Ísafold - 04.05.1901, Side 2
106
ur smælingjunum þótti Birni segjast
vel, en Héðinn þarf elifei að kalla alt
ömmu sína.
Að því, er ráðgjafaábyrgðina snertir,
mega »and-Valtývar« sannarlega úr
flokki svara. Jafnvel hinir fáfróðari
meðal þeirra vita út í hörgul, hvernig
henni verður varið, og hvernig henni
verður komið fram, þótt ekki sé enn
farið að semja lögin um það efni.
Enda skilur hér flokkana. það ein-
kennir »and-Valtýva«, að þótt þeir virð-
ist misskilja fortíðina og vera blindir
fyrir nútímanum, þá vita þeir »pólitík«
framtíðarinnar út í yztu æsar. |>etta
er »Valtý*vum« ekki gefið.
þetta veit Héðinn vel, og því segir
hann vorkennandi: »og var það von«.
Mikil er vorkunnsemi Héðins við mót-
stöðaflokkinn; fágæt er slík hógværð.
j?ó er sú hógværð hans enn meiri, að
hann minnist ekki með einu orði á
framkomu flokksmanna sinna, og
hefði þó margt lofsorðið mátt segja í
garð þeirra. Eflaust hefir þó Héðni
verið margt af því í fersku minni, er
hann reit grein sína. Ólíklegt er, að
hann hafi þá þegar verið búinn að
gleyma hinu ágæta svari, sem gefið
var, þegar tilrætt varð um húsið
hrynjanda í annað eða þriðja sinn:
»Eg held eg farí nú að skilja«.
þetta svar ætti ekki að gleymast,
enda er vonandi, að »and-valtývar«
gjöri sitt til að halda því á lofti.
það ætti meira að segja skilið, að
vera nokkurs konar »goðasvar« sýsl-
unnar um langan tíma.
Um Arna á Skarði segir Héðinn,
»að hann muni ekki vera of vel læs«.
Áð sönnu hefir Ární s t a f a ð sig upp
í það, að verða stórbóndi, sem við
smábæudurnir köllum, og að þykja
nýtur liðsmaður við öll þau meiri
háttar störf í sveitarfélagi sínu og
sýslufélagi, sem bændum eru falin.
En hvað er þessi s t ö f u n Árna hjá
1 e s t r i n u m hans Héðins? Héðinn
er meira en læs; hann, aem hefir 1 e s-
i ð sig svo hátt, að geta skrifað þessa
grein í þjóðólf, sem er jafn-uppbyggi-
leg ekki einungis fyrir oýsluna, held-
ur fyrir land og lýð, eins og hún er
höfundinum til ógleymanlegs heiðurs.
Um Sigurð á Húnstöðum segir Héð-
inn: »ef skynsamur maður hefði frá
sagt«. Æskilegt hefði verið, að
hann hefði kveðið hér glöggvara að
orði, því að fáir munu hafa vakrari
vog fyrir skynsemi manna en einmitt
Héðinn sjálfur. En á kjörfundinum
hefir H. líklega sannfærst um, að
hann mætti setja þessa litlu e f setn-
ingu, því að h a n n mun hafa gert ráð
fyrir því, að Torfalækjarhreppsbúar
hafi áður kosið jafn-skynsam-
1 e g a, er þeir kusu Sigurð í sýslu-
nefnd, eins og þeir nú kusu þingmenn-
ina.
Góðgjarnlega og ofur-nákvæmlega
vorkennandi talar hann um hina eldri
mennina, síra H. og síra St., er hann
getur þess að eins, að þeirhafi þreyzt
og bilaat í hrygnum í kosningastritinu.
Furðanleg góðgirni og vorkunnsemi er
þetta hjá þeim manni, sem svo Ijós-
lega ber það með sér, að hann er
ungur og óbilaður í baki. I jpjóðólfi
fer hann gandreið um land alt, já, um
um öll lönd heimsins, því að þjóðólf-
ur er sjálfsagt orðinn alþjóðablað, og
ber sóma sýslunnar á herðum sér.
Veslings Húnavatnssýsla! Sóminn
þinn er ekki heima. Héðinn flaug
með hann. En þér er það ærinn
sómi, að mega telja Héðin meðal
sona þinna.
Um undirskriftina »Héðinn« er það
eitt að segja, að hún virðist of fátækleg
við jafn-víðtæka grein. Að sönnu
hefir gamli Héðinn, sá er fullu nafni
var nefndur Skarphéðinn, alt af þótt
laglega orðheppinn, og mætti því geta
til, að ritsnillinguriun Héðinn ungi
hafi viljað gjöra honum það til heið-
urs, að nefna sig nafni hans. En
ekki virðist síður viðeigandi, að nafn
annars sona hinnar frægu fornaldar
hefði staðið undir greininni. Sá mað-
ur var bæði málsnjall og þingmála-
maður mikill, og hefir alt til þessa
tíma, að Héðinn vor kemur fram,
verið orðlagður fyrir góðgirni sína.
Maðurinn hét Mörður og var Valgarðs-
son. Fullkomnast virðist, að bæði
nöfnin hefðu staðið undir greininní,
og hefði þá ekki verið ofmikið haft
við slíka grein, þótt gamli þjóðólfur
hefði kostað því til, að prenta nöfnin
fullum stöfum með gullnu letri:
HÉBINN — MÖRHUR HÚNVETNINGA;
en binn góðsami, þakkláti ritstjóri er
vís til þess að hafa bætt þetta upp
með ríflegum ritlaunum.
Tjörn 15. apríl 1901.
JÓN St. þOELÁKSSON.
Engin líknarstofnun o.s.frv.
Maður nokkur, sem ritað hefir í
annað blað nýlega grein með líkri fyr-
irsögn, og »Fr.« minnist á í Isafoid
sfðustu, hefir komist við við jarðarför,
sem nýlega fór fraru hér í bænum.
Sjálfsagt hefir og mörgum öðrum farið
svo. Að minsta kosti var full ástæða
til þess.
Gáfumaður á fertugsaldri var þá að
fara ofan í gröfina. Hann hafði ver-
ið alinn upp í eftirlæti og við góð efni
og gengið skólaveginn, en andast í
einstöku volæði, yfirkominn af óreglu.
Slíkt er sannarlega nægilegt og alvar-
legt hugleiðingarefni. Eina furðan er
sú í augum kunnugra manna, að hverju
hugleiðingar þessa greinarhöfunds lúta.
|>ær lúta að því, hve illa Beykvík-
ingum hafi farist við hinn látna mann.
Sérstaklega er minst á viðskifti
»LeikfóIagsins« við hann. — jpeim var
svo farið, sem nú skal greina, tvö síð-
ustu árin.
í fyrra vetur lagði hann út fyrirfé-
lagið eitt leikrit í þrem þáttum stutt-
um, »Ungu hjónin«. Ljóðmæli eru eng-
in í því. |>að má telja þfíggja til
fjögra daga verk, og fráleitt hefirhann
verið lengur að því, enda var þýðing-
in töluvert löguð, til þess að hún yrði
hentug á leiksviðinu. þann vetur fekk
hann hjá félaginu 70—80 kr. ípening-
um og fötum.
Nýliðinn vetur lagði hann út tvö
leikrit í 5 þáttum hvort. Honum var
lagt til hvxsnæði, meðan hann var að
fást við það starf, hjá einum »Leikfé-
lags«-manni, svo að full vissa er fyrir
hve lengi hann var við það. Tíminn
nam samtals um 100 klukkustundum.
Fyrir þýðinguna borgaði »Leikfélagið«
70 kr. jpað verða 70 aurar um kl.st.
Borgunin er vitaskuld ekki há. En
sanngjarnt er, að bafa þá jafnframt
hliðsjón á því, hvað leikendur fá fyr-
ir sitt starf. Tökum til dæmis þáleik-
konuna, sem félagið ótti það mest og
bezt að þakka, að það gat haldið uppi
leikum f vetur, frk. G. f>. Hún hafði
vandaverk af hendi að inna í öllum
leikunum, gömlum og nýjum, að einu
eintali undanskildu. Og fyrirþaðhef-
ir hún fengið einar 110 kr. |>egar
undirbúningsstarfið er talið með, hefir
hún ekki getað fengið meira en 40 a.
um klukkustundina, að ótöldum öllum
áhyggjunum og slitinu, sem sérstak-
lega er leikstarfinu samfara.
Ank þess þýddi hinn látni síðast-
liðinn vetur eitt örstutt leikrit í ein-
um þætti. Hann mun hafa unnið að
þeirri þýðingu á annan dag. Fyrir
hana fekk hann 8 krónur. Henni var
töluvert breytt frá því, sem hún var
frá hans hendi.
Af þessu mun sanngjörnum mönn-
um skiljast, að félagið hefir ekki á
neinn hátt notað sér neyð hins látna.
Greinarhöf. finnur Beykvíkingum
það til foráttu, að maðurinn skuli hafa
verið látinn ganga afarilla og skjól-
laust til fara, ekki eiga nokkurt hæli,
nema á klakanum, og að lokum hafi
hann orðið að skríða inn í óbygðan
kofa til þess að deyja.
Alt er þetta hreinn og beinn heila-
spuni.
I síðustu Isafold skýrði »Fr.« frá
því, að hinn lótni hefði alt þangað til
um jólaleytið 1899 átt athvarf hjá
móður sinni, hve nær sem hánn vildi,
og frá því er hún lézt, hafi hann að
minsta kosti haft milli handa 500 kr.
Hann fekk 230 kr. í peningum eftir
móður sína, og munir þeir, er bann
tók úr dánarbúinu og seldi sjálfur, voru
svo mikiís virði, að haun hefði hve
nær sem vera skyldi getað fengið 300
kr., en miklu meira, ef hann hefði
sætt lagi og ekki selt þá í vútleysu.
Auk þess vann maðurinn sér inn nokk-
urt fé, ekki að eins hjá »Leikfélaginu«,
heldur víðar; hve mikið, skal ósagt
látið.
Af klæðleysinu er það að segja, að
frá því skömmu fyrir jólin í fyrra vet-
ur og þangað til um miðjan vétur síð-
astliðinn eignaðist hann þ r e n n a n
utanhafnar-alfatnað, auk yfirfrakka og
nokkurra nærfata. þeir menn eru ó-
reiðanlega til meðal vor, sem eignast
minna af fötum órlega og ganga samt
sæmilega til fara.
Frásögn greinarhöf. um húsnæðis-
leysið er gripin gersamlega úr lausu
lofti. Fyrir henni er enginn flugufót-
ur. Frá því snemma í fyrra sumar
og þangað til um jólaleytið síðasta var
hann til heimilis í Hjálpræðiskastal-
anum, svaf þar á nóttum, fekk þar
brauð og kaffi, þegar hann vildi og um
nokkurn tíma allar máltíðir. Alt var
það ókeypis, því að það, sem hann
lagði út fyrir »Herópið«, var borgað
sérstaklega 1 peningum. En frá því
um jól átti hann heima í Sauðagerði
hér sunnan við bæinn, sem ekki er
auður kofi, eins og greinarhöf. segir,
heldur bygður bær. jpar naut hann
aðhlynningar hjá heimilisfólkinu, enda
mun hafa sagt börnum* eítthvað til
þar. Á þessu heimilí sínu andaðist
hann.
En má þess geta, að í vetur bauðst
honum hæg atvinna við skriftir. Hann
átti að fá alt, sem hann þarfnaðist,
mat, húsnæði, föt, þjónustu o. s. frv.
En fyrst um sinn átti hann ekki að
fá neitt borgað í peningum, meðan
hann væri að vinna sigur á drykkju-
skaparástríðunni. En hann þáði ekki
boðið.
Óhætt er að fullyrða, að hér í bæ
hefði hann fengið meiri atvinnu en
hann hefði getað af hendi int, ef
ekki hefði staðið á honum sjálfum.
Hann hafði miklu betri hæfileika en
alment gerist; og mörgum var hlýtt
til hans, því að hann var skemtilegur,
þegar hann naut sín. Og margir
vildu vera honum góðir og voru það.
En það varð alt árangurslaust.
Mjög væri víst örðugt að segja, með
hverju ætti að rétta við menn, sem
eru svona komnir. Manni liggur við
að segja, að það sé oss Islendingum
ofvaxið, ekki lengra en vér erum
komnir í líknarstarfseminni. Vér
bætum ekki úr því, sem er ólíku auð-
veldara viðfangs.
Höf. þessi heldur, að maðurinn
hefði verið betur kominn, eða víst
helzt, að honum hefði verið borgið, ef
Goodtemplarar ættu nú hæli fyrir
menn, sem yfirkomnir eru af drykkju-
skap, og hann vill gera það að skil-
yrði fyrir landssjóðsstyrk til þeirra
framvegis, að þeir komí upp slíku
hæli.
Hann sýnir með því, eíns og ann-
ars öllu öðru í grein sinni, að hann
ber ekkert skyn á það, sem hann er
að skrafa um. Maðurinn, sem hór er
um að ræða, hefði aldrei farið inn í
slíkt hæli, nema ef lög hefðu verið til
að dæma hann í það og færa hann
þangað með valdi, sem ekki er. Sjálf.
ræðið var honum fyrir öllu ; það var
engum ókunnugt, sem þekti hann
nokkuð. Hann v i 1 d i heldur vera
aumingi en láta leggja nokkur bönd á
það, þótt ekki væri nema um stund-
ar sakir.
Fyrsta sporið hefði verið að breyta
þeim vilja. En víst er um það, að
það var ekkert áhlaupaverk. Ekki
sízt fyrir þá sök, að maðurinn hafði
fyrir mörgum árum mist alla trú á,
að hanD ætti nokkurrar viðreisnar von
i veröldinni. Um tvítugt hafði hann
mikla trú á hæfileikum sínum. En að
minsta kosti fyrir 6 árum hafði hann
mist hana gjörsamlega, þegar hann
var ódrukkinn. f>að er þeim manni
kunnugt um, sem þessar línur ritar.
þetta er ekki sagt til að kveða upp
nokkurn áfellisdóm yfir hinum látna
manni. Öllum mönnum er ofvaxið að
dæma um það, hverja sök hann hefir
sjálfur átt á því, að líf hans fór svona.
En það er ritað í því skyni að benda
mönnum á, að andlát hans gefur til-
efni til alt annarra hugleiðinga en
þeirra, sem áminstur greinarhöf. hefir
birt á prenti.
Bæjarstjórn Reykjavíkur.
Fundurinn í fyrra dag frestaði enn
Tjarnarmálinu — um skemtisííg kring-
um hana — til væntanlegs aukafund-
ar og var nefndinni sórstaklega falið að
gera tillöguum, hvort samþykkja eigi,
að Fríkirkjusöfnuður reisi sér kirkju
á nýkeyptri lóð sinni og um vegar-
lagning að kirkjunni.
f>á afsalaði bæjarstj, sér forkaups-
rótti að Tjarnarbrekkunni, vestan við
Tjörnina, en samþykti sölu hennar,
svo sem nýrrar erfðafestu eignar tíl
handa Tr. Gunnarssyni bankastjóra.
Samþykt að reisa nýtt þvottahús
við Laugarnar, 20 x 10 áln., og
vegghæð S1/^ al., með steingólfi og
bekkjum við hliðar og á miðju gólfi,
fyrir 1800—2000 kr. Veganefnd lætur
gera nákvæma lýsingu og uppdrátt;
síðan undirboð á verkinu.
Mólaleitun frá E. Briem um sölu á
27 ólna breiðri spildu af Útnoiðurvelli
með fram Laufásvegi til Eyv. Árn.
og J. Jónss., frá húsi Eyvindar noróur
að BókhlöSustíg, fyrir 1000 kr., frestað
til álita bygginganefndar.
Af þurfamanna-flutningskostnaði
sýslunnar 1900 þótti bæjarstj. hæfilegt
að bærinn greiddi 150 kr. — amtm.
leitað álits hennar um það.
Lögreglustjóra þorsteini Gunnars-
syni veitt lausn að beiðni hans, en
leitað álita fjárhagsnefndar um eftir-
laun hans.
Launabótarbeiðni frá bæjargjaldkera
vísað til álita fjárhagsnefDdar.
Veganefnd falið til athugunar og
viðtals við hlutaðeigendur fyrirhugað
lóðarnám til breikkunar Hafnarstrætis,
af stakkstæðunum.
Sig. Thoroddsen stakk upp á því
að fenginn yrði hingað maður frá
Danmörku, vanur Iand-»inspektör«, til
að mæla upp bæinn og gera ítarlegan
uppdrátt af kaupstaðarlóðinni, en
slíkan mann má fá fyrir 4—5000 kr.,
varla minna, að því er hann hafði
fengið vitnesliju um núna í Khöfn.
Málinu vísað til 2. umr.
Fundurinn stóð kl. 5—10.
Gufab. Reybjavík, kapt. \Vaardal,
kom í fyrradag eftir 5 daga ferð frá Man-
dal. Byrjar ferðir sínar uin Faxaflóa 8.
þ. mán.
Nýjustu fréttir útl. eru um hallar-
bruna í Peking, þar sem þýzkur hershöfð-
ingi, Schwartzkoph., brann inni, en "Wal-
dersee marskálkur komst nanðulega undan.
— Parlamentið 1 Lundúnum aukið tollálög-