Ísafold - 19.05.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.05.1901, Blaðsíða 2
122 rúnar (f 1899). Hann hét fullu nafni Jörgen Pétur Hafstein Guðjohnsen, í höfuð á atntm. J. P. H., varð stú- dent frá Rvíkur laérða skóla 1862 með I. eink., og gaf sig eftir það við verzl- un, fyrst hér í Rvík nokkur ár, en síðan eystra. Hann hafði sjávarútveg og annan búnað á Vopnafirði eftir að hann lét af verzlun. Kvæntur var hann þórunni, dóttur Halldórs pró- fasts Jónssonar á Hofi, er lifir mann sinn ásamt 2 dætrum þeirra uppkomn- um. Hann var fjörmaður og gleði- maður, og jafnan vel látinn. Að Búrfelli í Grímsnesi andaðist 28. f. mán. eftir langa legu kona bóndans þar, Jóns Sigurðssonar, hús- frú Ingileif Jónsdóttir, prófasts Páls- sonar Melsteð í Klausturhólum og konu hans, Steinunnar Bjarnadóttur, amtmanns Thorarensen, nær fimtugu, góð kona, greind og vel að sér. Hún ólst upp hér í Reykjavík hjá stjúpu föður síns og nöfnu, frú Ingileif Mel- ■teð, amtmannsekkju. |>au hjón áttu 2 dætur á lífi. ísienzku lisíamanna- efnin eriendis Mörgum þótti það hérna um árið í meira lagi ótilhlýðileg meðferð á landsfé, er alþingi í fyrsta sinn veitti þeim námsstyrk, listamannaefnunum íslenzku, Binari Jónssyni myndasmið, og þórarni B. þorlákssyni málara, enda var það eigi eftirtölulaust, að sú styrkveiting »marðist í gegn« í þinginu. Alþingi er það auðvitað engan veginn láandi, þótt það líti í kringum sig og fari að öllu gætilega, þegar um slík- ar styrkveitingar er að ræða, því að óvíða mun það oftar bera við en ein- mitt á þeirri námsleið, að nemendurn- ir hætta áður en hálfnuð er leið, og betri eru engir listamenn en lélegir. Alþingi gat ekki vitað nema svo færi um þessi íslenzku listamannaefni, og er því full-afsabanlegt, þótt það vildi fara að öllu gætilega. En því gleði- legra er það nú, að geta með rökum sagt, að landsfé hafi eigi verið á glæ kastað handa þessum mönnum. það hafa báðir þessir landar vorir sýnt áþreifanlega á þessu vori, og að minsta kosti annar þeirra svo áþreif- anlega, að allar líkur eru til þess, að hann verði þjóð sinni til mikils sóma. í Kaupmannahöfn er á hverju vori í höllinni Charlottenborg haldin lista- verkasýning, og er hún í svo miklu á- liti, að jafnvel listamenn frá Noregi og Bvíþjóð senda þangað listaverk sín. í Danmörku hafa það um fjölda ára verið ljúfustu draumar allra danskra listamannaefna, að fá myndir eftir sig teknar inn á þessa sýningu. En ár- lega er að minsta kosti eins mörgum listaverkum hrundið af dómnefndinni, eins og þar er viðtaka veitt, því að dómnefnd þessi (en hún er skipuð á- gætustu listamönnum og listfræðing- um Dana) hefir löngum þótt vandlát í vali — stundum jafnvel um skör fram, — svo að ganga má að því vísu, að þar kemst enginn í kór, nema hann gefi að minsta kosti »góðar vonir«. Báðir íslenzku listamennirnir — eða listamannaefnin — hafa á þessu vori fengið listaverk eftir sig tekin inn á sýningu þessa, og má því nú héreftir að minsta kosti gera sér »góðarvonir« um framtíð þeirra á listamannabraut- inni, og er það (þótt ekki væri meira um þá að segja nú eftir 6—7 ára nám) nægileg sönnun fyrir því, að þessuiít- ilræði, sem veitt var af landsfé þess- um efnalausu löndum vorum, hafi ekki verið fleygt í sjóínn. En hér er ef til vill um meira en »góðar vonir« að ræða, að minsta kosti um annan þeirra, því að, að því er ráðið verður af dönskum blöðum, virð- ist mynd Einars Jónssonar frá Galt- arfelli vera það af lfkansmíðum þeim, sem þetta ár eru sýnd á Charlotten- borg, sem einna mesta eftir- tekt hefir vakið og líklega verður mest þráttað um. En það eru aldrei lökustu listaverkin, sem mest er um þráttað. I blaðinu Dannebrog er bent á hana (í fljótlegu yfirliti yfir sýning- una), »öllum öðrum líkansmíðum frem- ur«, er á sýningunni séu. Og höfuð- blað Dana í skáldskap og listum, »IIlustreret Tidende«, nefnir hana næst- •fyrsta þeirra mynda, sem þar er minst á, og lýkur yfirleitt lofsorði á hana, þótt því þyki höfuðpersónan helduríburðarmikil(»lovligbombastisk«). En ef til vill stendur aðfinsla blaðsins í sambandi við það, að útilegumaður- inn getur naumast orðið í augum Dana það, sem hann er f augum vor Islendinga, sem erum að kalla má »fæddir og uppaldir* með útilegumönn- unum okkar, eigi sízt »sveitapiltarnir«. Og ganga má að því vísu, að útilegu- maður Einars Jónssonar, sem ber til bygða lfk konu sinnar á bakinu til þess að greftra það í vígðri mold, en heldur á barninu sínu, móðurleysingj- anum, á vinstri handlegg, sé einmitt gerður í mynd og líkingu þeirra úti- legumanna, sem »sveitapilturinn« frá Galtarfelli »trúði á« og ofc hugsaði um á æskuárunum, er hann var við smala- mensku eða önnur störf, sem íslenzkir •veitapiltar alast upp við. Fyrir því má og ganga að því vísu, að þótt Dönum þyki útilegumaður Einars •nokkuð íburðarraikill«, þá mundi okk- ur íslendingum, sem sæju hann, ekki lítast svo á, heldur mundum vér miklu fremur segja: þetta er einmitt íslenzki útilegumaðurinn, eins og eg hefi hugsað mér hann, mikilfenglegur og stórskorinn, en jafnframt göfug- lyndur og tryggur. f>ví að útilegu- maðurinn íslenzki á oft ekkert skylt við sauðaþjófinn í meðvitund manna; að hann legst á fé héraðsmanna, orsakast af því, að sj'álfsviðhaldsfýsnin knýr hann til þess, og hann er boðinn og .biíinn til að bæta bóndanum ríkulega sauðatökuna hve nær sem hann get- ur. Sá sem þessar línur skrifar hefir því miður ekki séð nema ljósmyndir af þessu listaverki Einars Jónssonar, en nær er mér að halda, að eg gleymi seint hinum trega-þrungna alvörusvip útilegumannsins, þar sem hanu skálm- ar fram með byrði sína, studdur rek- unni sinni, eða svip barnsins, sem naumast skilur neitt í ferðalagi föður síns, en vefur handleggjunum um háls- inn á honum, vitandi, að þar sé því óhættast. Myndin, sem er um 9 fet á hæð, er steypt úr gipsi. Vonandi flytur »Sunnanfari« áður langt um líð- ur myndir af listaverki þessu. Myud þórarins B. þorlákssonar, sem tekin hefir verið á sýningu þessa, er »Sumarnótt á f>ingvöllum«. »Nat- ionaltidende« getur hennar með fám orðum í yfirlitsgrein sinni um sýning- una, þykir hún nokkuð dimmleit, en hugnæm mjög að öðru leyti. Mynd þessa gerði f>órarinn hér heima á ís- landi í fyrra sumar, og sjálfur leit hann svo á, að þetta væri bezta mynd- in eftir sumarið. Ef bera ætti saman þessa tvo ís- lenzku listamenn, mun mega segja, að mest kveði að hugsjónarafli Einars, en iðninni og nákvæmninni hjá f>ór- arni; en einmitt hin staka iðni f>ór- arins gefur beztu vonir um framtíð hans og að hann muni einníg verða þjóð sinni tií sóma og ánægju með í- þrótt sinní, þótt hann sé ef til vill ekki »fæddur« listamaður, eins og Ein- ar Jónsson. En báðir eru þessir landar vorir efnalausir menn, og framtíð þeirra beggja er undir því komin, að þeir geti haldið áfram um nokkur ár enn námi sínu og notið leiðbeiningar góðra manna erlendis. f>etta ætti fjárveit ingavaldið íslenzka að hugfesta sér, ef svo skyldi fara, að þessir efnilegu en efnalausu landar vorir. leituðu aft- ur scyrks hjá alþingi. f>að er satt — vér íslendingar höf- um ekki efní á miklu; en sízt af öllu höfum hér ráð á því, að efnilegir landar vorir verði sakir efnaskorts að grafa pund sitt í jörðu. J. H. Stjórnspelíin nýjasta. Ritstjóri afturhaldsmálgagnsins, er Árnesingar gerðu að alþingismanni sínum í haust, var með alveg nýja stjórnspeki á þingmálafundum þeim, er hann hefir verið að halda í kjör- dæmi sínu. Hann vildi láta alþingi samþykkja þingsályktun þess efnis, að stjórnín legði fyrir þingið stjórnarskrárbreyting- arfrumvarp í þá átt, að skipaður verði sérstakur ráðgjafi fyrir ísland, er bú- settur sé hér á landi og launaður af landssjóði og mæti á alþingi — við hlið landshöfðingja! Segi þeir nú, að ritstjóra afturhalds- málgagnsins geti aldrei dottið neitt í hug sjálfum — hann þurfi að fá allar hugsanir að! f>essa hugsun á hann þó sannarlega sjálfur — að láta ráðgjafa, sem bú- settur er hér á landi, mæta á alþingi við hlið landshöfðingja! Engum manni hefir hugkvæmst það öðrum. f>að má hann eiga. Árnesingum gazt ekki sem bezt að þessari tillögu á fundum ritstjórans. f>eim hafði skilist svo, sem landshöfð- ingi ætti sæti á alþingi sem fulltrúi ráðgjafans. Og þeir gátu ekki látið sér skiljast það, að ráðgjafinn þyrfti þess fulltrúa lengur, þegar hann væri orðinn búsettur hér á landi og væri sjálfur á þinginu. Og á ö 11 u m fundunum höfnuðu þeir þessari tillögu þessa þingmanns síns. En hitt skildist þeim vitaskuld, að svona löguð stjórnspeki væri alveg n ý, ekki að eins í sögu landsins, heldur og í sögu alls mannkynsins. Sæbjargarskip Mikilsverð nýlunda Hingað kom í gær, til Hafnarfjarðar, lítið gufuskip, »Helsing0r«, 112 smál., kapt. Nic. Mogensen, frá hinu nafn- kunna hlutafólagi í Kaupmannahöfn, sem kent er við Em. Z. Svitzer, og hef- ir þaö fyrir stafni, aS bjarga hafskipum í sjávarháska, ná upp sokknum skipum og fémætum munum af mararbotni, og veita ýmislega aðstoð, þegar skip stranda, og þar fram eftir götum. Fyrsti vísir félags þessa var seglskip, er frumkvöðull þessa fyrirtækis, Em. Z. Svitzer, stórkaupm. í Khöfn, fór að halda úti í því skyni, árið 1833. Nær 30 árum síðar, 1860, eignaðist hann gufu- skip og gerði það út til þess, og smá- færði síðan út kvíarnai. Hann er nú dáinn fyrir mörgum árum, og h'.utafé- lag tekið við, sem á nú 11 gufuskip og starfar ekki einungis við Danmerkur strendur, heldur víða annarstaðar, t. d. meöal annars suður í Miðjarðarhafi, og hefir mikið orð á sér hvarvetna. Það forðar því þrásinnis, að fullkomið straud verði úr, er hafskipum berst á, og er því sérstaklega þarft ábyrgðarfólögum. Skipið hefir meðferðis alls konar bjargtæki, svo sem köfunarfæriog köfun- armenn tvo — annan íslenzkan —, eim- dælur geysimiklar og sterkar, m. m. Sömuleiðis smiði til að gera við skip og smíðarefni; jafnvel limi í gangvélar skipa og fleira, er þau kynnu að þarfn- ast. Rafmagnsljós er á skipinu og annar útbúnaður eftir því. Skipstjóri er mikið geðugur og vel mentaður snyrtimaður. þarf ekki orðum að því að eyða, að oss er veruleg framför að því, að hafa fengið þetta bjargráðaskip hingað. Skipið verður hér fram á haust að svo stöddu. Nýr afturhalds-ritlingur. Afturhaldsliðið hefir sent út ritling,. nafnlausan, sem nefndur er: »Um laumuspilið eða þann sórstaka«, í því skyni að hafa áhrif á þingmálafundina x vor. Bæklingnum er gefinn sá vitnis- burður á síðustu blaðsíðunni, að hann »geti fært mönnum heirn sanninn um, hvorir róttari málstað hafi að flytja«^ og, »að með róttum rökum verði smá- riti þessu ekki hnekt« o. s. frv. Vér skulum í stuttu máli geta um röksemdirnar í þessum bæklingi. Fyrsta röksemdin er sú, að embætti dr. V. G. við háskólann fylgi sxi kvöð, «að fara við og við til íslands að pré- dika þar fyrir 1/ðnum friðsemi og auð- sveipni við Dani«. Reyndar segirbækl- ingurinn sjálfur, að fyrirrennari dr. V. G. í embættinu hafi aldrei gert þ e 11 a, og ekki eru neinar líkur færð- ar fyrir því, að honum só ætlað það. Hér á landi veit sjálfsagt dr. Jón Þor- kelsson yngri manna bezt um það, hverj- ar kvaðir sóu embættinu samfara, því að hann hefir sjálfur sótt um það. Og honum er vafalaust trúandi, þar sem hann var einn af þingmannaefnum aft- urhaldsliðsins síðastliðið haust. Meðan hann lýsir ekki yfir því, að sór sé kunn- ugt að embættinu sé svo háttað, sem ritlingurinn segir, er víst óhætt að hafa það fyrir satt, að þessi »röksemd« sé beinlínis tilhæfulaus lygi og hún af ill- girnislegra tæginu. Öntiur röksemdin er sú, að dr. V. G. ritaði þingmönnum fyrir þing 1897 um það, hvað sór hefði orðið ágengt við ráðgjafann í stjórnarskrármálinu og bað þá að gera það ekki að opinberu um- ræðuefni — meðan malið var ekki lengra komið en svo, að hann hafði ekki leyfi til að birta það á prenti. En það ódæði líka! Þriðja röksemdin er sú, að dr. V. G. hafi svo »sauruga sál«, að hann hafi látið það uppi við einn þingmann, að landshöfðingi mundi ekki verða ráðgjafi, ef stjórnarskrárbreytingin næði fram að ganga. Sér eru nú hver »saurindin«, að fara með annað eins! Fjórða röksemdin er sú, að stjórnar- tilboðið var felt á þingi 1897. Fimta röksemdin er sú, að stjórnar- flokkurinn sendi »ávarp« til þjóðarinn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.