Ísafold - 13.07.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 13.07.1901, Blaðsíða 3
187 tyllu annars ráðgjafa, s.em sífelt væri við hlið konungs. Ábyrgðin er bundin við undirskrift ráðgjafans með konungi. |>að er frum- regla í Danaveldi, eins og í öðrum löndum, sem ekki er nokkurt viðlit að vér getum breytt. Só ráðgjafinn, sem þingið semur við, skyldur til aðbera ábyrgð á allri stjórnarathöfninni með undirskrift sinni, þá höfum vér trygg- ingu fyrir samvizkusamlegum samn- ingum. En geti a n n a r maður far- ið að undirskrifa löggjöf vora og stjórnarráðstafanir, maður, sem þing- ið hefir e k k i samið við, maður, sem ekki hefir nokkurt aðhald af þinginu, þá er sú trygging algerlega horfin, mál vor komin í mjög líkt horf og að undanförnu. Yór viljum engan millilið hafa milli konungs vors og þess ráðgjafa, erþing- ið semur við, engan mann úti í Kaup- mannahöfn, er gert geti samninga hans ógilda, engan, er létt geti af honum ábyrgðinni fyrir nokkura stjórn- arráðstöfun. þ a ð er ágsetur vísir til heima- stjórnar. Aðra eða meiri heimastjórn getum vér eftir eðli málsinsekki feng- ið, fyr en vér fáum hingað mann, er staðfest getur lög og stjórnarráðstaf- anir í konungs stað, jarl eða lands- stjóra. Hitt er ekki heimastjórn, heldur Hafnarstjórnar-afskræmi, að bjóða oss ráðgjafa, sem ekki á kost á að flytja mál vor fyrir konungi, ekki á kcist á að standa við ábyrgð stjórnmála forra með undirskrift sinni, heldur verður að eiga það undir öðrum manni, dönsk;- um ráðgjafa, sem ekki er nokkur trygging fyrir að sé honum eöa þing- inu samdóma um nokkurn skapaðan hlut. Trúnaðarmálið, Um þingbyrjun trúði einn höfðing- inn í afturhaldsliðinu kennimannleg- um návenzlamanni sínum fyrir þeirri ráðagerð þeirra, að bera upp í neðri deild á u n d a n þá væntanlegu val- týsku frumvarpi nýtt stjórnarskrár- frumvarp, svo »fijálslegt«, að hinir m æ 11 u t i 1 að verða með því, sum- ir að minsta kosti, ef þeir vildu ekki eiga á hættu að verða kallaðir Hafn- arstjórnarmenn, þjóðfjandar og land- ráðamenn, en þannig vaxið annars vegar, að e n g i n stjórn gæti að því gengið, hvorki hægrimenn né vinstri- menn. f>ví það væri aðal markmið og hið mesta velferðaratriði fyrir þá fé- laga og alla þeirra vini og velgerðar- menn, hina æðstu sem hina lægstu, að láta ekkert stjórnarskrárfrum- varp ná fram að ganga á þessu þingi. |>á væri fenginn 2 ára frestur enn. Líf gömlu stjórnarinnar okkar ástsælu og atorkumiklu lengt um 2 ár enn, í viðbót við þau 4, sem tekist hefir með fyrirhyggju og ráðkænsku að lengja líf hennar síðan er kostur var gerð- ur á stjórnarbót. En ef svo illa og ólíklega til tæk- ist, að enginn rynní á þessa beitu, öðru vísi en til að eta hana af, þá hefðu þeir félagar tekið sig saman um að hafa til taks nóg af morðtólum þeim, er »fleygar« nefnast, svo öflug- um og kænlega tilbúnum, að ekkert mannvirki mætti fyrir standast, og færi þá ekki hjá því, að ríða raundi stjórnarbótarfrumvarpi Valtýinga að fullu. En samtfmis skyldi jafnau látið í veðri vaka við Vakýinga, að engan hlut bæru hinir jafnríkt fyrir brjósti eins og samkomulag. Um það skyldu þeir láta sér sem allra-skrafdrjúgast við stjórnarbótarmenn, — ekki ofstoparn- ir, sem a 11 i r vissu að vildu alla stjórn- arbót feiga, heldur spektarmennirnir, sem sízt væri um það grunaðir og vini ætti sér skaplíka í liði Valtýinga. »Með ættjarðarástareinlægni í hverjum andlitsdrætti og föðurlegri blíðu ímál- rómnum, fimlegri rökfærslu og töfranda mjúklæti ginnum vér þá eins og þussa«, segir hinn forvitri og mikilhæfi höfð- ingi. »Hlæjum svo að þeim á eftir, þegar þeir láta ánetjast#. — Nú meður því, að hinn kennimann- legi návenzlamaður hafði þá skoðun, að eins og skírdagur drægi nafn sitt af því, að þá hefði Kristur verið skírð- ur, eins væri orðið trúnaðarmál af því dregið, að slfk mál bæri að segja í trún- aði kunningjum sínum, þá taldi hann sér skylt að hvfsla þessu trúnaðarmáli að svo mörgum trúnaðarvinum sínum, sem hanu gæti yfir komist. Og það gerði hann. „Spor í rétta átt*‘. Svona fór þá um fylgi »þjóðólfs« við okkur, sem höfum viljað halda fram stjórnmálastefnu Ben. heitins Sveins- sonar. Hvað ætli hann segði nú, gamli maðurinn, ef hann mætti líta upp úr gröf sinni og sæi fjóðólfsmanninn og aðra kappana á þingi, sem hingað til hafa reynt til að afla sór vinsælda hjá þjóðinni með því að sigla undir merki Ben. Sveinssonar, koma inn á f þingið með stjórnarskrárfrumvarp, sem ætlar ráðgjöfum Islands að eiga sæti f ríkisráðinu — koma með það á f y r s t a þinginu að gamla manuinum látnum? Og hvað eigum sáór að segja, sem enn eru eftir af þessum flokki? Hefir alt fylgi þjóðólfs við skoðanir okkar verið ásetnings-fals, í því skyni í frammi haft, að hafa út úr okkur nokk- urar krónur? Eða hefir tekist að sann- færa blaðið á einum eða tveimur dög- um um það, að mergurinn málsins í öllu, sem það hefir fram haldið um stjórnmál vort, sé ekki annað en vit- leysa og hégómi? Eða er ritstjórinn svo skyni skroppinn, að hann hafi ekki vit á, hvert verið er að teyma hann? Eg vona, að eg þurfi ekki að færa nokkurum manni, sem |>jóðólf hefir lesið, neinar sönnur á það, að blaðið hefir talið setu ráðgjafans í ríkisráðin u aðal-gallann á stjórn- arskrárbreyting þeirri, sem við dr. Valtý Guðmundsson er kend. Allir vita, að það hefir blaðið gert fram að allra-síðustu tfmum. Eg gæti fylt »|>jóðólf« um margar vikur með um- mælum úr honum sjálfum um það mál eingöngu. Og eg hefði mikla freisting til þess að biðja yður, hr. ritstjóri, að taka af mér í ísafold dá- lítið safn af þeim ummælum. En eg geri ráð fyrir, að þér þykist ekki hafa rúm til þess. Samt langar mig til að biðja yður fyrir eftirfarandi klausu úr þjóðólfi 30. marz f fyrra. Hún er svona: »Auðvitað fullnægir frv. þetta (neðri deildarl897)allsek'ki hinum fylstu sjálf- stjórnarkröfum vorum, en það er spor í réttaátt, þar sem valtýskan er spor í öfuga átt, hrein og bein aft- urför frá þvf, sem nú er, og sú af t- u rfö r — enda þótt ráðgjafinn skryppi á þing — er hr eint o g b eint fólginí því,að s eta þessa r áð- gj afa ílslands sérstöku mál- um yrðiþálöghelguðaf lög- gjafarpingi voru og sú skoðun stjórnarinnar gerð gildandi, að grund- vallarlögin dönsku gildi á íslandi. — |>essu viljum vér heimastjórnarmenn ekki hlíta, a£ því að vér teljum, að svona löguð stjórnarbót fari í alveg öfuga átt við allar fyrri kröfur vorar um sjálfstæð og sérstök landsréttindi, er vér eigum að hafa samkvæmt stjórnarskránni. þ>að skiftir engu, þótt hingað til hafi verið brotin lög á oss með setu ráðgjafans í ríkisráðinu. Vér eigum ekki að rétta hönd til að staðfesta réttarbrotið#. Eg get ekki hugsað mér ummælin afdráttarlausari — afturförin hreint og beint fólgin í löghelgun ríkisráðsset- unnar — vér eigum ekki að rétta hönd til að staðfesta réttarbrotið! — þetta hefir verið mergurinn málsins. |>etta lærði ritstjóri þjóðólfs af Ben. heitnum Sveinssyni, og í raun og veru . aldrei neitt annað. Og fyrir það eStt, að hann þóttist ætla að standa við þetta, taldi okkur trú um, að hann mundi aldrei hlaupast undan merkj- um, þótt hann lítilsigldur væri að allri andlegri atgervi, hefir blaðinu han3 ekki verið útskúfað úr hóp allra ein- lægra heimastjórnarmanna fyrir löngu. Og nú flytur sami maðurinn, sem skrifaði þessa klausu, sem eg hefi tek- ið upp að framan, þegar hann var að reyna að afla sér kjörfylgis fyrir einu ári, stjórnarskrárfrumvarp, sem lætur ráðgjafa íslands sitja í ríkisráðinu. Og nú er hann svo ófeiminn, að hann segir í blaði sínu, að þetta frumvarp só spor í rétta átt. Hann, sem alt af, fram að síðustu dögum, hefir haldið því fram, að val- týskan só spor í öfuga átt, a f þ v í a ð hún samsinni því með þögninni, aá i-áðgjafi íslands sitji í ríkisráðinu, hann er nú hróðugur af því, að þetta sfð- asta stjórnarskrárfrumv. sé spor í rétta átt, þ ó a ð eftir því sé ráðgjafanum ætlað að sitja í ríkisráðinu, alveg eins og eftir frv. dr. Valtýs Guðmunds- sonar. Hvernig getur maðurinn farið að líta framan f nokkurn mann eftir að hafa alt í einu hlaupist undan merkj- um á þennan hátt? Vitaskuld mátti æfinlega við þessu búast af honum. Gáfnalegi og sið- prýðislegi svipurinn á blaði hans hefir lengi verið svo, að í raun og veru var ekkert lfklegra en að hann yrði teygður til að afneita öllum sín- um fyrri kenningum, jafnskjótt sem hann kæmist undir áhrif sér slungnari manna. Eeimastjórharmaður. * * * Aths. ritstj.; f>að er auðvitið mtkið harmsútlegt fyrir leifarnar af flokki Ben. Sveins- sonar, að þjóðólfsmaðurinn skuli hafa brugðist þeim svona illilega. En hverj- um er um að kenna, nema sjálfum þeim? Úr því þeir sáu svona vel, hvernig »gáfnalegi og siðprýðislegi svip- urinn« var á þjóðólfi, hefðu þeir sýni- lega átt að vera s£r í útvegum um málgagn undir »slungnari« ritstjórn, og vera ekkert að tefla á tvær hætt- ur með f>jóðólfsmanninn. . |>eim var engin vorkunn á að sjá dreggjarnar í botninum löngu áður en þeir urðu að fara að súpa, þær. Loksins! r Þau stórtiðiudi hafa orðið vikuua sem leið, að hinn viðfrægi, forvitri og mál- snjalli höfðingi i afturhaldsiiðinu, þing- maður Flóamanna, hefir verið kosinn i neíud!. Það var í hinu forkostulega frumvarpi þingmanns Borgfirðinga (B. B.) um óháð kirkjuriki i hverju prestkalli á Islandi. Stefna Tímaritsins. Frá prófessor dr. E. J. höfum vér fengið eftirfarandi athugasemd: Út af því, er »ísafold« hermir eftir mér og segir mig hafa sagt á síðasta fundi Bókmentafélagsdeildarinnar hér um »stefnu« Tímaritsins, skal eg að vísu kannast við, að það, er hún seg- ir, er nokkurn veginn rétt þ a ð s e m þ a ð n æ r. En því er slept, er eg vildi hér fá bætt við, að eg gat um, að í fyrsta árgangi Tímaritsins væru talin upp þau efni, er um mætti rita í Tímaritinu. það er því auðsætt, að hver sú ritgjörð, er býðst um þessi efni, verður tekin, ef hún að frágangi til og meðferð efnisins er tæk. Nú eru þessi efni allmörg og vart svo, að þar geti verið um neina fasta stefnu að tala, eins og þetta orð er vanalega skilið. Eg sé nú enga ástæðu til að Tímaritið fái neina sérstaka stefnu, aðra en þá, «• ákveðin var frá önd- verðu, ef stefna skal kalla. þ e s s v e g n a mælti eg kröftuglega móti þessu tali um, að Tmr. ætti að fá stefnu, því að það gat eg ekki — og get ekki — skilið öðru vísi en kröfu um einhverja sérstaka stefnu í ákveðna átt, þótt það væri ekki tekið ljóst fram, hvað meínt væri. jpessu stefnuhjali hefir líka hér um árið verið beitt við »Eimreiðina«, eins og menn ef til vill rnuna; en ritstjór- inn sýndi og sannaði, að það væri bygt á misskilningi og sama er til- fellið með Tímaritið. Rvík u/7 1901. Virðmgarfylst Finnur Jónsson. Aths. ritst. það leynir sér ekki, í hverju hugs- unarvilla prófessorsins er fólgin. Hann gerir ekki greinarmun á á- kveðinni stefnu og ákveðnum skoð- un u m. Hann vill ekki, eftir því, sem oss skilst, að Tímaritið fari að taka að sér neinar sérstakar skoðanir. Hann vill lofa hvers konar fróðleik að komast þar að og hvers konar skoðunum á þeim grundvelli, sem afmarkaður var, þegar Tímaritið var stofnað. í þessu efni erum vór honum samdóma. Og sannast að segja gerum vér oss vonir um, að þar með geti ágreiningn- um verið Iokið. • Vér trúum ekki, að hann kannist ekki við það, þegar hann hugsar sig vandlega um, að á sérstökum tímum geti verið ástæða til að ræða sérstök mál öðrum fremur eða fræða menn um sérstök þekkingar atriði. 011 viðleitni í þá átt, að beina efni hvers árgangs Tímaritsins inn í einhvern tiltekinn farveg, veitir Tín: aritinu s t e f n u — sams konar stefnu eins og öll tímarit hafaumvíðaveröld, þauer nokkura veru- lega ritstjórn hafa og nokkur veruleg mynd er á. Annað hefir ekki fyrir neinum vak- að, og það hlýtur að hafa verið af mis8kilningi, er prófessor F. J. reis önd- verður gegn því á Bókmentafélags- fundinum síðasta. Með Botniu sigldu. í gærkveldi þejr stórsir dr. Petrus Beyer og hans félagar: Chr. Thuren húsameistari, dr. Grossmann og stúdent Madsen. Enn fremur konsúll Th. Thorsteinsson og sira Friðrik Frið- riksson Laugarnesspítalaprestur. Kært Earn har mange Navne. 1. Stjórnar- s k e m d a r-frumvarp. 2. Heimsk u-stjórnarfrnmvarp (i stað falsheitisins heima-stjórnarfrv.). 3. »Dánumenska«. 4. Finna. 5. »Finska dóttir Boga«. 6. Finnlappa-fóstur. 7. Durgólfska.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.