Ísafold - 13.07.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.07.1901, Blaðsíða 2
186 til þess að rokstyðja kosti icnlendrar stjórnar. Hún er réttur yor og sjálf- sögð krafa, þó að menn af sérstökum ástæðum hafi viljað slaka til á síðustu árum. Aðalnýmæli þessa frv. er að sameina það tvent: innlenda stjórn og óraskað stjórnarsamband við Danmörku. I því akyni eiga ráðgjafarnir að vera tveir, annar búsettur hér á landi, sem ferðast á konungsfund, hinn búsettur í Kaupmh., er ber málefnin fram fyr- ir konung, þegar innlendi ráðgjafinn er ekki viðstaddur. Báðir bera þeir fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Ræðum. mintist þvf næst á helztu fyrirmæli þessa frv., er ekki stæði í því stjórnarskrárbr.frv., sem áður væri komið: a ð upptalning sérmálanna væri tekin upp úr stöðulögunum í því skyni, að þar verði ekki breyting á gerð án þess lögjafarvald íslands sam- þykki; a ð bráóabirgðafjárlög megi stjórnin ekki gefa út, nema þingið komi sér ekki saman um fjárlög; og a ð ákvæði frv. um að konungur geti ekki náðað ráðgjafa eigi auðvitað ein- göngu við stjórnmála-yfirsjónir. Að öðru leyti séu breytingarnar frá hinu fyrra frv. ekki annað en lítilfjörlegar orðabreytingar. þessu frv. fylgir ekki neitt fyrirheiti um staðfesting. Vel getur verið, að í því sóu fyrirmæli, sem ekki verði ^ staðfest. Bn í því á það sammerkt við hitt frumvarpið. Ekki er senni- legt, að það nái fremur staðfesting. |>etta frumvarp fer ekki út af þeim grundvelli, er afmarkaður hefir verið, þar sem ríkissráðsetu ráðgjafans er haldið eins og að undanförnu og ráð- gjafinn hérlendi á að flytja mál ís- lands fyrir konungi í ríkisráðinu. En hve nær sem stjórnarskrárbreyt- ing öðlast staðfesting konungs, er mikils um þaS vert, að ekki hafi ver- ið farið styttra í kröfunum en svo, að þjóðin geti verið ánægð með breyt- inguna. Kæmi til valda í Danmörku stjórn, sem vildi verða við óskumvor- um, þá væri það mikil ógæfa, ef ekki hefðí verið farið fram á það, sem þjóð- inni er gagn að. Og ræðum. vill enn á það minna, að flutningsm. hins frv. hafi ekki eingöngu bundið sig við það, er þeir viti, að sé fáanlegt. Guðl. Guðmundsson vildi ekki hella olíu í þann eld, sem verið væri að kveikja. En frv. væri borið upp á óvenjulegan hátt; þess engin dæmi á þingi, að tvö frv. kæmu um sama mál og sömu atríði, áður en nefnd hefði við málið fengist. Efni frv. yfði ekki rætt við þessa umræðu með gagngerðum rökum. Flutningsmenn hefðu nú fallið frá því, að heimta sérmáiin út úr ríkis- ráðinu, og hefði þó sá flokkurinn áður haldið því fram, að þar væri um hyrningarsteininn að ræða, og þeir, sem ekki hefðu viljað gera ríkisráðssetuna að kappsmáli, hefðu verið ófrægðir sem flón og landráðamenu. Gleðilegt að andstæðingar okkar eru farnir að sjá, að við erum hvorugt. Með því hafa þeir þá lýst yfir því með okkur, að þeir vilji ekki samþykkja neitt, sem raskar ríkisheildinni eða dregur okkur undan sjálfsögðu eftirliti hennar. Allir eru þ ví að færast á sama grund- völlinn og samkomulagi ætti að vera unt að kom á. j?ó eru atriði i þessu frv., sem ekki er unt að ganga að. þetta er i fyrsta skifti á ísl. lög- gjafarþingi, að farið er fram á að við- urkenna stöðulögin sem réttmæt, og þar með er þá í fyrsta sinni gerð til- raun til þess að íá oss til að viður- kenna, að danskt löggjafarvald hafi rétt til að ráðstafa oss. f>etta mál þarf ekki að rekja sundur nú. f>að vær hreinn og beinn voði fyrir stjórn- mál íslands í framtíðinni, ef það yrði samþykt. Allir viljum vér, að æðsta stjórn vor sé hér í Iandinu, ráðgjafinn hér búsettur. En stjórn og landshöfðingi hafa skýrt tekið það fram, að það sé ósamþýðanlegt ríkiseiningunni. Elutningsmenn frv. hafa nú ætlað að komast úr vandræðunum með tveim- ur ráðgjöfum, — tveimur tígulkóngum 1 spilunum. Annaðhvort verður Reykja- víkur-ráðgjafinn aðalráðgjafinn og Kaupmannahafnar-ráðgjafinn að eins skuggi af honum; það hlýtur að reka sig á ríkiseininguna. Eða Hafnarráð- gjafinn verður aðalmaðurinn, Reykja- víkur-ráðgjafinn ekki annað en undir- tylla hans; þá verður breytingin lítil frá því, sem nú er, en ver stæðum vér þá að vígi en nú, að eg ekki tali um, hve miklu ver vér stæðum þá að vígi en ef hitt frumvarpið yrði samþykt og staðfest. Ræðum. metur mikils ráð- gjafa-búsetu hér á landi. En þess- a r i búsetu kemur honum ekki til hugar að greiða atkvæði, því að það væri að bjóða mönnum steina fyrir brauð. Ræðum. vill ekki vekja neitt kapp um málið; en eins og þetta frumv. sé nú, só það voði fyrir sjálfstæði vora, óhentugt og ófáanlegt. Hannes Haýstein hefir ekki viljað kveikja neinn eld, heldur miklu frem- ur slökkva eldinn í síðasta ræðumanni. Futningsmenn þurfi enga grein fyrir því að gera, hvers vegna' þeir beri málið svona upp; það sé gert sam- kvæmt þingsköpunum og með sam- þykki forseta. Neitar því, að þingið viðurkenni stöðulögin með því að samþykkja þetta frv., fremur en stjórnarskráin og frv. dr. V. G. geri það; í þeim báðum sé vitnað til stöðulaganna. G. G. sagði, að ráðgjafarnir yrðu eins og tveir tigulkóngar. Jón Sigurðs- son vildi hafa þá tvo eða fleiri 1851, og það gerír hvorki til né frá, hve margir þeir eru, ef þeir vinna sitt verk og reka sig ekkert á. Vér stæðum ver að vígi með frv. dr. V. G. en nú, ef vér vildum síðar fá stjórnina inn í landið. Ráðgjafinn, sém þar er gert ráð fyrir, mundi al- drei samþykkja að flytja sig hingað til Reykjavíkur. Dr. Valtýr Guðmundsson: Okkar frv. er bygt á samningagrundvellinum; um þetta frv. er vonlaust. Gleðilegt, að hinn flokkurinn skuli vera farinn að viðurkenna, að ekki sé til neins að heimta ráðgjafann út úr ríkisraðinu. Sérstaklega er ánægjulegt að sjá 1. þingmann Árnesinga sem flutnings- mann að frumv., sem ætlar ráðgjaf- anum að sitja í ríkisráðinu, eftir allar hans kenningar um »lögfestinguna« þar. í ráðgjafabréfinu 29. maí 1899 et greinilega lýst yfir þvf, að ekki komi til nokkurra mála, að ráðgjafinn sé hér búsettur; og það er ekki stjórnin ein, sem segir þetta, heldur allir stjórnmálamenn, sem ha|a íhugað málið vandlega, eins og t. d. landshöfðingi. Hann hefir í bréfi til stjórnarinnar sagt það óhugsanlegt, að ráðgjafi sé hér búsettur. Flutningsmaður vísaði til Jóns Sig- urðssonar 1851. En þá stóð alt öðru- vísi á en nú. Krafa Jóns Sigurðsson- ar var þá »Personalunion«, eins og mílli Noregs og Svíþjóðar. f>á var engin föst skipun komin á sambandið milli landanna. Nú er svo komið, að vér getum ekki haldið því fram, að vér séum ríki út áf fyrir osa. Um löggilding stöðulaganna með stjórnarskránni er það að segja, að vór höfðum ekkert vald yfir stjórnar- skránni, þegar hún var sa-a*in, og berum því enga ábyrgð á henni. í fyrra frumvárpinu er vitnað í það eina atriði stöðulaganna, sem alþingi hefir samþykt. Tilvitnáh þessa nýja frv. í stöðulögin er því annan veg farið. Reykjavíkur-ráðgjafinn á að bera ábyrgð eftir þessu frv. En hvernig á hann að béra ábyrgðina á því, sem annar ráðgjafi undirskrifar með kon- ungi? Hafnarráðgjafinn hlyti að und- irskrifa flest lög og stjórnarráðstafanir; ábyrgðin hlýtur að lenda á honum, því að hún er bundin við undirskrift- ina. Landsdómur á að dæma ráð- gjafann hór, en ákvæði vantar um að setja hann á stofn. Ræðum. benti á fleiri aukaatriði, sem væru vanhugsuð í frv., þar á meðal um bráðabirgða- fjárlög; af því að vér befðum sam- einað þing, gæti það ekki fyrir komið hér, sem svo oft hefði að höndum borið í Danmörku, að þingið kærai sér ekki saman um fjárlög. Lárus H. Bjarnason taldi tillögumenn- ina 1895 hafa hagað sér líkt og flutn- ingsmenn þessa frv., komið með til- lögu til þingsályktunar í stjórnar- skrármálinu ofan í frv. Ekkert yrði bygt á bréfum ráðgj. og landsh. um búsetuna, því að þá hefði ráðgjafinn átt að vera einn, en nú tveir. Ræðum. gerði ráð fyrir, að hvorugt frv. fáist staðfest undir stjórn hægri- manna, en við ráðaneytisskifti, sem innan skamms séu í vændum, megi ætla, að hérlendur ráðgjafi fáist. Alíir foringjar vinstri manna hafi lýst yfir því, eftir fregnum, sem hingað séu komnar með mikilsvirtum íslendingi, að búsetan verði ekki neinn ásteyt- ingarsteinn. Pétur Jónsson: Báðir flokkarnir hafa nú gengið svo langt, hvor til móts við annan, að þeir komast naum- ast lengra. B ú s e t a n skilur þá, Flokkur dr. V. G. hefir farið svo langt, sem hann getur, ef hann á ekki að sleppa voninni um, að stjórnin verði við kröfunum, og það er eðlilegt, að hann fari ekki lengra. Hinn flokkur- urinn vill heldur bíða, í þeirri von, að síðar fáist ráðgjafi, sem búsettur sé hér á landi. Við byggjum vonir okkar á vinstrimannastjórn. Er rétt að sleppa þeim vonum, sem menn geta gert sér um afleiðingar af breyttu stjórnarástandi í Danmörku? Hvað sem næst verður ofan á verður látið haldast æðimörg ár til reynslu. J>ess vegna eigum vér að líta á, hvort ekki muni meiri stjórnarbætur í vændum hjá nýrri stjórn. Hannes Ila/stein kannaðist við, að réttara hefði verið að orða ákvæðið um bráðabirgðafjárlög í þá átt, að því að eins mætti gefa þau út, að þingið hefði ekki s a m þ y k t fjár- .lög. Guðlaugur Guðmundsson varaði deildina að lokum við því, að byggja atferli sitt í stjórnarmáli landsins á laus- legum sögusögnum um ummæli manna, sem full ástæða væri til að ætla að ekki hefðu íhugað málið og enga á- byrgð bæru á orðum sínurn, þar sem þeir væru ekki víð völdin, — sögusögnum, sem líka væru rengdar. Alveg óvíst, að ný stjórn komi í Danmörku fyrstu árin, og sömuleiðis óvíst, að hún verði okkur auðveldari en sú stjórn, sem nú er. Vér færum að elta skýjaborg- ir með því að hlaupa eftir slíkum sögum. Búsetan og viiastrimenn. Búsetan og vinstrimenn, — því tvennu beitir nú afturhaldsliðið sem kappsamlegasí til að fleka hugsunar- og skilningslitlar sálir til fjágis við sig. Búsetan annars íslandsráðgjaf- ans hér telja þeir þeim trú um, móti betri vitund, að enginn þröskuldur muni verða eða þyrnir í augum stjórnarnnar, ú r þ v í a ð hinn eigi að vera búsettur í Khöfn. Óllum ráðgjöfum konungs er ætlað að sitja 1 ríkisráði Dana, samkundu, sem heldur fundi alt af öðru hvoru alt árið. Ráðgjöfunum er ekki ætlað að koma þangað eftir því, hvort þeir eiga þangað sjálfir brýnt erindi í það og það skiftið, heldur eru þeir skyld- ir þar að mæta, hve nær sem þeir eru ekki forfaljaðir — alveg eins og þing- menn mæta ekki á þingi þá að eins, er þeir hafa eitthvert mál að flytja, heldur að sjálfsögðu alt af og undan- tekningarlaust, ef þeir hafa ekki brýn forföll. þess vegna er í ráðgjafabréf- inu 29. maí 1897 aðaláherzlan lögð á ríkisráðssetuna, þar sem verið er að afsegja hérlenda búsetu ráðgjafans. Aðalástæðan þar gegn hérlendri bú- setu ráðgjafans er sú, að hann verður fyrir hvern mun að sitja í ríkisráðinu. Vegna ríkisráðs3etu hans segir stjórnin, að ekki geti komið til nokk- urra mála að hann sé búsettur hér á landi. Og þetta er ekki nema eðlilegt og sjálfsagt. Alþingismenn geta ekki dvalið norður í landi um þingtfmann, ef þeir eíga að sitja á þingi. Alveg eins er um ráðgjafann — hann getur ekki verið búsettur hér í Reykjavík, ef hann á að vera í ríkisráði Dana úti í Kaupmaunahöfn. Að flytja ráðgjafann hingað til lands er því í raun og veru hið sama sem að kippa honum út úr ríkisráðinu, þótt svo eigi ekki að heita í orði kveðnu. Búsetufleygurinn er ekkert annað en ríkisráðsfleygurinn dular- klæddur. Og hver heilvita stjórn, hvort sem hún er skipuð hægri- eða vinstrimönnum, áttar sig á því gerfi. Ganga má að því alveg vísu, að þegar þessi nýi fleygur reynist árang- urslaus orðinn, þá verður óðara smíð- aður annar nýr í hans stað, svo sem t. d. um, að konungur sjálfur skuli vera hér búsettur nokkuð af tímanum að minsta kosti, eða þá rík- iserfinginn, e ð a að ísland skuli vera þjóðveldi í ríkistengslum við Dan- mörku, eða eitthvað út í loftið, sem þeir halda, að skynminstu kjósendum sínum láti vel í eyrum og ginna megi þá til að kalla »frjálslyndi« og spana til að vilja eigi heyra aðra nefnda til þingfarar en þá, sem slíka vitleysu aðhyllast; hinum verði þá erfitt um vik að kljást við kjósendur — þeir berjist þá sýnilega á móti heimastjórn! það er sí og æ látið við klingja. Vinstrimenn fullyrða þeir því næst, að muni nú verá að eins ókonnjir til valda í Danmörku og sé því mesta óráð, að bíða eigi þess með stjórnar- bótina; þá fáist hún margfalt betri. En þeir v i t a, þessir sömu piltar, að vinstrimenn e r u eigi hóti nær valda- stóli nú en fyrir mörgum árum, held- ur eru mestar líkur til, að hægrimenn sitji kyrrir mórg ár enn, úr því að þeir hreyfðu sig ekkert í vor, hvorki eftir fólksþingiskosningarnar né eftir fulltrúafund hægrimanna. Eins v i t a þeir og hitt, að munnmælin um ríflegri kosti hjá vinstrimönnum oss til handa eru ekkert annað en reykur, og að þeir, sem fyrir þeim eru bornir, eru útvaldir samverkamenn þeirra í viðleitninni að fleka þjóð og þing til að hafna allri stjórnarbót og vera enn svo mörgum árum skiftir f sömu stjírnarógöngunum, í þágu þeirra einna, sem sjá sér hag og hlunnindi að því, hvað sem líður landi og lýði sem búa á meðal annars undir þeim óbærilega skaðræðisófriði, er stjórnar- deilan elur. Um hitt er þó mest vert, að hið megnasta óráð væri fyrir íslendinga að þiggja slíka bvlsetu, sem afturhalds- liðið er að halda að oss, þ ó a ð hún væri á boðstólum. þ>að væri háski og skaðræði, að gera ráðgjafann, sem þingið á að semja við, að undir-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.