Ísafold


Ísafold - 25.05.1901, Qupperneq 2

Ísafold - 25.05.1901, Qupperneq 2
130 inn hafi keypt fyrir peninga veðdeild- arskuldabréf, sem nema minst 132 þús. kr. og selt aftur fyrir 123 þús. Hann hefir því sjálfur keypt veðdeildarbréf fyrir 10,000 kr. mest, og má það kalla vel sloppið. Hitt hefir hann tekið upp í gamlar skuldir. Ólíklegt er, að haon komist svo vel að kaup- um á þessum skuldabréfum eftirleiðis. þegar veðdeildarfrumvarpið kom til landsin3 frá stjórninni 1899, var skrif- að um það í ísafold, og ýmislegt fund- ið að því. Allar bendingarnar í blað- inu voru teknar til greina á alþingi 1899. því miður hafði sést yfir að finna að því, að sá hálfur af hundraði e/2%), sem ætlaður er f stjórnarkostn- að, er alt a£ reiknaður af hinu upp- runalega láni, hversu mikið sem af þvf hefir verið borgað. Maður, sem fær 4000 kr. lán í veðdeildinni, geldur 20 kr. á ári f stjórnarkostnað, þótt lánið sé komið níður f 2000, 1000, eða jafnvel 100 kr. og borgar þá ð°/0 ðl/2%- 61/2% °g SÍða8t 241/2% * V6xtÍ og stjórnarkostnað. Bftir þvf sem afborgunum fjölgar, eftir því fær veð- deildin oftar í stjórnarkostnað; af láni til 40 ára fær hún að síðustu J/2% 39 sinnum af sömu krónunum. |>ess háttar ætti ekki stofnun, sem er studd af landsfé, að leyfa sér. III. Væntanlega verða komnar út 800 þús. kr. af veðdeildarskuldabréfunum áður en árið 1901 er liðið. 800 þús. kr. ættu að fá kaupendur í landinu sjálfu; en þeir kaupendur gefa sig ekki fram á skemmri tíma en 3—4 árum. Vér erum oft nokkuð seinir á oss, og svo er öll ástæða til fyrir menn, sem eiga peninga eða skuldabréf, að athuga tvent, áður en þeir kaupa þessi skuldabréf: 1) gefa veðdeildarskuldabréfin af sér eins háa vöxtu og fá má annarsstað- ar? 2) og er unt að selja þau þegar eig- andinn þarf að breyta þeim í peninga ? Fyrri spurningunni erauðsvarað; en síðari spurningunni virðist reynslan verða að leysa úr. f>egar 800 þús. kr. eru komnar út, virðist svo, sem langt muni verða kom- ið að breyta gömlu skuldunum við landsbankann í veðdeildarskuldabréf. þá eru 400 þús. kr. eftir. Verði ekki haldið því fastara í þau við almenning, og veðdeildin ekki lát- in neita að lána mönnum, þá ganga þau öll út á 2—3 árum, og þá verð- ur landsbankinn að fara að kaupa þau til muna, nema hann gæti selt þau á útlendum markaði. Hvað ætlí vér þurfum af veðdeildar- lánum hér á íslandi? Jarðir og húseignir nema nú hér um bil 16 miljónum króna; þar af á landssjóður og kirkja líklega liðuga 2x/2 miljón. Veðdeildarlán gætu því á nokkuð löngum tíma orðið 6 miljón- ir króna. En landsbankanum væri um megn að standa straum af veð- deild, sem gæti lánað helminginn af þvf fé — með öðru móti en því að skuldabréfin seldust á útlendum mark- aði —; hann getur það ekki, með öðr- um orðum, nema með aðstoð frá »út- lendu auðvaldi«, sem fjármálafræðing- ar vorir eru svo undur-hræddir við, n e m a þegar þeir þurfa að útvega út- lend lán handa landsbankanum, því þá eru útlendir peningar — sem þeir annars kalla svo — mjög holl þjóðar- fæða. Sannleikurinn er sá, að vér, sem höfum lifað við vöruskiftaverzlun um langan aldur, getum ekki á nokkurn hátt fengið þá peninga, sem oss van- hagar um, nema með því að ýá þá hjá öðrum þjóðum á einhvern hátt. IV. f>rír atburðir hafa orðið á árinu, sem allir eru mjög eftirtektaverðir, og allir eiga þeir rót sína að rekja til þess, að fiskur hefir verið keyptur fyr- ir peninga og fiskverð hefir verið ó- venjulega hátt tvö ár samfleytt. Sparisjóðsinnlög 1 Beykjavík hafa vaxið árið 1900 um 150þús. kr. Til þess liggja tvenn rök. Fyrst og fremst hafa þeir, sem lifa af sjávarafla, feng- ið þriðjungi meira fé milli handa en vant var og því haft afgang, og af því að þeir gátu selt fiskinn fyrir pen- inga, þurftu þeír ekki að taka tóman óþarfa út á afganginn, eins og verða vill og oft verður að gjöra, þegar vöru er skift gegn vöru. 1899 kom öllum samau um það, að sparisjóðurinn hlyti að ganga saman, þegar veðdeildar- skuldabréfin yrðu á boðstólum; en sparisjóðurinn hefir í stað þess aukist að mun. Líklega ætla sumir þeirra, sem þar eiga peninga inni, að verja þeim til einhvers, sem þeir vona að gefi meiri ágóða en l1/^, eða ertt hræddir um að þeir geti ekki selt skuldabréfin, þegar þeir þurfa á pen- ingunum að halda. Annar eftirtektaverður atburður er sá, að Landmandsbankinn í Kböfn stendur í skuld við landsbankann um síðustu áramót um 157 þús. kr. Hinn 31. des. 1899 átti landsbankinn þar inni 39 þús.; annars hefir hann ávalt verið í skuld við Landmandsbankann. Tvö síðustu árin hefir hún verið í ársfjórð- ungsreikningum landsbankans minst 70þús. og mest 120 þús. kr., nema að eins um áramótin. f>essi afstaða bank- anna við áramótin kemur af því sama, sem áður var tekið fram. Kaupmenn hafa keypt fisk fyrir peninga (pening- ar hafa víst hvergi verið þeim ódýrari en hér); þeir hafa fengið víxla í bank- anum, borgað fiskinn með andvirði víxl- anna, en vlxlana sjálfa hafa þeir víst greitt erlendis allmargir. Verðið á fiskinum hefir verið hátt, og fyrir þá sök hafa aðrar þjóðir bæði 1899 og 1900 átt að borga peninga til íslands, en ísland ekki þeim. Ver/.lunarreikn- ingsjöfnuðurinn við aðrar þjóðir hefir verið hagstæður í tvö ár. Að líkind- um á landsbankinn ekkert inni í Kaup- mannahöfn 30. sept. í haust; en hald- ist fiskverðið sumarlangt, má gjöra ráð fyrir innieign um næsta nýár, hafi landsbankinn í sumar til peninga handa kaupmönnum. Grímur æg*ir. ii. (Síðari kafli). Ham þann, er landstjórnin varpaði yfir sig á undan alþingi 1899 og með- an á því stóð, má í einu orði ein- kenna með orðinu: samningafýsi. Báðgjafinn sendir þingi og þjóð bréf um stjórnarskármálið. f>ar tekur hann það fram skýrum og ótvíræðum orðum, að fylsta ástæða sé til þess að stuðla að því, að bundinn verði endir á stjóruarskrárdeiluna, svo framarlega sem Islendingar vilji semja á þeim grundvelli, er stjórnin vilji semja á. Og grundvöllurinn var sá, eÍDS og öll- um er kunnugt, að ekki sé haggað stjórnlegri stöðu íslands í ríkinu, hvorki með því að íslandsráðgjafinn fari út úr ríkisráði Dana, né á neinn annau hátt. Fulltrúi ráðgjafans á alþingi, lands- höfðingi, áréttar þessar yfirlýsingar um samningafýsi á þinginu sjálfu. Hann lýsir þar yfir þeirri von sinni, »að þær breytingar á stjórnarskránni, sem stjórnin álítur að komi ekki í bága við pólitiskt samband íslands og Dan- merkur, gætu fengist með viðaukum við« það frumvarp, sem fyrir þinginu lá. Fulltrúi ráðgjafans gerir meiia. Aldrei urðu gagngerðari hamdskifti á Grími ægi en þau, er orðið höfðu á ráðgjafafulltrúanum frá þinginu næsta á undan. Nú mælir hann með stjórn- arbótinni svo fagurlega, að þau orð hans bergmála í hug og hjarta sér- hvers stjórnarbótarvinar enn í dag. Nú telur hann það barnaskap, að þiggja ekki þær umbætur á stjórnar- högunum, sem fáanlegur eru. Nú lýs- ir hann yfir því, að enginn maður hafi haft fremur tækifæri en hann til að finna til agnúanna á núverandi stjórnarfyrirkomulagi einmitt í því at- riði, sem stjórnarbótin framar öllu öðru á að kippa í lag. Svo hann get- ur öðrum framar talað af eigin reynd. Og ekkert er jafn-sannfærandi og ó- yggjandi sem reynsla sjálfra vor. Báðgjafafulltrúinn gerir enD meira fyrir stjórnarbótarmálið á þingi 1899. Hann kveður niður þrjár grýlur, sem auðtriía og skynlitlar sálir höfðu látið tælast af, — sumpart með ómótmælan legri röksemdafærslu, sumpart með ó- tvíræðum, afdráttarlausum yfirlýsingum. Fyrst sýnir hann fram á það með skýrum og ljósum orðum, að ekki sé minsta vit í að halda því fram, að nokkur breyting yrði á afstöðu eða á- byrgð Islandsráðgjafans gagnvart stjórn alríkismálanna, er gæti rýrt sjálfstæði Islands eða landsréttíndi þess, fyrir það að þingið samþykti stjórnarbóbina — með henni geti »ekki verið að ræða um neitt afsal réttinda, né neina á- lyktun, er rýri sjálfstæði landsins«. I öðru lagi mótmælir hann þvf, að stjórnin gæti, ef þingið samþykti stjórn- arbótiua, dregið af því nokkura frek- ari ástæðu en hún nú hefir fyrir þeirri skoðun sinni, að fslenzk sérmál skuli flutt fynr konung, í hinu danska ríkis- ráði — afneitar gersamlega »lögíest- ingar«-kenningunni sælu. I þriðja lagi lýsir hann ekki að eins yfir því frá eigin brjósti, heldur kveðst og hafa það af vörum ráðgjaf- ans sjálfs, að ekki nái nokkurri átt, að stjórnarbótin geti haft þau áhrif, að ríkisráttur Dana gæti dæmt Is- landsráðgjafa eftir kæru frá fólksþing- inu fyrir aðgjörðir hans í sérmálum íslands. Aldrei hefir stjórnarbótiuni verið lagt ríkara liðsinni á einum degi en fulltrúi ráðgjafans lagði henni í neðri deild alþingis 28. júlí 1899. Nú er lærdómsríkt að athuga, hvern- ig stjórnarbótarfjendur brugðust við þessu liðsinni landshöfðingja við stjórn- arbótina. þeir sögðu blátt áfram, að landshöfðingi hefði ekki sagt það af einlægni, sem hann hefði sagt; með- mæli hans væru ekkert annað en yfir- drepskapur og hræsni. Hann hafi mælt svona afdráttarlaust með mál- inu af því, að honum hafi verið kunn- ugt um, að samtök stjórnarbótarfjenda um að fella málið hafi verið meiri fastmælum bundin en svo, að nokkur hætta væri á því, að þeir tækju með- mæli hans til greina. Og eimnitt þessi samtök rekja þeir til hans sjálfs á þinginu 1897. fætta sýnir bezt, hverjum augum litið var á landstjórnina frá þeirri hliðinni, að þar var gengið að því vísu, að landsstjórnínni léti vel listin, sera Grímur ægir er nafntogaðastur fyrir, — hamskiftin. Og síðan hefir stjórnarbótarfjand- skapurinn í landinu í raun og veru ekki hangið saman á neinu öðru en þeirri sannfæring, að landsstjórnin hafi talað um hug sór, verið að draga þing og þjóð á tálar það eina skíftið, sem verulega öflug meðmæli hafa kom- ið frá hepni með stjórnarbótinni. Ef þeirri sannfæringu væri ekki til að dreifa, þá væri allur sá fjandskapur grotnaður sundur fyrir löngu. Yfir- drepsskapar- og óeinlægnis sannfæring- in hefir verið saltið >— svo geðslegt sem það er! Nær og fjær hafa menn talið sig gera landstjórninni þægt verk með því að fá aðra til þess að hafna þessu tilboði, sem landsstjórnin hafði sjálf gert og sjálf mælt með! Og þeir, sem meta meir hylli landsstjórnar- innar en hag þjóðarinnar, hafa svo lagt sig ósleitilega í framkróka um að geðjast á þennan hátt yfirmönnum sínum. Jafnvel allra-síðasti afturhalds- ritlingurinn, sem hafður er á boðstól- um þessa dagana, reynir að nota fjandskap landshöfðingja við málið til þess að æsa þjóðina gegn þeirri stjórn- arbót, sem landsstjórnin sjálf er að bjóða henni! ísafold hefir stöðugt borið þenn- an áburð af landshöfðingja. f>að er svo afar-óviðfeldið og óaðgengilegt að væna meun öðru eins og því, er vinir hans hafa um hann sagt. En víst er um það, að nú eru þeir hinir hróðugustu, þessir vinir bans, sem fyrir hvern mun vilja halda því að mönnum, að hann hafi haft yfir- drepskap og óeinlægni í frammi við þingið 1899. Nú ráða þeir sér ekki af fögnuði út af því, að hafa fært sönnur á sitt mál. Og hvað hafa mennirnir nú fyrir sig að bera? Auðvitað síðustu hamskifti stjórn- arinnar, sem þeir gera sem allra- mest úr — jafnvel meira en þeir geta staðið við. Nóg er nú samt um stjórnina að segja, þó ekkert sé ýkt. Omótmælanlegt er þetta, sem þegar hefir verið bent á, að þingi og þjóð eru 1899 gefnar hinar ríkuotu vonir, bæði af ráðgjafa og landshöfðingja, um það, að stjórnin skuli stuðla að því, að bundinn verði endir á stjórn- arskrárdeiluna, svo framarlega sem landsmenn viljí semja á þeim grund- velli, er stjórnin vilji semja á. Jafn-ómótmælanlegt er það, að þjóð- in hefir tjáð sig fúsa á að semja á þfcim grundvelli. Helmingur hinna nýkjörnu þingmanna telur sig í stjórn- arbótarflokkinum. Og aðrir, sem af einkennilega íslenzkum sundurlyndis- anda telja sig ekki í fiokkinum, gera mann á fund ráðgjafa til þess að semja við hann, sömuleiðis á þeim grundvelli, er stjórnin vill semja á. Hvað gerist svo? Svo gerist það, að landshöfðingi fer á fund ráðgjafans til þeas að tala við hann um stjórnarskrármálið. Landshöfðingi — sá liður landstjórn- arinnar, sem ósleitilegast hefir hvatt þingið til að semja við stjórnina, skýr- ast sýnt því fram á, úr hve miklum agnúum tilboð honnar bæti, vandleg- ast kveðið niður grýlurnar, er þjóðin hræddist,og hjartanlegast lýsti yfir fylgi sínu við stjórnarbótina — hann fer að finua að máli ráðgjafann — þann stjórnarliðinn, sem sérstaklega gerir tilboðið og hátíðlegast hefir yfir þvf lýst, að ekki standi á sór, ef Islend- ingar vilji semja um það, er hann geti samið um. Hver verður svo árangurinn? Sá, að stjórnarbótarfjendur hlatkka yfir, að stjórnin vilji alls ekki semja

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.