Ísafold - 22.05.1901, Síða 3

Ísafold - 22.05.1901, Síða 3
skorar á þingið, að greiða fyrir land- búnaðinum og hlynna að honum svo sem unt er. Samþykt í einu hljóði. 8. Breyting á kosningarlögunum. Fundurinn aðhyllist leynilega atkvœða- greiðslu. Sömuleiðis aðhyllist hann fjölgun kjörstaða, svo framarlega sem komið verður í veg fyrir, að þeim fylgi frekari vandkvæði en nú eiga sér stað með kosningar. Samþ. í einu hljóði. 9. Alþyðumentunarmálð. Fundur- inn vill að lagður sé styrkur eins og að undanförnu til alþýðumentunar, og að komið sé á, ef unt er, fr> kari fræðslu ungmenna. Samþ. í einu hljóði. 10. Yfirsetukvennalaun. Fundurinn lætur þá ósk í ljósi, að yfirsetukvenna- laun verði greidd úr landssjóði. Samþ. í einu hljóði. 11. Skattamál. Fundurinn er með- mæltur því, að lausafjárskatturinn só afnuminn, og aðhyllist, að sem flest gjöld til landssjóðs séu goldin með tollum. Samþ. í einu hljóði. 12. Samgömjur. Fundurinn óskar að þingið veiti fé til samgangna á sjó og vegabóta á landi líkt og hefir verið. 13. Fiskiveiðamál. Á fundinum komu fram upplýsingar um, að í ráði væri að stofna innlent fiskiveiðafélag, er veita mætti leyfi til að veiða með botnvörpum í landhelgi á tilteknu svæði hér fyrir ströndinni. Fundurinn vildi fyrir sitt leyti, að mál þetta væri vandlega athugað, og taldi eigi frá- gangssök, að leggja með því, að slíkt leyfi yrði veitt, svo framarlega sem fyrirsjáanlegt væri, að héraðið hefði hag af því. 14. Fundurinn óskar þeirrar breyt- ingar á læknalögunum, að borgun fyrir að fá ráð hjá lækni heima hjá honum færist niður úr #alt að 1 kr.« í 25 aura. (Frá fyrverandi þingmanni sýslunnar). [Samþ. með 9 : 5 atkv.; margir gengnir af fundi]. Fleiri mál voru eigi borin upp. Fundargjörðin upp lesiu og samþykt. Guðl. Guðmundsson. Þorl. Jónsson. Annau þingmálafund áttu Anstur- Skaftfellingar með sór að Hofi í Or- æfum 22. apríl, að afloknu manntals- þingi. |>ar var kosmn fundarstjóri Ari hreppstjóri Hálfdanarson á Fagur- hólsmýri, en skrifari síra Ólafur Magn- ússon á Sandfelli. |>ar var og við- staddur þingmaður kjördæmisins. Fund- inn sóttu flestir atkvæðisbærir kjós- endur í hreppnum. Fundur þessi samþykti allar hinar sömu ályktanir sem Bjarnanesfundur- inn síðar, nema 3: sem sé 11., 12. og 14. |>au mál voru þar eigi upp borin. Og um ályktunina í stjórnarskrármál- inu er það tekið fram, að hún hafi samþykt verið í einu hlj. Atkvæða- megn ekki nefnt í hinum málunum. Póstgufuskip Ceres, kapt. Kiær, lagði á stað héðan 18. þ. mán. að kveldi til Austfjarða og Khafnar. Austur fór með því alþing- ism. Sigurðurbúfr. Signrðsson í erind- um Landsbúnaðarfélagsins og hinn ný- vígði prestur Vigfús þórðarson að brauði sínu, en til Khafnar 3 íslenzk- ar stúlkur á hannyrðaskóla: frk. Ingib. Claessen, frk. Marta Stephensen (frá Viðey) og frk. Kristín Hermannsdóttir. Ennfr. þórður Lýðsson verzlm. Prestvígsla. Biskup vígði uppstigningardag (16. þ. m.) prestaskólskand. Vigfús þórð- arson prest að Hjaltastað. Byjafirði 7. maí. Tið góð siðan fyrir sumarmál. f>essa síðustu daga vægt norðanhret og fjöll al- grá niður undir bygð. Alment byrjað á voryrkju og jarðabótum. Sildarafli nokkur 4 Akureyri, þorskfiski litið, hákarlsafli góður. í fpamsóknaráttina. Úr öllum áttum berast nú fregnir um það, hve hugir landsmanna hneig- ist að framsóknarstefnunni í stórmál- um landsins. Sex þingmálafundir hafa þegar ver- ið haldnir í vor í þrem kjördæmum, sem sitt er í hverjum landsfjórðungi. Á öllum þeim fundum hefir stjórnar- bótin, sem um hefir verið deilt þessi síðustu ár, verið samþykt, að öllu samtöldu með miklum atkvæðamun; að eins hafa tveir fundirnir látið í ljós þann vilja sinn, að 61. gr. stjórn- arskrárinnar yrði haldið óbreyttri. Jafnvel í þeirri sveitinni, sem aðallega réð því, að ábm. afturhaldsmálgagns- ins reykvíbska náði kosningu síðastliðið haust, bar ekki annað á milli fyrir meira hluta fundarmanna við stjórn- arbótarflokkinn en 61. greinin ein; og í þeim meiri hluta voru ekki nema 3 menn umfram hina. Sömuleiðis hafa þessir 6 fundir all- ir samþykt áskoranir um gagngerðar breytingar á peningamálum landsins. í tveimur kjördæmunum hafa fund- irnir verið óhikað með hlutafélags- banka þeim, er síðasta alþingi stóð til boða. í þriðja kjördæminu létu menn sér nægja að krefjast þess, að landsmönnum yrði aflað nægra peninga, en þingi og stjórn ætlað að ráða fram úr því, hvort það skyldi gerr með því að efla Landsbankann eða með nýrri, öflugri peningastofnun. Og þar sem það er vitanlegt þeim, er kunnugir eru því máli, að engin tök eru á að efla Landsbankann svo, að hann nægi Iandsmönnum í öllum landsfjórðungum, og þar sem engin öflug peningastofnun er fáanleg önnur en hlutafélagsbankinn, sem rætt var um á síðasta þingi, þá leynir það sér ekki, hvert sú áskorun stefnir. í þessum kjördæmum er vel á stað farið. Líkindin lítil sem stendur fyrir því, að þjóðin láti blekkjast af aftur- haldslygunum á þingmálafundunum í vor. Sannleikurinn cg vitið vinnur auð- vitað að lokum sigur með Islendingum eins og öðrum mönnum, ef þeir eru ekki of bráðlátit og gefast ekki upp. Út af páskahugvekjunni. Maður einn vestur á Snæfellsnesi hefir beðið Isafold fyrir svolátandi at- hugasemd: Hér með leyfi eg mér að biðja yðnr, herra ritstjóri Isafoldar, að ljá mér rúm í yðar beiðraða blaði fyrir eftirfarandi hng- leiðingn út af páskahugvekju berra með- ritstjóra yðar, Einars Hjörleifssonar, er stendnr í 21. tbl. ísafoldar 18. april þ. á. um sögn, sem bafi gerst bér á Snæfellsnesi, i prestakalli sira Eiríks Gíslasonar að Staðastað, fyrir réttum sex árum, og er þar með öllu prestakallinu gjörður sá heiður, er þar ræðir um. En af þvi eg fyrir réttum' sex árnm var hreppstjóri í nokkru af nefndu prestakalli, finn eg mér skylt að óska þess, að ofangreindur með- ritstjóri ísafoldar taki þann hluta af presta- kallinu undan, er Staðarsveit heitir, að eiga þá sögu. Jafnframt þessu finn eg mér skylt að geta þess, að ekki er alt rétt bermt i sögu þessari og mikið ýkt. Við líkskoðunina voru alls 5 menn. Læknirinn og viðkomandi breppstjóri, sem beiddi mig að vera þar líka, og leitaði um það samþykkis læknis, snikkari 1>. Hjálrn- arsen og Einar Þorkelsson, er læknirinn hafði fyrir skrifara, Þó nokkuð væri ábóta- vant með þrifnað 4 likiou, þá er stórlega ýkt Ekki er boldur rétt hermt frá, þar sem sagt, er, að annar hafi farið úr hverri spjör að ofanverðu. Eg var annar, sem tók líkið upp úr kistunni með lækninum og Þ. Bjáimarsen, og sumt af skurðum saumaði eg saman, og fór eg úr sjóinanna- treyju, er eg var í — ekki, eins og sagt er, vegna lúsa, heldur eins óg margra er siður sem handfjalla lík, til að láta ekki koma nálykt af fatinu, og Þ Hjálmarsen fór úr frakka; en mriru fór engiun úr. Það ættu háupplýstir menn að láta sér nægja, oð segja fákænsku og aumingjaskap okkar til sálar og likama, eins og er, þó þeir bættu ekki við það Þetta eruð þér, herra ritstjóri, vinsam- lega heðinn að hirta i fyrsta eða oðru blaði, sem næst kemur út bjá yður af Isa- fold. Hólkoti 27. april l90l. Björn Andrésson. * * * An þess að sögusögn hr. B. A. sé yfirleitt rengd, skai aí'tur á það bent, að sagan var sögð í ísafold nákvæœlega eftir frásögn innanhéraðs- manns, sem allir vita að er mjög merkur maður, skilorður og sann- söguil. Annars er það atriði, sem hr. B. A. vill leiðrétta, svo lítilvægt, snertir svo lítið kjarna sögunnar, enda svo lítil áherzla á það lögð í frásögu ísafoldar, að naumast tekur því að þrátta um það. Vér prentum leiðrétt- ing þessa til þess að ekki verði sagt, að Isafold stingi hér neinu undir stól, en ekki fyrir þá sök, að oss virðist hún skifta neinu máli að kalla má. Bitstj. Heiðurssamsæti var þjóðskaldinu, yfirkennara Stein■ grími Thorsteinsson, r. dbr., haldið hér í Iðnaðarm.húsi sunnudagskveld 19. þ. m., en þá varð hann sjötugur. Samsætismenn um 70. Kvæði og ræður. Auk þess fluttu skólapiltar honum árdegis ávarp og kvæði. Sigling. v J>essi kaupför hafa komið hingað frá því um miðjan þ. m.: 13. Cecilie (127 smál.. Schaarup) frá Khöfn til verzl. Nýhöfn. 17. Argo (108, SteenJ með ýmsar vörur frá Kh. til W. Fischer. 20. Thor (213, Hansen) með kolafarm frá Engl. til Bryde; Solvang (146, Isaksen) með salt til verzl. Nýhöfn frá Middlesbrough; Svafva (167, Jen- sen) frá Khöfn með húsavið til J. G. Halberg; Bauta (252, E. K. Pihl) með saltfarm frá Middlesbrough til Bryde. Bæjarstjórn Rvíkur. Aukafuudur var haldinn 9. þ. mán. til þess að ráða til lykta málinu um húsBtæði undir Fríkirkjuna og varleyft að reisa hana á hinni keyptu lóð suðui af barnaskólanum, en ekki veitt vegar- lagning með Tjörninni að kirkjustæð- inu, heldur var heitið að leggja 6 kr. styrk fyrir faðm hvern í 6 álna breið- um vegi niður að kirkjunni frá Lauf- ásvegi, þegar hún væri komin upp. |>á var á aðalfundí 17. þ. mán. sú ályktun gerð út af málaleituninni um skemtistíg umhverfis Tjörnina, að undanskilja frá byggingu 20 faðma breiða ræmu kringum hana frá Frí- kirkjulóðinni og alla leið þar til er kæmi norður að húslóð Stefáns Egils- sonar vestanvið hana. En fjárfram- lag þótti ótiltækilegt að sinni, og þvf að eins til þess hugsandi síðarmeir, að almennur áhugi sýni sig í verki, sem sé prívatfjárframlögum. Fjár- hagsnefnd taki til greina í haust nauð- synlega hreinsun Tjarnarinnar. Málinn um mælingu bæjarins og upp- drátt af honnm var frestað, en for- manni falið að komast eftir, hvort hr. Knud Zimsen mannvirkjafræðingur mundi fáanlegur að taka það að sér og með hvaða kjörum. Nefnd kosin til að íhuga þá breyt- ing á byggingarlögum bæjarins, að hafa megi timburhús áföst í óslitinni röð svo langt eem verkast vill, sé eldtraustur gafl hafður í milli við hverja húseign, og ekki eins og nú að eins 60 álnir: bæjarfógeti, Jón Jensson og Tr. Gunnarssou. J>or8t. Gunnarssyni lögregluþjóni veitt 20 kr. mánaðareftirlaun. Bæjar- gjaldkera neitað um launabót. E. P. vegfr. talið réttilega slept af kjörskrá vegna .yfirréttardóms 5. nóv. f. á. Búist við málssókti um það vafa- atriði. Guðm. Ingimundarsyni falin varzla á landi bæjarins með sömu kjörum og í fyrra. Samþykt sala á spildu af Útnorður- velli (E. Br.) fvrir 1000 kr., — sbr. síðasta fund —, en þó undanskilin ræma meðfram Bókhlöðustíg frá norður- gafli á húsi E. Br. mður úr, til breikk- UDar stígnum og til rennu meðfram honum, endurgjaldalaust, samkvæmt erfðafestubréfum og ályktun bæjar- stjórnar 1885. Sömul. afsalað for- kaupsrétti að erfðafestubletti Vigdísar Magnúsdóttur austanvert við suður- enda Melkotstúns. Enn fremur afsalað forkaupsrétti að 600 ferh.álnum af Norðurvelli fyr- ir norðan Amtmannsstíg fyrir 550 kr., að undanskilinni ræmu til að breikka stiginn eftir þörfum, er bæjar- stjórnin gerir lka.ll til endurgjalds- laust, Seljandi að lóðarbl. þessum er ekkjan Ingibjörg Jóhannsdóttir, en kaupaudi frk. Gunnþ. Halldórs- dóttir. Kosin nefnd (bfóg., H. J. og J. Jens.) til að fhuga hækkun á lóðar- gjaldi og hvort bærinn hafi eigi rétt til að selja lóðir. Hafnarnefnd íalið að íhuga, hvað gera skuli til að verja Örfirisey skemd- um af sjávargangi, svo að hún verði ekki að skeri og höfnin sjálf þar naeð ef til vill í veði. Samþ. brunabótavirðing á húsi Árna Árnasonar í Bergstaðastræti 1280 kr. V eðurathuganlr i Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 190 1 Maí Loftvog - millim. Hiti (C.) ct- CT <1 o o< c f-í er 8 cx Skymagn Urkoma mi]lim. Minstur hiti (C.) Ld.18.8 758,5 6,6 0 10 7,8 5,7 2 760,4 7,0 NW 1 5 9 760,6 7,3 0 9 Sd. 19.8 756,0 7,0 SSE 1 10 7,6 4,8 2 754,0 8,6 S 2 10 9 751,5 8,2 0 10 Md.20.8 747,4 6,5 SSE 1 9 3,3 4,1 2 751,7 7,6 sw 2 9 9 754,4 5,4 ssw i 8 Þd.21.8 754,0 5,6 0 8 1,6 2,2 2 752,2 4,6 NW 1 10 9 756,5 3,5 w 2 9 Aldamótasamkomu héldu Eytirðingar á Möðruvöllum í Hörgárdal á sumardaginn fyrsta. Á hádegi var hnngt klukku og gestirnir söfnuðust saman við skólahúsið. Stef- án alþingismaður Stefánsson í Fagra- skógi skýrði frá tilgangi samkomunn-' ar. J>á var gengið í kirkju í prósessíu og Davíð prófastur Guðmundsson hélt guðsþjónustu. Að henni lokinni rakti J. A. Hjaltalín skólastj. sögu gömlu ald- arinnar. St. Stefánss. kennari hélt og ræðu og las kvæðið »Kveðja til vinar míns« eftir Guðmund Friðjónsson, sem þá var nýkomið í Sunnanf., og var gerður mikill rómur að. Halldór Briem kennari mælti fyrir minni íslands og Guðm. læknir Hannesson lýsti bænda- lífi í ungdæmi sínu og breytingum þeim, er á því hefðu orðið. Kvæði voru sungin eftir Pál Jónsson, Guðm. Guðmundsson og Ólöfu Sigurðardóttur með nýju lagi eftir Magnús Einarsson. Um 600 manna sóttu hátíðina. Veð- ur var hið bezta og samkoman hin fjörugasta.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.