falin hreppstjórum, að UDdanteknu því, að sveitarstjóri skipi fyrir um fjallskil fjáreigenda með hreppstjóra. Hreppstjóri sé aldrei sveitarstjóri, svo full trygging sé fyrir því, að eigi sé of miklum störfum hlaðið á einn mann. Astœður. Eins og nú er skipað sveitarstjórn, er naumast þess að vænta, að hin siðferðislega ábyrgð geti orðið þróti- mikil hjá öllum þorra hreppsnefndar- manna, eða að þeir geti eða geri að fara að menta sig, þegar þessi borg- aralega skylda er þeim á herðar lögð, því að hér er ekki að keppa til fjár eða virðingar, og vanalega ekki held- ur til míkilla þakka. |>að er eitt, sem hefir verið vanrækt, og ekki er við unandi, að sveitarscjórnir skuli ekki hafa neinn leiðarvísi eftir að fara í síuum verkahring, nema lögin, eins og þau liggja hér eða þar, óútskýrð, og þetta verður því tilfinnanlegra, sem lög og reglugjörðir, er snerta sveitarstjórn, hafa aukist og breyzt mikið á seinni tíð. Mér muu svarað: þeir hafa Móeses og spámennina — þeir hafa Stjórnar- tíðindin. En Móses og spámennirnir hafa þurft útskýringar við, og svo er og um Stjórnartíðindin, þegar ólögfróð- ir alþýðumenn eiga að lifa eftir þeiði og stjórna eftir þeim, og þó þau væru í hirðu og á hillunum hjá öllum odd- vitum, er það alls ekki aðgengilegt fyrir alla nefndina, og eiga svo sjálf að vera lögskýrandi í hinum ýmsu til- fellum. Um hina lagalegu ábyrgð hrepps- nefnda er það að segja, að hún hefir sjaldnast komist lengra en ápappírinn og mun nokkurn veginn unt að færa rök fyrir því. Enda er það alls ekki aðgengilegt, eins og nú liggur fyrir, að koma þeirri lagalegu, ábyrgð fram, hvorki fyrir valdstjórnina, önnur sveit- arfélög eða einstaka menn, þar sem ýrnist verður að heimsækja 3, ð eða 7 menn, og tildrögin að málsefninu geta oft legið nokkuð aftur í tíman- um, og gæti þá svo faiið, að sá seki slyppi, en minna sekur yrði fyrir hallanum. Væri uú skipaður einn sveitarstjóri í hreppunum, í stað nefndanna, mundi hin siðferðislega ábyrgð ekki láta þann eina í friði, nema hún fengi að vera í förum með honum; að öðrum kosti yrði honum ekki vært. Allur gangur þeirra mála, er sveitarstjórn- um við koma, innan hrepps og utan, hlyti að verða einfaldari og ganga greiðara en nú, hin lagalega ábyrgð að verða meira virði en nú, þegar mað- urinn væri einn og væri launaður. það verður að gera ráð fyrir því, að sýslu- nefndir og valdstjórnin að ofan gæti skyldu sinnar, svo að vald þeirra verði ekki að skálkaskjóli. þótt svo vildi til, að í þessa stöðu yrði kosinn mið- ur hæfur maður, gæti hann ekki hald- ist við heilt kjörtímabil, þegar hann hefði einn ábyrgðina og ef aðhaldið að neðan, og eftirlitið að ofan, er ekki með öllu vanrækt; enda eru fleiri laus- ir við, til að gæta réttarins, af bænd- um, heldur en þegar þetta er heill her af viðverandi og fyrverandi em- bættismönnum, sem, eins og stjórnin nú er, geta verið meira eða minna riðnir við það, sem aflaga fer. En eins og nú er, geta óvandaðir óreglu- menn og ónytjungar lengi flotið á ann- ara árum, enda þótt ekki séu nema til tafar og ógagns. Verði nú ekki fundinn einn nýtur maður í hverjum hreppi til að vera sveitarstjóri, þá er síður unt að finna 3, 5 eða 7. þetta nefndavastur og sífeld um- breyting á mönnum í stjórninni á víst að vera sparnaður, til að þurfa ekki að launa. En þegar betur er aðgætt, er þetta þvert á móti, þar sem nú eru 3, 5 eða 7 menn látnir gera það, sem einn gæti framkvæmt á skemmri tíma, einlæg fundarhöld, ferðalög, ræð- ur og þref, alt til að tefja og gera syjórnina sem flóknasta. Eyrir utan þann mikla tíma, sem hér er sóað fyrir mörgum, getur enginn metið til peninga, hvers virði góð stjórn, vitur og framkvæmdasöm, er, til móts við þá stjórn, sem er flest það gagnstæða, sem víða getur komið fyrir, þegar mönnum er þröngvað til að viuna launalaust og leiðsögulítið, og gengið á mannfjörur og valin úr beztu trén, svo að síðustu verður að tína upp molkefii og maðksmogna rekadrumba. Ekkí kemur mér á óvart, þótt það sæti mótstöðu, að launa sveitarstjóra úr landssjóði. Eg kvíði hvorki ama né aðhlátri, og gef að svo stöddu ekki aðrar ástæður en eica spurningu, ef einhver vildi svara: Er sveitarstjórnin svo lítilsverður undirstöðusteinn í þjóðetjórnarbygg- ingunni, að þar beri engu til að kosta, og á sama standi þó haDn sé aldrei í skorðum, velti áýmsum röndum? Að kosnir séu menn í niðurjöfnunar- nefnd, leiðir af aðalbreytingunni, ef sveitarstjóri er einn. Að koBnir séu sáttanefndarmenn f útsvarskærumálum er nýmæli, en mun ekki með góðum og gildum rökum verða sagt óþarft, því hinar lögskip- uðu sáttanefndir eru viðurkendar að vera meðal hinna þörfustu stofnana í þjóðfélaginu. Skarlatssóttin. Mikið er hún í rénun hér sunnan- lands, en þó hvergi nærri um garð gengin. Eru nú 9 alls í sóttkvíunar- húsinu hér, meiri hlutinn bráðum laus. Væri sóttin sjálfsagt um garð gengin hér, ef ekki gerði sífelt einhver sig sekan í að leyna henui. Nú síðast komst það upp um einn mann hér í bænum, í |>ingholtum, að hann var búinn að hafa veikina l]/2 viku, er það vitnaðist. Og eins og lög gera ráð fyrir, gerði hún svo vart við sig í 2 nágrannahúsum, er sýkst mun hafa af honum. f>á eru á Álftanesi 7 manns í sótt- kvíun, í barnaskólahúsi þar, og lítur út fyrir, að í þeirri sveit sé þegar unninn bugur á henni. f>riðji sóttarbletturinn eru Hafnirn- ar. f>ar er og veikin sögð þegar á förum, enda hefir verið röggsamlega haldið uppi sóttkvíun þar af lækni og sýslumanni. Loks er að sögn einhver slæðingur af veikinni enn á Eyrarbakka. En víðar ekki hér sunnanlands. Horfin í þeirri sýslu annarstaðar og eins í Eangárvallasýslu, og Mýra- og Borgarfjarðar; sömul. hér í kring al- staðar nema á Álftanesi. Enda mun mega segja, að yfirleitt hafi verið mik- ið vel og röggsamlega gengið fram í því að stemma stigu fyrir sóttinni af héraðslæknum og lögreglustjórum hér sunnanlands. Oðru máli er að gegna á Vestfjörð- um. þar gerði sóttin vart við sig í vetur í barnaskóla á f>ingeyri við Dýrafjörð, í 2 börnum, sem voru að vísu lácin fara úr skólanum og sótt- kvíuð, en vanrækt að sótthreinsa, er þeim batnaði og annað þeirra látið fara upp í sveit, er því var nýbatnað, enda flutti það sóttina á það heimili jafnharðan. f>aóan barst hún svo yfir í Arnarfjörð og virðist hafa verið lát- in afskiftalaus af læknis hálfu eða yf- irvalds. Fólk fór að sýna sig á Biidu- dal norðan yfir fjörðinn breistrað, og voru kaupstaðarbúar sjálfir svo vara- samir, að hleypa þeim hvergi inn. f>að er haft til afsökunar héraðslækn- inum á Dýrafirði, að hann hafi verið veikur eða lasmn í allan vetur. En vitanlega er það ógild afsökun. Sjálf- sagt að snúa sér til næsta héraðslækn- is og gera landlækni viðvart hið bráð- asta, — hvort sem það svo hefði orð- ið til nokkurs hlutar eða ekki. Og virðist nú vera í meira lagi tómlátlegt, ef veikin verður látin vera enn af- skiftalaus þar vestra og dreifast sem verkast vill í bezta næði. Nú er þó hver heilvita maður genginn úr skugga um það af reynslunni hér frá því í fyrra, að auðgert er að stemma stigu fyrir sóttinm, ef við það er átt af nokkurri alúð. Enda, 3em betur fer, flestallir hættir að bera fynr sig land- lækni því til spillÍDgar. Svo er því fyrir að þakka, hvs rækilega hefir gengið verið milli bols og höfuðs á ó- lánskreddum hans — um að þetta sé ekki nema »rauðir hundaro. Bæjarstjórn Keykjavíkur. Fundur 18. þ. m. Bæjarstjórnin hafði ekkert að athuga við ferðaáætl- un gufub. nReykjavíkn. Laugarnesbónda leyft að leggja veg yfir túnið þar suður og vestur á spí- talaveginn og komi það í stað áskildra jarðabóta, eftir óvilhallra manna mati. Vísað til 2. umr. málinu um fyrir- hugað nýtt þvottahús við Laugarnar, er kosta mundi að áætlun veganefnd- ar 1800—2000 kr. Til Aldamótagarðsins veit.ti bæjar- stjórnin land suður og niður af túni H. H. kaupmanns og Grænuborgar- túni 100 fðm. meðfram væntanlegu framhaldi Laufásvegar og 72 faðma niður (suður) eftir, og auk þess lð x 30 faðma spildu áfasc við og upp af túni H. H. til skifta við hann á jafnstórri spildu neðan af túni hans undir garð- inn og framhald Laufásvegar. Beiðni Fríkirkjusafnaðar um veg að fyrirhugaðri kirkju suður af Barna- skólanum var frestað. Kosnir 3 menn að sækja sýslufund í Hafnarf. 22. þ. mán. til að eiga þátt í að semja fiskiveiðasamþykt, er af- nemi með öllu fiskiveiðasamþykt frá 17/o 1897 um notkun ýsulóðar í sunn- anv. Faxaflóa: Tr. Gunnarsson, Magn. Ben., Ulafur Ólafsson. Samþykt útvísun á lóð undir hús handa Gísla Magnússyni í Eskihlfð við Eskihlíðarveginn gagnvart Eski- hlíðarhúsinu. Samþ. brunabótavirðing á húsi Vald. Otteben við Ingólfsstr. 4780 kr. og á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.