Ísafold - 03.07.1901, Page 1

Ísafold - 03.07.1901, Page 1
Kermir út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l’/a doll.; korgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslnstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVIII. árg. Reykjavík miðvikudaginn 3. júlí 1901. 44. blsið. Biðjið ætíð um OTTO M0NSTED S DANSKA SMJ0RLIKI, sem er alveg eins notadrjúgt og bragðgott eins og smjör. Verksmiðjan er hin elzta og stærsta í Danmörku, og býr til óefað hina beztu vöru og ódýrustu í samanburði við gæðin. Fæst hjá kaupmönnum. -iFirir 2 tolir t geta nýir kaupendur ' fengið Isafold frá hálfnuðum þessum árgangi til ársloka, þ. e. 40 tblöð. í kaupbæti íylgja 2 sögusafnsbindi sem sé sagan YBNDETTA sem er um 670 bls. alls, fyrir þá sem kaupa næsta árgang líka, og fá þeir fyrra bindið jafnskjótt sem þeir borga þenn- an (V2) árgang, en hitt um leið og síðari árg. (1902) er borgaður. ÍSAFOLÐ er landsins lang ódýr- asta blað eftir stærð, hér nm bil helmingi ódýrari en hin. Kommgs-boðskapuriim. Boðekapur konungs til alþingis, sem prentaður er á öðrum stað hér í blað- inu, verður vafalaust lesmn með mik- illi athygli um land alt. Afturhaldsliðið hefir lagt hið mesta kapp á að bera það út, bæði í mál- gagni sínu hér í bænum og munnlega mann frá manni, að stjórnin hefði kipt að sér hendinni í stjórnarskrár- málinu, að um alls enga tilslökun væri að ræða af hennar hálfu umfram blábert stjórnartilboðið 1897, og svör- unum, sem vér ættum í vændum, væri þann veg farið, að ekki væri við þeirn lítandi. Og þar af leiðandi befir því ýmist verið haldið fram úr þeirri átt- inni, að vér ættum nu fyrir hvern mun annaðhvort að samþykkja einhverjar kröfur út í bláinn, sem allir lifandi menn vita að ekki verður sint, e ð a fresta öllum stjórnarmáls- umbótum, leggjast gersamlega undir höfuð að hrinda nokkuð áfram þetta ár og að ári þessu mikla velferðarmáli lands og lýðs. ísafold hefir haldið því fram, að sögusagnir afturhaldsliðsins um afstöðu stjórnarinnar til málsins væru allsend- is ósannar. Hún hefir vítt það sinnu- leysi stjórnarinnar, að semja ekki ein- læglega og drengilega við alþingi, úr því þjóðin hefir nú sýnt sig samnings- fúsa. En ísafold hefir að hinu leyt- inu afdráttarlaust fullyrt, að stjórnin hefði ekki kipt að sér hendinni, og enginn afturkippur ætti sér stað í málinu af hennar hálfu. Eðlilega er þjóðinni forvitni á að fá skýlausa vissu um, hvorir hafi rótt að mæla í þessu mikilsverða rnáli. Og nú tekur boðskapur konungs af öll tvímæli. Vitaskuld er hann einkar-varlega orðaður, eins og þess háttar skjöl eru vön að vera. þar ríður á að segja hvorkí of mikið né of lítið. En samt sem áður er þessi konungsboðskapur svo úr garði gerður, að stjórnarbótar- vinir mega ekki að eins vel víð una, heldur hafa þeir og ástæðu til þess að taka honum með hinni eindregnustu ánægju. Boðskapur konungs gerir ráð fyrir tveimur stefnum, er stjórnarbótarvinir kunni að taka á alþingi. Onnur er sú, að farið verði fram á þær breytingar á stjórnarskránni,, er menn æskja eftir hér á landi, með þeirri takmörkun á óskunum, er geri það hægt að verða við þeim y f i r- 1 e i 11 — að alþingi, með öðrum orð- um, samþykki þær breytingar á stjórn- arskránni, sem þjóðina fýsir að fá og ekki fara út af þeim grundvelli, sem stjórnin hefir talið sig nauðbeygða til að standa á í samningunum. H i n stefnan, sem boðskapur kon- ungs gerir ráð fyrir, er sú, að alþingi bindi sig sérst-aklega við þær stjórnarskrárbreytingar, er stjórnin hef- ir á tveim síðustu þingum lýst að- gengilegar — að alþingi með öðrum orðum samþykki ekki nein önnur at- riði en þau, sem stjórnin hefir þegar lofað að ganga að. Um b á ð a r þessar stefnur segir konungur, að fái þær fylgi alþingis þetta ár, sé það ásetningur hans, að synja ekki um samþykki sitt til þess, að þannig breytt skipun megi komast á. Jafn-gleðilegan boðskap og þetta höfum vér Islendingar aldrei fengið í stjórnarmáli voru. Og aldrei hefir verið gerð samvizkuminni tilraun til að blekkja þjóð vora, en þegar það var borið út í vor, staðhæft sem áreiðan- legur sannleikur, að nú væri öll von um samninga við stjórnina farin for- görðum og ekkert viðlit fyrir þjóðina að halda stjórnarbótarmáli sínu áfram að sinni, nú gæti hún ekkert gert ann- að en lagt árar 1 bát. Svo fjarri fer því að slíkar sögu- sagnir og kenningar séu á rökum bygðar, að konungur sjálfur hefir nú nundir sinni hendi og innsigli« heitið alþingi staðfestingu eigi að eins á þeím breytingaratriðum, er stjórnin hefir þegar boöið sérstaklega, heldur og á þeim óskum Islendinga um stjórn- arskrárbreytingar, er bundar séu »þeirri takmörkun«, »er geri það hægt yfirleitt að verða við þeim«. Frá útlöndum má heita að enginn skapaður hlutur sé að frétta, umfram sama þófið og áður með Búum og Bretum. Herinn stórveldanna í Kína á heimleið snúinn þaðari, nema nokkurt setulið. Mann« tjón af vatnavöxtum, nokkur hundruð manna, í Virginíu í Ameríku. Alþingi sett. það var gert í fyrra dag, eins og lög standa til og konungsboð. f>ing- menn voru þá allir komnir, nema síra Arnljótur. Síra Magnús próf. Andrésson steigí stólinn í dómkirkjunni á undan þing- setningu og hafði fyrir texta Koloss. 3, 17, en lagði út af orðunum: «Eram í Jesú nafni«. Honum sagðist snild- arlega. þá var gengið til sætis í fundarsal neðri deildar og sunginn þar sálmur- inn: »Alþing vér setjum í allsherjar- konungsins nafni«, og leikið undir á lúðra (af H. H. og hans sveit). Var það gert til aldarskiftahátíðabrigða, að ráði síra M. A., og þótti mætavel fara. |>ar næst las landshöfðingi upp kon- ungsboð til að setja þingið og lýsti því yfir, að alþingi íslendinga væri sett. En þingmenn stóðu upp og hrópuðu: »Lengi lifi Kristján konung- ur hinn Níundi«, með níföldu húrra. þá las landshöfðingi upp boðskap konungs til alþingis, þann er síðar greinir. Eftir það var tekið til að prófa kjör- bréf, undír fundarstjórn aldurforseta, landfóg. Arna Lhorsteinsson. Engin kæra hafði gerð verið nema á hendur þingmanni Dalamanna (sjá síðar), og var kosning hans þó gild tekin með 19 atkv. því næst gekst aldursfoaseti fyrir kosning forseta í sameinuðu þingi. Eyrir kjöri varð Eiríkur Briem (18). Hann stýrði síðan kosningu varafor- seta og skrifara. Varaforseti í sameinuðu þingi varð Július Havsteen (18), og skrifarar Jó- hannes Jóhannesson og Ólafur Ólafs- son. þá voru kosnir 6 þjóðkjörnir full- trúar í efri deild: Axel V. Tulinius (18). Guðjón Guðlaugsson (18). Guttormur Vigfvísson (33). Magnús Andrésson (18). Ólafur Ólafsson (34). Sigurður Jensson (33). Eftir það skildu deildirnar. Forseti var síðan kosinn í neðri deild Klemens Jónsson (18) og skrifarar Einar Jónsson og Guðl. Guð- mundsson. En varaforseti Pétur Jóns- son. Forseti í efri deild varð A r n i Thorsteinsson og skrifarar Ó- lafur Ólafsson og Sigurður Jensson. En varaforseti Kristján Jónsson. Gripdeildir botnvörpunga. Fyrir nokkaru gerðu 2 menn af ensku botnvörpu- skipi, er hér kom inn á höfn, sig seka í hænsnastuld og hænsnadrápi hér i hænum á náttarþeli; urðu handsamaðir af nætur- verði og snarað í varðhald. Þeir voru svo dæmdir í fyrra dag, annar í 5 daga fang- elsi við vatn og brauð, en hinn 10 daga fangelsi við vanal. fangaviðurværi. Mjólkurskólinn. Eftir II. Grönfeldt. III. (Niðurl.) Mjólkurbústýra er sá kvenmaður kall- aður, sem á að stjórna mjólkurmeð- ferðinni og að sumu leyti inna hana sjálf af hendi á mjólkurbúinu. Mikil ábyrgð fylgir stöðu hennar, því að undir því, hvernig hún vinnur verk sitt, er það að miklu leyti komið, hve mikil og góð varan verður, og svo er örðugt fyrir yfirmenn hennar að hafa eftirlit með henni í einstökum atrið- um. þess vegna verður að heimta af henni mikla kunnáttu, og um fram alt verður hún að vera samvizkusöm og áreiðanleg. Mjólkurbústýra, sem á að gera smjör- og osta-gerð að aðal- starfi sínu, verður að hafa lært verk sitt vel. En mjólkurmeðferðin er enn í bernsku hér á landi, og þess vegna er ekki unt að fá þá fræðslu annar- staðar en í mjólkurskóla. Stúlkan verður ekki að eins að læra að skilja alt, sem þar er gert, heldur og að vera leikin í að gera það alt. Og æskilegt væri það, svo að eg ekki segi óhjákvæmilegt, að hún vinni svo lang- an tíma í skólanum, að hún sé til fulls heima í öllu, sem honum kemur við, Til þess að fá fulla þekkingu á öllu, sem snertir mjólkurbúið, er ekki ein- hlítt að fást við vinnuna þar. þess verður jafnframt að krefjast, að stúlk- an þekki eðlis og efnis-eiginleika mjólkurinnar, samsetning smjörsins, rétta meðferð mjólkurkúa o. s. frv. Flestar mjólkurbústýrur þurfa líka að geta haldið reikning yfir rnjólkur- afurðirnar, og þá verður einkum að leggja áherzlu á mjólkurreikninginn eftir fitumegninu. Sé bæði sauðamjólk og kúamjólk á búinu, verður reikn- ingurinn til þeirra, er mjólkina leggja til, að semjast eftir smjörmagninu, sem í mjólkinni er, og munurinn er mikill eftir því, hvort um sauðamjólk eða kúamjólk er að tefla. þess vegna verður bústýran, auk þes3 að kunna að reikna eftir fitumegninu, að þekkja líka á fitumælinn. Boðskapur konmigs til alþlngis, Christiaii liinn Níundi o.s.frv. Vora konutiglegu kveðju! Með alnðar pakklœti og gleði höfum vér veitt móttöku ávarpi pví, er neðri deild alpingis hefir sent Oss, og er nýr vottur um hollustu hinnar íslenzku pjóðar til Vor og hlýja hluttöku henn- ar ekki síður í peim sorgum, sem Vér höfum orðið jyrir og Vor konungs ætt, en í fagnaðaratburðum peim, er Oss hefir auðnast að lifa. Vér lítum og með gleði aftur í tím- ann á pann dag, er Oss auðnaðist nieð návist Vorri á hinni minningarríku eyju að vígja hið nýja tímabil í sögu Islands, er hefst með stjórnarskránni frá 1S74,

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.