Ísafold - 22.06.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr,, erlendis 5 kr. eða
l>/» doll.; borgist fyrir miðjan
‘jnlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
Reykjavík laugardaginn 22. júní 1901.
41. blað.
XXVIII. árg.
I. 0 0. F. 83759
Forngripas. opið md,, mvd. og'ld. 11—12
Lanasbókasafri opið hrern virkan dag
ki.12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., tnvd. og ld. tii útlána.
Okeypis lœkning á spitals.num á þriðjud.
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis angnlækning á spitalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11-1.
Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins-
sonar hjá kirkjunni 1. og 3. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Heimullegar kosningar.
Svo heitir ritgjörð, ásamt kosninga-
lagafrumvarpi, í Tímariti Bókmentafé-
agsins, sem send hefir verið víðs veg-
ar um land í sérprentun. Höf. er al-
þingismaður, sem hefir ekki nafngreint
sig, en gerir ráð fyrir að segja til sín
á þinginu, með því að fyrir það ætlar
hann að leggja frumvarp sitt.
Bins og ritgjörðar-nafnið sýnir, er
aðalbreytingin, er til er stofnað sú, að
atkvœðagreiðsla við þingkosningar skali
vera heimulleg. Höf. þykir þetta eink-
ar-hentugur tími til þess að Iögleiða
slíka breytingu, þar sem að öðru leyt-
inu nokkuð sé farið að bóla á hneyksl
anlegum eða ólögmætum áhrifum á
kjósendur hér á landi, en sú spilling
að hinu leytinu ekki svo mögnuð enn,
að líkindi séu til þess, að nokkurum
manni sé viðkvæmt, að þetta mál sé
fram borið. Geta má og þess í viðbót,
að nú hafi Danir fengið sams konar
nýmæli í lög leitt, og þess vegna ekki
ráð fyrir því gerandi, að stjórnin muni
amast við því, að vér fáum það líka.
Eins og ísafold hefir áður bent á
all-rækilega, er hér um mjög mikils-
verða réttarbót að tefla. Mergurinn
málsins er auðvitað sá, að geramönn-
um frjálst, ekki að eins í orði kveðnu,
heldur og í raun og veru, að kjósa lög-
gjafa þjóðarinnar eftir sannfæringu
einni og engu öðru.
í orði kveðnu er mönnum það frjálst
nú. En ekki í raun og veru. Gerum
til dæmis að taka ráð fyrir manni,
sem á við þröngan kost að búa, —
og svo er um mjög mikinn fjölda kjós-
enda hér á landi. þingmannsefni
eða fylgismenn hans kunna að hafa
alt ráð hans í hendi sér, vera þess
megnugir, að koma honum á vonarvöl,
ef þeim ræður svo við að horfa. Sá
maður er ekki frjáls við kosningar.
Enginn sanngirni er í því að segja
við slíkan mann: þú átt að vera svo
mikill maður, að standa við saunfær-
ingu þína, hvað sem öðru líður.
Eeynslan hefir margsýut það, bæði
hér á landi og annarstaðar, að þetta
er fjölda manna um megu. Og ekk-
ert vit er í því, að haga löggjöfinni
eftir því, hvernig mennirnir œttu að
vera. Hana verður að sníða eftir því,
hvernig mennirnir eru.
Ymsar aðrar orsakir geta riðið bág
við kosningafrelsi manna og hafa lika
gert það. Hagsmunir manna eru á
ýmsa lund svo nátengdir og svo sam-
anfjötraðir í skipulegu þjóðfélagi, að
margfalt fleiri eru í raun og veru öðr-
um hláðir en alment er talið.
Að hinu Ieytinu stafar megnasta
hætta af því fyrir hvert þjóðfélag, ef
bönd eru lögð á kosningafrelsi manna
og önnur öfl verða samvizku manna
yfirsterkari á kjördegi. Fyrir þetta
hefir átt að girða í kosningalögum vor-
um með því að láta þá menn eina
hafa kosningarrétt, sem löggjafarnir
hafa gert ráð fyrir, að ekki gætn ver-
ið ósjálfstæðir á kjördegi. Hins hefir
ekki verið gætt, að ekki er með nokk-
uru móti unt að tfna þá úr alla, né
gera með lagafyrirmælum nokkurn
greinarmun, svo af viti sé, á sjálfstæð-
um mönnum og ósjálfstæðum.
Enginn vegur er til þess að tryggja
mönnum það frelsi, sem hér er um að
ræða, gera menn að sjálfstæðum kjós-
endum, annar en sá, sem falinn er í
þessu frumvarpi og hver stórþjóðin
eftir aðra um hinn mentaða heim hef-
ir farið á síðari árum: að láta atkvæða-
greiðsluna vera Ieynilega og girða á
þann hátt fyrir það, að nokkur kjós-
andi þurfi að gera nokkurum manni
sb il á því, hvernig hann hefir atkvæði
greitt.
Sú mótbára hefir fyrir löngu komið
fram, enda á hana minst í ritgjörðinni,
að það styrki siðferðisþrek kjósenda,
að venja þá við að standa við skoðun
sína með atkvæðagreiðslu í heyranda
hljóði. Um slíka styrking siðferðis-
þreksins getur alls ekki verið að ræða,
þegar menn standa ekki við skoðun
sína. það veikir siðferðisþrekið, eins
og alt annað, sem menn gera á móti
sannfæringu sinni. Og í þessu efni er
því ísjárverðara að leiða menn í freistni,
sem þjóðfélagiuu er meir áríðandi,
að menn láti ekki bugast af freisting-
unni.
Hver sanngirni er líka í því, að
krefjast þess af óvöldum kjósendum,
að þeir kjósi þingmenn í heyranda
hljóði, þegar þingmönnum sjálfum er
ætlað að geta leynt kosningu sinni á
embættismönnum og nefndum þingsins?
Að vór ekki nefnum þá sanngirni,
að ætlast til þess, að íslendingar séu
þeim mun meiri tápmenn en helztu
stórþjóðir veraldarinnar, að þeir sóu
færir um að standa við þá sannfæring
sína, sem mönnum eins og Banda-
ríkjamönnum, Bretum og þjóðverjum
þykir ofvaxið. —
Ounur helzta róttarbótin, sem frum-
varp þetta fer fram á, er f j ö 1 g u n
kjörstaða.
Sé nokkurt land í veröldinni, sem
þörf hefir á þd að margir kjörstaðir
séu í sama kjördæmi, þá er það sann-
lega ísland, með allri strjálbygðinni
og torfærunum, sem vér eigum við að
búa.
Víða hefir að undanförnu verið svo
mikill kostnaður samfara kjörfundar-
ferð, að þess er í raun og veru engin
von, að fátæklingar leggi slíkt á sig.
Hitt er þó enn tilfinnanlsgra, að oft
getur svo til borið, að kjósendum á
stórum flæmum á landinu sé a 1 1 s
e k k i u n t vegna illviðra eða vatna-
vaxta að komast á kjörfund langar
leiðir, eins og raun varð á sumstaðar
við síðustu kosningar. Fyrir slíka
örðugleika er girt með því, að kjör-
staður verði í hverjum hreppi, eins og
frumvarp þetta fer fram á.
Sumum kann að þykja hér óþarf-
lega Iangt farið í kjörþingafjölgun, og
réttara að láta sér lynda 3—4 kjör-
staði í sýslu. En sé á annað borð
horfið frá að láta sýsluyfirvöld hafa
kjörstjórn á hendi, verður brotaminst
og eðlilegast, að fela hana (að sínum
hluta) sveitaratjórnum, hverri í sinni
sveit, enda yfirleitt kostað kapps um
annarstaðar, að gera almenningi sem
greiðast fyrir og tafaminst, að neyta
kosningarréttar síns.
þetta fyrirkomulag er svo miklum
mun hagfeldara en það er nú er í lög-
um, að mjög miklir agnúar þyrftn á
því að vera til þess að áhorfsmál væri
að lögleiða það.
Fyrir þeim agnúum, sem á því
kynnu að \era, er, að vorri ætlun, sóð
í frumvarpinu. þeir eru helzt tveir;
Annar er sá, að það kynni að hvetja
menn, sem ekkert fylgi hafa utan
sinnar sveitar, til þess að gera kost á
sér til þingmensku, og á þann hátt
dreifa atkvæðum fyrir þeim, er eitthvert
verulegt fylgi hafa. Til þess að af-
stýra því, er svo fyrir mælt í frum-
varpinu, að frambjóðandi skuli leggja
fram 50 krónur á undan kjördegi, og
þær missir hann, ef hann nær ekki J
þeirrar atkvæðatölu, er með þarf til
að ná ko3ningn. A einhverjum þess
konar fyrirmælum er sjálfsagt þörf.
Hinn agnúinn, sem fyrir sumum
mönnum kann að vaka, er sá, að í
sumum hreppum kunni ekki að vera
þeim mönnum á að skipa, sem sóu
færir um að vera í kjörstjórn. I
frumvarpinu er við þeim agnúa séð
með svo afarnákvæmum og ljósum
fyrirmælum um kosningaathöfnina
alla, að kjörstjórnarstarfið verður sjálf-
sagt mun vandaminna en ýms önnur
störf, sem sveitanefndum eru á hend-
um íalin, enda engura fullgraindum
manni vorkunn að inna það laukrétt
af hendi.
En til frekari tryggingar er fram-
bjóðendum ætlað að hafa umboðs-
menn á hverjum kjörstað við kosn-
ingarnar, og þar með er úr sögunni
allur skynsamlegur ótti við það, að
kosningarnar fari í ólestri.
Erumvarp þetta er yfirleitt orðað af
mikilli nákvæmni og vandvirkni og
þarf naumast nema óverulegra breyt-
inga að því er til o r ð f æ r i s i n s
kemur.
Annað mál er það, að sum f y r i r-
m æ 1 i n eru sjálfsagt allvandasamt 1-
hugunarefni.
Höf. hefir ekki viljað setja neitt
það í frumvarp sitt, sem gerði þörf á
stjórnarskrárbreyting. þess vegna
hefir hann ekki farið fram á neina
rýmkun eða lögun á kosningarréttar-
fyrirmælunum, sem hin mesta þörf
væri þó á.
Af sömu ástæðu er það og að lík-
indurn, að hann ætlar þinginu að leggja
f
ullnaðarúrskurð á kosningarnar, eins
og að undanförnu. Eins og ísafold
hefir áður bent á, getur naumast
neinn vafi leikið á því, að ágreining
um lögmæti kosninga ætti að leggja
undir dómstólana, og þá sjálfsagt
helzt land3yfirrétt.
En þrátt fyrir alla varkárnina and-
spænis stjórnarskránni virðist oss
nokknr vafi geta á því leikið, hvort
ekki sé gengið nokkuð nærri 29. gr
hennar, þar sem yfirkjörstjórninni er
í frumvarpinu ætlað það vald, að lýsa
kosningu ógilda, sé það bersýnilegt,
að þeir gallar séu á henni, að þeir
hafi haft áhrif á úrslit kosningarinnar,
og stofna til nýrrar kosningar í þeim
hrepp eða hreppum, þar sem gallarnir
hafa á orðið. Vór fullyrðum ekkert í
þvi efni, en bendum á það til athug-
uuar.
Höf. hefir ekki tekið upp í frv. sitt
18. gr. kosningalaganua né efni henn-
ar. Óhugsandi er að það stafi af gá-
leysi, jafn-vandaður og frágangurinn
er á frumvarpinu yfirleitt, heldur kem-
ur það sjálfsagt af hinu, að hann hefir
viljað ráðgast við samþingismenn sína
um fyrirmæli þeirrar greinar, með
því að þau koma ekki kosninga-aðferð-
inni neitt við, en snmum vitanlega
áhugamál að fá þeim breytt.
i Um kjördaginm verða sjálfsagt skift-
ar skoðanir, enda að líkindum ekki
unt að finna nokkurn tiltekinn dag á
árinu, sem ekki séu einhverjir agnúar
á. í frumvarpinu er stungið upp á 4.
sunnudegi í júlímánuði. Sá dagur er
einkar-hentugur í landbúnaðarsveitum;
en í sjávarsveitum er það að honurn,
að þá er fólk að heiman í kaupavinnu
og sömnleiðis sjálfsagt nokkurir úti á
sjó á þilskipum, þó að venja muni
vera hér í grendinni að þilskip komi
að landi um það leyti.
Nokkurt álitamál er það að líkind-
um, hvort haganlegra sé að hafa eina
yfirkjörstjórn fyrir alt landið en að
láta einn mann (eða fleiri) vera yfir-
kjörstjóra í hverju kjördæmi. f>að
mælir með landskjörstjórn, að með
henni er fengin svo rík trygging, sam
unt er, fyrir óhlutdrægni og samvizku-
semi. En sé henni falið alt það, er
til er ætlast í frumvarpinu, verður
fyrirkomulagið óneitanlega nokkuð
þunglamalegt og örðugt meðferðar. —
það getur, til dæmis að taka, verið
allmiklum vandkvæðum bundið, að af-
ráða þingmenskuframboð svo snemma,
að komið sé til kjörstjórnar hér í
Eeykjavík 9 vikum fyrir kjördag af
öllu landinu. Ef til vill er mönnum
ekki unt að vita um kjörfylgi sitt svo
löngu áður. Og kosningabardaginn
verður í raun og veru óhæfilega
langur með því móti.