Ísafold - 06.07.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 06.07.1901, Blaðsíða 3
179 Fjárkaupin holleuzku Og hr. L. Zöllner. í tiletni af því, er í ÍBafold stóð nýlega um fjárkaupamanninn hellenzka og afskifti hr. L. Zöllners af erindi hans hingað til lands, hefir hr. L. Z. lýst yfir því, er hér fer á eftir: »Hr. Jean Poels, fjárkaupamaður- inn, er gamall kunningi minn, og á hverju ári hefir hann Earið þess á leit við mig, að eg flytti fé til Frakklands; en þess hefi eg synjað. I vetur byrjaði J. P. á samningum við íslenzka kaupmenn í Kaupmanna- höfn um að koma til Islands og kaupa þar íé. I Kaupmannahöfn átti eg tal við tvo af þessum kaupmönnum, sem Poels hafði verið að semja við, lét í ljós við þá ánægju mína út af því, ef unt væri að fá ný]an, stöðugan mark- að fyrir íslenzkt sauðfé, með því að innflutningatíminn væri stuttur í Liver- pool (um 4 vikur) og þar af leiðandi væri ekki unt að selja þar nema tak- markaðan fjárfjölda, í mesta lagi 4— 5000 á viku. Komi þangað meira af sauðfé, færist verðið niður og þá er örðugt að þoka því upp aftur. Bg mælti með hr. Poels við þessa tvo kaupmenn sem áreiðanlegum manni, er eg hefði um mörg ár haft kynni af, manni, sem þeim væri óhætt að eiga mök við. I byrjun maímánaðar skrifaði hr. Poels mér, eins og hann hefir gert nær því á hverju ári að undanförnu, og fór fram á það, að eg seldi sér ís- lenzkt sauðfé, og lét þess jafnframt getið, að gerði eg það ekki, mundi hann neyðast til að fara sjálfur til ís- lands og kaupa fé þar; en það kvaðst hann miklu síður vilja. þessu brófi svaraði eg á þá leið, að hvorki vildi eg nó gæti flutt fó til Dunkerque, en að mér þætti vænt um það, ef hann kæmi til íslands og ef það kynni að geta af komu hans hlot- ist, að nýr markaður fengist fyrir ís- lenzkt fé á fæti, þar sem ekki væri unt að selja það alt í Liverpool, og eg lofaði honum því, að kæmi hann, skyldi eg bæði styðja tilraunir hans eftir því, sem mér væri framast unt, og eins fá kaupfélögin til að gera það. Að hér um bil hálfum mánuði liðn- um kom hr. Poels ótilkvaddur til Newcastle og reyndi aftur að fá mig til að flytja fé til Dunkerque; en eg synjaði. fá lýsti hann yfir því, að hann yrði að hætta við fyrirtækið gersamlega, því að hann kynni ekk- ert til þess að taka fjárflutningaskip á leigu eða búa þau út. F,g bauð honum þá að aðstoða hann við þetta án nokkurs endurgjalds. {>ví næst lét hr. P. í ljós ótta við það, að svo kynni að fara, að hann fengi ekkert fé, þegar hann kæmi til íslands. |>á Jofaði eg honum skips- farmi, er næmi 2—3000 fjár, frá kaup- félögunum, til þess að styrkja tilraun- ina. Hr. P. lét þá skoðun uppi, að sauði mundi mega kaupa á íslandi fyrir 11 aura pundið í kindinni lifaodi. Eg sagði honum tafarlaust, að hann gæti ekki fengið íé fyrir það verð. |>á var gerð nákvæm áætlun um það verð, er fengist gætii á Frakklandi, og varð niðurstaðan sú, að borga mætti 12 aura. Fyrir það verð lofaði eg honum að út vega honum þann fjárhóp, sean eg hefi þegar nefnt«. Við þessa skýrslu hr. Zöllners skal því bætt, að hann hefir sýnt Isafold bréf það frá hr. Poeis, er hann minn- ist á, og sömuleiðis samning þann, er þeir hafa gert sín í milli og ber hvoru- tiveggja saman við fráscjgu hans hér á utsdan. Annar búfræðingafundur var haldinn hér í Reykjavík 29. júní 1901. — Fundarstj. Hermaun Jónasson alþm., skrifari. Björn Bjarnarson alþm. Aðrir fuudarmenn: Guttormur Yigfússon alþm., Einar Helgason garSyrkjum., Sig- urður Sigurðsson alþm , SigurSur Þór- ólfsson ritstj. »PIógs«, Guðm. Bergsson kennari, Stefán StefanssOn alþm., Bgg- ert Finnsson óöalsbóndi, Pall Stefánsson, Jósafat Jónatansson alþm. Helztu tillögur samþyktar: 1. Alþingi heiti og veiti félögum fjár- styrk til að verðlauna langa og góða hjúaþjónustu. 2. Alþingi taki bixnaðarskólamalið til í- huguuar og breyti búnaðarskólunum í bændaskóla með aukinni verklegri kenslu og meira samræmi. 3. Fundurinn telur æskilegt, að ráðstöf- un só gerð til að fá verkamenn frá öðrum Norðurlöndum til að flytja sig til Islands og setjast hór að. Meinleg youbrigði. Fastlega hafði afturhaldsliðið með sér ráðið fyrir þing, að haga svo kosn- ingu til efri deildar og skipun embætta á þinginu, að meiri hluti yrði stjórn- arbót mótfallinn í annarrihvorri deild- inni, ef ekki báðum. Var þá áformið, að bera þegar eftir þingsetning upp stjórnarbótarfrumvarp í þeirri þing- deildinni, sém skipuð væri óbilugum meiri hluta í móti henni, og fella það þar jafnharðan og orðalaust. þá var allri stjórnarbót fyrir kattarnef komið á þessu þingi; en það er og hefir ver- ið það, sem sál þeirra þráir mest. — Hrópið um alinnlenda stjórn og því um líkt er fyrir þeim svæsnustu að minsta kosti ekkert annað en yfirvarp til að hylja það, sem þeim býr inni fyrir. Sumir í þeirra hóp hugsa sér auðvitað einverja alvöru f þá átt; en þeir komaBt ekki upp fyrir moðreyk frá hinum og lenda svo á bandi með þeim í raun og réttri veru, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Ekki er annað sýnijegt, þótt merki- legt sé, en að þeir 2 í hóp hinna kon- ungkjörnu, er kjörnir voru fyrir fám árum með þeim fyrirv&ra, að þeir styddu stjórnarbótina, sem sé amtmaður og landlæknir, hafi nú fylt þann flok'kinn, er hfcga vildij þannig kosningu í þing- byrjun, að engin stjórnarbót ætti neins byrjar von á þessu þingi. Annar þeirra kaus og í haust einhvern skæðasta stjórnarbótar-mótstöðumanninn, þing- mann Beykvíkinga. En hinn sneiddi hjá að greiða atkvæði, þótt stjórnar- bótarvinur væri í boði og hann sann- arlega óaðfinnanlegur. Ekki hneykslast afturhaldsmálgagn- ið hót á því háttalagi. En ónotabrigzlum hreytir það í gær í garð annars þeirra tveggja þing- manna, er fyltu á síðasta þingi flokk þeirra, sem þá hrundu stjórnarskránni frá 2. umr., en hafa nú horfið að öðru og betra ráði og eru fyrir það menn að meiri. þ>etta er að vísu ekki annað en þess var von og vísa afturhaldsmálgagns- ins hérna, og mun qnginn taka sér nærri. En hitt er hétdur skrítið, að það skuli ráðast fremur á annan þeirra en báða, með því lika að að- drótitunin að honum um brigðmælgi við sinn fyrri flokk nú í þingbyrjun erekkert annað enuppspuni, einmitt að vitni mætra manna og ó- skreytinna úr þeim samaflokki. Hvað miður hlutvandir ofstopar þar kunna úti að láta í bræði sinnr, markar eng- inn lifandi maður. Hólum hlekst á. Strandferðab. »Hólar« rak sig á sker á Breiðdalsvík þriðjudaginn var, 2. þ. m., í megnri þoku, en logni, og braut á sig gat, svo að nauðulega komst inn á Djúpavog og liggur þar nú í lamasessi. Sent var í snatri til Seyð- isfjarðar og fengið þar gufuskip til að flytja farþega af Hólum suður. það kom hér í gærkveldi, með farþega alla, 30—40, þar á meðal þær mág- konur, konur dr. Valtýs Guðmunds- sonar og Jóh. sýslumanns Jóhannes- sonar, Knud Zimsen mannvirkjafræð- ing o. s. frv. — Bjargráðaskipið »Hel- singör« brá þegar við austur í morgun til hjálpar Hólum; er áformið að gera svo við þá, að fleytt geti sér til Eng- lands. Þingnefndir. Lítið sem ekkert gerst það sem af er þingi annað en að skipa í nefndir. Fund arfall i neðri deild i gær og í efri i dag. Efri d. liefir kosið nefnd i þessi inál: bólusetningar J. Jónassen, Ólaf Ólafsson, Sigurð Jensson; pistlög Sigurð Jensson, Júl. Havsteen, Magnús Andrésson; manntal í iteykjavik Hallgr. Sveinsson, Jónas J., M. Andr.; fiskiveiðar hlutafélaga í land- helgi Axel V. Tulinius, Gnðjón Guðl., Eir. Briem; kirkjugarðar og viðhald þeirra H. Sv., Ól. ÓL, Guðjón; bankaávísanir (checkar o. fl) Kristján Jónsss , Axel V. Tulinius, Eir Briem; próf í gufuvélafræði við stýri- maunaskólann Axel V. Tulinius, Jul. Hav- steen, Eir. Briem. Auk fjárlaganefndar, er vísað hefir verið til fjáraukalagafrv. háðum, hefir neðri deild sett nefnd í þessi mál: samþykt lands- reikninga Ól. Briem, Guði. Guðmundsson, Þ. Thoroddsen; aðflutningsgjald á brjóst- sykri og konfekt H. Hafstein, B. B. Bf., Þ. Thoroddsen, B. Kristj., Ól.Briem; fjárkláða- lög Jósaf. Jónatansson, Pétur Jónsson, St. Stefánsson kenn., Lárus H. Bjarnason, B. B. Bf.; breyt. á hæjarstjórnarlögum Reykja- víkur Jóh. Jóhannesson, Þ. Guðm., H. Hafstein; land&spítali Þ. Thoroddsen, B. B. Dalam., Tr. Gunnarsson, St. Stefánsson kennari, Einar Jónsson. Stúdentsafmœli. Þeir sjö stúdentar, sem útskrifuðust hér úr lærða skólanum 1876, hittust hér allir 30. f. m. og héldu afmælisminning þess (25 áraj. Þeir eru allir i embættum: Davið Schv. Thorsteinsson héraðsl., Einar prófast- ur Jónsson i Kirkjubæ, Guðl. Guðmundsson sýslumaður, Jón Jensson yfirdómari, Sig- urður Ólafsson sýslumaður, Sigurður Þórð- arson sýslumaður og Þorsteinn prestur Benediktsson í Bjarnanesi. Attundi stúdent- inn frá sama tíma, Ólafur prestur Ólafsson i Saurbæjarþingum, var utanskólamaður. Þeir félagar höfðu og i hoði sinu þá 3 kennara sína við latinuskólann, sem enn eru á lifi: H. Kr. Friðriksson, Steingr. Tborsteiusson og Halldór Guðmundsson, og voru þeir Stgr. og H. G. þá 50 ára stú- dentar. Úm konur 2 júbilstúdentanna, Jóns Jenssonar og Sig. Ólafssonar, stóð og svo á, að liðin voru einnig 25 ár siðan er þær luku sér af við Reykjavíkurkvennaskóla. Hrossakaupaskip frá hr. Zellner i Newcætler, gufusk. »Frithjof«, norskt, 5—600 smál., kom hing- að um lielgina sem leið af Austförðum og fer aftur i kveld með hrossafarm til Eng- lands. Með þvi var hr. Jón Jónsson frá Múla, fyrrum alþm., og er hann nú um- hoðsmaður Zellners um öll viðskifti hér við land, i stað hans fyrri félaga, hr. Jóns Vidalins, scm þar er alveg úr sögunni og kernur ekki nærri neinum kaupfélagavið- skiftum o. s. frv. Með kolafarm til kaupm. B. Guðmunds9onar bom snnnud. 30. f. mán. gnfuskip »Scandia« og fik aftur i Héraðslæknir A ísafirði er skipaður af konungi Davíð Scheving Thorsteinsson, héraðsl. í Stykkis- hólmi. Póstgufuskipin Ceres og Botnia lögðu á stað 3. og 4. þ. mán. vestur og norður samkvæmt áætl- nn og með þeim margir farþegar. Með Heimdalii, herskipinu, fóru þeir heimleiðis 30. f. mán., amtsráðsmenn Isfirðinga, sira Krist- inn Danielsson og sira Sigurður Stefánsson í Vigur. Ennfremur skólastjóri Jón Þór- arinsson vestur að Djúpi snöggva ferð. Fallið er i neðri deild með öllum atkv. gegn 5 frumvarpið um a.'stoðarprest í Reykjavík. Veðnrathuganir í Reykjavik, eftir aðjnnkt Björn Jensson. 3 — a £ œ q C 19 0 1 3: O í>- c* c 3. *-í — pf c-»- tri 'l' 3 júlí B g CTQ ■p cí- I* cx gB B 3 ’ P5 Se r-t Mvd. 3 8 758,6 10,8 SSE 1 10 8,9 2 758,1 11,6 S 1 10 9 756,7 11,7 S 1 7 Fd. 4. 8 752,1 10,9 E 1 10 0,2 9,4 2 751,2 11,6 SE 1 10 9 756,1 8,7 wsw 1 10 Fsd. 5 8 761,1 8,6 wsw 1 10 14,4 6,5 762,3 10,1 wsw 1 10 761,6 8,4 ssw 1 9 I heljar greipum. Frh. Föt ræningjanna líktust einkennis- búningi: rauðir túrbanar voru vafðir um höfuð þeirra, svo harðneskjuleg andlitin voru eins og .greypt í skar- latsrauða umgjörð; skórnir gulir, úr ó- sútuðu leðri; skikkjurnar hvítar, með móleitum ferhyruingum saumuðum í þær. Allir voru þeir með rifla, og einn var með ofurlítínn slitinn lúður á öxlinni. HelmÍDgur þeirra var svertingjar — fríðir menn og kuáleg- ir, beljakar, og eins og búnir til úr steinkolum. Hinn helmingurinn var Baggara-Arabar, lágvaxnir, móleitirog seigir, með lítil, ilskuleg augu, og þunn- ar, grimdarlegar, varir. Foringinn var líka Baggara-Arabi; eu hann var hærri en hinir; svart skegg lagðist niður á brjóst honum, og hörð, kuldaleg augun glitruðu eins og glertölur undir þykkum, svörtum auga- brúnunum. Hanu hvesti þau nú á band- ingja sína, og auðsætt var á andlitinu á honum, að hann var hugsi. Síra Htuart hafði verið leiddur fram fyrir hann. Hattinn hafði prestur mist, andlitið var enu rautt af reiði og á einum stað loddu brækur hans við fót- legginn. Svört andlitin og bláar treyj- urnar á þeim tveim súdönsku her- mönnunum, sem enn voru á lífi, voru blóðstokkin; þeir stóðu þegjajidi utan við þennan raunalega Norðurálfu- mannaflokk. Foringinn stóð nokkurar mínútur og strauk svart skeggið, en grimdarleg auguh litu yfir alla röðina, frá einu fölu andlitinu til annars. Svo sagði hann eitthvað með höst- um rómi, og þá kom Monsoor túlkur fram úr röðinni. Fólkinu, sem hafði ráðið hann til íerðarinnar, hafði á- xvalt fundist hann nokkuð skrítinn, í flaksandi sloppnum og stiutt-treyju ut- an yfir; en nú, í hiuum skörpu geisl- um hádegissólarinnar og með þesBÍ andlit umhverfis sig, gerði haun frem- ur að auka á hina kynlegu hrylljpg en draga úti henni. Túlkurinn hneigði sig djúpt aftur og aftur, eins og klunnaleg vélbrúða; svo lét foringinn sér einhver hranalqg orð um mupn fara; þá féll túlkurinn alt í einu fram á ásjónu 3Ína, strauk enn- inú við sandinn og lamdi það nreð hömlunum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.