Ísafold - 19.05.1901, Síða 3
ar í þinglok 1897 og að Ljósavatns-
fundurinn var á annarri skoðun en
þeir, sem undir það ávarp skrifuðu.
Sjötta röksemdin er sú, að Sighvatur
Arnason náði kosning 1 Rangárvalla-
s/slu vorið 1899.
Sjöunda röksemdin er sú, að ritling-
urinn »Ráðgjafinn á þingi« var saminn
og sendur út um landið.
Áttunda röksemdin er sú, að Einar
Hjörleifsson hafi farið norður í Húna-
vatnss/slu og vestur í Dali vorið 1899,
tekið þar þátt í umræðum um stjórnar-
skrármálið á þingmálafundum og orðið
í minni hluta á báðum stöðum.
Níunda röksemdin er sú, að skömmu
eftir það, að ,Ráðgjafinn á þingi1 kom
út og nokkruu áður en Einar Hjörleifs-
son hóf leiðangur sinn norður og vest.ur,
fekk Björn Jónsson, ritstjóri Isafoldar,
danskt fó, 400 kr., frá Valt/ Guðmunds-
syni.
Á þessari röksemd er sá agnúi, að
hann er tilhæfulaus lygi, eins og hver
maður getur gengið úr skugga ura, sem
vill hafa fyrir því að líta í bækurnar
liér á pósthúsinu.
Tíunda röksemdin er sú, að » valt/sk-
an« hafi verið feld á alþingi 1899.
Ellefta röksemdin er sú, að óhugsandi
sé, að lögsækja ráðgjafann, ef hann á sæti
í ríkisráðinu. Það er sama kentiingin,
sem »Dagskrá« sál. flutti hór um árið
og varð að almennu athlægi fyrir.
Tólfta röksemdin er sú, að ráðgjafinn
m u n i ekki verða íslendingur.
Þrettánda, að stjórnarbótin mundi
færa valdið út úr landinu.
Fjórtánda, að þingið geti ekld m.eð
nokkuru móti haft nein áhrif á ráð-
gjafann, en hann geti að sjálfsögðu vaf-
ið því um fingur sór.
Fimtánda., að /msir menn, sem ritl-
ingurinn nafngreinir, svo sem Björn
Jónsson, Guðl. Guðmundsson, Jón Jóns-
son frá Múla og Þórður Thoroddsen,
hafi áður haldið fram annari stefnu í
stjórnarskrármálinu, en hafi látið sann-
færast um, að þessi stjórnarhót, sem nú
er á boðstólum, mundi miklu betri en
ekki, þangað til annað meira fæst. Höf.
verður svo skrafdrjúgt um þetta atriði,
að Jiaun telur það s/nilega gersamlegt
rothögg á stjórnarbótina, að nokkur
maður skuli hafa sannfærst urn, að
gagn só að henni.
Sextánda, að 61. gr. stjórnarskrárinn-
ar só gimsteinn og kjörgripur, og að
það eitt hafi staðið fyrir grundvallar-
lagabreyting í Danmörku, að þar hafi
slíkan gimstein vantað! Þá staðhæfing
setur höf. með breyttu letri. Hann
ætti fyrir hvern mun að koma henni á
dönsku, því að víst er, að Danir hafa
ekki uppgötvað þetta enn. Þeir hafa
bollalagt mikið um grundvallarlaga-
breytingar, en á »gimsteininn« hafaþeir
aldrei minst.
Seytjánda, að komi ráðgjafinn á þing
Og beri ábyrgð allrar stjórnarathafnar-
innar, »þá játum vér gildi grundvallar-
laganna dönsku og lögfestum þvi ráð-
gjafann í ríkisráðinu(!!)«.
Það er ólíklegt, að Islendingar sann-
færist ekki af þessum röksemdum, jafn-
veigamiklum og ómótmælanlegum sönn-
unum. Nógu inargar eru þær að minsta
kosti.
Og liöf. segir líka sjálfur, að »eugum
meðalgreindum manni, er les ritið með
athygli«, só »ofætlun að greina glöggar
röksemdir frá staðlausu orðagjálfri og
röksemdaleysi«.
í því efni erum vér á alveg sama
máli. En hvort það eykur veg og virð-
ing ritlingsins og afturhaldsliðsins —
það er annað mál.
Peningasendingii).
Ein af ótal lygasögum afturhalds-
liðsins um þá, er fyrir stjórnarbótinni
berjast, er bú, að undirskrifaður rit-
stjóri ísafoldar hafi fengið, vorið 1899,
sent frá ’ dr. Valtý Guðmundssyni
ndanskt fé«, 400 kr., og að það hafi
verið skömmu eftir að »Ráðgj. á þingi«
komútog nokkru áður en E. H. ritstj.
lagði á stað norður í Húnavatnssýslu
snöggva ferð.
Saga þessi er ekki uýsmíðuð. Eg
hefi frétt til hennar fyrir nær 2 árum
á gangi fyrir norðan, ef ekki víðar.
En nú er hún komin á prent, í nýj-
asta óþverrabækling afturhaldsliðsins:
»Um laumuspilið eða þann sérstaka«,
og er þá annaðhvort, að höf. bæklings
þessa er sami maðurinn, sem tóða sögu
hefir smíðað, eða þá að honum hefir
verið hjálpað um hana hins vegar.
Sjaldnast er nokkurt viðlit að rekja
upptök eða tilefni lygaþvættings þess,
er náunginn á vanda til að bregða
fyrir sig til scuðnings illum málstað.
En hér má þó fara nærri um tilefnið.
Okkur hafa, okkur dr. Valtý, alls
einu sinni á æfinni, það eg frekast
man, farið peningaseDding í milli. Og
það stendur heima: það var vorið 1899.
Hann sendí mér þá einu sinni með
póstávísun frá Khöfn 100 kr. Og það
er ekkert launungarmál, hvernig á
þeim peningum stóð. Eg hafði lagt
þá út fyrir hann hér mörgum mánuð-
um áður, en ekki gert honum viðvart
um það fyr en á áliðnum vetri; þá
setidir hann mér þá jafnharðan, eins
og ganga mátti að vísu af jafn-skil-
vísum manni og áreiðanlegum. Eg
hefi kvittað hann hjá mér fyrir þess-
um peningum, 100 kr., 25. apn'11899.
þeir eiga því að finnast innfærðir í
kvittunarbók pósthússins um það leyti,
nýkomnir þá með póstskipinu. |>ar er
því að þeim að leita íyrir þá, sem um
það vilja forvitnast.
En nú er »lærdómsríkt« að virða fyr-
ir sór, hvernig þetta er hagnýtt.
Rógberinn sér, að hér er smíðarefni.
Hann er einn af þeim, sem eru sár-
þyrstir í að gera okkur báða, dr. V. og
mig (ásamt fleirum), að landráðamönn-
um. Nú er ekki annað, hugsar hann
með sór, en að gera úr þessu landráða-
mútu, og fá þeirri sögu fætur að ganga
á. En honum finst sjálfum féð vera
nokkuð lítið. Hann er hálfhræddur um,
að fólki gangi illa að trú» því, að
landráðamútur séu ekki hafðar hærri
en 100 kr. Hann tekur það ráð fyrst,
að tvöfalda fjárhæðina. Hann minn-
ist málsháttarins : Fáir ljúga m e i r
en helming. það segist þá ekki svo
mikið á, að ljúga helming — hugsar
hann ; þ a ð er algengt; en að ljúga
um m e i r en helming, það er fágætt,
það er ljótt. En svo finst honum,
þegar hann hugsar sig betur um, að
200 kr. sé líka nokkuð lítið. Hann
gerir sér þá lítið fyrir og — tvöfaldar
aftur! þá eru það þó orðnar 400 kr.
það er þó dálítið í munni. Alþýðu
manna hér á landi þykir það vera
töluvert fé; og henni er sagan ætluð.
þá lætur hann hana flakka. Og svo
vaxin er hún komin norður í land þá
sama vorið.
En svo er að koma að landráða-
aðdrótluniöni sjálfri. llt að orða það
svo, að ekki verði á því haft, úr því
að hér er um nafngreinda menn að
ræða.
»Danskt fé — danskt fé«, það er
ráðið. það skilst! Og þá má auk
þess verja sig, ef í harðbakka slær,
með því, að »danskt fé« þýði ekki
annað en danskir penÍDgar, krónur og
autar, — danskir gullpeningar eða
silfurpaningar eða danskir seðlar.
Auðvitað eru póstávísanir á pósthúsinu
í Reykjavík raunar borgaðar út í ís
lenzkum seðlum, og þá kemur þ a ð
ekki heim. En það gerír minna til.
Alt af er hægt að segjast hafa ímynd-
að sér hitt, og þá er óhætt að hafa
það svona.
þessi vtrðisc hafa venð hugsunar-
ferill þokkapilts þess, er lygasögu
þessa hefir cil búið. Og svo hefir
hanu lácið hana hlaupa af stokkun-
um.
Mörgum mun verða fyrir að eera
ráð fyrir, að faðernis að þessu félega
fóstri só að leita í sjálfu pósthúsinu.
Aðrir muni ekki um slíkar peninga-
sendingar vita, póstávísanir, en póst-
þjónarnir þar og viðtakandi. Um það
væri þá ekki annað að segja en það, að
þá hafi þar ekki veriö valÍDn maður í
h v e r j u rúmi — valinn að ráðvendni
og samvizkusemi, sem þó þyrfti að vera.
En svo þ a r f alls eigi að vera. Aðr-
ir geta hafa verið viðstaddir afhending
peningasendingarÍDnar af tilviljun.
Annaðhvort væri, þótt almenningur
fengi traust og álit á málstað, sem
studdur er með svona veigamiklum og
göfugmannlegum röksemdum, eins og
lygasögunni þessari eða öðrum því um
líkum, sem kolapiltar afturhaldsliðsins
hafa á takteinum! 1 B. J.
Hrakför
stjóraarbótai’fjenda
í Árnessýslu.
Árnesingar hafa fyrir mikið að
bæta, jafn-óvenjulega ófimlega og
kosningarnar tókust fyrir þeim í haust
— þar sem þeir ekki að eins kusu á
þing þann mann, er að líkindum er
óhæfilegastur til þingfarar af öllum
mönnum hér á landi, sem lagt hafa
orð í belg um landsmál á sfðari árum,
svo að alþýða manna sé kunnugt,
heldur og senda á þing tvo andstæð-
inga, sem hvor um sig vill gera það
alt ónýtt í stórmálum þjóðarinnar,
sem hinn vill fá framgengt.
Skynsamir menn í Árnessýslu finna
sárt til þeirrar hneisu, er kjördæmið
hefir gert sér með þessu háttalagi.
Og þeir sýndu það á fundunum, sem
þingmenn kjördæmisins héldu 12., 13.
og 14. þ. m., að þeir hafa vilja á að
þvo blettinn af, eftir því sem auðið er.
Á fundum þessum hélt afturhalds-
þingmaður þeirra, H. |>., fram þeirri
furðulega kynlegu tillögu í stjórnar-
skrármálínu, sem rrinst er á annar-
staðar hér í blaðinu.
Á öllum fuDdunum var sú tillaga
ónýtt fyrir honum.
Hinn þingmaður kjördæmisins, sá
er fyllir flokk stjórnarbótarvina, S. S.,
hélt fram stjórnarbótinni í þeirri
mynd, er hún stendur ©ss til boða.
Tillaga hans var samþykt á
öllum fundunum. A einum fundinum
að eins var jafnframt samþykt, með
þriggja atkvæða mun, sérstök tillaga
um að halda 61. gr. stjórnarskrárinn-
ar óbreyttri. Ekki er í þeirri sam-
þykt tekið fram með einu orði, að
fundurinn vilji gera það að s k i 1-
y r ð i fyrir því að þiggja stjórnar-
bótina, að 61. gr. sé haldið óbreyttri.
Funduiinn vill sýnilega. ^ hvað sem
öðru líður, semja um þá stjórnarbót,
sem fáanleg er; þess vegnahefir hann
tillöguna um það atriði sérstaka,
hnýtir ekki við hana neinu því, er
hann hyggur, að orðið geti málinu
að falli.
Með stjómarbótinni voru á fundun-
um samtals 52 atkvæði; móti henni
voru 23, — ekki fullur þriðjungur
þeirra kjósenda, er atkvæði greiddu.
Engu óeftirminnilegri var hrakförin
í bankamálinu. Allir fundirnir sam-
þyktu í einu hljóði áskorun til þings-
ins um að bæta úr peningaeklunni,
annaðhvort með því að efla Lands-
bankann, eða þá með sérstakri pen-
ingastcfnun, som væri í hötidum lands-
manna. H. þ. barðist af alefli gegn
því, að minst væri á nokkura aðra
peningastofnun en Landsbankann,
sagði, að þá væru menn að biðja um
•stóra bankann«, sem auðvitað var
satt. En enginn fundamanna lét skip-
ast við fortölur hans.
Vafalaust hefir verið rótt af fund-
unum, að hafa ekki tillöguna í þessu
máli ákveðnari en þetta. Peningar
eru of litlir í landmu. J>að getur
verið hverjum meðalgreindum manni
ljóst. Fyrir því er sjálfsagt af kjós-
endum að krefjast þess, að úr þeim
skorti sé bætt. Hitt er ekki nema
eðlilegt, að þeir ætli þingi og stjórn
að ráða fram úr öllum vafa um það,
á hvern hátt hyggilegast sé að
fullnægja þörfinni.
Úrslitin á fundum þessum í stór-
málum landsins eru gleðilegur vottur
þess, að menn eru farnir að átta sig
á ósannindum afturhaldsliðsins. Oll-
um var ljóst, í hverju skyni aftur-
haldsmálgagnið flutíi ósannindasög-
urnar af voDleysi því, sem stórmálin
áttu að vera komin í, rótt á undan
fundum þessum — að það var gert til
þess að draga úr mönnum kjarkinn
og fá menn til þess að sætta sig við
það, þó að þeim málum yrði ekkert
hrundið áfram á næsta þingi.
Tilraunin brást óþyrmílega í ritstjór-
ans eigin kjördæmi. Hún bregzt á-
reiðanlega í öllum öðrum kjördæmum,
þar sem vitið og sannleikurinn fær að
njóta sín.
V eðurathuganir
í Reykjavík, eftir aðjnnkt Björn Jensson.
19 01 Maí Loftvog millim. Hiti (C.) CTt- c+ a> cx c tr % cx œ pr B p j_5 Urkoma millim. Minstur hiti (C.)
Mvdl5.8 767,6 6,2 ssw i !io 5,3 3,1
2 766,9 6,8 sw 2 10
9 768,3 4,8 w 1 9
Fd.16. 8 769,5 6,8 E 1 8 1,2 2,7
2 769,1 7,6 SSE 1 10
9 764,1 5,9 s 1 10
Fsd 17.8 759,9 7,1 sw 1 10 3,1 4,9
2 759,0 7,8 SSE 1 10
9(757,5 6,7 sw 1 10
Erlend tíðindi.
Blöð hafði »Helsing0r« meðferðis
ensk til 8. þ. m. En ekki er á þeim
að sjá, að nokkur skapaður hlutur
sögulegur hafi við borið dagana þá,
eftir að Ceres fór frá Skotlandi 1. þ.
mán. Smáfréttir af viðureign Búa og
Breta að vanda: að Bretar hafi náð
frá þeim svo og svo mörgum nautgrip-
um og jafnvel einhverjum mönnum
líka. f>ar með búið. SkýrBla er þar
og um manntjón Breta frá því er þeir
hófu hernaðinn á hendur Búum haust-
ið 1899 og til marzmán. loka þ. á.,
eða um 18 mánuði.
f>að er tveimur mönnum fátt í
15,000. En ekki fallið í orustum nema
4000 rúm. Rúm 9000 dáið á sótcar-
sæng og 1350 af sárum. Hinir af
slysum eða í fangelsi.
Verið að ráðgera á Englandi kola-
nemaverkfall geysimikið um land alt