Ísafold - 01.06.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 01.06.1901, Blaðsíða 2
r 138 132 þús. krónum o. s. frv«. |>etta er ekki nærri nákvæmt. — Af reikningn- um sést, að bankinn hefir við árslok rúm 340 þús. kr. í bankavaxtabréfum, sem hann hefir öll keypt, annars gæti hann ekki talið þau með eigum (Activa) sínum. 6. Hann segir: »800 þús. kr. (o: af bankavaxtabréfum) ættu að fá kaup- endur í landinu sjálfu«. |>etta er mjög sennilegt. En það sem meðal annars hefir valdið því, að enn hefir ekki verið meiri eftirspurn eftir banka- vaxtabréfunum, er það, að koöungl. ríxisskuldabréf hafa staðið í svo lágu verði erlendis nú um hrið, alt fram tíl þessa vors, að eigendur þeirra hér á landi hafa kinnokað sér við að selja þau, þótt þau gefi árlega 1 i- minna í vexti en bankavaxtabréfin. En nú í vor hafa dönsk ríkisskuldabréf hækk- að allmikið í verði, komín upp í 97°/«— 98°/«, svo að vænta mætti, að eígendur þeirra muni nú nota það tækifæri til þess að breyta um og afla sér bréfa, sem hærn vexti gefa. 7. Hann segir: »Annars hefir hann (landsbankinn) ávalt verið í skuld við Landmandsbankann«. f>etta er ekki rétt. Landsbankinn byrjar viðskifti við Landmandsbankann 1889, og öll árin þar frá og til 1897 átti hann að heita mátti jafnan þar inni. Undan- tekning á 2 ársfjórðungum lítilræði í skuld. |>að er fyrst eiginlega 1897, að landsbankinn lánar fó hjá Landmands- bankanum til þess að bæta úr fjár- skorti hér á landi. 8. Hann segir: »15 þús. króna virði af þeim (o: bankavaxtabréfum) sem einstakur maður seldi þar (o: í Kaupmannahöfn) í vor, gekk á 85 eða 87 kr. hundrað#. Af þassu vill hann svo draga þá ályktun, að þetta sé markaðsverð vaxtabréfanna erlendis. En þetta er gjörsamlega rangt. Sann- leikurinn er sá, að prívatmaður í Khöfn seldi öðrum prívatmanni þar nokkur þúsund í bankavaxtabréfum fyrirverð, sem þeim kom prívat saman um. |>eir reyndu ekkert markaðsverð á þeim. |>au hafa alls eigi verið á boð- stólum í nokkurri erlendri kaupmanna- höll (Börs). Af þessari sölu er því gjörsamlega rangt að draga nokkra ályktun, og hitt er víst, að þeim manni, sem keypti, voru síðar boðnar 99 kr. fyrir hundrað- ið, en hann vildi ekki selja. Og bankar í Danmörku hafa gjört það boð, að kaupa okkar bankavaxta- bréf fyrir 97—98 kr. hundraðið. Höf. þarf þyí ekki að fyrirverða síg fyrir, að hafa spáð bankavaxtabréfunum of háu gangverði. 9. Hann segir: »Að öðru leyti verður landsbankinn að tryggja þá, sem eiga inni í sparisjóðnum, með því að hafa ávalt p«ninga í sjóði, sem nemur einhverjum hluta af innieign þeirra, ætti líklega að vera minst J/i2 af henni allri«. Eftir 28 ára reynslu sparisjóðsins hér í Keykjavík er slík- ur peningaforði óþarflega hár síðari hluta sumars og fvrri hluta vetrar. En á vormánuðunum og sumrin er sá forði eigi nægilegur. 10. Hann segir: »Til þess að tryggja þá, sem eiga inni á hlaupa reikningi, þarf bankinn að því er mér virðist fyrir hvern mun að hafa tvo þriðju í sjóðií. þ>að væru víst flestir bankar í heiminum gjaldþrota 12 sinn- um á ári, ef herra Indriði vildi mæla þá alla með þessum mælikvarða. |>ann 30. apr. þ. á. áttu menn á hlaupareikningi (Folio- og Konto-Kur- ant) hjá Laiidmandsbankanum í Dan- mörku 28x/2 míljón kr., en sjóður var þá að eins 27/10 miljón kr. Hann hef- ir þá verið gjaldþrota. Sama dag áttu menn á hlaupareikningi í Prívat- bankanum danska 29x/2 milj. kr., en í sjóði var þá 2^/g milj. kr. Einnig hef- ir hann þá verið gjaldþrota. I þriðja stærsta banka Dana, Han- delsbanken, áttu menn s. d. á hlaupa reikningí 25 milj. kr., en í sjóði voru þá að eins tæpar 2 milj. kr. Hann verður og að dæmast gjaldþrota eftir sömu reglu. Úr því að ekki hefir enn heyrst, að þessum bönkum hafi verið lokað, er líklegt, að ekki muni allir fjármálafræðingar aðhyllast þessa kenn- ingu höf. Sannleikurinn er, að alt þetta hlutfall hans er gripið úr lausu lofti. 11. Hann segir: »30. júní 1900 átti bankinn að fá 250 þús. kr. í nýj- um seðlum o. s. frv.«. |>etta er ekki rétt. Lögin um aukning seðlanna eru dags. 12. jan. 1900, og í 2. gr. þeirra' segir svo: »Fó þetta greiðist bankan- um smám saman, eftir því sem þörf hans krefmx |>að er alls ekki bund- ið neitt við 30. júní. 12. Hann segir: »Fyrir það hefir hann peninga í veltunni stuttan tíma af árinu, en hann ætti að lána jafnara út og lána meira alt árið«. jpetta er vanþekking. Verzlun vorri, sjávarút- vegi og landbúnaði er svo háttað, að alt þetta þarfnast langtum meira fjár vormánuðina og sumarmánuðina, held- ur en síðustu og fyrstu mánnði ársins. 13. Hann segir: »Hann (o: bank- inn) verður ekki aukinn með veðdeild- arbréfum (á víst að þýða: bankayaxta- bréf), því þegar þau veðdeildarbréf eru seld, sem svara fasteignarveðslán- um bankans, verður hann að skila veðdeildinni hverjum eyri, sem kemur inn fyrir skuldabréf þar fram yfir«. f>að er víst einhver meinloka i þess- ari setningu. Veðdeildarlögin banna að hafa úti nokkurn tíma meiraí bankavaxtabréfum heldur en veðdeildin hefir skuldabréf fyrir. |>að getur því aldrei orðið um- talsmál, að veðdeildin fái peninga fyrir bankavaxtabréf sín. — Hitt liggur einnig í augum uppi, að veltu- fé bankans vex, ef hann fær öll þau lán borguð, sem hann á nú úti gegn veði í fasteign, með bankavaxtabréfum, og getur svo selt þau bankavaxtabréf fyrir peninga (— sem ekki eru teknir út úr baukanum, t. a. m. úr spari- sjóði). Ef bankinn fær borguð þau fasteignarveðskuldarbréf, 714 þús. kr., sem hann átti úti við nýár — t. d. með baukavaxtabréfum, og getur svo selt þau, t. a. m. á erlendum mark- aði, þá vex bankans veitufé sem þessu nemur, og seldí hann enn fremur þau 340 þús. kr. bankavaxtabréf, sem hann þá átti, þá yxi einnig veltufé hans um þá upphæð. 14. Hann segir: »Eg er hrædd- ur um að veðdeildarbréfin seljist aldrei á útlendum markaði fyr en íslenzkur banki hefir sett upp útibú í Khöfn og bankadeildin þar gæti keypt þau, hve nær sem þau byðust henni«. f>að væri óneitanlega skrítinn skolla- leikur, að setja upp útibú í Khöfn, til þess að kaupa þar bankavaxtabréf »hve nær sem þau bjóðast«, og kalla svo þetta því nafni, að bankavaxta- bréfin seljist á útlendum markaði. f>að væri þó einfaldara að gera samn- ing við einhvern banka í Khöfn um að kaupa fyrir sig slík bréf, sem byð- ust. 15. Hann segir: »Hvers vegna á landssjóður íslands að eiga eina bank- ann, sem til er hér á landi, þegar það er viðurkent bæð í orði og á borði alstaðar (nema í Sdþjóð), að seðla- bankar og aðrir bankar eigi að vera einstakra manna eign«. |>ar sprakk blaðran! f>arna sést bersýnilega, í hvaða tilgangi greinin er skrifuð. Til þessarar spurníngar liggur það svar, að það er æskilegt, að landið sjálft eigi banka, af því að það er gróðafyrirtæki og land vort á ekki of mikið af opinberum eignum. Annars eru hér engin lög, sem ákveða, að landsbankinn skuli vera hinn eini banki í landinu; það stendur víst op. ið fyrir að stofna hér prívatbanka eins marga og menn vilja. Annars er það ekki rétt, að það sé alstaðar viðurkent (nema í Svíþjóð), að allir bankar eigi að vera einstakra manna eign. f>að segir hinn mikli afturhaldsmaður Will. Scharling hvergi í sinni »Bankpolitik«, enda sýna um- ræður Frakka og f>jóðverja alt annað á þingum þeírra um seðlabanka, sem Will. Scharling einmitt skýrir frá. — Úr því farið er að nefna nöfn, má eigi síður nefna Ebbe Hertzberg, háskóla- kennara í Kristjaníu, sem að þessu leyti hefir alt aðra skoðun en Sehar- ling. f>ær »gulltunnur«, sem oss Islend- inga vantar, megum vér ekki taka að láni svo dýrt, að vér auk vaxtanna, sem vér greiðum af þeim, afsölum oss fjárhagslegri sjálfstæði vorri, og bindum oss og niðja vora á klafa um marga mannsaldra. Tr. Gunnarsson. Nú kastar tólfunum! Nú fer ekki að verða hlaupið að því að gera f>jóðólfsmanninum til hæfis. Nú kastar tólfunum ! Fyrst verður hann öskuvondur út af því, að vér höfðum fengið þær fregnir af tillögu hans á þingmálafundunum, að hann vildi fá framgengt þeirri stjórnarbót, sem hann kveður fyrir sér vaka, án stjórnarskrárbreyt- i n g a r. f>essa missögn vill hann fá ísafold til að leiðrétta. Sórstaklega er honum ant um það vegna þess, að hann telur það #algerða uppgjöf#, ef þingið gerí nokkura sam- þykt um stjórnarskrárbreyting í þingsá- lyktunarformi. Isafold leiðréttir það dyggilega. En hún bendir jafnframt á það, að með leiðréttingunni verði tillaga Árnesinga- þingmannsins enn vitlausari en án hennar — meðal annars vegna þess, að í tillögunni er þess krafist, að ráð- gjafinn sé búsettur hér á landi, en stjórnarskráin kveður j svo á, að hið æðsta vald hér á landi skuli fengið í hendur landshöfðingja og engum öðr- um. Svo verður hann aftur vondur út af leiðréttingunni, kannast alls ekki við það, að hann heimti ráðgjafa búsett- an hér án stjórnarskrárbreytingar! Til þegs nú að taka af öll tvímæli, prentum vér hér tillögu mannsins, eins og hún er í »f>jóðólfi«: »(fandurinn) telur æskilegt, að þingið í snmar samþykki þingsáiyktun til stjórn&r- innar þess efnis, að hún hlutist til um, ai? skipaður verði sem allra fyrst með tilliti til 1. gr. stjórnarskrárinnar sérstakur ráð- herra fyrir sérmál Islands,.maður, er ekki hafi önnur stjórnarstörf á hendi, sé húsett- ur í Reykjavík, launaður af landssjóði og mæti á alþingi i samræmi við 34. gr. stjórnarskrárinnar«. Kétt á eftir í sömu greininni segir maðurinn, að í þessari tillögu sé »ekki farið fram á annáð en það, sem vér eigum heimtingu á að fá samkvæmt stjórnarskránni eða án stjórnar- skrárbreytingar«. Og nú þykir honum það »einkenni- legast« af öllu hinu illa atferli ísafold- ar, »að þeir eigna mér, að eg beimti í tillögu minni búsettan ráðgjafa hér á landi án stjórnarskrárbreytingar«! »f>að er helber rangfærsla og illgirnis- legur útúrsnúningur í ísafold, eins og vant er«. Yill hann þá ekki heimta þetta án stjórnarskiárbreytingar, einmitt með þingsályktun? Jú! Næstu orðin á eftir þessari útúr- snúningsumkvörtun eru þessi: »En það ersjálfsagtfyrir oss að krefjast þessa ein- mitt með þingsályktun!# Og svo eigum vér auðvitað að h a f n a þessu, sem »s j á 1 f s a g t« er að krefjast, ef stjórnin vill láta oss hafa það með löglegri stjórnarskrár- breytingu; því að það er »algerð upp- gjöfn að fara fram á það, að stjórnin leggi stjórnarskrárfrumvarp fyrir al- þingi — þó að alþingi gerði sig nú reyndar sekt í því, sem meira var, undir forustu Jóns Sigurðssonar. En láti stjórnin oss hafa það án stjórnar- skrárbreytingar, þvert ofan í skýlaus fyrirraæli stjórnarskrárinnar — þá eigum vér að þiggja það! Vér leyfum oss að leggja þá spurn- ingu fyrir alla heilvita menn á land- inu: Hvernig á að eiga orðastoð við ann- an eins mann og þetta? Sjá þeir nokkurt ráð til að vinna bug á jafn- rótgróinni einfeldni? Eða hafa þeir lesið nokkura æfintýrasögu af heimsk- um mönnum, sem komist í hálfkvisti við 8tjórnmálaumræður |>jóðólfsmanns- ins? Og — enn segjum vér það — þenn- an mann senda íslendingar á löggjaf- arþing sitt! Ætli þeim fari nú ekki senn að skiljast ö 11 u m, hve viturlega það var ráðið? Botvörpimga-ósómiun. -----r— Kapt'. Hovgaard lætur sér eigi nægja að verja landhelgina eins snildarlega og hann gerir, heldur er hann núfariun að skerast í leik um ósómann hér á Svið- inu, sem víttur var í síðasta bl. Hann hefir tekið skýrslu á Akranesi um við- skiftin þar við botnvörpunga — milli 10 og 20 formenn þar stundað ein- göngu eða því sem næst þessa vor- vertíð róðra í botnvörpunga, með whisky og tóbak í beitu, og búnir að fá sumir á 3. þúsund í hlut. J>ví næst kvað hann hafa fundið botn- vörpunga þá úti á miðunum, er þann- ig vaxin viðskifti hafa við Akurnesínga, og látið þá vita, að hann muni kæra þá fyrir útgerðarmönnum þeirra á Englandi um svik og þjófnað, er þeir förguðu þeirra eign, þorskaflanum, að þeim fornspurðum, fyrir munaðarvöru í sínar þarfir, en ekki húsbænda þeirra, og reyndust þeim ódyggír þjón- ar við aflabrögðin. f>eir láta, botnvörpungaskipstjórarn- ir, oft og tíðum íslendinga standa við stýrið hjá sér og ráða för skipsins, sem þá er auðvitað hagað eftir því, hve þeim er hagfeldast, sem só um beztu þorskmiðin, í stað þess að halda sig þar, sem helzt er von kola; en sjálfir sitja skipstjórarnir við drykk á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.