Ísafold - 01.06.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.06.1901, Blaðsíða 3
meðan eða aðrar skemtanir, stundum á landi jafnvel. |>ess þarf ekki að geta, að yfirleitt á þilskipaflotinn íslenzki alls engan þátt í þessum ósóma. Bigendur hans eru flestailir langt hafnir yfir slíkfc og því um líkt. Ná sem stendur eða þessa vertíð munu það vera að eins 2 þilskip hér við flóann, sem botnvörpungana stunda, »Klarina« frá Guðmundi í Nesi, og »Sæmundur«, sem Arnbjörn Ólafsson á hlut í og ræður mest fyrir; og hafa þeír tveir lengi steininn klappað, svo sem alkunnugt er. |>að eru kynstur af fi3ki, sem þess- ir menn hafa undir höudum þannig fenginn, og svo góð vara sem hann er, eða hitt heldur. Og .ekki stendur á því, að einhverir kaupmenn taki hann og gefi vel fyrir, — þótt ganga hljóti þeir með opin augun að því, hver á- hrif slík vara hlýtur að hafa á mark- aðinn. |>að er annar ósóminn frá og skaðræðið — »hvor silkihúfan upp af annarí«. Ef útgerðarmenuirnir ensku sinna kærunum fyrir óráðvendni skipstjóra þeirra og láta þá sæta lögmæltri hegn- ingu fyrir, svo sem maklegtværi, ekki sízt ef svo er, sem sumir fullyrða, að botnvörpungar eigi alls ekki annað er- indi hér inn á miðin en að veiða þorsk handa whisky-vinum sínumog fá svo hjá þeim whisky og tóbak, þeir komi ekki fyr en þeir erubúnir að ferma sig af kola m. m. til heimferðar, — þá er ekkert líklegra en að farið mundi fram á af ensku stjórninni eftir kröfu útgerðar- mannanna, að Islendingar þeir, er skift hafa við botnverpinga, séu dregnir fyrir lög og dóm sem þjófsnautar og látnir sæta hylmingarhegningu samkv. hegningarlögum vorum. |>á hefðu þeir átt erindið í Lónið. Auðgert mundi og, að hafa hendur í hári þeim, meðal annars fyrir það, að kapt. Hovgaard hefir látið taka ljósmynd af þeim sum- um, er hann hefir staðið að óleyfileg- um mökum við botnvörpunga. Mjólkurskóiiim á Hvanneyri Ekki eru þar nema 2 nemendur nú þennan ársfjórðung, í stað 4—5; og sóttu þó um 20. Orsökin er sú, að þær gera sór lítið fyrir og sitja heima orðalaust og láta ekkert til sín heyra, 2 stúlkurnar, er skóli hafði veittur verið í þetta sinn, norðlenzkar (skag- firzkar), sem teknar höfðu verið fram yfir aðra umsækjendur einmitt til að hlynna að fjarlægum héruðum. |>að er Ijóta tilvikið. Bægja frá fjölda annarra og láta ekkert um það vita nokkurn tíma, að þær ætli ekki að koma, svo að ekki var hægt að taka aðrar í þeirra stað. Fyr má nú vera ókurteisi eða skaðræðishugsunarleysi, eða þá hvorttveggja. f>að mun vera áform Búnaðarfólags- ins, að láta hr. Grönfeldt kenna mjalt- ir í sumar á heimilum til sveita hing- að og þangað, ef þess er óskað, kostn- aðarlaust að öðru en fæði og flutning í milli heimilanna. Er það stórmik- ilsvert. Bókleg tilsögn kemst þar ekki í hálfkvisti við, hversu nákvæm sem hún er. Brytt befir á þeirri vanþekkingarí- myndun, að slík tilsögn skemmi skepn- ur þær, eru notaðar eruvið kensluna. Keynslan er sú frá aðalmjólkurskólan- um í Danmörku, að kýrnar græða sig, þótt hver viðvaningurinn eigi við þær eftir annan. f>eir eru látnir hafa frá upphafi rétta mjalta-aðferð, og er helzt áfátt í flýti. Erlend tíðindi eru lítil sem engin meS Vestu umfram það, er ísafold hefir áður flutt. Hún hefir verið svo lengi á leiðiuni. Nokkurar breytingar orðið á ráðaneyt- inu prússneska. Miquel fjármálaráð- herra, er það embætti hefir haft um 10 ár, vitur maður og skörungur mikill, farinn frá, en við tekið Bheinbaben innanríkisráðherra. Það er út af þras- inu um skipaskurðinn milli Bínar og Saxelfar, er verið hefir lengi á dagskrá og keisara er áhugamál, en stóreigna- menn á Prússlandi sjálfu spilla fyrir af öllum mætti, til þess að afst/ra sam- kepni þeirri við landvöru þeirra, er greiðari samgöngur örva. Þeim hefir tekist enn að fella málið og þótti keis- ara Miquel liggja þar heldur á liði sínu. Ekki nærri leikslokum enn með Bú- um og Bretum, þótt nokkuð hafi Bret- um á unnist upp á síðkastið. En satt að 3egja þó lítið sem ekkert á þeirra valdi enn af landi Búa utan mjór geiri fram með járnbrautum, og stöku borgir. Hver veit hvað hinir geta þvælst fyrir enn. Komin er á prent á mörgum tungu- málum varðhaldsvistarsaga Alfr. Drey- fuss á Púkey, eftir sjálfan hann, og mik- ið látið með. Síðdegisguðsþjónusta á morgun kl. 5 (J H.) Með gufusk. Vesta kapt. Holm, komí fyrra dag fjöldi far- þega, þar á meðal frá Khöfn konsúll Jón Vídalín og kaupm. Gunnar Einarsson, og að vestan alþingismennirnir Sig. próf. Jensson í Flatey og Skúli Thor- oddsen, Björn Pálsson ljósmyndari, Stefán Bunólfsson frá ísafirði; af Sauðárkrók síra Arni Björnsson; frá Akureyri amtmannsfrú Alfh. Briem, konsúlsfrú J. Havsten með syni sín- um, Jón Sigurðsson verzlm. o. fl. Eftirmæli, Hinn 23. desenjber f. á. andaðist að Greirlandi á Síðu Halla Stefánsdóttir sál. Ólafssonar stúdents að Selkoti og konu hans Önnu Jónsdóttur, systir Gísla kaupm. Stef- ánssonar í Vestmanneyjum og þeirrabræðra. Hún var á 73. aldursári. Hafði dvalið mikinn hlnta æfi sinnar á Siðu í Skafta- fellssýslu og stjórnað þar, nál. i 30 ár, rausnarbúi Odds heitins Oddssonar í Mör- tungu. Hún var mesta dugnaðarkvendi. Gáfuð mætavel og eldfjörug og skemtin í samræðum. Hjartagóð og hvers manns hugljúfi, þeirra er hana þektu. f Hún lætur ekkert harn eftir sig á lífi. Átti talsverðar eigur og hafði, nokkurum árum áður en hún andaðist, arfleitt frænd- konu sina Höllu Helgadóttur — konu Vig- fúsar borgara Jónssonar á Geirlandi — að öllum sinum eigum, og hafði dvalið þar hið siðasta ár æfi sinnar, þá mjög þrotin að kröftum, eftir þreklega aflokið æfistarf. y. Sunnudag 19. maí 1901 andaðist að Hofs- stöðum í Álftanesbrepp í Mýrasýslu — þar staddur í ferð — Þorsteinn Eiríksson, bóndi í Neðranesi í Stafholtstungum, kring- um hálffimtugur, stakur sæmdarbóndi og sómamaður í öllum greinum, hvers manns hugljúfí, er liann þekti. Hann varð svo að kalla bráökvaddur. X Veðivathuganir í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1901 Maí 1 Loftvog I millim. Hiti (C.) C-h ct- <3 CD cx p £3- æ CK | Skjmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Mvd29.8 760,6 11,5 0 3 8,3 2 760,0 12,5 NW 1 2 9 759,5 9,9 NW 1 3 Fd. 30. 8 756,7 8,9 0 10 7,7 2 7Í>4,9 10,4 NW 1 10 9 752,9 7,8 NW 1 10 Fsd.31.8 748,1 9,3 0 10 7,5 2 744,6 16,6 w 1 1 9 742,6 12,4 0 1 Söngskemtun á að verða hér annað kveld kl. 8, til ágóða fyrir Eyfellingasamskotasjóð- inn, undir forustu hr. Brynjólfs |>or- lákssonar, og með líku sniði og síðast, er sungið var fyrir minnisvarðasjóð Jónasar Halígrímssonar. Verður von- andi vel sótt. I heljar greipum. Frh. »Ef hann gerði það nú á dögum, frk. Adams«, sagði Fardet, »þá ætti hann í meiri ófriði en hann hefir nokkurn tíma orðið að fást við í Mesó- pótamíu. En alt jafnar sig með tím- anum. Hver veit nema sá dagur renni upp innan skamms, er konurnar verða sýndar á myndum stórar og sterklegar, en bændur þeirra litlir og óverulegir«. Cecil Brown og Headmgly höfðu dregist aftur úr; þeim fanst eitthvað svo hátíðlegt við þessar stöðvar, að þeir kunnu ilia vaðlinum í túlkinum og efnislausu, léttúðarfullu masinu í ferðafólkinu, þeir horfðu þegjandi á þessa skringilegu halarófu, með sól- skinshöttum og grænum blæjum, sem þrammaði frammeð gömlum,gráum múrvegguum í skæru sólarljósinu. Uppi yfir þeim voru herfuglar með fjaðraskúfa á höfðum að flögra fram og aftur yfir rústunum. »Er þetta ekki vanhelgun?« sagði Oxfordmaðurinn að lokum. »Mér þykir vænt um, að yður skuli finnast þetta, því að þetta finst mér líka«, svaraði Headingly innilega. »Mér er ekki fullljóst, hvernig menn eiga að koma á þessar stöðvar — ef þeir eiga annars á þær að koma —, en eg er viss um, að einhvern veginn öðru- vísi á það að vera. Yfirleitt tek eg þær rústir, sem eg hef ekki séð, fram yfir þær, sem eg hefi séð«. Ungi stjórnarerindrekinn leituppog brosti á þann einkennilega skoplega hátt, sem honum var laginn; en svo hvarf það bros helzti fljótt bak við dauflegt kæruleysis-gerfið. »Eg hefi uppdrátt af landinu«, sagði Yesturheimsmaðurinn, »og hér og þar standa á því ,rústir‘ langt úti á vatns- lausri eyðimörkinni, eða þá .leifar af musteri1. Til dæmis að taka er must- eri Júppiters Ammons, einn af mestu bautasteinum liðinna alda í öllum heimi, mörg hundruð mílna úti á öræf- unum. Slíkar rústir, sem staðíð hafa einmana, óséðar, óbreyttar öldum sam- an, fá á ímyndunaraflið. En þegar eg sýni inngöngumiða við dyrnar og fer inn, eins og þetta væri ein af sýning- um Barnum8, þá er öll rómantisk tilfinning rokin burt í sama bili«. »Alveg satt!« sagði Cecil Brown og leit dökkum augunum út yfir eyði- mörkina. »Gæti manni orðið reikað hingað aleinum — eins og rekist á þetta af tilviljun — verið gersamlega einn í þessari daufu musterisglætu, með þessar kynlegu myndir alt í kring um sig, þá yrði maður alveg frá sér numinn. f>á léti maður fallast til jarðar af undrun og lotningu. En þeg- ar Belmont er að totta pípuna sína og Stuart er að mása og blása og frk. Sadie Adams er að hlæja —«. »Og túlkurinn kemur með sinn vað- al«, sagði Headingly; »mig langar alt af til að vera kyr og hugsa, og mér finst eg aldrei fá næði til þess. Mér hefði verið næst skapi að vinna á ein- hverjum, þegar eg stóð hjá pýramíd- anum mikla og hafði engan frið, af því að fyrir hvern mun þurfti að drftsla mér upp á toppinn á honum. Eg sparkaði til eins mannsins svo hart, að hann hefði sveiflast upp á toppinn, ef eg hefði hitt hann. Og það er skrítið að koma alla leið frá Vesturheimi til þess að sjá pýramíd- ann, og geta ekkert haft þar fyrir stafni annað en sparka til Araba fyrir fram- an mann«. Jarðarför Holgers kaupmanns Clausens fer fram fimtudaginn 6. júní kl. 12 á hádegi. Fram að 1. október ge a sjúklingar hitt Guðxmmd Magnússon lækni hedma kl. 10—12 f. m. á virkum dög- um (ekkí kl. 1—2). Eldsvoðaábyrgðarféiagið Nederíandene stofnað 1845 tekur að sér ábyrgð á húsum og alls konar muuum, með sama. saxta og önnur félög hér á landi. Stofnfé 6,000,000 kr. varas.ióður 2,916,149 kr. f>etta er eitt af félögum þeim sem Landsbankinn tekur gild. Aðalumboðsmaður fyrir Beykjavík og Suðurland er Jes Zimsen. Holleuzkir vindiar í 7i—72 °g Ví kössum eru mjög ódýrir hjá C. Zimsen Heilflöskur eru um tíma keypt- ar á 10 aura hjá C. Zimsen. Reykjarpípur laglegar hjá C. Zimsen. Umsóknir um styrk þann, er í fjárlögunum 1900 —1901 er veittur Iðnaðarmannafélag- inu í Beykjavík »til að styrkja efni- lega iðnaðarmenn til utanfarar til að fullkomna sig í iðn sinni«, verða að vera komnar til félagsstjórnarinnar fyrir 24. ágúst næstkomandi. Umsóknarbréfunum verða að fylgja meðmæli frá þeim, sem hlutaðeigend- ur hafa lært iðn sína hjá. Yngri piltar en 18 ára geta eigi orðið aðnjótandi þessa styrks. K vemiuskóli Reykjavíbur f>eir, sem vilja koma ungum, konfirmeruðum, efnilegum yngismeyj- um í Beykjavíkur kvennaskóla, eru beðnir að snúa sér til undirskrifaðrar forstöðukonu skólans ekki seinna en 31. ágúst næstkomandi. 1 4. bekk verða teknar, eins og áður, þær stúlk- ur, sem hafa að minsta kosti verið 1 vetur í 3. bekk skólans, eða aðrar, sem hafa lært álíka mikið og þær. Kenslutíminn byrjar 1. okt. og þá eiga allar námsmeyjar að vera hingað komn- ar. Nánari upplýsingar veitir undir- skrifuð. Beykjavík 31. maí 1901. Thora Melsteð- Sundmaga borgar enginn betur en Asgeir Sigurðsson. GrOtu kaupir hæsta verði Ásgeir Sigui’ðsson, Grasfræ fæst í Vinaminni. Kýr óskast keypt nú þegar. Bitstj. vísar á. í »Geysi« er til leigu stofa nú þegar. Bæjarstjórnin i Beykjavík lætur byggja þvottahús við laugarnar 20 ál. langt, 10 ál. breitt. Smiðinu á að vera lokið fyrir 1. des. þ. á. Tré- smiðir hér í Beykjavík, sem vilja taka að sér bygginguna, geta fengið upplýs- ingar hjá undirskrifuðum. Steinsmið- ir eiga kost á að gera tilboð að byggja undirstöðuna undir húsið og leggja sementerað steingólf. Tilboð eftir 10. júní verða ekki tek- in til greina. Tryggvi Gunnarsson. Vatnsleysustrandar- og snnn- anmenn eru beðnir að vitja ísa- foldar í afgreiðslu hennar (Austur- stræti 8).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.