Ísafold - 06.07.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 06.07.1901, Blaðsíða 1
ISAFOLD Uppsögn (skrifleg) bundin viö áramót, ógild nema komin sé til lítgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. Reykjavik laugardaginn 6. júlí 1901. 45. Maö. Kemur út ýmist einu sinní eða ívisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða l»/> do’l.; borgist fyrir miðjan júli (eriendis fyrir fram). XXVIII. árg. I. 0 0. F. 83789 X X Forngripas. opið md., mvd. og ld. 11—12 Lanasbókasafit opið krern virkau dag k). 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útlána. Okeypis lækning 4 spitalE.o.um á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1- Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar k. 11—1. Ókeypis tannlækning í húsi Jóns Sveins- sonar hjá kirkjunni l. og 3. mánud. hvers mán. ki. 11—1. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Þjóðhátíðin 2. dgúst. Hér með er skorað á félög þau, sem tekið hafa þátt í þjóðhátíðarhalctí í Eeykjavík 2. ágúst, að velja n ú þ e g a r menn í forstöðunefnd og haga valinu eins og vant er. Fyrir hönd Stúdentafélagsins Bjarni Jónsson (frá Vogi, form.). Frumvarp stjórnarbótarmanna til stjórnarskrárbreytingar. Frumvarp það til stjórnarskrárbreyt. ingar, er dr. Valtýr Guðmundsson á- samt nokkurum flokksbræðrum sínum hefir lagt fyrir þingið, er prentað á öðrum stað hér í blaðinu. Breytingarnar frá stjórnarskrá vorri eru margar og allmiklar. Fyrst skal bent á þær, sem eru samhljóða frum- varpi efri deildar frá síðasta þingi: 1. Ráðgjafinn fyrir ísland má eigi hafa annað ráðgjafaembætti á hendi og verður að skilja og tala íslenzka tungu. 2. Ráðgjafinn ber ábyrgð á stjóm- arathöfniuni allri. 3. Breyta má því með lögum, hve oft alþingi skuli koma saman og á hverj- um tíma árs. 4. Ráðgjafinn á sæti á alþingi. Aðrar stjórnarskrárbreytingar, sem eru samhljóða í frumvarpi efri deildar og hinu nýja frumvarpi, eru ekki ann- að en óhjákvæmilegar afleiðingar af þeim ákvæðum, er nú hefir verið getið. Auk þeirra breytinga, sem farið var fram á í frumvarpi efri deildar, eru nú með hinu nýja frumvarpi eftirfar- andi breytingar komnar á dagskrá stjórnarbótarmanna. 5. jbjóðkjörnir alþingismenn skulu vera 34. 6. í efri deild skulu sitja 14 þing- menn (6 konungkjörnir, 8 þjóðkjörnir), í neðri deild 26. 7. Allir karlmenn, sem eigi eru öðrum háðir sem hjú og gjalda 4 kr. á ári til sveita, fá kosningarrétt, ef þeir hafa að öðru leyti kosningarrótt- arskilyrðin, og að því er snertir þá, er eigi eru bændur eða embættismenn, né hafa tekið lærdómspróf, má breyta ákvæðunum með lögum. 8. Ekki þarf nema helmingur þing- manna úr hvorri deild (í stað 2/s) a^ vera á fundi og greiða atkvæði í sam- einuðu þingi, til þess að ályktun verði gerð, né heldur á fundum deildanna. Einu ákvæði í frumvarpi efri deild- ar frá 1899 er slept í þessu frumvarpi: breytíngunni á 61. gr. Eftir þessu frumvarpi á hún að standa óbreytt. Með viðaukunum við frumvarp efri deildar er sýnilega tvenns konar mark- mið haft fyrir augum: 1. Að hnekkja því valdi, er menn hafa óttast að óhlutvandur ráðgjafi kynni að geta beitt við þingið, þótt meiri hluti þjóðkjörinna manna þar væri honum mótsnúinn. í því skyni er ætlast til að þjóðkjörnum mönnum verði fjölgað í efri deild, svo að þeir verði þar í meiri hluta. Og í sama skyni er farið fram á að fundarfært sé í deildunum og sameinuðu þingi með færri mönnum en áður; ráðgjafinn getur þá ekki beitt því bragði, sem sumir menn hafa óttast, að fá þann minni hluta, sem honum fylgir, til þess að girða, með fjarvist siuni, fyrir það að málí verði ráðið til lykta á þann hátt, er honum geðjast ekki að. 2. Að rýmka svo um kosningar- réttinn, að þær stéttir manna, sem stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir, verði ekki lengur sviftir sjálfsögðum þegnréttindum, eins og nú, og að sjálf- bjarga menn jafnframt missi hvorki kosuingarrétt fyrir það, að þeir eru efnalitlir, né fyrir hitt, að fátækramál sveitar þeirrareða bæjarfélags, er þeir eiga heima í, séu í svo góðu horfi, að útsvörin séu lág. — Jpetta er sjálfsögð og mikilsverð réttarbót. 61. gr. á auðvitað að halda óbreyttri til þess að gera þeim mönnum til geðs, sem, þrátt fyrir reynslu sjálfra vor, gera sér í hugarlund, að vér munum hafa gagn af aukaþingum, jafnvel þá, er stjórn vor hefir neitað að styðja það má), er aukaþingið á að staðfesta, að því er til þjóðarinnar kemur. Stjórnarbótarflokkurinn á þingi treyst- ir ekki allri þjóðinni til að láta sér skiljast, að 61. gr. sá þjóðinni gagns- laus og geti orðið henni hefndargjöf, eins og hún er, og vill ekki láta mis- skilninginn valda sundurlyndi. Eins og allir sjá, fer þetta nýja frumvarp afar-langt í áttina til sam- komulags við þá menn, sem kunna að vilja út úr stjórnarógöngunum, en setja það að hinu leytinu fyrir sig, að xþetta sé svo lítið«, sem oss hefir ver- ið boðið. ]?að tekur víst til greina allar þær óskir, sem á viti eru bygð- ar og komið hafa fram frá þeim mönn- tim, er ekki hafa tjáð sig ófúsa á að semja á þeim grundvelli, er stjórnin kveður sig fáaulega til að semja á. Og það virðist leggja meiri áherzlu á það, að efla samhug og eindrægni með stjórnarbótarvinum f landinu, en á hitt, að binda sig við þau stjórnarbótarat- riði ein, sem fu.ll vissa sé fyrir, að taf- arlaust nái staðfesting konungs. En að hinu leytinu víkur það ekki þvers fótar út af þeim samninga-grund- velli, er stjórnin hefir afmarkað. Eng- inn heilvita maður getur haldið því fram, að með neinu því atriði, sem um er að tefla í þessu frumvarpi, sé á nokkurn hátt raskað stöðu íslands í ríkinu. Og sannast að segja virðist engin skynsamleg ástæða geta með því mælt, að synja oss nm neitt af því, er þetta frumvarp fer íram á. Verði þetta frumvarp samþykt, get- ur ekki hjá þvífarið, að stjórnarbótar- flokkurinn eflist stórkostlega í landinu. Naumast er unt að hugsa sér nokk- urn mann, er nokkurt skyn ber á mál- ið og hafi einurð til að fara að telja mönnum trá um að stjórnarbótin yrði lakari með þessum viðadkum við stjórn- artilboðið. En allir þeir, sem hafa sett það fyrir sig, að ráðgjafinn kunni að verða ofjarl þingsins, hljóta að fagna viðaukunum sem hyggilegri við- leitni við að afstýra þeirri hættu, er þeir bera mestan kvíðboga fyrir. Og að þvi, er til stjórnarinnar kemur, hlýtur slíkt frumvarp sem þetta, ef það verður samþykt, að tryggja stjórn- arbótinni einlægt fylgi hennar. Fyrst og fremst gefa ummæli konungs vors í boðskapnnm til alþingis fylstu ástæðu til að ætla, að þetta frumvarp næði staðfesting óbreytt. f>að liggur ekki í augum uppi, hvers vegna stjórn- inni ætti ekki að vera »hægt að verða við« þeim óskura, er hér koma fram. En hvernig sem færi um staðfestingu þessa frumvarps, þá mundi alþingi, með því að samþykkja það, færa stjórninni ótvíræðlega heim sanninn um það, að nú getur hún ekki lengur barið því við, að alþingi fáist ekki til að semja á þeim grundvelli, er hún vill ekki víkja út af. Og almenn sómatilfinning hlýtur þá að segja henni, að hún geti ekki lengur lagst þær ráð- stafanir undir höfuð, sem þörf er á, til þess að fult samkomulag fáist. Hitt er ekki jafn-auðvelt, að spá í eyðurnar um, hvernig þeir menn muni taka frumvarpinu, sem hingað til hafa verið stjórnarbótinni afdráttarlaust mót- fallnir, annaðhvort vegna þess, að þeir vilja í raun og veru engar breytingar á stjórnarfarinu, eða þá fyrir sakir , hins, að þeir vilja ekki sætta sig við neitt annað en það, sem vér getum ékki fengið. Eitt ætti þeim að minsta kosti að liggja í augum uppi: að stjórnarbótar- flokkurinn er með þessu frumvarpi að halda uppi svo rífum kröfum, sem unt er, án þess að fara út af samninga- grundvellinum. Nú er ekki unt að fara lengra 1 neinu verulegu, án þess að fara að heimta ráðgjafann út úr ríkisráðinu og búsettan hér á landi, annaðhvort eða hvorttveggja. Og það hlýtur þeim að skiljast, að stjórnarbótarflokkurinn getur ekki ver- ið fáanlegur til þess. Aðaleinkenni hans er einmitt það, að krefjast ekki annarra breytinga á stjórnarskránni en þeirra, sem skynsamleg ástæða er til að ætla að séu fáanlegar. Og allir vita, að vér getum ekki fengið neitt það að sinni, sem raskar sambandinu mill íslands og Danmerkur. Gangi andstæðingar stjórnbótarinnar ekki að þessu frumvarpi — með þeim breytingum, sem um kann að semj- ast — þá er ekki sjáanlegt annað en að öll sund sé lokuð til samkomulags með flokkunum. Allar aðrar smkomu- lags-leiðir virðast þá gersamlega ófær- ar. Til hvers væri, til dæmis að taka, að fara að kjósa sendinefnd þá, er þingmaður Reykvíkinga hefir verió að halda að kjósendum sínum, ef þingið getur ekki fyrir fram orðið ásátt um grundvallaratriði þess, er sú sendi- nefnd ætti að fara fram á? Jafnframt ætti þeim að vera það ljóst, að héðan af verður ekki unt að stemma stigu við stjórnarbótinni. Jafn- mikið fylgi og stjórnarbótarflokkurinn fekk við síðustu kosningar, hafandi ekki annað á dagskrá í stjórnarmál- inu en frumvarp efri deildar frá 1899, leynir það sér ekki, hve öflugur hann muni verða með því frumvarpi, sem nú er fyrir þingið lagt. Sýpilega er alveg vonlaust um, að spyrnagegnbrodd- unum lengur. Og óneitanlega geta þeir talið sér það til gildis, að mótspyrna þeirra hafi ekki með öllu orðið árapguslaus, svo framarlega sem frumvarp þetta verður samþykt af þingi og staðfest af konungi. Hún hefir þá átt sinn þátt í þvf, að fyrsta breytingin, sem þjóðin fær á stjórnarskrá sinni, verð- ur henni geðfeldari en annars mundi hafa orðið. Nú er því engin vansæmd því samfara, að láta undan. Vonlaust virðist því ekki eiga um það að vera, að skynsamír andstæð- ingar stjórnartilboðsins leggist nú á eitt með stjórnarbótarmönnum að slökkva úlfúðareldinn í landinu og koma stjórnarfari voru í svo viðunan- legt horf, sem auðið er. Aldarafmæli Baldvins Einarssonar. jþað var margt, og meikilegt, sem fyrir mig bar um daginn þegar al- þingi var sett; fyrst og fremst öll hin hátíðlega athöfn bæði i kirkjunni og úti í alþingishúsinu, og svo þegar eg fór heim, sá eg að víða um bæinn var búið að festa upp allmiklar auglýsing- ar. Mér flaug þá fyrst í hug, .hvort þá þegar væri farið að festa upp aug- lýsingar um þjóðminningardaginn í sumar, 2. ágúst; en þegar eg kom nær, sá eg þó að það var ekki, heldur Jónasar Hattgnmssonar kvöld; en svo er nú farið að nefna samkomur þær, sem aðgangur er seldur að til að aura saman fyrir minnisvarða yfir skáldið Jónas Hallgrímsson. |>að er öðru nær en eg ætli að gera nokkuð lítið úr þessum minnisvarða- ' samskotum, því það- er mjög virðing-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.