Ísafold


Ísafold - 22.06.1901, Qupperneq 2

Ísafold - 22.06.1901, Qupperneq 2
162 í stuttu rnáli er það af frumvarpinu að segja, að ekki er ólíklegt, að ein- stökum auka-atriðum þess tækist að koma í betra horf á þinginu í sumar. En með því, og ritgjörðinni í heild sinni, hefir mikið verk verið af hendi int fyrir þetta stórmál þjóðar vorrar, sem fyrir hvern mun ætti áð ná fram að ganga á þingi í sumar. Botnvörpuveiðar í landhelgi. trt af tillögu barónsins á Hvítár- völlum um að lögleiða botnvörpuveið- ar í landhelgi á tilteknu svæði virðist ekki eiga illa við að birta álit útlend- inga á þessari veiðiaðferð yfir höfuð. í National-Tidende 17. ág. f. á., stendur svo látandi grein: *Á Bnglandi hefir verið gjörð uppá- stunga um breytingu á hinum ensku lögum um fiskiveiðar, og hefir í neðri málstofunni verið sett nefnd, til þess að íhuga það mál og uppástungur þær, sem fram eru komnar um það efni. Er nú sú nefnd búin að birta álit sitt, og er það mjög íhugunarvert. Nefndin lætur í ljósi, að þess muni skamt að bíða, að úti sé um allar fiskiveiðar og alla aflavon úr sjó, ef löggjöfin láti ekki til sín taka í tæka tíð, og leggi band á græðgi fiskimann- anna. Segir nefndin það vera sannað með órækum rökum, að mergð fisksins fari stórum minkandi; á hin- um gömlu fiskimiðum sé farið að fisk- ast nauðalítið móts við það, sem áður i var, og sé þessu ekki sint og ekkert að gjört, muni af því leiða hið mesta tjón áður en langt um líður. Bin orsök þess, að fiskmergðin fer þverr- andi, er sú, að svo mikið er dregið upp af ungviði. • En að finna ráð tíl þess að sporna við þessu, er harla torvelt. Fyrsta ráðið til þess væri það, að banna algjörlega allar botn- vörpuveiðar, því meðan þær viðgang- ast og hvar sdm þær eiga sér stað, er óhugsandi að ætla sér að sporna við því, að ungviðið sé dregið upp. En eitt mætti gjöra, og það er: að friða tiltekin svæði eða mið, þar sem kunn- ugt væri, að ungviðið héldi sig helzt, og slík mið í Englaudshafi eru alkunn. Nefndin ræður til þess, að sett verði slík friðunarlög; en hún bætir því við, að þau verði árangurslaus, nema með því móti, að ríki þau, sem liggja að Englandshafi, komi sér saman um að gangast undir þau, og gjöri sameigin- lega ráðstafanir um lögreglu þá á sjó, sem við þarf, til þess að gæta þess, að lögunum sé hlýtt. Komið hafir uppástunga um það, að banna að selja fisk, sem sé undir tiltekinni stærð, en slíkt bann telur nefndin tilgangslaust; því næst getur nefndin þess, að skýrsl- ur þær, sem hún hefir fengið um mál- ið úr ýmsum áttum, séu ekki einhlít- ar til þess, að hún geti bygt á þeim svo sem vera skyldi, og um leið læt- ur hún í ljósi, að ekki sé kominn tími til að taka til umræðu uppástung- ur þær, sem fram séu komnar frá fiskiveiðanefndinni í Svíþjóð. Loks tekur nefndin það fram, að þetta at- riði: þverran fisksins í sjónum, sé eitt hið alvarlegasta málefni; ilt sé það eins og orðið er, en síversnandi fari það, og að einskis megi láta ófreistað, sem hugsanlegt sé að geti kipt því í lag. Fyrst verði að íhuga fiskiveiðamálið á alþjóðafundum; ' síðan verði stjórnin (enska) að koma á vísindalegum rann- sóknum, sem bæði Englendingar og önnur ríki eigi þátt í«. |>að er auðsætt af þessari grein, að hin enska nefnd hugsar ekki lengra í norðurátt en Englandshaf nær; en ætlandi er, að stjórn vor beini hugum manna lengra norðureftir, þegar á al- þjóðafund er kornið. Samningurinn í Haag um þetta efni mun ekki hafa náð lengra norður en á 60. breíddar- stig. Fjárframlag frá vorri hendi til hins mikla fyrirtækis, sem hr. baróninu bendir á, mundi verða svo örsmátt, ef það yrði nokkuð, að það, út af fyrir sig, mundi ekki veita oss hin minstu réttindi eða áhrif. Að kaupa það fyr- ir landhelgisleyfi, að Islendingar fáiað vinna á hinum ensku skipum, virðist óþarfi, því þeir munu vera vel þegnir á hin ensku botnvörpuskip nú þegar. Til mála kom fyrir fám árum, að fá Faxaflóa friðaðau fyrir botnvörpuveið um, gegn líkri-tilslökun, þeirri, sem hr. baróninn fer nú fram á. Geti hann útvegað osb tryggilegt boð aftur í sömu átt, þá væri semjandi um hitt. Hin hugmyndin: að landsmenn eign- uðust félagið eða sams bonar félag eft- ir tiltekinn árafjölda — líklegt er að enginn láti glepjast á henni. p. Egilsson. Listamenn voz*ir í Damöpku Síra Jón Helgason hefir fyrir nokkru vakið athygli manna á því hór i blað- inu, hve efnilegir reynist listamennirnir íslenzku, sem námsstyrk hafá notið af landsfé um nokkur ár undanfarin, þeir E i n a r J ó n s s o n og Þ ó r a r i n n B. Þorláksson — að þeir hafa báðir fengið listaverk eftir sig inn á sýningu, þar sem hin mesta vandfýsni er við höfð og hlotið lof fyrir þau í blöðum í Khöfn. Til freliari áróttingar skal hór bent á dóm,.sem stendur í blaðinu »National- tidende« 16. apríl ura mynd E. J. »Mynd hins unga íslendings, Einars Jónssonar, »utilegumaðurinn«, sem búin er til eftir íslenzkri þjóðsögu, gefur að mörgu leyti góðar vonir og er vel gerð. Skilningurinn er ágætur á útilegumann- inum sjálfum, sem þrammar um öræfin með barnið á handleggnum og látna konu sína bundna á bak sór, og hann er fyrirtaksvel einkendur«. Þar á móti þykir blaðinu myndin ekki nógu fögur í heild sinni, einkum vegna þess, að efri hluti líkneskjunnar með líkið af kon- unni um þvert bak mannsins sé of breiður og luralegur. »En hvað sem því líður, er myndin hugnæm og vel gerð, og gefur miklar vonir um framtíð þessa unga Iistamanns«. Þórarinn B. Þorláksson ætlaði hingað í vor og vera hór í sumar við sömu iðju og í fyrra. En þá bauð útlendur auðmaður og listfrömuður honum með sér suður um lönd, Þvzkaland og ef til vill Italíu. En síðara hluta sumars- ins stundar hann list sína á Jótlandi, verður þar með kennara sínum prófess- or Voss, sem hefir miklar mætur á hon- um og hefir boðið honum að vera Ineð sór. Ekki er ófróðlegt að bera þessa reynslu, sem orðið hefir á mönnunum, saman við spádómana um þá, sem fluttir veru óhikað og af miklu sannfæringa- afli, þegar verið var að útvega þeim styrk hjá þinginu og ekki vanst nema með mikilli fyrirhöfn — spádóma, sem vitanlega höfðu ekki við neitt að styðj- ast annað en hugarburð manna. Til dæmis skulum vór benda á, hvern- ig einum hinna konungkjörnu þingm., landlækni Dr. J. J ó n a s s e n, fórust orð á síðasta þingi — e f t i r að mennirnir höfðu fengið hin b e z t u m e ð m æ 1 i frá kennurum sínum, sem vita.nlega eru nafnkendir listamena. Dr. J. Jónassen komst svo að orði við 2. umr. fjárl. (Alþt. A. 337): »Þá er breyt.till. mín við tölulið 30 í 13. gr., að styrkurinn til Þórarins Þorlákssonar falli burt, og er ástæðan fyrir henni sú, að þessi maður verður aldrei annað en dilettant [gutlari]. — Ilvaða ástæða er fyrir landssjóð að vera að kosta mann ár eftir ár, sem maður veit um, að aldrei getur orðið annað en dilettant, sem úir og grúir af í útlönd- um? Hann getur hvorki unnið sjálfum sér lífsviðurværi nó landinu sóma; liann getur aldrei komist svo langt, hann byrjaði alt of gamall til þess. Það er dálítið annað m.eð hinn manninn, Einar, þótt eg játi, að það só kannske ekki til mikils að vera að styrkja hann. Helzt vildi eg, að þeir væru báðir feldir; það er auðvitað dálítil bót í máli, að þetta er í síðasta sinn, sem þetta fó er veitt, en 2000 kr. er heldur ekki svo lítil upphæð«, Hver veit, nema þessi spádómur, sem ræzt hefir ’svona vel eða hitt þó heldur, geti orðið einhverjum til við- vörunar, þegar löngunin til að leggja afdráttarlausa dóma á það, sem þeir hafa ekki fremur vit á en stórgripur á stjörnufræði, fer að gera vart við sig í brjóstum þeirra. -----e <■!» 9--- Urræði bankastjórans m. m. Eftir Indriða Einarsson. Bankastjórinn bendir í síðasta |>jóð- ólfi á 6 úrræði til þess að komast út úr peningakröggunum á annan hátt en þann, að stofna hlutafélagsbanka með seðlaútgáfurétti—og er sýnilega drjúg- ur af. það væri líka laglega af sér vikið, e f nokkur von væri um, að þessi úr- ræði gætu komið oss að haldi. En því er ekki að heilsa. j(?au eru öll fyrir fram dauðadæmd. Alveg óhætt að fullyrða, að ekkert verður út neinni þeirra. Urræðin eru þessi: 1. Hættulaust að auka útgáfu ó- innleysanlegra seðla svo, að hún verði 1 iniljón króna. þjóðbankinn danski hefir skýrt tek- ið það fram, að hann telji það ekki hættulaust, nema 100 þús. kr. gull- fúlga sé jafnframt við hendina. Og nú vill svo slysalega til, að þjóðbank- inn er ráðunautur stjórnarinnar í fjár- málum, en ekki Landsbankinn eða bankastjóri hans. Auk þess væri sú peningaaukning svo lítil, í samanburði við þörfina, ef um hana eina væri að ræða, að hún hyrfi brátt eins og dögg fyrir sólu. 2. Beyna mætti, segir bankastjór- inn, að taka lán erlendis gegn veði í jarðeignum landssjóðs. Áður hefir verið sýnt fram á það í ísafold, að slíkt lán yrði mjög dýrt. Eg hefi spurst fyrir um það í útlönd- um. Vel má vera, að það hafi banka- stjórinn líka gert. Sé svo, væri fróð- legt að fá vitneskju um þau svör, er hann hefir fengið. 3. Veðsetja má ákveðinn hluta af tollum landsins gegn láni í gulli, seg- ir bankastjórinn. Ekkert land hefir tekið slíkan kost, nema sem síðasta neyðarúrræði. það mundi verða stór hnekkir fyrir veg þjóðarinnar, að hér væru hafðir út- lendir tollheimtumenn á vorn kostn- að. Og þeim íslendingum, sem hafa vit á að gera sér grein fyrir slíkri hneisu, mundi það verða illbærilegt. 4. Æskilegast væri, hyggur banka- stjórinn, að stjórn Dana og ríkisþing- ið vildi sýna landinu þá hjálpsemi, að borga því út 750,000 kr. gegn því að færa hið svo nefnda tillag úr ríkissjóði niður 1 30,000 kr. árlega úr 60,000 kr., og þessar 750,000 kr. yrðu lagð- ar fyrir í gulli tii tryggingar seðlaút- gáfu. Vér ættum þá fyrst að leita til rík- isþingsins í vetur. Gerum svo ráð fyrir, að ríkisþingið væri fáanlegt til þessa. þá yrðum vér að láta málið dragast til alþingis 1903, því að þetta er stjórn- arskrárbreyting. Svo ættum vér enn að bíða aukaþings 1904. Loks gæt- um vér í fyrsta lagi fengið konungs- staðfeating á þessu 1905 — eftir 4 ár. Bankastjórinn sannar það, að Islend- ingar verða ófúsir á að bíða svo lengi, enda farið að kreppa að einhverju framfaramáli þjóðar vorrar um það leyti með þeim peningaskorti, sem nú er í landinu. Og eftir þessu ættum vér að bíða, þrátt fyrir algert vonleysi um, að því mundi fást framgengt, eins og eg skal brátt sýna. 5. Landið getur tekið lán erlendis og sett 60,000 kr. tillagið úr ríkis- sjóði í veð fyrir þvi. þetta er líka stjórnarskrárbreyting. í fyrsta lagi gæti það komist í fram- kvæmd árið 1903 — ef stjórnin vildi sinna því. En öll þessi 5 úrrœði bankaetjórans eiga sammerkt að því, að gersamlega er vonlaust um þau öll. þjóðbankinn danski er ráðunautur stjórnarinnar, eins og eg hefi áður tekið fram og öllum Islendingum er nú kunnugt. Og þjóðbankinn hefir beint og afdráttarlaust lagt á móti öllum þessum úrræðum. þetta, sem bankastjórinn er stöðugt að halda fram og telur einu réttu leiðina til þess að koma íjármálum vorum í rétt horf — að landssjóður leggi fé i að koma upp öflugum banka —, það telur þjóð- bankinn, eins og langflestir fjármála- fræðingar veraldarinnar, helbert óráð, Ug enginn vafi er á því, að stjórnin fer eftir ráðum þjóðbankans í þessu efni — sú stjórn, sem vór nú höfum. Eina ráðið fyrir bankastjórann til þess að fá þessum vilja sínum framgengt er sá, að leggjast á eitt með stjórnar- bótarmönnum að fá ráðgjafann á þing — og sannfæra hann svo um ágæti landssjóðsbankans. Mig grunar, að bankastjóranum muni þykja sú leið lítt fýsileg, enda Iítil trygging fyrir, að hann mundi sannfæra þann ráðgjafa, þegar til kæmi. En hitt er alveg víst, að þá stjórn, sem hann vill nú halda í út af lífinu, sannfærir hann aldrei um þetta áhugamál sitt. 6. úrræði bankastjórans er það, að skylda Landsbankann til að leggja fyrir 30,000 kr. í gutli árlega og nota þá fúlgu sem trygging fyrir seðlaút- gáfu. þjóðbankinn danski krefst þess, að helmingur só til af gulli móts við seðla. Yér gætum þá aukið starfsfé bankans um 30,000 kr. á ári með þessu Iagi- Eftir 10 ár næmi aukningin 300,000 krónum. það er alt og sumt. Vér yrð- um, að kalla má, alls ekki við slíkt varir. 250 þús. króna viðbótin er að hverfa hjá oss á tveim árum, eins og dropi í sjóinn. Að ári liðnu verða peningavandræðin alveg söm og áður; og þó hefir Beykjavík inestmegnis ein með nágrannasveitum fengið að njóta bankans. Hvaða úrræði er þá annað eins og það, að bæta 300 þús. kr. við bankann á 10 árum ? -— Svo verð eg að biðja ísafold fyrir fáein orð út af öðrum atriðum í grein bankastjórans, hinni síðustu. Eg hefi sannað það með ómótmæl- anlegum rökum, að yfirráð íslendinga yfir hlutafélagsbankanum væru að kalla má alls ekki við það bundin, hvort landssjóður ætti nokkurn eyri í honum eða engan. Við þeim rökum hreyfir bankastjórinn ekki minstu vit- und; enda væri það ekki nokkurt við- lit fyrir hann, þar eem frumvörp þings- ings síðasta sanna það afdráttarlaust.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.