Ísafold - 20.04.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 20.04.1901, Blaðsíða 3
91 útihúsi við hús Ásg. Sigurðssonar við Suðurg. 2040 kr. í’ormaður tilkynti, að hann væri búinn að byggja Klopp f>orbirni Finns- eyní frá Víðimýri. Beiðni frá Sturlu Jónssyni um við- bót við erfðafestuland hans við Fúlu- tjarnarlæk frestað til skoðunar á staðnum. Kosin nefnd til að íhuga Tjarnar- málið (sbr. síðasta bl.): Jón Jensson, Sig. Thoroddsen, |>órh. Bjarnarson. Austur-Sbaftafellss. 19. marz: Héðan er fátt nýtt að frétta. Veðrdtta hefir mátt heita hin æskileg- asta í allan vetur. Að hvassviðrnm þeim, sem blöðin geta um, að valdið hafi skaða, hefir ekki orðið tjón að nnin hér nálægt. I útsynningsroki, sem gjörði 21. janúar, tapaði öísli Þorvaroi rson í Papey bezta bátnnm sinum á sjó út. Ekkert er enn farið að lifna við sjó hér eystra, en mikið er af botnvörpungum hér úti fyrir, og hefir verið við og við í allan vetnr. Skepnuhöld ern alstaðar góð, og heil- brigði manna almenn. Kaupmaður Otto Tulinius i Höfn við Hornafjörð ætlar að kaupa verzlun Krist- jáns Jonassonar á Akureyri, og flytja sig þangað norður með fólk sitt í vor, en hefir hér i seli. Við verzlunarmenn hans sjáum eftir að missa bann, þvi hann er vænn og áreiðanlegur maður. Þau hjónin hafa komið góðu orði á sig, og verður þeirra þvi saknað. Jarðarför Brynj. Kuld fer fram mánu- dag 22. þ. m. kl. 2 frá likhúsinu. Lögfræðislegur leiðarvísir. 1597. Maður flytur fyrir mig mál, skuldamál, og ekki um neins mikils háttar fjárhæð; en ósamið er fyrir fram um þókn- un fyrir ómak hans, og er mér sagt af kunnugum mönnum lögfróðum, að viðlika málsfærsla þyki annars fullborguð með '40 —50 kr. En nú setur hann upp 400 kr., og ber fyrir sig, að eg hafi ekki samið við sig fyrir fram og því megi hann setja upp eins og honum sýnist. Er þetta rétt? Sv: Nei. Það er tóm vitleysa. Spyrj- anda er óhætt að láta lögsækja sig um málfærslulaunin, og má treysta þvi örugg- ur, að dómari tekur alls eigi til greina jafn-hóflausa kröfu, heldur metur þóknun- ina eftir sanngirni og venju á þeim stað, sem þeir eiga heiina, spyrjandi og mál- flytjandi. Eða imyndar spyrjandi sér, að hann kæmist ekki hjá að borga, þótt sett- ar hefðu verið upp 4000 kr. eða 40,000 kr ? 1598. Eg missi hlut, sem eg gruna mann nm aðhafatekið á laun i heimildar- leysi og ábataskyni — þ. e. stolið honum, og kæri eg það fyrir sýslumanni, en vil taka aftur kæruna jafnskjótt sem eg kemst á þá skoðun, að maðurinn muni vera sak- laus, og áður en farið er að prófa málið. Er það rétt, sem maður segir mér, sem það ætti að vitá — lagamaður —, að eg megi ekki taka kæruna aftur, enda varði við lög hvort, sem er, að hafa kært aak- lausan mann? Sv.: Nei. Þetta er hin mesta fjarstæða og vitleysa. Það segir sig sjálft, að taka má og taka á kæru aftur, er kserandi sannfærist um, að maðurinn sé saldaus, enda varðar hins vegar kæra gegn saklaus- um inanni alls eigi við lög, ef ekki sann- ast að hún hafi gerð verið mót betri vit- und. Að öðrum kosti væri og loku skotið fyrir, að kæra mætti rnann um nokkurt brot, nema kæraudi hefði fulla sönnun fyrir því, og v®ri þá öll sakamálarann- sókn yfirvalda þarfleysa og keiniska. Ogsé það yfirvald hlutaðeigenda, t. d. sýslu- maður, þessi lagamaður, sem spyrjandi ber fyrir sig, og hann hafi gert það til að haida þeim öðrum hvorum eða báðum hræddnm (sem gefið er í skyn jafnhliða fyrirspurninni) og gera þá þar með upp .frá þvi að þrælsóttafullum skósveinum sín- um, þá er það svo vitavert athæfi, að sá hinn sami mundi óðara sviftur embætti, ef það kæmist upp. Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. Apríl Loftvog millim. Hiti (C.) í>- crt- ct- <1 ct> 0* e p*. B 0* u:■ 7? g 9= JQ Urkoma míllim. Minstur hiti (C.) Mvl7. 8 750,9 3,9 E 1 10 3,6 2,0 2 748,4 6,6 ESE 1 10 9 752,4 2,9 0 6 Fd.18. 8 755,1 2,4 0 6 2,1 -0,4 2 752,9 5,4 E8E 1 9 9 746,6 5,8 E 1 9 Fsd 19.8 742,0 5,7 E 2 4 1,5 1,6 2 746,2 6,5 EísE 2 5 9 750,7 2,8 E 1 7 Ðruknun. Erm drukuuðu 2 menn hér, 17 þ. rri., á heimleið úr fiskiróðri á Skerja- firði, J ó n Einarsson, er lengi bjó i bkildinganesi, faðir Sigurðar skipstjóra í Görðunum, maður um sjötugt, og Guðmundur Guðmundsson, búandi maður á Brúarenda, miðaldra. Líkin voru slædd upp í fyrra dag, ör- skamt frá landi. Sitt af hverju. S am 1 ag n i n ga r vé lhefir amerískur hng- vitsmaður, er Burrough hét og nú er dáinn, hugsað npp og smiða. látið fyrir nokkurum árum. Hún er á borð við rit- vél og henni svipuð að somu leyti, en miklu margbrotnari. Hún leggur saman tölur alt upp að 1000 miljónum, með feikna- hraða og svo áreiðanlega, að aldrei skeikar. Hún er nýlega komin til Danmerkur og nota bankarnir hana í Khöfn margir; Land- mandshankinn hefir tvær. Þær eru dýrar, kosta 18—1400 kr., en vinna á við marga m,enn, þar sem nóg er handa þeim'aðgera. Póststjórnin þýzka kvað hafa fengið sér 250 og landshagsskrifstofan í Berlin hefir 15. Burrough var 15 ár að hugsa upp þessa töfravél, sem hefir það fram yfir flest eða öll vinnutól, sem dæmi eru til hingað til, að hún vinnur það, er ella er talið eiugöngu kleift heila mannsins. Dýr hók. Maður i Ameriku, Hubert Banoroft, er að semja bók, sem verður hin viðhafnarmesta og lang-dýrasta bók í heimi. Hún á að heita Auðœfabókin (The Book of Wealth). Það verða æfisögur m estu auðmanna í heimi og um gagn það, er auð- sefin hafa unnið mannkyninu Þó kvað höf. eigi binda sig við veraldleg auðæfi eingöngu, heldur hefir orðið i miklu víð- tækari merkingu. Ekki á að prenta af henni nema 400 eintök, og á að vanda mest 150'af þeim að pappír, myndum og prentun og öðrum frágangi, enda eiga þau að kosta 9000 kr. hvert. Hin 250 eiga ekki að kosta nema 'Pþ þús. kr. hvert Bókverzlun ein j Chicago kostar kverið. Höfundurinn hef- ir ferðast víða um lönd til að safna til ritsins. Agætur barnavagn til sölu. Ritstj. visar á seljandann. Fimdíst hefir vasaúr. Ritstj. vísar á. Eg undiiritaður tek að mér að mála hús og húsgögn og alt sem að málaraiðn lýtnr, og skal alt leyst svo fljótt og vel af hendi sem hægt er. Kirkjustræti 4. Jón Re/ykdal málari. Sigríöur Metúsalemsdóttir 2 Kirkjustræti 2. Hefir nú fengið margskonar efni i líkkranza. Pálma og margskonar blöð. Murtublómstur og margskouar önnur hlómstur. — Getur því selt kranza, hverníg lielzt sem óskað er eftir. Öllum þeim mörgu, sem sýndu hluttekn- ingu og heiðruðu jarðarför okkar elskulegu konu og dóttir Önnu sálugu Guðmuudsdóttir, vottum við okkar innilegasta þakklæti. Reykjavík 20. apríl 1901. Síg:. l»órólfsson. Kristín Árnad. Guðm. Ólafsson. Stjórn búnaðarfjelags íslands hefir kveðið svo á, að engin kennsla í með- ferð mjólkur fari fram á Hvanneyri í ágústmánuði og septembermánuði þetta ár. En kennarinn verður látinn fara milli mjólkurbúa þeirra, sem eru þá þegar stofnuð og óska þess, og ef til vill til annarra, sem óska leið- beiningar hans, að svo miklu leyti sem tími verður til þess. Kennslan byrjar aptur á Hvanneyri i. dag októ- bermánaðar í haust og er kennslutím- inn fyrir hvern nemanda 3 mánuðir. Reýkjavík, 12. dag aprílmán. 1901. H. Kr. Friðriksson. Samkvæmt ákvæðum búnaðarþings- ins 1900 verður aðalfundur búnaðar- fjelags Islands haldinn hjer í Reykja- vík 2. dag júlímánaðar þ. á. Verður þar skýrt frá framkvæmdum fjelagsins frá því í júlítnánuði 1899, og rædd búnaðarmálefni, er fundarmenn kunna fram að bera. Enn fremur skuln þá kosnir 2 fuiltrúar til búnaðarþingsins, 2 yfirskoðunarmenn og tveir úrskurð- armenn til næstu 4 ára. Reykjavík 12. dag aprílmán. 1901. H. Kr. Friðriksson forseti. Munið eftir að koma sem fyrst með ullarsendingar, sem eiga að fara með næstu ferð Lauru. Nýkomið er mjög mikið af s ý n i s h o r 11 u m, sem hægt er að panta eftir. Virðingarf. Vald. Ottesen Uppboðsaujdýsing. A opinberu uppboði, sem byrjar miðvikndaginn 1. maí næstkomandi kl. 11 f. hád. í Aðalstræti nr. 12, verða seld ýms húsgögn tilheyrandi dánarbúi kaupm. M. Johannessen, svo sem: sofi, legnbekknr, mahogniborð, stólar, speglar, hornskápur með spegli, spilaborð, blómsturborð, skrifborð, servant, bókaskápnr og hilla, komm- óða, niðursuðupottur, þvottamaskína, vindingamaskína, tanrnlla, kúffort, rokkur, lampar, klukkur, barnaruggur, saumavjel, glasabakkar, þvottabalar, o. m. fl. Ennfremur verða seldar á sama stað ýmsar fræði- og skemti- bækur tilheyrandi ofangreindu dánar- búi, svo og dánarbúi Steingr. kaupm. Johnsens. Loks verður uppboðinu haldið á- fram í Kirkjnstræti nr. 6 og þar seld ýms húsgögn, svo sem: legubekkur, skrifborð með stól, dragkista, stólar, kommóða, bókaskápur, vasaúr, forte- píano með stól, rúmfatnaður og rúm- stæði, íverufatnaður, spegill, púlt, ser- vant, spilaborð, myndir o. m. fl. Listi yfir ofannefndar bækur verð- ur til sýnis hjer á skrifstofunni áður en uppboðið byrjar. Sölnskilmálar verða birtir á upp- boðsstaðnum. Bæjarfógetinn í Rvík 19. apríl 1900. Halldór Danlelsson. Málfundur í kennarafélaginu laugardaginn 20. þ. m.*kl. 8 e. h. í stóra salnum í Iðnaðarmannahúsinu. Einar Hjörleifsson ritstjóri heldur fyririestur um alþýðumentun liér á landi. Stjórn Kennarafélagsins segir vel- komna á fundinn alla kennendnr, al- þingismenn og ritstjóra, er til geta náð, svo og aðra þá, er mentun al- þýðunnar er áhugamál, til að hlýða á fyrirlesturinn og taka þátt i umræð- unum um málið. Jón Dórarinsson p. t. forseti. Öllum þeim hinurn mörgu, er sýndu mér velvild og hjálpsemi við hina miklu og ströngu sjúkdómslegu og jarðarför míns elskulega eiginmanns Guðmundar Ásmunds- sonar, er andaðist 6. þ. m., votta eg mitt innilegasta þakklæti, og bið guð að launa þeim Reykjavík 19. apríl 1901. Guðbjörg Gísladóttlr. Ritstjórar: Björn Jónssoii(útg.og- ábm.)og Kinar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja Samkvæmt skýrslu sýslumannsins i Árnessýsln rak 20. nóvbr. f. á. á Skipafjöru í Stokkseyrarhreppi tunnu með steinolíu; tunna þessi hafði ver- ið merkt'á botninum með blýanti, og er merkið orðið mjög máð og lítt læsilegt, en virðist hafa verið þannig: X P R § 115 Hér með er skorað á eiganda vog- reks þessa, að segja til sín innan árs og dags frá síðustu birtingu auglýs- ingar þessarar, og sanna fyrir undir- rituðum amtmanni heimildir sínar til þess, og taka við andvirði þess, að frádregnum öllum kostnaði og björg- nnarlannnm. Skrifstofu Suður- og Vesturamtanna, Reykjavik 11. apríl 1901. J. Havsteen. Niðursett verð. Til að rýma fyrir vörum þeim er eg hefi nú að nýju sjálfur valið er- lendis handi heiðruðum skiftavinum mínum á Islandi, verða flestar þær vörur, sem fyrir eru í búð minni, seld- ar með niðursettu verði til 14. maí n. k. gegn peningaborgun. Hinar nýju vörur mínar hefi eg keypt í Edinborg, Glasgow, Kaup- mannahöfn, Hamborg, Berlín og víð- ar, og vona að mér hafi tekist að velja þær svo hvað verð, gæði og út- lit snertir, að þær megi teljast: útgengilegar vörur. p. t. Kanpmannahöfn 3. apríl 1901. ______Pétttr Hjaltesteð._______ Heimkominn frá Kaup- mannahöfn hefi eg sezt að sem prakí- serandi læknir hér í Reykjavík. A heimili mínu við Laufásveg í húsi hr. Einars Gunnarssonar við Barna- skólann tek eg daglega á móti sjúk- Jingum frá kl. 2-4 (sama tíma á helgum dögum). Christian Schierbeek. Jörð tit sölu osr ábúðar. HeimajörSin StÓru-Vogar í Gull- bringusýslu með hjáleigunni GarðhÚS- Um er til sölu nú þegar, og fæst til á- búðar í fardögum 1902. Væutsteinhús fylgir jörðunui, 14 ál. langt og 10 ál. breitt. I meðalári fást af túninu 3 kýr- fóður, útheyslægjur eru litlar, en land- kostir góðir, svo útbeit fyrir sauðfé er í bezta lagi bæði í fjöru og heiðarlandi. Flesta vetur gengur sauðfó þar af gjaf- arlaust. Við Vogastapa var árlega til skamms tíma bezta veiðistöS við Faxa- flóa. Verðið er lágt og borgunarskil- málar góðir. Lystbafendur snúi sór til stjórnar Lands- bankans. Um leið og eq læt mína gömlu skifta- vini á íslandi vita, að eg hef slitið félagsskap við verzlunarhusið L. Zöllner í Newcastle- on- Tyne og er ekki lengur meðeigandi í nefndu verzlunar- húsi, skal eg hér með tilkynna, að eg hefi sjálfur byrjað umboðsverzlun fyrir eigin reikning, og tek að mér að ann- ast innkaup á erlendum vörum og sölu á íslenzkum vörum í útlöndum. Eg þakka mínum margra ára skifta- vimim á lslandi fyrir þá tiltrú, sem þeir hafa sýnt mér í fyrnefndu félagi, og vona að eg haldi sömu tilirú þeirra framvegis. Að forfallalausu verður mig að hitta á hinum ýmsu viðkomustöðum s/s » Vestao, er fer héðan 11. mai n. k Þá er eg er ékki heima, annast herra etazráð J. P. T. Bryde, Strandgade 34, Köbenhavn C., um öll umboðsstörf fyr- ir rnína hönd. Kaupmannahöfn 9. marz 1901. Gothersgade 135*. Jón Vídalín.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.