Ísafold - 19.05.1901, Blaðsíða 1
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslust.ofa blaðsins er
Austurstrceti 8.
Keykjavík laugardaginn 19. maí 1901.
31. blað.
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'/s doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
XXVIII. árg.
I. 0 0. F. 835249 III.
Forngripasaf nið opið mvd. og ld. 11—12
Lanasbókasafn opið hvern virkau dag
ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Okeypis lækning á spitalf num á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Okeypis augnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11—1.
Okeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni l. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Þilskipa-afii
í Reykjavík á vetrarvertíð 1901.
Skip Fiskafli
tals.
G. Zoega kaupm. . . 9, um 118,200
Th. Thorsteinss. konsúll 7 — 117,500
Asg. Sigurðss. kaupm. 6 — 66,400
Helgi Helgason — 3 — 25,000
Sturla Jónsaon — 3 — 26,000
Bj. Guðmundss. —o.fl. 3 — 51,700
Engeyingar .... 3 — 38,200
Jón fórðarsson kaupm. 2 — 24,000
J. P. T. Bryde - 1 — 18,000
|>orst. jborsteinsson o. fl. 1 — 31,000
Eilippus Filippusson . 1 — 19,000
Jóhannes Jósepsson . 1 — 16,500
Kristinn Magnúss. o. fl. 1 — 35,500
Sig. Jónsson o. fl. .1 — 25,000
Gísli Jónsson o. fl. .1 — 11,000
43, um 623,000
Mest hafa þessir 8 skipstjórar afl-
að á skip: Kristinn Magnússon (»Björg-
vin«) um 35,500; j>orst. j>orsteinsson
(»Georg«) um 31,000; Finnur Finnsson
(»Margrsthe«) um 30,200; Stefán Daní-
elsson (»Hildur«) um 26,000; Hjalti
Jónsson (»Swiít«) um 25,000; Sigurður
Jónsson (»Svanur«) um 25,000; Sigur-
jón Jónsson (#Emilie«) um 23,000; Páll
Hafliðason (#Guðrún Zoega«) um 23,000.
Af Seltirningaskipum, 8 alls, er afl-
inn sagður um 128,000 alls. j>ar hvað
»Kristofer« (Jóhannes Hjartarson) hafa
verið hæst, með 22£ þús.
Verður því aflinn í Reykjavík og á
nesinu samtals hér um bil 751 þús.
Til samanburðar skal þess getið, að
vetrarvertíðarafli f Reykjavfk var árið
1898 á 31 skip alls um 430 þús., ár-
ið 1899 á 30 skip alls um 304 þús.,
árið 1900 á 34 skip alls um 488 þús.
og nú á 43 skip hér um bil 623 þúsund.
Fiskurinn var mjög misstór þessa
vertíð, vænn á sum skipin, en býsna-
smár hjá sumum, og er því örðugt að
gizka á, hvað mikið úr honum verður
að vigt. j>ó var hann yfirleitt vænni
en í fyrra framan af. Geri maður 7
skpd. úr 1000 fiskum, verða þessi 751
þús. sama sem 5257 skpd. Reykjavík-
urskipin voru 9 fleiri nú en í fyrra,
og verður því aflinn minni nú á skip
en þá, eða 50,000 minnaá skipatöluna,
sem þá var.
Flest lögðu skipin út um mánaða-
mót febr.—marz, og veiðitíminn hér
talinn fram f miðjan þ. mán. En eitt
Swift, lagði þó út 13. febr., og annað,
Björgvin, um 20 febr.
Alls eitt skip héðan stundaðí há-
karlaveiðar og það að eins framan af
vertíð: Mathildur (Th. Th.) og fekk
30£ tn. lifrar. j>ar með mun hákarla-
veiðum á þilskip hætt hér algerlega.
Af hrognum og þorsklifur hefir auð-
vitað fengist til muna á vertíðinni; en
það er alt ótalið hér. —
Aflaskýrsluna sjálfa eigum vér nú
sem fyr að þakka konsúl Th. Thor-
steinsson.
Eftir að þessi skýrsla var samin og
sett, höfum vér fengið þetta að vita
um þilskipa-afla í Hafnarfirði sama
tímann:
Skip Fiskatala
P. J. ThorsteinBson &Co 4 46,500
Einar j>orgilsson . . 2 31,000
Augúst Flygenrig . . 1 14,500
Me3tur afli á annað skip Einars,
»Surprise«, um 20,000 þús.
Stefnufesta?
Á alþingi 1895 var samþykt af báð-
um deildum þingsins áskorun til stjórn-
arinnar um þær breytingar á stjórn-
arskránni:
að sérmál íslands yrðu ekki #eftir-
leiðis lögð undir atkvæði hins danska
ríkisráðs eða borin upp í því«;
nað neðri deild alþingis geti ávalt,
er ástæða þykir til, og fyrir sérhverja
stjórnarathöfn, er til þess gefur til-
efni, komið fram ábyrgð beinleiðis á
hendur hér búsettum, innlendum manni
er mæti á alþingi#; og
nað stofnaður verði sérstakur dóm-
stóll hér á landi, skipaður innleudum
mönnum (landsdómur), er dæmi í
málum þeim, er neðri deild alþingis
eða konungur lætur höfða gegn hinum
æðsta stjórnanda hér á landi«.
Jafnframt lýsti þingið yfir því í
sama skjalinu, að það héldi fast við
sjálfstjórnarkröfur Iandsins, eins og
þær hafa komið fram á undanförnum
þingum, og skoraði á stjórnina að taka
þær til greina.
j>essa þingsályktun lýsti ritstjóri
afturhaldsmálgagnsins, núverandi Ár-
nesinga-þingmaður, nalgerða uppgjöf á
öllum 8tjórnarbótarkröfum íslands«.
Auðvitað lýstí hann jafnframt miður
fagurlega þeim mönnum, er svo hefði
leiðst afvega, að styðja á einhvern hátt
að slíkum landráðum sem þessi »al-
gerða uppgjöf« væri.
Nú flytur hann sjálfur tillögu um
stjórnarskrárbreyting á þingmálafund-
um Árnesinga í nokkuð líka átt!
Mönnum hefir víst ávalt verið nokk-
uð óljóst, í hverju laudráðin hafi eig-
inlega verið fólgin 1895, eða hvernig
önnur eins þingsályktun og sú, er þá
var samþykt, geti verið »algerð upp-
gjöf«. j>essi stjórnarbótartillaga þing-
mannsins ætti að skýra það mál til
fulls.
Tvö atriðin eru sameiginleg í þings-
ályktunmni og þingmannstillögunni:
að ráðgjafinn só hór búsettur, og að
hann mæti á alþingi. Ekki hefir upp-
gjöfin getað verið í þeim fólgin.
j>ar á móti vantar í þingmannstil-
löguna ákvæðin um að sórmál íslands
skuli ekki borin upp i ríkisráðinu og
að landsdómur skuli skipaður.
I þessu ættu þá landráð alþingis
1895 að vera fólgin — að það fór
fram á þessi tvö atriði!
Eða þá í hinu, að það ákvæði vant-
ar í þingsályktunina, sem er í þing-
mann8tillögunni, að ráðgjafinn skuli
mæta á alþingi við hlið landshöfð-
ingja.
Hv r veit, nema þingið 1895 hafi
gert sig sekt í #algerðri uppgjöf* á
þann hátt, að því láðist að taka þetta
viturlega ákvæði fram!
Hver veit, nema landsréttindi vor,
velferð þjóðar vorrar sé einmitt kom-
iu undir þessu mikilsverða atriði, að
ráðgjafinn hafi landshöfóingja að full-
trúa á alþingi, þó að hann sé þar
sjálfur viðstaddur!
Jæja, mikil er stefnufestan! j>etta
hefir hann séð, karlinn, síðan 1895,
og nú kemur hann með það. Loks-
ins er hann með stefnufestunni búinn
að vísa mönnum á rétta leið út úr
stjórnarógöngunum.
j>ví að hins mun fráleitt til getandi,
að dómar haus um þingsályktunina
1895 hafi verið einber vaðall og vit-
leysa, og að nú sé grunnhygnin svo
mikil, að maðurinn hafi enga hug-
mynd um, að nú sé hann að fara fram
á miklu minna en það, sem hann
taldi áður #algerða uppgjöf«, auk þess
sem hann sé að fara fram á hina fá-
ránlegustu vitleysu, eins og hann væri
Dýkominn út úr alfhólum — að hann
sé með öðrum orðum nú þegar farinn
að færa möunum heim sanninn um
það, áþreifanlegar en andstæðingar
hans hefðu getað gert, hve gjörsneidd-
ur hann er þeim vitsmunum, sem til
þess þarf að geta verið nokkurn veginn
sómasamlegur þingmaður.
Próf í stýrimannafræði
Dagana 6.—9. maí var hið meira
stýrimannapróf haldið við stýrimanna-
skólann.
í prófnefnd voru, auk hins setta
forstöðumanns skólans, Páls Halldórs-
sonar, prsmierlautinantarnir T. A.
Topsöe-Jensen og H. C. Gad, fyrir-
liðar á strandvarnarskipinu »HeimdaI«,
skipaðir af hinu íslenzka ráðaneyti í
Kaupmannahöfn, ogvar Topsöe-Jensen
af landshöfðingja jafnframt skipaður
oddviti nefndarinnar.
Sem prófdómendur í hinum grein-
unum voru af landshöfðingja skip-
aðir docent síra Eiríkur Briem og
cand. jur. Jón j>orkelsson.
Prófsveinar þeir, er prófið stóðust,
f^pgu þessar einkunnir:
Jón Theodor Hansson, Rvík 86 stig
Ólafur Ólafsson, Rvík ... 81 —
Kolbeinn j>orsteinsson, Rvík 75 —
Einn lærisveinn stóðst eigi prófið.
Hæsta einkunn við próf þetta er 112
stig; til þess að standast það þarf 48
stig.
Skólanum var sagt upp að afloknu
prófi (9. þ. m.) fyrir þetta skólaár.
Þingmálafmidir.
Það er frekara að segja af þingmála-
fundum Árnesinga en gert var í síðasta
blaði, að þar voru á þeim öllum þrem-
ur samþyktar því nrer samhljóða fund-
arályktanir í flestum málum, er þar voru
upp borin, einna fylstar þó á hinum
síðasta, að Selfos8Í, 14. þ. mán.
Um landbúnað voru samþ. á
Self. ní-liðuð ályktun eða áskorun til al-
þingis: a ð auka styrk til búnaðarfólaga
og taka eftirleiðis upp í skyrslur um
jarðabætur, er veiti tilkall til styrks úr
landssjóði, fleiri jarðabætur en hingað
til, t. d. haughús, safnforir, upphleypta
vegi um tún, vírgirðingar og heyhlöð-
ur; a ð þingið veiti verulega fjárhæð til
verðlauna handa þeim, er öðrum fremur
skara fram úr í jarðabótuhi og búnað-
arframkvæmdum; að haldið sé áfram
kenslu í mjólkurmeðferð og sú kensla
fullkomnuð sem bezt; a ð veittur só
kostur á lánum til mjólkurbúa með
vægum kjörum; að samin séu lög um
merki á smjöri og greitt fyrir sölu þess
erlendis, meðal annars sóð fyrir frysti-
klefum í póstskipum og að þau gangi
beina leið til Skotlands að minsta kosti
4 ferðir á ári; að þingið leggi fram fó
til hóraðasýninga og kynbóta á búpen-
ingi; a ð búnaðarmálunum öllum sé kom-
ið undir umsjón Búnaðarfélags Íslands;
að ábúðarlögin frá 1884 séu endurskoð-
uð; a ð þingið leggi 25—50000 kr. á
ári til framræslu og vatnsveitinga í
stórum stíl eftir tillögum Búnaðarfélags
íslands.
Um önnur atvinnumál var
samþykt, a ð botnvörpúbannslög séu hert
þannig, að skipstjórar sæti fangelsi fyr-
ir landhelgisbrot; a ð laxveiðilög sóu
endurbætt — heimildarlög fyrir héraða-
samþyktum um veiði og friðunartíma;
a ð selur só ófriðaður samkv. frv. neðri-
deildar 1897; að Stokkseyrarhöfn só
endurbætt.
Þar næst var um samgöngumál
samþykt, að biðja um fé úr landssjóði
til brúar á Sogið; a ð haft verði betra
eftirlit með brúkun vegafjár; a ð syslan
telji sór ofvaxið viðhald á landsjóðsveg-
um í sýslunni; að gefin séu upp lánin
til brúnna á Þjórsá og Olfusá; a ð lagð-
ur verði sem fyrst akvegur frá Köguð-
arhól að Olfusárbrúnni; a ð greitt verði
fyrir samgöngum á sjó samkvæmt til-
lögum sýslunefnda.
Þá vildu Árnesingar láta setja milli-
þinganefnd til að íhuga og undirbúa
endurbætur á látækralöggjöfinni; sam-
þykkja aftur eftirlaunafrv. frá síðustu
þingum; lögleiða fjölgun kjörstaða til
alþingis — helzt kjörstað í hverjum
hreppi — og heimullegár kosningar;
koma á stofn innlendri brunabóta-ábyrgð
og lífsábyrgð; afnema lausafjárframtal
og verðlagskrár; auka styrk til um-
gangskenslu og herða styrkveitingaskil-
yrðin.
Mannalát.
Pétur Guðjohnsen, stúdent, á Vopna-
firði, fyrrum verzlunarstj. Órum&Wulfls
verzlunar þar, andaðist 9. f. m. eftir
langa og þunga legu, kominn hátt á
sextugsaldur, fæddur í Rvík 2. júní
1843, sonur Péturs Guðjohnaens organ-
leikara (|1877) og konu hans, frú Guð-