Ísafold - 22.06.1901, Page 3

Ísafold - 22.06.1901, Page 3
163 Bn samt leggur bankastjóri mestu á- herzlu á að koma því inn hjá mönn- um, að nefndin, sem um málið fjall- aði í neðri deild og hafði hann fyrir formann, nafi misskilið þetta, hafi ímyndað sór, að ákvæðum frum- varpanna væri alt annan veg farið en nokkur heilvita maður getur út úr þeím lesið. Bg nenni ekki að vera að þræta um það. Hann um það og samnefndarmenn hans, ef þeim hefir verið um megn að skilja eitt aðalat- riðið 1 sínu eigin frumvarpi — sem bankastjórinn annars, þótt kynlegt sé, ruglar hvað eftir annað saman við nefndarálit í grein sinni! f>á fer og bankastjórinn mjög hörð- um orðum um það, að eg skuli hafa sagt, að landshöfðingi hafi flutt hing- að til lands söguna um sölu banka- vaxtabréfaDna í Kaupmannahöfn — þó að eg sé búÍDn að leiðrétta þessa mjög svo lícilfjöriegu missögn. Bg hafði ekki heyrt söguna fyr en eg heyrði hana eftir landshöfðingja. Og eg stend við það enn, að eg tel mér óhætt að hafa það eftir um landsmál, sem eg veit að landshöfðingi hefir sagt. Enda ekkert annað en hlægilegur naglaskapur, og hann fremur óviðfeldinn, að ætla sér að halda því leyndu, hvernig verð- bréf landsins eru seld. Að endingu skal eg afdráttalaust mótmæla sem gersamlega tilhæfulausri þeirri staðhæfing bankastjórans, að all- ar mínar greinar hafi lotið að því að sanna það, að vitlaust sé að kaupa bankavaxtabréfin hærra verði en 85°/0. f>að, að bankastjórinn getur komið með aðra eins staðhæfingu, sýmr all- óþyrmilega, að hann er ekki einu sinni fær um að skilja það, sem ritað er um það mál, sem hann er að vasast í öðrum málum fremur, hvað þá held- ur að eiga þátt í umræðum um það. Mér kemur það reyndar ekkert á óvart, og fráleitt neinum öðrum, sem til þekkir. Eldsvoði. Um mið'jan dag í gær kviknaði í byrgi þvi bér við bæinn, skamt frá Skanzinum, sem steinolinforði kaupmanna er í geymd- ur, nú að eins um 150 tunnur, sem eldurinn komst brátt i og brann alt á skammri stundn. Eldsmagn og reykjarmökknr i svæsu- asta lagi, og var lán, að mjög var vind- lítið og áttin hagstæð — lagði ekki á bæ- inn, heldur npp yfir landshöfðingjatúnið. Rifa varð geymsluskýli fyrir vegatól, er landssjóður átti rétt fyrir ofan steinolíu- byrgið, en næsta hús inn með sjónum, geymsluhús, með löngu sundi í milli, varið með blautum seglum. Brennunni höfðu valdið nokkurir (4) drengir á óvita-aldri, er voru að leika sér inni í byrginu — kveiktu í bréfum og öðru rusli »til að gera reyk«! Orsök að slysinu ber þvi aðallega að telja slseman frágang á girðingunni, sem var úr bárujárni — lafhægt hverjum smástrák að komast þar inn—, og lítió eftirlit: stein- olíupollar bæði innan girðingarinnar og utan. Meiri hlutinn af steinoliunni mun hafa verið í eldsvoðaábyrgð, en nokkuð ekki. Frekari skemdir urðu ekki; fiski bjargað, sem breiddur var til þerris á klappirnar nærri byrginu. Miltisbruni hefir gert vart við sig í kúm hér í bænum í vikunni þessari: 4 dauðar. Líklegast talið, að stafi af útlendri, ósútaðri húð, er bleytt hafði verið í vor í vatni í keraldi að húsabaki hjá kaupmanni einum og iðnaðarmanni á Laugavegi; þar kom sóttin upp og drápust 2 kýr af 3 hjá honum, og hafa að líkindum drukkið úr vatnsker- inu. En yfirsjónin sú, að vatnið var haft óblandað, í stað þeas að blanda það með klórkalki (1 : 12), sem drep- ur sóttkveikjuna. Virðist því miður sem þar að lútandi lagafyrirmælum sé harla lítið skeytt hér, — varla að kaupmenn viti af þeim. En hér er meir en lít- íll voði á ferðum — sýnn háski búinn öllum búpeningi bæjarins, kúm og hrossum, auk mannhættu, ef óvarlega er með farið kjöt at skepnum þeim, er drepist hafa úr miltisbruna. þessar, sem drepist hafa hér nú, hafa verið grafnar niður þar sem þær urðu til — nema sú fyrsta, er eigandi hafði haft til manneldis, áður en vitnaðist., hvers kyns sóttin var, — og girðing sett um- hverfis blettina, sem þær höfðu hafst við á. Krítarstilliiu) nafntogafli við latínu- skólaun er nú kveðinn alveg niður með ráðgjafaúrskurði* svo langt þurfti rektor að skjóta því máli, og verður nú að gera sér að góðu upp frá þesso, að bafa alls engan stíl við inntökupróf í iatínuskólann, hvorki með »krít« né öðru visi. Um Laufás eru í kjöri Arni próf. Jóns- son á Skntustöðum, síra Eyólfur Kolbeins á Staðarbakka og síra Björn Björnsson, aðstoðarprestur i Laufási. Um 'Velli í Svarfaðardal eru síra Sveinn Guðmundsson í Goðdölum, síraPállH. Jóns- sen á Svalbarði og prestaskólakand. Stefán Kristinsson. Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1901 Júní Loftvog millim. Hiti (C.) t>- ert- ct- <1 o c* æ Of Skýmagn Urkoma millim. Minstur hiti (C.) Mvdl9.8 754,4 9,2 N 1 10 4,1 6,2 2 752,5 11,8 SSE 1 10 9 751,4 9,3 0 10 Fd. 20. 8 749,4 11,3 SE 1 8 8,6 7,8 2 749,8 11,6 W 1 7 9 748,3 10,3 NW 1 8 Fsd.21.8 746,2 11,6 0 8 1,5 8,9 2 746,1 11,5 N 1 10 9 747,3 10,4 SW 1 10 Sigling. Frá Hamborg 19. þ. mán. Minna, seglskip (76, Oestermann), með ýms- ar vörur til kaupm. B. Kristjánssonar. S. d. frá Mandal seglskip Ferona (182, Petersen) með timburfarm til kaupm. B. Gruðmundssonar. Þingmálafundir. Rangæinga. Laugardaginn 15. júní 1901 var þingmálafundur fyrir Rangárvallasýslu haldinn að Stórólfshvoli samkvæmt fundarboði þingmanna kjördæmisins, dags. 30. apríl. Fundurinn kaos síra Skúla Skúla- son í Odda fyrir fundarstjóra, en skrif- ari var kosinn síra Ólafur Binnsson í Kálfholti. Til þess að mæta á fundinum höfðu verið kosnir fulltrúar úr öllum hrepp- um kjördæmisins, nema Fljótshlíðar- hreppi, og skyldu þeir einir hafa at- kvæðisrétt, er kosnir höfðu verið, en aðrir að eins málfrelsi. Með því að Fijótshlíðingar höfðu enga fulltrúa kosið, og neituðu að kjósa þar á fund- inum, þótt þeim væri gefinn kostur á því, og jafnvel á þá skorað, lét fund- urinn í ljósi með atkvæðagreiðslu, að þeir hefðu að eins málfrelsi, en eigi atkvæðisrétt. Á fundinum mættu 31 kosnir fulltrúar. |>essi mál voru tekin til umræðu: 1. Framfærslumálið. Kom fram sú tillaga, að fundurinn skorar á þingmennina að halda því fram, að framfærslutíminn yrði styttur sem mest, og æskilegt að dvalarhreppur- inn yrði framfærsluhreppurinn, en að milliþinganefnd yrði sett til að taka fátækralöggjöfina til rækilegrar íhugun- ar. Var hún samþykt. 2. Styrkur til búnaðarfé- 1 a g a. Fundurinn skorar á alþingi, að hlutast til um, að leiguliðar fái meiri styrk en landsdrotnar; að taka fleira' inn í búnaðarfélagsvinnu (haugs- hús, safnforir, vírgirðingar, heyhlöður); a ð verja jarðir fyrir skemdum af völdum náttúrunnar sé tekið í búnað- félagsvinnu; a ð veittur sé ríflegri styrkur til búnaðarfélaga. 3. Ábúðarlögin. Fundurinn skorar á alþingi, að taka ábúðarlögin til rækilegrar fhugunar í heild þeirra. í sambandi við það leggur fundurinn sérstaka áherzlu á, að leiguliðí og hreppsfélag að honum frágcngnum eigi heimting á að fá keypta ábýlisjörð sfna, og reynt sé að koma í veg fyrir skifting jarða í smáhluta bæði til eign- ar og ábúðar. 4. Afnám ábúðar- og lausa fjárskatts. Fundurinn skorar á alþingi að aínema ábúðar- og lausa- fjiírskattinn. 5. Kjötverkun. Fundurinn skorar á alþingi, að sjá til þess, að slátrunarhús verði stofnað í Reykjavík. 6. M j ó 1 k u r b ú. Fundurinn skor- ar á alþingi, að veita lún með sem vægustum kjörum til stofnunar mjólk- urbúa. 7. Fundurinn skorar á þingið, að gefa upp lánið til Olfusárbrúarinnar og láta landssjóð taka að sér brúar- gæzluna. 8. Fundurinn skorar á alþingi að veita 16,000 krónur til lagfæringar^ á Stokkseyrarhöfninni. 9. Fundurinn skora,r á alþingi að veita fó til brúargjörðar á Ytri Rangá hjá Árbæ. 10. Fundurinn skorar á alþingi að bæta við viðkomustaði strandbátanna: Stokkseyri, og til vara Eyrarbakka. og þorlákshöfn, og að láta þann 200 kr. styrk, sem síðasta alþingi veitti til ferða meðfram suðurströnd Iandsins, halda sér. 11. Kosningar til alþing ís. Fundurinn skorar á alþingi, að lögum um kosuingar til alþingis verði breytt á þann hátt, að atkvæðagreiðsla sé leynileg og kjörstaður í hverjum hreppi. 12. Prestadaunamálið. Fund- urinn álítur ekki fært að launa presta að neinu leyti úr landssjóði, en vill bæta kjör þeirra með því að fækka þeim að nokkuru. 13. B a n k am á 1 i ð. Fundurinn skorar á alþingi að gera alt sem í þess valdi stendur, til þess að auka peningamagn í landinu, en áskilur sér þó að peningaráðin séu trygð lands- mönnum svo sem frekast eru tök á. 14. Eftirlaunamálið. Fund- urinn skorar á alþingi að halda því máli fram í sömu stefnu og á síðasta þingi. 15. Stjórnarskrármálið. Fundurinn skorar á alþingi: a, að samþykkja stjórnarskrárfrum- varp, sem ákveði, að sérstakur ráðgjafi sé skipaður fyrir Island, er ekki hafi öðrum stjórnarstörfum að gegna, mæli á ís- lenzka tungu, mæti á alþingi, beri á- byrgð á allri stjórnarathöfninni, og tryggi frv. fjárráð þingsins. Samþykt með 18 atkv. gegn 5. b. Fundurinn telur heppilegt, að auka-alþingi þau, er 61. gr. stjórnar- skrárinnar gerir ráð fyrir, falli burt, en vill halda því ákvæði greinarinnar, að þingið sé leyst upp og stofnað til almennra kosninga, nema þvf að eins, að þjóðkjörnum þingmönnum í efri deild verði að minsta kosti fjölgað um t v o. Samþykt með 14 atkv. gegn 7. 10. Botnvörpulög. Fundur- iun skorar á alþingi að herða þannig á hinura núgildandi botnvörpungalög- um, að skipstjóri sæti sjálfur fangelsi og sektum fyrir landhelgisbrot, og að hver sá sæti hegningu, er mök á við botnverpinga, til annars en þess, að bjarga þeim 1 sjávarháska. 17. B i n d i n d i s m á 1 i ð. Fund- urinn skorar á þingið, a ð banna alla áfengissölu á höfnum inni, og a ð hækka áfengistollinn, sem nú er, um þriðjung að minsta kosti. 18. Fundurinn skorar á þingið, að veita sem allraríflegastan styrk til fyrirhugaðrar íhleðslu í Markarfljót. 19. Fundurinn skorar á þingið, að leggja toll á smjörlíki, sem nemi 10 aurum. Fleira eigi rætt. Fundi slitið. Skúli Skúlason. Ólafur Finnsson. I heljar greipum. Frh. »Hver veit, ntma maðurinn segi satt, Cochrane«, mælti Belmont og leit spurnarangum á hersinn. »Hvers vegna ættí þetta ekki að geta verið svona, eins og hann segir? Hvers vegna ættu þetta ekki að geta v;:rið vinir okkar?« »Við eigum enga vini hérna megin við fljótið«, sagði hersirinn þurlega. »Eg er alveg viss um það. f>að er ekki til neins að gera sér neinar tál- vonir. Við verðum að búast við því versta#. En þrátt fyrir þessi ummæli hans stóðu þau grafkyr eins og lfkneskjur í þéttri þyrpingu og störðu út á slétt- una. Taugarnar voru afivana af þess- ari skyndilegu geðshræringu, og öllum fanst þeim þetta líkjast óljósum draumi, sem eklcert kæmi þeim við og ekkert væri annað en hugarburður. Menn- irnir á úlföldunum voru að tínast út úr gilinu rétt hjá veginum, sem ferða- fólkið hafði farið. Engin leið var því til þess að hverfa aftur. Svo var að sjá af rykinu og því, hve halarófan var löng, sem þetta væri mikill liðsafli, sem þarna var á leiðinni fram úr ásunum; það fer all- mikið fyrir 70 mönnum á úlföldum. þegar komið var út á sandsléttuna, fóru þeir að engu óðslega og fylktu liði í hægðum sínum, þannig að hver var við hlið annars; svo kvað við gjall- andi lúðurmerki og þá fór allt liðið á brokk; mislit fötin flöksuðust fram og aftur og sandurinn rauk eins og gult ský undan fótum úlfaldanna. I sama bili, sem þeir lögðu á stað aftur, hopuðu svörtu hermennirnir á hæli, og, eins og reyndum dreifskyttum er títt, fólu þeir sig bak við björgin utan í hlíðinni á ásnum og héldu á riflum sínum. Jafnframt marraði í byssubógunum, því að riðilstjórinn bauð að hlaða byssurnar. Alt í einu breyttist fyrsta magn- leysi ferðamannanna í ónýtt og æðis- gengið kapp. Allir hlupu vitleysislega ringlaðir fram og aftur, án þess að vita, hvað þeir voru að hlaupa, líkt og hræddir fuglar í hænsagarði. þeir gátu ekki' fengið af sér að gera sér það ljóst, að ekki væri neinn vegur til að flýja. Hvað eftir annað þutu þeir fram á brúnina á hömrunum miklu, sem stóðu upp úr fljótinu; en jafnvel sá þeirra, sem yngstur var og djarf- astur, hefði aldrei getað komist þar ofan. Konurnar tvær læstu sig utan í túlkinn, sem skalf og nötraði; þeim fanst eins og hann bæri ábyrgð á því, að ekkert yrði að þeim, samkvæmt embættisstöðu sinni. Hann þaut fram og aftur og tyrkneski sloppurinn, sem hann var í, og pilsin þeirra slógust saman. Stephens málfærslumaður var alt af við hlið ungfrúarinnnar og stag- aðist ósjálfrátt alt af á sömu orðunum: »Verið þér ekki hræddar, frk. Adams, blessaðar verið þjer ekki hræddarU Samt fóru kippir um allan líkama sjálfs hans af æsingunni. Monsieur Fardet þrammaði fram og aftur, var kokmæltur á r-unum og leit reiðulega til förunauta sinna, eins og þeir hefðu svikið hann á einhvern -hátt. En presturinn feitlagni stóð með útþanda regnhlíf og starði dauflegum, stóruin angistaraugum á mennina á úlföldunum. Cecil Brown var fölur, en sneri upp á litla, fallega yfirskegg- ið með fyrirlitningarsvip. Hersirinn, Belmont og ungi stúdentinn frá Harvard voru stiltastir og hugsuðu öðrum frem- ur um, hvað til bragðs skyldi taka. »Bezt er fyrir okkur að halda sam- an«, sagði hersirinn. »Við getum hvort sem er ekki sloppið, svo við getum ekki haft neitt ilt af að halda hópinn«.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.