Ísafold - 15.05.1901, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1’/» doll.; lborgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXYHI. árs.
Keykjavík miðvikudaginn 15. maí 1901.
80. blað.
Biðjið ætíð um
OTTO M0NSTBD S
DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og
smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað
hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin.
Fæst hjá kaupmönnum.
I. 0. 0. F. 835249 III.
Forngripasafnið opið mvd. og ld. 11—12
Lanasbókasafit opið hvern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
irjd., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spítale num á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11-1.
Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Með og móti.
Hvað mælir m e ð því, að öílugri
peningastofnun með nægu fjármagni
verði komið upp hér á landi?
Með því mælii brýnasta, óhjákvæmi-
lega3ta nauðsyn þjóðarinnar.
Landið er óræktað. Að því leyti,
sem auðurinn umhverfis strendur þess
er hirtur, fer hann langmestur í hend-
ur útiendinga. Verzlun landsins er
afaróhagstæð, svo að allur þorri lands-
manna verður að kaupa nauðsynjar
sínar við miklu hærra verði- en sann-
gjarnt er og fær miklu minna fyrir
sumar afurðir sínar að minsta kosti
en sanngjarnt er. Iðnaður er enginn
í landinu, þó að það sé að mörgu leyti
aðdáanlega vel til þess fallið að vera
iðnaðarland.
Af þessum orsökum eru landsmenn
í fátækt, eiga við menningarminni lífs-
kjör að búa en aðrar þjóðir, geta ekki
veitt börnum sínum jafn-mikla ment-
un og aðrar þjóðir, eiga að berjast við
sífelt vonleysi um framtíðina, og hyggja,
hve nær sem með meira móti blæs á
móti, afarmargir á brottflutning af ætt-
jörðinni, sem þeir þó unna heitt inst
í hjarta sínu.
Eitt aðalskilyrðið fyrir því að úr
þessu verði bætt, er það, að naagir
peningar komi inn í landið. Og með
öllu er óhugsandi, að úr því verði
bætt, nema þeir peningar komi.
þetta, sem nú hefir verið sagt, mæl-
ir f stuttu máli með því, að öflugri
peningastofnun verði komið á fót í
landinu.
Hvað mælir á m ó t i því?
Móti þvf mælir það, að þá hafa lík-
lagast ekki lengur sömu menn og nú
einir ráð yfir Landsbankanum og þar
af leiðandi yfir megninu af lánspen-
ingum þjóðarinnar. Vér höfum aldrei
orðið neinnar annarrar ástæðu varir
gegn því, að þessi þjóð megi fá pen-
inga milli handa eins og aðrarsiðaðar
þjóðir.
Og alkunnugt er það, að öll mót
spyrnan gegn því, að öflug peninga-
stofnun komi upp í landinu, er frá
Landsbankanum runnin.
Hvort á nú að meta meira,—brýn-
ustu, sárustu þörf þjóðarinnar, eða
löngun eins manns og nokkurra kunn-
ingja hanB til þess að drotna yfir pen-
ingamálum hennar?
Rjómabú.
í ísafold 12.—14. tbl. þ. á. hefir
hr. alþm. Sig. Sigurðsson ritað grein
með yfirskriftinni: Mjólkurbú oq rjóma-
bú. Eg er höf. að öllu leyti sam-
dóma í því, er hann segir; en það
voru að eins fáeinar athugasemdir til
viðbótar viðvíkjandi rjómabúum, er eg
vildi leyfa mér að gera.
Mjólkurbú eru sjálfsögð alstaðar
þar, sem þeim verður við komið vegna
erfiðleikanna á flutningi mjólkurinnar,
því þau hafa ýmsa kosti fram yfir
rjómabú, eins og tekið er fram í áður-
nefndri grein. Bjómabúin þarfnast
meiri nákvæmni, þar sem rjóminn er
svo mismunandi að gæðum frá heim-
ilunum, og ríður því á, að bústýran
sé vel vaxin starfinu. Bústýran á
rjómabúinu þarf því að gefa góðan
gaum að rjómanum, er hún tekur á
móti honum, og aðgæta, hvernig hann
lítur út o. s. frv. það er vandfarn-
ara með rjómann en mjólkina, og því
er áríðandi, að alls þrifnaðar sé gætt
bæði á heimilunum og sjálfu búinu, í
meðferð hans.
þar sem nú er í ráði að setja á stofn
nokkur rjómabú með vorinu, vil eg
vekja eftirtekt á nokkurum atriðum,
er standa 1 sambandi við meðferð
rjómans á búunum.
1. Til þess að unt sé að búa tjl
gott smjör, er boðlegt þyki á mörk-
uðum erlendis, er nauðsynlegt að hita
rjómann upp í 85° C., og síðan kæla
hann svo fljótt sem verður ofan í 9—
10° C. Með þessu móti tortímast
gerlar þeir, sem eru í rjómanum, og
smjörið verður betra og samkynja að
gæðum.
2. það er áríðandi, að mjólkur-
skálinn aé vel gjörður, og þannig út-
búinn, að loftið í honum verði endur-
nýjað og að birtan sé hæfileg. Sér-
staklega ríður á að gólfið sé vatns-
helt, og sama ei um mjólkurbú.
3. Á rjómabúum ríður á að mæla
fitumagn rjómans, og borga hann eða
smjörið samkvæmt því. Að öðrum
kosti verða allir þeir, er senda rjóma
til búsins, að skuldbinda sig til að
skilja mjólkiua jafnt, eða að rjóminn
sé jafn-mörg °f frá öllum, að réttu
hlutfalli.
4. Bústýran verður að kunna að
meðhöndla rjómann og búa til smjör,
og sömuleiðis verður hún að þekkja
á fitumælinn, og þvernig á að nota
hann.
5. Bústýran þarf að geta fengið
tíma til að heimsækja þá, er senda
rjóma eða mjólk til búsins, til þess
að líta eftir meðferð mjólkurinnar og
gefa leiðbeiningar í þn' efni.
Yerði eigi þessu komið við, sem
hér er talið, þá er það mín skoðun,
að betra sé að fresta stofnun búsins
um eitt ár, meðan verið er að búa
sig undir, svo alt geti verið í lagi.
það er betra, heldur en að setja búið
upp af miklum vanafnum, og eiga
það á hættu, að smjörið verði illa
verkað og seljist því ekki. En við
það bíða hlutaðeigendur skaða, og
fyrirtækið missir traust og álit.
Hvanneyri í apríl 1901.
H. Grónfeldt.
I fjórða lagi —?
Hr. ritstjóri! — Eg hefi lesið með
mikilli athygli grein yðar í síðustu
Isafold: »Yinstrimenn og stjórnarmál
vort«, og eg get algerlega fallist á
hana — það sem hún nær.
þér gerið ráð fyrir þrennu, sem að
geti borið.
Pyrst því, að hægrimenn sitji enn
að völdum svo lengi, að undir þeirra
stjórn verði unt að koma á breyting-
um á stjórnarskránni. Með það fyrir
augum viljið þér, að þingið gangi að
þeim umbótum, sem fáanlegar eru hjá
hægrimönnum, þó að þær verði ófull-
komnar, samkvæmt þeirri reglu, að
vér eigum a 1 d r e i að sitja oss úr
færi, þegar oss bjóðast einhverjar um-
bætur á stjórnarfaiinu,
I öðru lagði gerið þór ráð fyrir því,
að vinstrimenn komist til valda eftir
að næsta þing hefir samþykt breyt-
ingar á stjórnarskránni, en áður en
hægrimanna-stjórnin hefir staðfest þær
breytingar. Pari svo, viljið þér, að
stjórnarbótarvinir tjái hinni nýju stjórn,
að gengið hafi verið að tilboði hinnar
fyrri stjórnar eingöngu vegna þess, að
þá hafi verið vonlaust um betri rétt-
arbætur, en alls ekki af því, að allir
stjórnarbótarvinir geri sig ánægðameð
þær breytingar, og að skorað verði á
hina nýju stjórn að leggja fyrir auka-
þingið 1902 stjórnarskrárbreytingar-
frumvarp, sem fullnægi óskum þeirra
íslendinga, sem í raun og veru vilja
nokkura stjórnarbót.
í þriðja lagi gerið þér ráð fyrir því,
að vinstrimenn komist til valda eftir
að stjórnarskrárbreytingar þær, er
hægrimenn bjóða oss, eru orðnar að
lögum. þá viljið þér láta skora á
hina nýju stjórn, að semja við alþingi
um að breyta stjórnarskránni af nýju,
samkvæmt þeim óskum, er fyrir lands-
mönnum vaka, þeim er af einlægni
þrá að komast út úr ógöngunum.
Alt þetta felst eg á. Mór finst það
ekai að eins skynsamlegt, heldur og
sjálfsagt.
En eitt getur fyrir komið — í fjórða
lagi — sem þér hafið ekki gert ráð
fyrir. Svo g e t u r farið, þó að mér
só ókunnugt um, hve miklar líkur séu
til þess, að annaðhvort verði
vinstrimenn teknir við völdunum, þeg-
ar alþingi verður sett, e ð a að á því
leiki enginn efi um það leyti, að þeir
taki við stjórninni í haust.
Hvað á alþingi þá að gera í sumar?
Eg spyr reyndar ekki af þeirri á-
stæðu, að eg só sjálfur í míklum vafa
um, hverju ísafold muni svara. Eg
þykist skilja gvo vel hennar afscöðu
til mál’sins, að eg geng að því vísu,
hverju þér munið svara.
En mér þætti vænt um að fá svar
af því að eg hefi orðið þess var, að
sumum öðrum er ekki jafn-ljóst og
mér, hvernig ísafold vill láta þingið
snúa Bér, ef svona kynni að fara.
S tj órnarbótarvinur.
* * *
Aths. ritst.
Oss er ánægja aS svara hinum hátt-
virta spyrjanda. Svo framarlega, sem
svo fer, er hann gerir ráð fyrir, getur
ekki verið um neitt að villast. þá
eiga allir stjórnarbótarvinir á þingi
að taka höndum saman í snmar um
a 11 a r þær breytingar á stjórnar
skránni, sem meiri hluti þeirra kem-
ur sér saman um að mundi verða til
bóta fyrir þjóðina og ekki eru líkindi
til að verði málinu að falli hjá frjáls-
lyndri, sanngjarni og hleypidómalausri
stjórn.
Yrðum vér svo lánsamir, að svona
færi, sem spyrjandinn gerir ráð fyrir
— lánsamir, segjum vér, þó að vér
auðvitað rennum blint í sjóinn, af því
að óhugsandi virðist, að ekki yrði
breytt til batnaðar frá þeirri stjórnar-
ómynd, sem nú höfum vér, — þá yrði
málið vafalaust mjög auðvelt viðfangs
á næsta þingi. Mönnum er kunnugt
um allar verulegar breytingar á stjórn-
artilboðinu, sem fyrir hinum og öðrum
stjórnarbótarvinum vaka. jj>ær eru frá-
leitt allar sérlega mikils verðar. En
allar g e t a þær þó verið til bóta, ef
svo ber undir, og lítt hugsanlegt að
nokkur þeirra geti orðið til verulegs
ógagns.
þess vegna eru engin líkindi til
annars en að samningar um þau at-
riði gengi greiðlega á þinginu, ef þing-
ið ætti vísa von vinstrimannastjórnar
í sumar.
Flensborgarskólinn.
Síðastliðinn vetur voru í skólan-
um 43 nemendur alls, 7 stúlkur og
36 piltar (6 af nemendum gagnfræða-
skólans tóku eigi þátt í öllum náms-
greinum).
í kennaradeild skólans voru 7 nem-
endur, 1 stúlka og 6 piltar, er allir
tóku próf; en af eldri deildar nemend-
um gagnfræðaskólans tóku 9 burtfar-
arpróf, sem hér segir.
Kennaradeild.
1. Guðmundur Davíðsson frá Kötlu-
stöðum í Vatnsdal hlaut aðaleinkunn
vel +, vel.
2. Hallgrímur Jónsson frá Óspaks-
eyri í Bitru hlaut aðaleinkunnina dá-
vel-h, dável.
3. Kristján Kristjánsson frá Hvestú
í Arnarfirði hlaut aðaleinkunn dável-L,
vel +.
4. Sigurður Jónsson frá Álfhólum í
Bangárvallasýslu hlaut aðaleinkunn
dável 4-, dável 4-.
5. Stefán Hannesson frá Hnausum
í Skaftafellssýslu hlaut aðaleinkunn
dável, vel.
6. þorgerður Jónsdóttir frá Efri-
Hlíð í Snæfellsnessýslu blaut aðalein-
kunn dável -5-, dável.
7. þorsteinn þorsteinsson frá Neðra-
dal í Vestur-Skaftafellssýslu hlaut
aðaleinkunn dável, dável -r.