Ísafold - 08.06.1901, Side 1

Ísafold - 08.06.1901, Side 1
ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bnndin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavik laugardaginn 8. júní 1901. 37. blað. Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða U/s doll.; borgist fyrir miðjan ' júií (erlendis fyrir fram). XXVIII. árg. I. 0 0. F. 836219 Forugripas. opið md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasaft, opið hrern virkau dag ki. 12—2 og einni stundu iengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitaknum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1- Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. HFKTíntóith geta nýir kaupendur fengið Isafold frá hálfnuðum þessum árgangi til ársloka, þ. e. 40 tblöð. í kaupbætí fylgja 2 sögusafnsbindi sem sé sagan VENDETTA TTTTTTTTT sem er um 670 bls. alls, fyrir þá sem kaupa næsta árgang líka, og fá þeir fyrra bindið jafnskjótt sem þeir borga þenn- an (V2) ^rgang, en hitt um leið og síðari árg. (1902) er borgaður. Isafold er landsins lang1 ódýrastablað eítir stœrð, hér um bil helmingi ódýr- ari en hin- Nokkurar athugasemdir um alþýðumentunarerindi E. H. 11. Stofnun barnaskóla. Hr. B. H. vill stefna að því, að afnema umgangskenslu, en koma á heimavistarskólum þar, sem svo hagar til, að börnin geta ekki náð til fasta- skóla með öðru móti. Vafalaust stefnir þessi tillaga í rétta átt. Agnúarnir á umferðarkenslunni eru svo margir, þó að góðum kennurum væri á að skipa, sem hér er vitanlega ekki, að við hana verður ekki unað til lengd- ar. Bárra vikna kensla á ári má heita sama sem engin kensla. Bn hvað kosta fastir skólar? Væri þeirri tillögu hr. E. H. sint, að kosta skólahúsin af landssjóðs fé, sem á engan hátt væri ókleift, þá er að eins spurningin um hitt, hvort það er ekki ofætlun þeirra, sem skólana eiga að nota, að standa straum af kennaranum og heimavist barnanna í skólanum um námstímann. Enginn efi er á því, að mörg sveit- arfélög gætu hæglega risið undir þeirri byrði. Bkkert er og því til fyrirstöðu, að fleiri sveitarfélög legðu saman um skólahald. f>að mundi að eins vera komið undir því, hve mikils menn mettu endurbætt barnauppeldi, hvað mikið þeir vildu gefa fyrir menningu sona sinna og dætra. Ekkert sýnist heldur því til fyrirstöðu, að allra- fátækustu sveitirnar fengju einhvern styrk til þess úr landssjóði, t. d. til kennaralauuanna. Væri slíkum skólum vel stjórnað af góðum kennurum, mundi í sannleika meira fynr þá gefandi en umferðar- kensluna. Gætu skólarnir orðið svo sem fyrirmyndarheimili, þar sem ung- lingarnir vendust á þrifnað, reglusemi og starfsemi, þar sem þeim væri inn- rættur góður og göfugur hugsunar- háttur, jafnframt og þau auðguðust að þekkingu, þá mætti sannarlega vænta af þeim mikils góðs fyrir þjóðfélagið. Og hvað skyldi vera því til fyrirstöðu, að þeir gætu orðið gróðrarstíur fyrir góða borgara? f>að er vitanlega alt imd- ir kennaranum komið. Ókeypis kensla. f>að mun mönnum fljótt skiljast, að kenslan eigi að vera ókeypis. I Garða- hreppi í Gullbringusýslu hefir verið ókeypis kensla síðan 1882 og mundi því varla vel tekið þar, ef skólagjald væri lagt á börnin, eða aðstandendur þeirra. f>að er óeðlilegt að hafa skóla- gjald, og harla óhagfelt. f>ví fé, sem til kenslumálanna er varið í hverjum hreppi, er eðlilegast að jafna niður með öðrum sveitargjöldum, og er langt frá, að úr því þurfi að verða nokkur ójöfnuður; það er eðlilegt, að menn, sem lifa í sama sveitarfólagi, beri að nokkuru leyti hver annars byrði; auk þess er óhugsandi, að öll börn, eins hin fátæku og hin efnuðu, geti með öðru móti orðið nauðsynlegr- ar mentunar aðnjótandi, — sem öll börn eru þó jafnborin til. Skólaskylda. Hver sá, sem telur æskilegt, að öll börn á landinu njóti kenslu og afli sér ákveðinnar mentunar, verður að telja æskilegt, að skólaskylda só lögleidd með tímanum hér á landi. Án þess mundi alt af einhver hluti barna fara á mis við skólafræðslu. En fyrst er nú það, sem alt af má taka fram til mótmæla almennri skólaskyldu, að til geti verið heimili, sem ala börn sín eins vel upp og menta þau í alla staði eins vel eins og góðir skólar. Og í annan stað getur ekki komið til mála, að lögleiða almenna skólaskyldu fyr en fengin eru öll nauðsynleg skil- yrði fyrir því: vel út búnir skólar með góðum kennurum, sem öll börn gætu náð til. En þó að almenn skólaskylda væri ekki lögleidd fyrst um sinn, þar sem skólar væru þó komnir á fót, þá mundi varla mikils í mist. Eeynslan mundi von bráðara skera úr því, hvort nauðsynlegt væri að lögleiða skóla- skyldu eða ekki, og þegar sú reynsla er fengin, að nauðsynlegt sé að lög- leiða skólaskyldu, þá kemur það eins og af sjálfu sér. Kenslumálastjórn. f>að er einkennilega mikill skortur hér á landi á e f t i r 1 i t i. Að sumu leyti kanu það að vera af eðíilegum örðugleikum, en að sumu leyti stafar það vafalaust af því, að ekki þykir þörf á því, að vera að eltast við hitt og þetta með nákvæmu eftirliti. En ekbi er hér alt eftirlitslaust. Nokk- urt eftirlit er haft með embættismönn- um, prestum, sýslumönnum og lækn- um o. s. frv. Sumir ætla að vísu, að það mætti vera nákvæmara; en það er þó eftirlit og alls ekki gagnslaust. Enmeðskólunum, alþýðu- skólunum, er ekkert eftirlit haft! f>að er í raun og veru eDgin kenslumálastjórn til í landinu, er nái til alþýðuskólanna, engin stjórn í lík- ingu við það, sem gerist með öðrum þjóðum. þingið veitir fé til kenslumála, — mjög af skornum skamti að vísu —; laudsstjórnin úthlutar því meðal skól- anna eftir skýrslum, sem henni eru sendar. En ekki gerir þingið ráð fyr- ir því, að nokkurt eftirlit sé haft með því, að nokkurt orð í þessum skýrsl- um sé rétt og satt. Hvílík óhæfa, að gera ráð fyrir því, að skýrslurnar séu rangar ! Nei, ger- um ekki ráð fyrir því; gerum ráð fyr- ir, að þær séu allar réttar. En hvað stendur í þeim? Um hvað fræða þær stiftsyfirvöldin og landshöfðingjann? Langoftast ekki um annað en það : hve margir nemendur hafi notið kenslu, hve margar námsgreinar kendar, hve lengi benslan stóð, og hverjar einkunnir nemendurnir fengu við prófið. En enga vitneskju veita skýrslurn- ar um það, hvort þessum nemendum hafi verið kendar þessar námsgreinar þennan tíma til nokkurs verulegs gagns, — því að vitnisburðirnir sanna ekkert, svo á verði bygt. Enga vitneskju veita skýrslumar vanalega um skólahús né kensluáhöld. Skólahúsin geta vel verið háskaleg fyrir líf og heilsu nemenda og kenn- ara — og hafaveriðþað — án þess að landsstjórnin fái neitt að vita um það. Skólinn getur verið allsend- is kensluáhaldalaus — og er það sum- staðar, hefir verið til skamms tíma — án þess að landsstjórninni sé neitt gert viðvart um það. Kennarinn get- ur verið svo mentunarsnauður, að hann geti ekki kent það, sem hann á að kenna, og svo mikill drykkjumað- ur, að hann veki alment hneyksli, og landsstjórnin fær heldur ekki neitt að vita um það. Hún úthlutar fénu í þeirri trú, að því sé vel varið. Skýral- urnar bera það nefnil. með sér, að skólinn eigi samkvæmt fyrirmælum þingsins að njóta styrks úr landssjóði; og hann nýtur hans. f>að þarf ekki mikla glöggskygni til að sjá, að annað eins fyrirkomulag og þetta á mentamálum heillar þjóðar er h n e y k s 1 i. f>að er hneyksli að láta það eftir- litslaust, hvort unglingum er misboðið dag eftir dag með kulda eða slæmu lofti, eða hvorutveggja, meðan verið er að veita þeim lögskipaða fræðslu. f>að er hneyksli að láta afskiftalaust, hverir þeir menn eru, hvernig ment- aðir og hvernig innrættir, sem látnir eru taka við góðum og saklausum ung- lingum, kenna þeim kristin fræði og búa þau að öðru leyti undir baráttu lífsine. f>að er hneyksli að veita fé úr lands- sjóði, sem engin trygging er fyrir að komi þjóðinni að nokkru haldi. Kenslumálastjórn verðum v é r a ð f á, nema svo sé, að vér hætt- um við allar tilraunir til að menta æskutýðinn, hættum að veita fó til kennarafræðslu, alþýðuskóla og um- ferðarkenslu, og vörpum allri vorri áhyggju upp á heimilin, — eða rétt- ara sagt höfum enga áhyggju út af því, þó allur þorri manna hér á landi verði gjörsneyddur allri mentun, verði aldrei fyrir neinum andlegum áhrifum, nema þeim, sem heimilin og prestur- inn megna að veita. Oflugur kennaraskóli, og svo tryggi- legt eftirlit með alþýðuskólunum, sem auðið er, — það eru þær tvær mátt- arstoðir undir alþýðumentuninni, sem ekki má vanta. Án þeirra verður öll byggingin hrófatildur, sem hrynnr þeg- ar minst varir, reynist ónýt, þegar á á að herða. f>etta tvent verður að koma fyrst. f>ví næst er að stofna fleiri skóla, barnaskóla og unglingaskóla. f>að er, eins og hr. E. H. tekur fram í fyrir- lestri sinum, enginn annar vegur til að menta þessa þjóð framar en aðr- ar. En mentunin kostar fé. Aðrar láta sér ekki ægja, að verja 2—6 kr. á mann til mentamála sinna. f>ær hafa þá trú, að þetta fé komi aftuT. Og þegar íslendingar hafa fengið þá trú, að þjóð með mentunarlausri alþýðu eigi enga framtíðarvon, að það sé ekki nægilegt til að reisa landið við, að eiga nokkra lærða menn, sem embættun- um gegna, heldur þurfi andlegur lífs- straumur að fara -gegn um þjóðina alla, þá láta þeir heldur ekki fyrir brjósti brenna að leggja stórfé til mentamálanna, stórfé eftir efnum Iands- ins. Fyrst í stað þarf ekkert stórfé. Stórfé þarf þá fyrst til alþýðumentun- arinnar, þegar komnir eru á fót með sæmilega launuðum kennurum svo margir unglingaskólar, að til geti náð öll börn á landinu. En skólarnir eiga ekki að koma upp óðara en svo, að til séu vel hæfir kennarar. Væri sú stefna tekin, að landssjóð- ur annaðist að eins skólahúsin, kenslu- málastjórnina og kennaramentunina, væri það raunar aldrei stórfé, sem landsjóður þyrfti að leggja til kenslumálanna. Eg er á þeirri skoð- un, sem hr. E. H. lætur í Ijós fyrirl. sínum, að kenslumálastjórnin ætti að hafa á hendi veitingu kennaraembætt- anna að mestu eða öllu leyti; en ein- mitt í sambandi við það þætti mér eðlilegast, að kennarar allir væru að minsta kosti að einhverju leyti laun- aðir úr landssjóði. Hentugast væri og affarasælast, að þeir, sem nota skólann, hefðu engin afskifti af þvf, hvernig kennaranum væri launað. Og með engu móti má sá ósómi lengtir við gangast, að sveitastjórnir og sókn- arnefndir megi ráða kaupi kennara. Sú tilhögun hefir leitt til mikils ills, meðal annars til þess, að sumstaðar hefir verið haldið »undirboð« á kenn- arastarfinu, 0: hver vildi gera það fyr- ir minst. Og auðvitað sá verið teb- inn sem vildi gera það fyrir — e k b- e r t, nema mat, meðan kenslan stóð yfir. ]?eir athuga ekki, hve samvizku- laust er, að leika sér þannig með vel- ferð unglinganna og þjóðarinnar. Leika sér að því, að gera eitthvað til málamynda, að eins til að þvo hend-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.